Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG eru 20 ár frá því að flutningaskipið Tungufoss fórst í aftakaveðri við suð- urströnd Englands, en allri áhöfn var bjargað á giftu- samlegan hátt. „Við gleymum þessu aldrei,“ segir Gísli Níelsson, þáver- andi háseti en nú verkstjóri hjá Eimskip í Sundahöfn, og aðrir skip- verjar taka í sama streng. Mikið óveður gekk yfir suður- og vesturhluta Bretlands laugardag- inn 19. september 1981. Fjölmörg skip og bátar sukku og menn drukknuðu auk þess sem mann- skaði varð í landi. 11 manns voru í áhöfn á Tungufossi og lentu flestir skipverjanna í hrakningum við björgunina í myrkrinu og óveðrinu og stóð mjög tæpt að það næðist að bjarga sumum, en skömmu eftir að öllum skipverjum var bjargað fyrir mikla hetjudáð breskra björg- unarmanna á sjó og úr lofti, sökk skipið. Merkilegur atburður „Þetta var merkilegur atburður sem vakti mikla athygli,“ segir Ragnar Kjærnested, sem var báts- maður á Tungufossi en er nú yf- irverkstjóri í skipaafgreiðslu Eim- skips í Hafnarfirði. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. september 1981 segir hann við Árna Johnsen blaðamann að hann hafi náð að krækja fótunum utan um sigmann úr þyrlu, eins og hann hafi sagt sér að gera, og haldið sér í taugina með annarri hendi. Á leið- inni upp í þyrluna hafi hann í raun hangið á hvolfi með þessum tökum. „Það var langur aðdragandi að slysinu og eftirköstin töluverð og því held ég að þetta sé djúpt í minn- ingunni hjá öllum. Þetta kemur oft upp í hugann, sérstaklega þegar greint er frá sjóslysum í blöðum,“ segir hann nú, 20 árum síðar, „og ég held að við munum þetta allir eins og það hafi gerst í gær. Það var mikið skrifað um þetta og með- al annars gerði Óttar Sveinsson at- burðinum skil í einni slysabókinni.“ Allir hættir á sjó Ragnar segir að skipverjarnir hafi hist fyrir 10 árum og þeir ætli að hittast á ný um helgina, en allir séu á fullu í þjóðfélaginu, þótt þeir hafi lagt sjómennsku á hilluna. Hann segir að fljótlega eftir heim- komuna hafi áhöfnin farið í allar áttir. Sumir hafi haldið áfram sjó- mennsku og aðrir komið í land en nú væru allir hættir á sjónum. Hann fór sjálfur í tvo túra eftir slysið en hætti til sjós sama ár. Að sögn Ragnars hafa skipverjar ekki haft neitt samband við björg- unarmennina. „Við höfum ekki haft tök á því,“ segir hann og bætir við að á þessum tíma hafi áfallahjálp ekki þekkst. „Áfallið breytti starfs- ferlinum og lífsins gangi. Menn hættu á sjó og sneru sér að öðru en hjúskaparstaðan hefur haldist óbreytt hjá öllum nema einum – þeir sem voru komnir með konu eru með sama maka.“ Hann bætir við að ári síðar hafi Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, farið í opinbera heimsókn til Bretlands og sæmt björg- unarmennina orðum, sem væru mjög sjaldgæfar. Gísli Níelsson hafði verið veikur um borð í nokkra daga þegar slysið varð. Í fyrrnefndu Morgunblaði er eftirfarandi haft eftir honum: „„Og þegar ég var búinn að hanga úti á þilfari í nær klukkutíma,“ sagði hann, „var ég alveg búinn að vera. Svo kom að því að ég varð að 20 ár frá björgunarafreki er öllum skipverjum Tungufoss var bjargað við England Við gleym- um þessu aldrei Fyrir 20 árum björguðu breskar björg- unarsveitir ellefu manna áhöfn á Tungu- fossi á giftusamlegan hátt. Steinþór Guðbjartsson hitti þrjá úr áhöfninni og fékk meðal annars að vita að skipverj- arnir ellefu eru allir hættir til sjós og að sjóslysið hafði mikil áhrif á líf þeirra. Morgunblaðið/RAX 20 árum síðar bregður fjölskyldan á leik. Hallur Helgason ýtir syninum Halli, nema við Háskólann í Reykjavík, út í óvissuna og móðirin Sæunn Klemenzdóttir, forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands, stendur álengdar. Morgunblaðið/RAX Hallur Helgason kyssir Hall, rúmlega eins árs gamlan son sinn, í gegn- um glerið í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli eftir flugið frá London fyrir 20 árum, en eiginkonan, Sæunn Klemenzdóttir, fylgist með. ÞAÐ styttist óðum í að verslunarmið- stöðin í Smáralind verði opnuð. Þær verslanir sem eru komnar lengst á veg eru Hagkaup og Debenhams en þar er byrjað að raða vörum í hillur. „Hagkaup og Debenhams eru stærstu verslanirnar í verslunarmið- stöðinni og er vinna við þær komin lengst enda tekur vöruáfylling um fimm vikur í Hagkaupi,“ segir Þor- valdur Þorláksson, markaðsstjóri Smáralindar. Að hans sögn er í Hagkaupi verið að raða vörum upp í hillur að und- anskildum ferskvörum. Þá segir hann að verið sé að leggja lokahönd á allar innréttingar í Debenhams. „Starfs- fólkið þar er í þjálfun og situr á skóla- bekk þar sem verið er að fara yfir at- riði eins og söluþjálfun og vörumerkjaþekkingu. Þá er einnig farið yfir öryggisþætti,“ segir Þor- valdur. Aðspurður segir hann að auk Hag- kaups og Debenhams séu fleiri fyr- irtæki komin langt á veg. Margir eru byrjaðir að mála og leggja gólfefni og í allnokkrum verslunum er hafin upp- setning á innréttingum. Þá er verið að ljúka klæðningu á loftinu í Vetrar- garðinum og flísalögn á gólfi komin langt á veg. Þorvaldur segir fram- kvæmdum við Smárabíó einnig miða vel áfram og þar sé núna verið að setja upp hljóðkerfi, sýningarvélar og palla fyrir bíósæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslanir farnar að taka á sig mynd AÐ minnsta kosti eitt íslenskt vitni, sem sætt hefur rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra í tengslum við fjár- svikamál Norðmannsins Haavald Heide Schjerven, þarf að mæta fyr- ir rétt í Noregi á næstunni til að bera vitni. Vitnið er meðal nokkurra Íslend- inga sem sættu rannsókn efnahags- brotadeildar vegna umfangsmikilla fjársvika og fjárdráttar Schjerven á árunum 1898-1996 en hann var starfsmaður á skrifstofu Barna- hjálpar SÞ (UNICEF) í Kaup- mannahöfn. Mál Schjervens teygði anga sína til 15 þjóðlanda m.a. hingað til lands með því að hann lét UNICEF borga fyrir sig jeppa til eigin nota í tengslum við önnur inn- kaup UNICEF hérlendis. Rannsókn af hálfu efnahags- brotadeildar er lokið en á grund- velli hennar m.a.var ákæra á hend- ur Schjerven gefin út í Noregi. Nokkrir Íslendingar sættu rann- sókn vegna málsins en þeir eiga ekki yfir höfði sér ákæru. Íslenskt vitni þarf að mæta fyrir norsk- an rétt„VIÐ munum taka ákvörðun umframhaldið í samráði við okkar lög- mann,“ segir Þóra Þrastardóttir, eigandi veitingarekstursins Jarlsins, þegar hún er innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu samkeppnisráðs um að Eignarhaldsfélag Kringlunnar hf. og síðar Þyrpingar hf. hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með því að meina skyndibitastaðnum Jarlinum í Kringlunni að selja ham- borgara í nýrri viðbyggingu Kringl- unnar. Þóra segist sátt við niðurstöðu samkeppnisráðs. „Niðurstaðan er sú að það var á okkur brotið,“ segir hún og bætir því við að rekstur Jarlsins hafi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þessa. Hún vill þó ekki gefa upp hve hátt tjónið hafi verið metið. „Við urðum fyrir verulegum skaða og það er eðlilegt að sá bæti skaðann sem honum valdi. Það er aðalatriði málsins,“ segir hún enn- fremur. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þeir [forsvarsmenn Þyrping- ar] virði þessa niðustöðu samkeppn- isráðs.“ Í niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir að það sé mat ráðsins að Jarlinn hafi a.m.k. frá október 1997 mátt vænta þess að fyrirtækið fengi að selja hamborgara á veitingastað sín- um í nýrri viðbyggingu Kringlunnar, þ.e. á hinu svokölluðu Stjörnutorgi skyndibitastaða. „Er það mat samkeppnisráðs að sú hegðun Þyrpingar að banna síðan Jarlinum að selja hamborgara og ganga til samninga við annan veit- ingastað [McDonalds] um það rými sem Jarlinum var á sínum tíma lofað hafi falið í sér óréttmæta viðskipta- hætti í skilningi 20. gr. samkeppn- islaga,“ segir m.a. í niðurstöðunni. „Við áttum engra annarra kosta völ en að labba út enda var Jarlinn aldrei svipur hjá sjón eftir að ekki fékkst leyfi til að selja þar hamborg- ara,“ segir Þóra. Hún kveðst að- spurð ekki búast við því að Jarlinn verði aftur settur upp í Kringlunni jafnvel þótt heimild fáist til þess að selja þar hamborgara. „Við höfum ekki áhuga á því að opna í Kringl- unni. Við ætlum frekar að einbeita okkur að skyndibitastaðnum Jarlin- um á Smáratorgi í Kópavoginum. Við erum ánægð með þann stað.“ Ekki náðist í talsmenn Þyrpingar í gær þegar þessi frétt var í vinnslu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ræða framhaldið í samráði við lögmann Eigandi Jarlsins um ham- borgarasölu í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.