Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Víðir
Tjaldur, Wiesbaden,
Thor, og Laugarnes
koma í dag. Saturn, Sel-
foss og Goðafoss koma
og fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss fer á morgun Forn-
ax og Dorado koma á
morgun
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
sími 5514349, flóamark-
aður, fataútlutun og
fatamóttaka sími 552-
5277 eru opin miðviku-
daga kl. 14 til 17.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað er í síma
Krabbameinsráðgjaf-
arinnar, 800 4040 frá kl.
15–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Jóga-
námskeið hefst í dag kl.
17. Upplýsingar í síma
562-2571.
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-12 op-
in handavinnustofan, kl.
13 spilað, kl. 13-16.30 op-
in smíðastofan, kl. 10-16
púttvöllurinn opinn. All-
ar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8-
12.30 böðun, kl. 9-12
vefnaður, kl. 9-16 handa-
vinna og fótaaðgerð, kl.
10-10.30 banki, kl. kl. 13
spiladagur, kl. 13-16
vefnaður. Haustlitaferð
verður þriðjudaginn 25.
september kl. 13. Ekið
um Kjósarskarð til Þing-
valla. Farið um Grafning
og Línuveg heim. Kaffi-
hlaðborð í Nesbúð,
skráning í síma 568-5052
eigi síðar en þriðjudag-
inn 18. sept. María Mar-
teinsdóttir, fótaaðgerða-
fræðingur byrjar 1. okt.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10-13.
Matur í hádeginu. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Söng-
félag FEB, kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
Sigvalda fellur niður.
Haustlitaferð til Þing-
valla 22. september,
kvöldverður og dans-
leikur í Básnum. Leið-
sögn Pálína Jónsdóttir
og Ólöf Þórarinsdóttir.
Brottför frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 14. Vinsam-
legast sækið farmiða
sem fyrst. Námskeið í
framsögn og upplestri
hefst fimmtudaginn 27.
september kl. 16.15.
Kennari Bjarni Ingvars-
son. Skráning hafin á
skrifstofunni. Ákveðið
hefur verið að halda
námskeið í brids á mið-
vikudagskvöldum kenn-
ari Ólafur Lárusson,
skráning hafin á skrif-
stofu. Farið verður til
Kanaríeyja 20. nóvem-
ber. Upplýsingar og
skráning á skrifstofunni.
Silfurlínan er opin á
mánud- og miðviku-
dögum kl. 10-12 fh. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10-16 s. 588-
2111.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ Miðvikudagur
kl. 11.15 leikfimi, kl 13
leikfimi. Fimmtudagur
kl. 9.45 Boccia, kl 10 ker-
amik, Fótaðgerðastofa
opin 9-14. Á næstunni:
Haustferð kvenfélagsins
19. sept. kl. 13.30.
Snyrtinámskeið byrjar
25. sept. kl. 9. Spænska
hefst 27. sept. kl. 12.15.
Leshringur á Bókasafni
Garðabæjar byrjar 1.
okt kl. 10.30. Bútasaum-
ur byrjar 3. okt. kl. 16 í
Garðaskóla. Leshringur
á Bókasafni Álftanesi
byrjar 10. okt. kl. 15.
Nánar www.fag.is. Sími
565 6622.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9-12
aðstoð við böðun, kl. 9-
16.45 hárgreiðslustofan
og handavinnustofan
opnar, kl. 10-10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15-16.
Skrifstofan í Gullsmára
9 opin í dag kl 16.30-18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10-12 verslunin opin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Pílukast kl. 13:30. Loka-
fundur fyrir þátttak-
endur í Pragferðina
verður kl. 13.
Opið hús á morgun
fimmtudaginn 20. sept.
kl. 14.
Dagskrá vetrarins
kynnt, Albert Krist-
insson rifjar upp sögu
rafmagns í Hafnarfirði,
Ingibjörg Guðjónsdóttir
syngur nokkur lög og
Friðrik Guðmundsson
stjórnar fjöldasöng.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16.30
fótaaðgerð og opin
vinnustofa, postulín,
mósaik og gifsafsteipur,
kl. 9-13 hárgreiðsla, kl.
9-16 böðun.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10-17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb. Söngfluglarnir
taka lagið kl. 15.15.
Gullsmári, Gullsmára
13. Nokkur sæti laus í
keramikmálun, kín-
verska leikfimi og mynd-
list og hatajóga.Upplýs-
ingar í s. 564-5260 og í
Gullsmára 13.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl. 9-
12 útskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 11 banki,
kl. 11-12 pútt, kl. 13
brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
föndur, kl 15 teiknun og
málun. kl. 10:30. Sam-
verustund, spjallað um
félagsstarfið framundan.
Allir velkomnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag, kl. 10 í keilu
í Mjódd. Spiluð verður
keila, spjallað og heitt á
könnunni. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson í síma 5454-
500.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa, kl.
9-16 fótaaðgerðir, kl. 9-
12 tréskurður, kl. 10-11
sögustund, kl. 13-13.30
banki, kl. 14 félagsvist,
kaffi, verðlaun. Leir-
námskeið hefst fimmtu-
daginn 4. október, frá kl.
10-15. Innritun stendur
yfir, takmarkaður fjöldi.
Upplýsingar í síma 568-
6960.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10 sund, kl. 9-16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15-16 postulínsmálun
og myndmennt, kl. 13-14
spurt og spjallað, kl. 13-
16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
hárgreiðsla, kl. 9.30
handmennt, kl. 10 morg-
unstund, fótaaðgerðir og
bókband, kl. 13.30 bók-
band, kl. 13 kóræfing, kl.
14.30 verslunarferð.
Álftanes. For-
eldramorgunn í Hauks-
húsum kl. 10-12 í dag.
Heitt á könnunni.
Félag áhugafólks og að-
standenda alzheimers-
sjúkra og annarra minn-
issjúkra. Fræðslufundur
verður haldinn fimmtu-
daginn 20. september kl.
20 á Sólvangi við Sól-
vangsveg í Hafnarfirði.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Fé-
lagsvist kl. 12.30.
Aflagrandi 40 og
Hraunbær 105. Sameig-
inleg haustferð um stór
Reykjavíkursvæðið á
vegum félagsmiðstöðv-
anna verður fimmtudag-
inn 27. september.
Brottför frá Aflagranda
kl.13.30 og frá Hraunbæ
kl. 13.45. Ekið um borg-
ina og nágrannabæina
undir leiðsögn Önnu
Þrúðar Þorkelsdóttur.
Nýju og gömlu hverfin
skoðuð. Í lok ferðarinnar
verður stoppað í Fjöru-
kránni í Hafnarfirði, þar
sem boðið verður upp á
kaffi og meðlæti. Skrán-
ing í Aflagranda s. 562-
2571 og Hraunbæ s. 587-
2888.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi, spila-
salur opinn kl. 13.30
Tónhornið. Kl. 13.30 lagt
af stað í ferðalag til
Hafnarfjarðar. Föstu-
daginn 23. september kl.
16 opnar Valgarð Jörg-
ensen myndlistarsýn-
ingu, m.a. syngur Gerðu-
bergskórinn undir
stjórn Kára Friðriks-
sonar.
Í dag er miðvikudagur 19. sept-
ember, 262. dagur ársins 2001.
Imbrudagar. Orð dagsins: En hann
sagði við þá: Þér eruð þeir, sem rétt-
lætið sjálfa yður í augum manna, en
Guð þekkir hjörtu yðar. Því það,
sem hátt er að dómi manna, er við-
urstyggð í augum Guðs.
(Lúk. 16, 15.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 gaffals, 4 ganga ójafnt,
7 góðmennska, 8 skjálfa,
9 ráðsnjöll, 11 ró, 13
uppmjó fata, 14 saumaði
lauslega, 15 þráður, 17
hendi, 20 trylla, 22 poka,
23 þáttur, 24 ræður við,
25 undirnar.
LÓÐRÉTT:
1 tónverkið, 2 skurður-
inn, 3 handfæraveiðar, 4
bjarndýrsungi, 5 gladdi,
6 dýrin, 10 heldur, 12
greinir, 13 skil, 15 næða,
16 auðugan, 18 rándýr,
19 eldstó, 20 guðir, 21
hags.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bardaginn, 8 játar, 9 akkur, 10 kot, 11 meina,
13 Teits, 15 hæsin, 18 sigla, 21 ern, 22 groms, 23 atóms,
24 staðfasta.
Lóðrétt: 2 aftri, 3 dýrka, 4 glatt, 5 nakti, 6 hjóm, 7 gras,
12 nýi, 14 efi, 15 hagl, 16 skolt, 17 nesið, 18 snara, 19
gróft, 20 assa.
K r o s s g á t a
NÚ VILL dómsmálaráð-
herra stuðla að fækkun á
lögreglumönnum í sparn-
aðarskyni. Á sama tíma er
varla hægt að fletta dag-
blöðum eða horfa á sjón-
varp vegna frétta af glæp-
um af öllu tagi hér í okkar
litla þjóðfélagi. Það virðist
vera mikið um að fíkniefna-
gengi séu að færa út sína
starfsemi og eru farin að
vinna með skipulögðum
hætti að fjármögnun fíkni-
efnainnflutnings. Innbrota-
faraldur er búinn að vera
viðvarandi í langan tíma í
hús, fyrirtæki og bíla og
eru þar að verki vinnumenn
fíkniefnaheildsala. Hand-
rukkarar eru orðnir á
hverju strái og eru þar að
verki vinnumenn fíkniefna-
heildsala. Á sama tíma og
viðskiptin eru blómleg og
standa sem hæst hjá þess-
um glæpamönnum þá er
það eina sem stjórnvöldum
kemur í hug að fækka í lög-
reglunni í sparnaðarskyni.
Þá spyr ég: Í sparnaðar-
skyni fyrir hvern? Enginn
getur grætt neitt á því ef
glæpir aukast í þjóðfélag-
inu né þegar fleiri og fleiri
ungmenni verða fíkniefn-
um að bráð. Það kallar á
fleiri meðferðarheimili og
aukinn kostnað hjá hinu op-
inbera. Einstaklingar, fyr-
irtæki og tryggingafélög
verða fyrir tjóni vegna inn-
brota af ýmsu tagi og vegna
handrukkara sem einskis
svífast. Það er nokkuð ljóst
hverjir fara með sigur af
hólmi verði fækkun í liði
lögreglu. Sigurvegarinn er
númer eitt, fíkniefnaheild-
salar landsins svo og þjófar
og handrukkarar. Sölu-
menn dauðans vinna og
þeir sem tapa er öll þjóðin.
Það hefði verið mun gleði-
legra ef stjórnvöld hefðu nú
ætlað að taka virkilega á
málunum og ráðast til at-
lögu gegn glæpastarfsem-
inni í landinu.
Mig minnir að það hafi
verið á stefnuskrá ríkis-
stjórnarinnar að útrýma
fíkniefnunum. Það verður
ekki gert með slagorðum.
Innheimtumenn sem bera
starfsheitið handrukkarar
eru orðnir á hverju strái og
virðist svo vera að lögregl-
an sé vanmáttug lagalega
séð gagnvart þessum
glæpamönnum. Þeir geta
setið um fólk og fjölskyldur
vikum og mánuðum saman
og hrellt fólk án þess að
lögreglan fái rönd við reist.
Það þarf lagabreytingu í
þessum efnum strax sem
fórnarlömb þessara glæpa-
manna geta nýtt sér án ein-
hverra takmarka. Ef til
fækkunar í lögreglu kemur,
vil ég tafarlausa lagabreyt-
ingu um þyngingu dóma í
opinberum málum. Dómar í
opinberum málum eins og
t.d. í fíkniefnamálum eru
allt of vægir miðað við önn-
ur lönd. Oft eru þetta sömu
aðilarnir sem standa að
glæpum aftur og aftur
vegna þess að þeir eru úti í
þjóðfélaginu í stað þess að
vera á bak við lás og slá.
Að lokum vil ég skora á
hæstvirtan dómsmálaráð-
herra að taka á þessum
málum með myndarskap og
bæta löggæsluna í landinu.
Einnig að stuðla að breyt-
ingu á lögum í opinberum
málum á þann veg að dóm-
urum landsins verði gert
kleift að dæma glæpamenn
til lengri fangelsisvistar.
Með von um aðgerðir.
Ómar Arnarson,
150666-3419.
Enn um
umferðarteppu
ÉG ER sammála Sigur-
laugu sem skrifar í Velvak-
anda sl. laugardag um um-
ferðarteppu í Garðabæ. Ég
er ein af þeim sem sitja föst
í umferðarteppu á hverjum
morgni á leiðinni úr Hafn-
arfirði til Reykjavíkur og
virðist sama hvenær ég
legg af stað í vinnuna, ég
lendi alltaf í umferðar-
teppu.
Fyrsta umferðarteppan
sem ég lendi í er á ljósunum
við Lækjargötu/Reykja-
nesbraut, næst er það í
Engidalnum og alveg í
gegnum Garðabæinn. Þeg-
ar komið framhjá ljósunum
í Garðabænum gengur um-
ferðin mjög vel alveg þar til
komið er á Kringlumýrar-
braut í Fossvogi. Ég tel að
það sé löngu orðið tíma-
bært að gera eitthvað í
þessum málum og mætti
t.d. bæta við akreinum í
gegnum Garðabæinn. Ég
hef reynt að prófa að fara
Reykjanesbrautina, fram-
hjá Vífilsstöðum, en þar er
ástandið ekkert betra. Hef
ég tekið eftir því að á
Reykjanesbrautinni er
mikið af þungaflutningabíl-
um sem draga umferðina
niður, eru þessir bílar t.d.
mjög lengi að taka af stað á
ljósunum og halda þar af
leiðandi umferðarhraðan-
um niðri. Einn daginn sem
ég prófaði að fara þá leið
voru fyrir framan mig fjór-
ir vörubílar, fulllestaðir, og
fyrir aftan mig voru tveir
flutningabílar og ein rúta.
Komu þessir bílar allir að
sunnan eftir Reykjanes-
brautinni. Dettur mér til
hugar að ef sett væri tak-
mörkun á þessa þunga-
flutninga á þessum mesta
álagstíma á morgnana
myndi ástandið kannski
lagast.
Helga.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Bætum lög-
gæsluna í
landinu
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur aldrei veriðneitt sérstaklega hrifinn af
Hamraborginni. Þá er ekki verið að
tala um ágæta verslunarmiðstöð í
Kópavoginum né heldur fagra
klettaveggi víðs vegar um landið.
Nei, hér er Víkverji að tala um söng-
lag eitt mikið sem tenórar þessa
lands hafa keppst við að kyrja. Hefur
lagið þótt einstaklega vel til þess fall-
ið að sýna glæsileika og styrk radda
þessara háróma söngmanna enda
hefur það minnt einna helst á
íþróttakappleik að verða vitni að því
þegar lagið atarna hefur verið flutt.
Nýlega brá svo við að Víkverji
skellti sér á tónleika. Var þar enginn
ómerkari söngmaður en Kristinn
Sigmundsson sem þandi gullbarka
sinn við undirleik Jónasar Ingimund-
arsonar. Varð Víkverji forviða er
hann sá að á dagskránni var þessi
einkennissöngur tenóranna en Krist-
inn er sem kunnugt er barrítón-
söngvari mikill og djúpur.
Víkverji andaði þó léttar á upp-
hafstónum söngsins þegar honum
varð ljóst að lagið hafði verið flutt
niður um tóntegund svo ekki kom til
ótilhlýðilegrar raddstrekkingar
söngvarans. Þvert á móti kom fljót-
lega í ljós að texti lagsins hafði að
geyma töfraheim sem hingað til hafði
verið eyrum Víkverja hulinn. Í með-
förum þessara heiðursmanna
spruttu fram álfar og huldufólk í
stórkostlegu landslagi Hamraborg-
arinnar sem hafði bæði að geyma
töfrandi fegurð og hrikalegar hættur
en hafa verið svo vandlega faldar á
bak við íþróttamannslega tilburði
tenóranna.
Víkverji gæti verið miklu skáld-
legri en hvetur þess í stað Kristin til
að taka fleiri tenóralög á sína söng-
lagaskrá hið fyrsta.
x x x
SÉRÐU þetta bleika, sagði lítillfrændi Víkverja eitt sinn dreym-
andi á svip þegar honum var hrósað
fyrir það hversu fínn hann var með
nýju gleraugun sín. Sá stutti hafði
haft uppi mótmæli gegn því að þurfa
að ganga með þessi sjóntæki í andlit-
inu en sættist loks á það með því skil-
yrði að hann fengi bleika umgjörð.
Móðir piltsins var ekki par ánægð
því einhvern veginn fannst henni
bleikt ekki vera alveg rétti liturinn
fyrir litla stráka og kveið því óskap-
lega að sonurinn spígsporaði um göt-
ur og torg með gleraugun á trýninu,
til óræks vitnisburðar um hversu
ósmekklega foreldra hann ætti.
Þetta atvik kom upp í huga Vík-
verja á dögunum þegar hann rök-
ræddi við félaga sína um það hvort
raunverulegur munur væri á kynj-
unum frá fæðingu eða hvort þetta
væri bara allt saman lært.
Á hinn bóginn fékk sonur Víkverja
eitt sinn leikfangakúst og fægiskóflu
í afmælisgjöf og var Víkverji bara
nokkuð ánægður með hvursu nú-
tímalegt uppeldi drengurinn fengi
þar sem hann lærði bæði að sópa og
fægja gólf frá blautu barnsbeini.
Draumurinn varði þó ekki lengi.
Skipti engum togum að í meðförum
drengsins breyttist kústurinn í stór-
hættulegt barefli sem húsbúnaður og
annað lauslegt á heimilinu fengu að
kenna á. Leið ekki á löngu þar til
hreinsunartækin voru komin inn í
læsta geymslu og eru ekki tekin það-
an út nema þá helst þegar litlu
frænkur eigandans koma í heimsókn.
Hið jafnréttismeðvitaða uppeldi
verður að bíða betri tíma.