Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er nú í opinberri heim-
sókn í Grikklandi. Meðal dag-
skrárliða var heimsókn forsetans
og föruneytis hans á mat-
vörumarkaðinn í miðborg Aþenu
þar sem nokkur fyrirtæki hafa
um langt árabil selt íslenskar
sjávarafurðir og þá fyrst og
fremst saltfisk. Forsetinn heim-
sótti m.a. fyrirtæki sem selja
vörur frá Sölku sjávarafurðum,
Jóni Ásbjörnssyni hf., B. Bene-
diktssyni ehf. og jafnframt versl-
un sem selur saltfisk frá SÍF
Hellas í Aþenu. Fyrirtækið er í
34% eigu Lyberopoulos-fjölskyld-
unnar en þrír ættliðir fjölskyld-
unnar hafa selt íslenskan saltfisk
í Grikklandi frá því á fyrri hluta
20. aldar. Fyrirtækið er nú rekið
af systkinunum Yannis, sem er
framkvæmdastjóri SÍF Hellas, og
Irenu Lyberopoulos en þau eru
börn Constantine Lyberopoulos,
ræðismanns Íslands í Grikklandi,
og hinnar íslensku konu hans,
Emilíu Kofoed-Hansen.
Morgunblaðið/Kristinn
Á ferskfiskmarkaðnum í Aþenu. Lengst til vinstri er grískur fiskkaupmaður, þá Constantine Lyberopoulos, ræðismaður Íslands í Grikklandi,
Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Yannis Lyberopoulos, framkvæmdastjóri SÍF Hellas.
Forsetinn á fisk-
markaði í Aþenu
Efla þarf samskipti/6
MARGSLUNGIN hlutabréfavið-
skipti í tengslum við kaup Olíufélags-
ins og Olís á Samskipum í gær höfðu
það að höfuðmarkmiði að koma í veg
fyrir meinta yfirtöku á Olíufélaginu,
Olís og VÍS samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins en eignarhald allra
þessara félaga er innbyrðis mjög
tengt.
Tilkynnt var um kaup Olíufélagsins
hf. (ESSO) á hlutabréfum í Samskip-
um hf. að nafnverði 445 milljónir
króna, sem eru 42% af hlutafé félags-
ins. ESSO átti fyrir 7,7% í Samskip-
um þannig að félagið á nú 49,7% af
heildarhlutafénu. Kaupverðið verður
greitt með hlutabréfum í eigu ESSO.
Jafnframt var í gær tilkynnt um
kaup Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís)
á 10% af hlutafé Samskipa, þ.e. 105
milljónir króna að nafnverði.
Seljendur hlutabréfanna í Sam-
skipum eru Jón Þór Hjaltason,
kenndur við Jóna, Jón Kristjánsson í
Sund hf. og Ólafur Ólafsson, forstjóri
Samskipa.
Þá var tilkynnt í gær að ESSO
hefði gengið frá kaupsamningi um
sölu á eigin bréfum, þar með töldum
eigin bréfum sem ESSO mundi eign-
ast við slit á Traustfangi ehf. Um er
að ræða 6,3% af heildarhlutafé félags-
ins að nafnverði 62.239.827 krónur.
Kaupendur eru áðurnefndir Jón Þór
Hjaltason, Jón Kristjánsson og Ólaf-
ur Ólafsson, sjálfir og fyrir hönd aðila
sem þeir hafa umboð frá.
Fyrir eiga Kjalar ehf., sem er í
meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, 6,9%
hlut í ESSO, og Sund hf., sem er í eigu
Jóns Kristjánssonar og fjölskyldu
hans, 5,2% hlut í ESSO.
Ennfremur var tilkynnt í gær að
Jón Þór Hjaltason, Jón Kristjánsson
og Ólafur Ólafsson hefðu sjálfir og
fyrir hönd aðila sem þeir hafa umboð
frá, samtals keypt um 22,4% í
Vinnslustöðinni, m.a. af ESSO.
Kaup Straums í olíu-
félögunum vekja athygli
Þó að yfirlýstur tilgangur kaup-
anna sé að stofna til samstarfs Sam-
skipa hf. og Olíudreifingar ehf., dreif-
ingarfyrirtækis ESSO og Olís, í
rekstri dreifikerfa félaganna og að ná
með því fram sparnaði og hagræð-
ingu, þá segja heimildir Morgun-
blaðsins höfuðmarkmiðið hafa verið
að koma í veg fyrir meinta yfirtöku á
Olíufélaginu og Olís, og jafnvel Vá-
tryggingafélagi Íslands, VÍS. Olís er
að hluta til í eigu Olíufélagsins og
mikil eignatengsl eru milli Olíufélags-
ins og VÍS. Samskip og aðilar þeim
tengdir eru hins vegar meðal stærstu
hluthafa í Olíufélaginu og með kaup-
unum á Samskipum er samkvæmt
heimildum blaðsins verið að tryggja
sem besta nýtingu á hlutabréfaeign
núverandi meirihlutaeigenda til að
standast áhlaupið.
Athygli hefur vakið að Fjárfestinga-
félagið Straumur, sem er í eigu Ís-
landsbanka, hefur að undanförnu stór-
aukið hlut sinn í báðum olíufélögunum,
og er sagt vera komið með um eða yfir
20% hlut í Olíufélaginu, rétt undir 10%
í Olís en upp undir 13% með bréfum
aðila sem ætla hefur mátt að væru
þessum áformum hliðhollir.
Í hópi núverandi meirihlutaeigenda
olíufélaganna og fyrrum Sam-
bandsfyrirtækjanna, Samskipa og
VÍS, hefur verið talið að Straumur
væri ekki að kaupa þessi bréf fyrir
eigin reikning heldur standi öflugir
aðilar í viðskiptalífinu á bak við yf-
irtökutilraunina, þótt ekki hafi komið
fram hverjir það eru. Tilgangur
þeirra er sagður hafa verið að leysa
félögin upp, selja arðbærar einingar
út úr þeim en sameina aðrar öðrum
félögum eða fyrirtækjum.
Kaup Olíufélagsins og Olís á meirihluta í Samskipum
Mikil viðskipti til
að hindra yfirtöku
Markmiðið/17
Í GREINARGERÐ borgarlög-
manns, sem lögð var fyrir borgarráð
í gær, er mælt með því að rekstr-
arformi Orkuveitu Reykjavíkur
verði breytt og fyrirtækið gert að
sameignarfélagi eða hlutafélagi.
Hlutafélagsformið er hins vegar
mun æskilegra að hans mati.
„Ég held að hlutafélagaformið sé
að mörgu leyti mjög heppilegt form í
svona fyrirtækjarekstri. Það má hins
vegar kannski segja að sporin hræði.
Það eru mjög margir sem ekki
treysta því að þegar verið er að
breyta opinberum fyrirtækjum í
hlutafélög ætli sá aðili að eiga fyr-
irtækið áfram. Menn líta oft á það
sem fyrsta skrefið í átt til einkavæð-
ingar, en við í meirihluta borgar-
stjórnar Reykjavíkur höfum engan
áhuga á að einkavæða fyrirtækið,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri.
Ágreiningur í borgarráði
Í áliti Hjörleifs Kvaran borgarlög-
manns segir að nauðsynlegt sé að
breyta rekstrarformi Orkuveitunnar
samhliða því að nýir aðilar eignist
hlut í félaginu. „Almennt verður að
telja að sameignarformið eða hluta-
félagaformið henti vel starfsemi fé-
lagsins en hlutafélagaformið hefur
ótvíræða kosti þegar til framtíðar er
litið. Þá þykir ennfremur ljóst að
byggðasamlag getur ekki á sama
hátt komið til móts við þarfir Orku-
veitu Reykjavíkur né hentar það
rekstrarform fyrirtæki á samkeppn-
ismarkaði,“ segir í greinargerðinni.
Sjálfstæðismenn hafa lagt fram
tillögu í borgarstjórn um að þegar í
stað verði hafinn undirbúningur að
því að breyta Orkuveitunni í hluta-
félag og að þriggja manna undirbún-
ingshópi verði falið að vinna tillögur
og leggja fyrir borgarráð. Inga Jóna
Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis-
manna, segir óeðlilega að málum
staðið af hálfu borgarstjóra. Hún
hafi með stuttum fyrirvara lagt fram
í borgarstjórn greinargerð borgar-
lögmanns og tillögu um málsmeð-
ferð. Eðlilegt hefði verið að fresta
málinu þar sem fyrir hafi legið til-
laga um málið í borgarstjórn. Tillag-
an verður rædd á borgarstjórnar-
fundi á morgun.
Álit borgarlögmanns um rekstrarform Orkuveitunnar
Mælir með að Orku-
veitan verði hlutafélag
Stjórn veitustofnana/28
NÝR tölvuormur fór eins og eldur í
sinu um heiminn í gær og gerði m.a.
usla hér á landi. Friðrik Skúlason
tölvufræðingur segir að ormurinn sé
að mörgu leyti merkilegur. Þeir sem
bjuggu hann til reyndu að fela slóð
sína og m.a. var reynt að láta líta svo
út að ormurinn hefði verið sendur frá
tölvu Friðriks. Fram kom á CNN í
gær að bandaríska leyniþjónustan
FBI væri að rannsaka dreifingu
ormsins.
„Þetta er að mörgu leyti þræl-
merkilegur ormur. Hann sameinar
það að vera venjulegur ormur, sem
sendir sjálfan sig í tölvupósti, og það
að vera hljóðskrá. Sum tölvupóstfor-
rit eru þannig að ef þú færð hljóð-
skrá senda í pósti á vissan hátt þá er
hún keyrð sjálfkrafa.“
Friðrik sagði að ormurinn nýtti
sér galla í tölvupóstforritinu og þar
sem hann væri að finna dygði ekki
þessi almenna ráðlegging að smella
ekki á viðhengi. Hann sagði að ein-
hverjir væru skipulega að dreifa
orminum úti í heimi með því að
senda falsaðan tölvupóst. „Þannig
voru einhver skeyti send út þar sem
ég var gefinn upp sem sendandi.“
Friðrik sagði að ormurinn galopn-
aði allar tölvur þannig að trúnaðar-
upplýsingar lægju opnar fyrir hverj-
um sem vildi skoða þær.
Nýr tölvu-
ormur
gerir usla