Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 19
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 19
2345-23 65785#9:5775 ;< 5775##5 2=32#9:5 9 1345'>'#2?78'1
@ 5 ) *, )&
, * A
, )/,, (& ) ,
( 6/ (
,
(
5 )
,
&
,
,
, $$
, , $ /, )* ((
; 2/ 6/ ( >
, 5 BC
D/B&(
; 2/
,
) !
" # $""%% &' ( )* '# ' '+
,( ,! -." # #/ "
0. 1(0 2 ) 2 +3
)
(%
,-.-
#
"
1
/"
60
6
. /% '
01#12
'
*
13453-
6-
175.-)-2
.8 9#12:.-2
5-9:.-2
4 78# 7
:2)-2
932-.-0:9:.-2
8;/19:.-2 8)-2
:99)-2
04 -23-
3 -1)
)3/-2<2
9 9"! '
8 9
9
:
=
>>>&' %
&!&
@
AB&.! %!
@
0EF3>
B& 6A>
% ("
@
65G#F37
CD>&' EAD?&EAC&
@
C&.! %!
@
5'83 5#5695
B
>>>&' &
&!
EAD?&EAC&
F&0
@
>=#2578
FD
>>>&'
B
B>>&%
FG>&! "
@
296H5
A>>
>>>&'
B>>&% =D&! "
@
0857
=BD
>>>&'
A
A=D&%
?
BH>&! "
@
9#57
BAD
>>>&'
?
F
GD>&%
?
CID&! "
@
H#2578
=ID
>>>&'
?
B
B>>&%
?
(&=>>&! "
@
9#5
FD
>>>&'
?
!&%
7& %
" &"
"
"
/ &J&'&* "&"
&<'& &)% !&! "
@
5-<573>57
B
>>>&' !&
@
HI'#
B&
' &'
AC>&
@
&?
=&! " ?&D&" %
A&" &!&H&+ &
J -2;>3 65785#9:5775
A
>>>&' &
!&
@
!"
83F<; <5#K35B
E
'
#&:
"! D>&
@
?&B&" B&" %
?&B>&+ & ?
J
'
&
%+ "
;157 )45 67"0/+
A&! " ?
=&" %
B&"&!&AB&+ &
" &&2
*&&3"
*
% -2;>3 65785#9:5775
&$ // /
(
/
/
/ /
) /
$
TALIÐ er að um 2.000 börn kunni að
hafa misst báða eða annað foreldrið í
hryðjuverkaárásinni á World Trade
Center í New York og Pentagon. Nú
þegar hefur verið komið á fót mið-
stöð í Kaliforníu til aðstoðar for-
eldralausum börnum.
Ekki er vitað til þess að börn hafi
misst báða foreldra sína í hryðju-
verkaárásinni. Barnaverndarnefndir
í Bandaríkjunum hafa ekki fengið
beiðni um að koma börnum, sem
hafa misst báða foreldra, fyrir á fóst-
urheimilum.
„Ég hef trú á því að í flestum til-
fellum sé um annað foreldrið að
ræða,“ sagði Jack Deacy, talsmaður
barnaverndarsamtaka í Bandaríkj-
unum, við breska dagblaðið The
Times.
Alls er nú 5.422 manna saknað eft-
ir hryðjuverkaárásirnar á World
Trade Center og búið er að finna 201
lík, að því er borgarstjóri New York,
Rudy Giuliani, tilkynnti á blaða-
mannafundi á mánudagskvöld.
2.000 börn
kunna að
hafa misst
foreldra sína
VERIÐ er að rannsaka hugsanleg
tengsl á milli flugræningjanna sem
stýrðu tveimur farþegaþotum á
turna World Trade Center í New
York og flugumanna á vegum Osama
bin Landens, sem hugðust myrða
hundruð ferðamanna í Jórdaníu 1.
janúar í fyrra. The New York Times
greindi frá þessu í gær.
Tveir af mönnunum sem talið er
að rænt hafi flugvélunum hafa verið
tengdir fyrrum leigubílstjóra í Bost-
on, sem nú er verið að rétta yfir
vegna sprengjutilræðis í Jórdaníu,
sem öryggissveitum þar í landi tókst
að afstýra. Þessi tengsl, sem banda-
rískir lögreglumenn eru nú að rann-
saka, eru fyrstu beinu sönnunar-
gögnin, sem fengist hafa fram í þá
veru að flugræningjarnir hafi unnið
með mikilvægum flugumönnum
sádi-arabíska hryðjuverkamannsins
Osama bin Ladens, sem er efstur á
lista yfir þá grunuðu. Og um leið
ræðir þar um fyrstu vísbendingarn-
ar um að illvirkjarnir sem rændu
þotunum hafi tengst mönnum bin
Ladens sem yfirvöld vissu að búið
hefðu í Bandaríkjunum.
Heimildarmenn The New York
Times vildu ekki ræða þessi tengsl
nánar að öðru leyti en því að þeir
sögðu að mennirnir þrír, flugræn-
ingjarnir og leigubílstjórinn fyrrver-
andi, Raed M. Hijazi, hefðu átt sam-
skipti við mann sem talinn er hafa
verið á vegum bin Ladens og bjó um
skeið á Boston-svæðinu. Það var Na-
bil al Marabh, sem aftur hafði verið
bendlaður við tvo flugræningjanna.
Tveir ræningjar til viðbótar hafa
verið tengdir hryðjuverkaneti
Osama bin Ladens og höfðu yfirvöld
í Bandaríkjunum leitað þeirra áður
en illvirkjarnir létu til skarar skríða.
Heimildarmenn segja að bin Lad-
en hafi lagt á ráðin um hryðjuverk
víða um heim um áramótin 1999-
2000 þegar árþúsundamótum var
fagnað. Að sögn yfirvalda í Jórdaníu
tókst að koma í veg fyrir að menn bin
Ladens sprengdu í loft upp ýmsa
helga staði og stórt hótel í Jórdaníu
en tilgangurinn var sagður að myrða
sem flesta Bandaríkjamenn, Ísraela
og ferðamenn frá fleiri þjóðum.
Raed Hijazi var síðar dæmdur að
honum fjarstöddum fyrir að hafa
lagt á ráðin um tilræðið. Hann var
handtekinn í Sýrlandi og framseldur
til Jórdaníu þar sem réttarhöld yfir
honum fara nú fram, að því er fram
kemur í The New York Times.
Flugumenn bin Ladens
tengdir flugræningjum
ÖRYGGISEFTIRLIT hefur verið
hert um gjörvöll Bandaríkin sök-
um grunsemda um að samverka-
menn flugræningjanna, sem flugu
þremur farþegaþotum á World
Trade Center í New York og
Pentagon-bygginguna í Wash-
ington, leiki enn lausum hala þar
vestra.
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herra, hefur sagt að vera kunni að
það kerfi sem hryðjuverkamenn-
irnir studdust við og nutu aðstoðar
frá geti enn verið við lýði í Banda-
ríkjunum. Kom fram í máli ráð-
herrans í gær að hann og yfirmað-
ur Alríkislögreglunnar (FBI),
Robert Mueller, hefðu rætt „fyr-
irliggjandi hættumat“ og þar hefði
m.a. komið fram sú sameiginlega
niðurstaða þeirra að samverka-
menn flugræningjanna, sem
tengdust hryðjuverkasamtökum,
kynnu enn að vera á kreiki í
Bandaríkjunum. Robert Mueller
sagði að alls hefðu um 50.000 vís-
bendingar, sem tengdust hryðju-
verkinu síðastliðinn þriðjudag,
borist Alríkislögreglunni um Net-
ið. Um 8.000 hefðu borist í sérstakt
símanúmer sem tekið hefur verið í
notkun og svæðisskrifstofur FBI
víðs vegar um Bandaríkin hefðu
fengið um 26.000 til viðbótar. Kvað
hann 500 manns vinna allan sólar-
hringinn að rannsókn málsins í
Washington og víðar. Þá kæmu
meira en 30 skrifstofur FBI og
leyniþjónustustofnanir á vegum
lögreglunnar að rannsókn málsins.
Rannsóknin hefur einnig tekið
til annarra landa, m.a. Kanada,
Japans, Þýskalands, Ekvador,
Belgíu og Hollands. Húsleit hefur
farið fram á 19 heimilum í Þýska-
landi þar sem leitað er upplýsinga
um þá Mohammed Atta, Marawan
Al-Shehhi og Ziad Amir Jarrah,
sem talið er að hafi lært flug í
Bandaríkjunum eftir að hafa
stundað nám í Hamborg.
Tölvugögn rannsökuð
Rannsóknin beinist og að sam-
skiptum hryðjuverkamannanna
um Netið. Heimildarmaður AP-
fréttastofunnar greindi frá því að
FBI hefði farið þess á leit við
Microsoft-fyrirtækið að það léti í té
útskriftir af samskiptum sem fram
hefðu farið um tiltekna áskrift hjá
Hotmail netþjónum. Svipuðum
beiðnum hefði verið komið á fram-
færi við America Online og Earth-
link. Þá er talið að nokkrir hinna
grunuðu hafi nýtt sér almennings-
bókasöfn í Flórída til að halda uppi
tölvusamskiptum við samverka-
menn sína.
Fleiri hryðjuverkamenn
taldir ganga lausir
Washington. AFP, AP.
SAMTÖK flugmanna í Bandaríkjun-
um vilja að farþegar gegni framvegis
hlutverki í vörnum gegn flugránum,
og verði reiðubúnir til að láta til
skarar skríða gegn mönnum sem
reyni að taka völdin um borð í flug-
vélum. Gengur þessi afstaða þvert á
þá stefnu sem hingað til hefur verið
fylgt, að láta að vilja flugræningja og
fara með þá þangað sem þeir vilja
fara, og tryggja með þeim hætti ör-
yggi farþega og áhafnar.
Þessi stefna er að breytast í kjöl-
far flugránanna fjögurra í síðustu
viku, þegar flugræningjarnir notuðu
flugvélarnar sem árásarvopn við
hermdarverk. Svo virðist sem fólkið
um borð í þotu United Airlines hafi
barist við flugræningjana með þeim
afleiðingum að þotan hrapaði á
óbyggðu svæði í Pennsylvaníu, en
ekki í Washington-borg, eins og flug-
ræningjarnir virðast hafa ætlað sér.
Samtök flugmanna í Bandaríkjun-
um (ALPA) vilja koma þeim skilað-
boðum á framfæri við farþega að
þeir geti komið í veg fyrir flugrán.
Steve Luckey, fyrrverandi flugstjóri
og yfirmaður öryggismálanefndar
samtakanna, segir að við slíkar
kringumstæður þurfi að nýta alla
hugsanlega krafta. Farþegar geti
gert gæfumuninn.
„Farþegar þurfa að axla mun
meiri ábyrgð,“ sagði Luckey. „Það
erum við [áhöfnin] sem þurfum á
hjálp að halda.“
Farþegar
komi til
hjálpar
Washington. AP.
♦ ♦ ♦