Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 4
vtsm Fimmtudagur 27. september 1979 STÁLFÉLAGIÐ HF. minnir á hluthafafund að Hóteí Loftleiðum, Leifsbúð í kvöld kl. 20.30 Stjórnin TILBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar í tjóns ástandi: Pontiac Le mans 1970/ Volkswagen 1302 LS 1972/ Volkswagen 1302 1971/ Fiat 132 1973, Datsun 1600 1971, Simca 1307 1978, Simca 1508 1978, Toyota Crown 1971, Austin Mini 1974, Bronco 1973 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 29. september kl. 13.00-17.00 Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu Lauga- vegi 103 fyrir kl. 17.00 mánudaginn 1. október BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS ÁSKRIFENDUR! Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið í síma 86611: virka daga til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðið berist. Afgreiðslo VÍSIS Sími 8661 í hafnnrbíú *& 16-444 Frumsýnir ÞRUMUGNÝ ótrúlega spennandi, það veröur enginn fyrir vonbrigðum með þessa. Sýnd kl. 5, 7, 9 og ll. 4 TRUARBRAGÐA- ÚLGAI' SfRlAHDI Sýrland er á margan máta lokaö land, þar sem yfirvöld meöal annars halda uppi strangri ritskoöun á fréttum úr landi. Þaöan hafa þó siast út aö undanförnu fréttir af höröum átökum milli múhammeöskra „alawita” annars vegar og hins „múhammeöska bræöalags” hinsvegar. Bardagarnir brutust út um siöust mánaöamót og hófust I hafnar- bænum Latakia. I byrjun var beitt vélbyssum og „Molotoff-kokkteilum” (beinsin-' sprengjum), en þegar stjórnin sendi inn I Latakia um 2,000 manna herliö til þess aö halda uppi lögum og reglu, bættu her- mennirnir um betur og beittu fyrir sér fallbyssum. í hættu. Fréttum ber ekki saman um, hve margir hafi falliö i þessum erjum, en skemmdir á mann- virkjum er sagöar hrikalegar, þótt tilraunir þess opinbera til þess aö þagga niöur máliö geri erfitt fyrir umaö meta þaö tjón. Hitt geta þau þó ekki. Duliö aö óróleikinn meöal ibúa landsins hefur magnast svo, aö innan- landsfriöur er i hættu. Ekki er úti- lokaö, aö þar gæti skapast likt ástand og i Libanon, þar sem stjórnvöld eru áhrifalaus og hinir óliku flokkar berast stööugt á banaspjótum meö stórskotahriö og eldflaugaárásum, sem skiliö hafa eftir heil hverfi höfuö- borgarinna I rúst. Sllkt gæti haft afdrifarikar afleiöingar i för meö sér I Austur- löndum nær. Alawitar eru um þaö bil 15% þeirra rúmlega átta milljóna manna, sem búa i Sýrlandi. Hafez al-Assad,forseti Sýrlands, er alawiti. Þeir eru af sama meiö og shia-trúflokkur múhammeös- manna, en stærsti hluti Sýr- lendinga flokkast hinsvegar undir sunnitrúflokkinn. Eins og I öörum arabarikjum eru trúarbrögö mikilvægur pólitiskur þáttur I Sýrlandi. Hrokafenginn. Assad hefur leynt og ljóst dregiö tauma alawita, og segja andstæöingar hans, aö hann hafi veitt þeim einokunarrétt á völdum og áhrifum i landinu. Vlst er, aö hann hefur I þaö minnsta skipaö þá I fjölda áhrifa- embætta i rikisstjórninni og I Baath-flokknum, sem eru einu stjórnmálasamtökin, er eitthvaö kveöur aö, jafnt hjá þvi opinbera sem I lögreglu og her landsins. Hann hefur sett bróöur sinn, Rifaat, til þess aö stjórna úrvals- sveit innan hersins, og búiö þá sveit út meö brynvagna og stór- skotaliö. Er þaö um 15.000 manna herflokkur. Aöalverkefni þessarar her- sveitar er aö berja niöur hvers- kyns mótþróa innanlands, og var flokkur úr þvi liöi, sem sendur var til Latakia. Rifaat þessi hefur dregist inn I ýmiskonar hneykslismál vegna spillingar i her og stjórnarkerfi landsins og hefur eignast marga óvini vegna hrokafullrar fram- komu sinnar. Banvænt bræðralag. Stjórn Assads hefur sakaö „hiö múhammeöska bræöalag” um aö hafa kynt undir kolum óánægju landsmanna og átt upptökin i óeiröunum I Latakia meö þvi aö myröa framámenn alawita. Bræöalaginu er einnig kennt um moröin á fimmtiu liösforingja- efnum I herskólanum i Aleppo fimmtánda júni I sumar. Eins er þvi legiö á hálsi fyrir tilræöiö, sem Assad var sýnt I mai I vor. Bræöralagiö hefur visaö þessum ásökunum á bug, en segir, aö Assad-stjórnin stefni beint fram af björgum. Þetta svonefnda bræöalag var stofnaö I Egyptalandi af Hassa al- Banna áriö 1929, og á sér málsverjendur I öllum arabarikjunum. Þaö vill grund- valla stjórnir rikja á boöum og bönnum múhammeöstrúarinnar, eins og sunnitar vilja túlka Kóraninn. Munurinn á bræöra- laginu og boöskap Khomeinis I Iran er einungis sá, aö Khomeini er af trúflokki shia. Báöar þessar trúarstefnur vilja þó múhammeöska byltingu, báðar eru andkommúnistiskar, báöar andvestrænar, báöar rót- tækar þjóöernissinnar og telja hvor um sig, aö kapitalismi og kommúnismi geti eyðilagt þjóöarvitund araba og leitt þá til niöurlægingar. Æska Múhammeðs. Vaxandi fylgi bræöralagsins er skýr vottur um endurvakningu múhammeöstrúarinna.sem setur nú mestan svip á málefni Austur- landa nær. Baráttusamtök þess I Sýrlandi kalla sig „Shabab Muhammad”, sem gæti útlagst „Æska Múhammeös”. 1 vest- rænum fjölmiölum hefur komiö fram, aö þeim sé stjórnaö af manni, sem heiti al Za’im. Þaö er þó eins og hvert annaö dulnefni, þvl aö þaö táknar „leiötoginn”. Einn áhrifamestur hugmynda- fræöinga Bræöralagsins er sjeikinn Marwan Haddad. Hann gagnrýnir valdaeinokun alawitanna og sakar Assad um aö hafa leitt þjóöina til eins ósigur- sins af öörum. Margir eru sama sinnis hvaö þaö siöara áhrærir, og benda I þvl sambandi gjarnan á ástandiö I Libanon. Þegar Assad sendi sýrlenskar hersveitir til Libanon 1976, var markmiöið aö binda endi á borgarastyrjöldina og koma á lögum og reglu. Arangurinn varö þó allur annar, og frekar til þess fallin aö auka á stjórnleysið og upplausnina. Þaö jók ekki á hernaöarhróöur Sýrlands, aö Israelsmenn settu bann viö þvi, aö sýrlensku herflokkarnir heföu sig I frammi sunnan Litani- árinna-, og hafa Sýrlendingar ekki vogaö sér annað en lúta þvl. Þar á ofan bætist svo, aö sýrlenskar orrustuþotur hafa æ ofan I æ oröiö aö blta grasið fyrir ísraelskum herþotum. Hvaö löggæslu áhrærir noröan Litanl-árinnar, þá haga kristnir og falangistar sér eins og þeim sjálfum sýnist, og sömu- leibis skæruliöar Palestlnuaraba. Hernaðarlega séö, er Llbanon Waterloo Assadstjórnarinnar. Pólitlskt voru misheppnaöar11 sameiningartilraunirnar viö Irak aöalósigur Assads. Innantóm orð Þaö vantaöi ekki, aö sam- einingar áætlunin var stórhuga. Rlkjasambandið heföi meö 20 milljón ibúum, 400 þúsund manna her, 4.500 skriödrekum og oliu- tekjum Iraks getaö orðiö voldugra, en bandalag Sýrlands og Egyptalands var áöur, og átti enda aö bæta Sýrlandi upp þann bandamannsmissi. En eins og svo margar aörar sllkar sameiningarhugmyndir araba, reyndist áætlunin ekkert annaö en stór og þó innantóm orö, og virðist hún nú alveg runnin út i sandinn. Fari svo, aö Assad-stjórninni veröi steypt i þessari ólgu, mun naumast llða langur tlmi, áður áhrifa meiri róttækni hins „múhammeöska bræöralags” taki aö gæta I deilum araba viö gyöinga i austurlöndum nær. 1 Sýrlendingar, sem hafa veriö svörnustu fjandmenn Israels- manna I öllum arabastríöunum, mundu ekki mildast I afstööu sinni undir þeirra handleiðslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.