Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 13
13 Rætt viö tióttamanninn Do van Tam Eitt af þvi sem maður tekur fljótlega eftir þeg- ar talað er við vietnamska flóttafólkið sem hing- að er komið, er hvað það talar látlaust og stilli- lega um atburði sem eru svo hörmulegir og það ef nær útilokað fyrir íslending að gera sér grein fyrir þeim. Margt af þvi þurfti að láta aleigu sina af hendi til að sleppa undanharðstjórn hinna kommúnisku valdhafa i Vietnam. Það þurfti svo að hrekjast, mismunandi iengi, i lélegum yfirhlöðnum fleyt- um þar sem skortur var á vatni, mat og lyfjum. Sjóræningjar gerðu tiðar árásir á bátana, rændu þeim fátæklegu eigum sem eftir voru, nauðguðu konum og myrtu hugsunarlaust þá sem þeim sýndist. Meðál flóttafólksins eru hjónin Do Van Tam, sem nú er kallaður Tómas, Tran Kim Hoa, sem nú heitir Hulda, og fimm böm þeirra, eins til tólf ára gömul. Tómas var sjóliðsforingi i flota Suður-Vietnam um tólf ára skeið og hann átti þvi ekki upp á pall- borðiðhjá kommúnistum þegar þeir tóku völdin. ir, en hinsvegar fengum viö aldrei nógan mat og ur&um aö hlýöa á endalausa fyrirlestra um dásemdir kommúnismans. Okkur var lofaö aö landiö skyldi blómstra og allir hafa þaö gott, en þau ár sem ég bjó undir stjórn kommúnista kynnt- ist ég aöeins fátækt, vesöld og kúgun”. Fjöldamorð Tómas þegir andartak, en heldur svo áfram og rödd hans er jafn stillileg og fyrr, ,,Nei, ég kynntist aldrei þess- um gæöum kommúnistanna sem voru aö endurhæfa okkur, en hinsvegar kynntist ég grimmd þeirra. beir sem vilja komast úr landi veröa aö greiöa hátt lausnargjald. Oft veröa þeir aö láta af hendi aleigu sina til aö fá aö fara. Og þeir eru oft blekktir. Lausnargjaldiö var hirt og svo var fólkiö myrt. Af hver jum tiu bátum sem leggja upp frá Viet- nam komast ekki nema þrir á á- fangastaö. Þaö er iöulega komiö fyrir sprengjum ibátunum þannig aö Vesöld og kúgun ,,Ég var sendur i endurhæf- ingarbúöir ásamt mörgum öör- um fyrrverandi hermönnum og menntamönnum sem þótti á- stæöa til aö ,,útvega” nýja hug- myndafræöi. Ég var sendur i búöirnar 26. jún i 1975og var þar i tvö og hálft ár. Ég fékk ekkert aö vita um fjölskyldu mina fyrr en eftir heilt ár, þá fékk ég fyrstu frétt- irnar. Konunni minni haföi ver- iö sagt aö best væri fyrir hana aö flytja á nýtt „efnahags- svæöi” þvi þá fengi ég aö losna fyrr. Hún fór meö börnin upp 1 sveit, en ég fékk aö dúsa áfram i búöunum. Þaö var auövitaö erf- itt fyrir okkur bæöi aö vita ekki hvort um annaö, og lifsbaráttan var hörö. Systir mln gat hjálpaö henni og börnunum dálitiö, en mest varö hún aö bjargast eins og best hún gat og þau voru ekki of vel haldin. Þaö var heldur enginn veislu- kostur I búöunum. Þaö var ékki fariö illa meö okkur á þann hátt aöviö værum likamlega meidd- Do Van Tam: „Sjóræningjarnir réöust átta sinnum á okkur.” þeir sökkva þegar þeir eru komnir nokkuö frá landi. Fólkiö ferst auövitaö. Ég varö sjálfur vitni aö fjöldamoröi. Þaö var bátur sem átti aö leggja frá landi meö sex- hundruö manns. Um þrjúhundr- uö og f immtiu var troöiö niöur i lestar og lúgur sem siöan var læst. Svo sökktu þeir bátnum viö bryggjuna. Viö heyröum ópin I fólkinu þegar vatniö byrjaöi aö streyma inn, en hermenn héldu aftur af okkur og enginn fékk aö koma til hjálpar. Allir þeir sem voruneöanþiljadrukknuöu. Ein ástæöan fyrir aö þetta var gert er liklega sú aö þaö er oröinn skortur á bátum. Meö þvi aö drekkja fólkinu þarna viö bryggjuna var hægt aö reisa bátinn aftur og nota hann upp á nýtt. Þannig fá þeir tvöfalda greiöslu fyrir einn bát. Kannski meira, ég sá ekki hvort þeir léku þennan leik aftur.” Sjóræningjar „Hvaö þurftir þú aö borga til aö komast úr landi?” „Ég átti enga peninga til aö borga, enda heföi ég ekki fengiö aö fara þótt ég heföi átt fé. Þaö eru reglur um aö þeir sem hafa veriö i endurhæfingabúöum fái ekki aö fara úr landi. Þaö vildi okkur til happs aö eigandi bátsins sem viö komum meö treysti sér ekki til aö sigla honum til Malasiu. Sem fyrr- verandi sjóliösforingi gat ég komiö þar aö liöi, svo viö feng- um tækifæri til aö flýja.” Flóttinn var engin skemmti- sigling. Báturinn sem þeirhöföu til umráöa var tuttugu metra langur. Um borö i hann var troöiö 342 flóttamönnum. Þann sautjánda júm siöastliö- inn var svo lagt úr höfn, en eftir einn dag bilaöi önnur vélin i bátnum. „Viö höföum upphaflega ætl- aö aö komast tÚ Malasiu, en þegar vélin bilaöi lagöi ég ekki I aö halda áfram þangaö og viö snerum til Thailands. A fjóröa degi réöust svo thailenskir sjó- ræningjar á okkur og á næstu tveimur dögum uröum viö sjö sinnum i viöbót fyrir árásum. Þann 23. júni, eftir viku á aö skipta um skip þar til loks eitt fannst sem gat flútt þaö til Pulo- tenga, i Malasiu, þar sem eru stórar flóttamannabúöir. En þar fékk þaö ekki aö ganga á iand. Þess i staö var fariö meö þaö til Mersing, sem er litiö þorp. Og þarliföi þaöi stööugum ótta. Þaö sá malasiska hermenn ýta drekkhlöönum bátum flótta- fólks frá landi og senda þaö út i opinn dauöann. Allan timann sem þaö var 1 Mersingáttiþaöáhættu aö vera hent um boö I einhverja skdctu og ýtt frá landi. Þaö helviti þurftuTómasogfjölskylda hans aö þola i tvománuöi, þávar loks fundiö pláss fyrir þau I fkítta- mannabúöunum I Pulotenga. „Þetta var ekki þaö frelsi sem viö höföum búist viö. Viö liföum i stööugum ótta i Malasfu og vorum ákveöin aö fara til fyrsta lands sem vildi taka viö okkur, hvaö svo sem þaö héti. Ég vissi nákvæmlega ekkert um Island, en þegar ég var spuröur hvort viö vildum flytj- ast þangaö, svaraöi ég óöara já.” A sjó? „Ég skal viöurkenna aö mér var mjög órótt á leiöinni til Is- lands. Siöustu árin haföi ekki gengiö á ööru en hörmungum fyrir mig og fjölskyldu mina. Frelsiö sem viö höföum leitaö virtist óendanlega fjarlægt. Einhvernveginn gátum viö ekki trúaö þvi aö raunir okkar væru á enda. Viö vorum hrædd þegar viö komum til Islands. En þegar viö sáum allt fólkiö sem fagnaöi okkur og tók svo hlýlega á móti okkur, hvarf sá ótti.” „Hvaöa vonir geriö þiö ykkur um framtíöina?” „Viö vonum aö viö getum orö- iö hluti af landi ykkar og þjóö. Viö veröum aö læra islensku eins f ljótt og viö getum og ég vil finna mér vinnu eins fljótt og ég get. Helst vildiégauövitaö fást viö sjómennsku. Ég var tvö ár I flotaskóla áöur en ég gekk i' sjó- herinn og ég vona aö þaö, og reynsla min af sjónum dugi mér eitthvaö viö aö reyna aö fá vinnu á íslensku farskipi.” — ÓT. EG SA ÞA DREKKJA 350 FLOTTA VlSIR Fimmtudagur 27. september 1979 Do Van Tam (Tómas) og Tran Kim Hoa (Hulda), ásamt börnunum sinum fimm. Þau eru, taliö frá v.Do Vi Phuc (Skúli), Do Tran Phuc Tho (Eggert), Do ThiThien Thao (Dóra) og fyrir aftan hana DoThi Thien Huong (Kristin) og svo ioksDo Tran Phuoc Tai (Pálmi), ifanginu á pabba sfnum. Mynd—-BG. sjónum, héldum viö svoaö okk- ar siöasta stund væri upp runn- in. Þá var báturinn aö sökkva. En svo á siöustu stundu, kom þýskt skip sem bjargaöi okkur.” Óli Tynes, blaöamaöur Bragi Guömund- son, Ijós- myndari í opinn dauðann Ekki var þó raunum flótta- fólksins lokiö. Þaö þurfti tvisvar vaxtastefnan I endupskoöun j „Ég held aö engum komi á óvart þótt ég dragi I efa aö þessi vaxtastefnasé sú skynsam- legasta, sem hægt var aö vclja”, sagöi Svavar Gestsson viöskiptaráöherra I samtali viö Vísi. Viöskiptaráöherra og fjár- málaráöherra hafa ráöiö dr. Magna Guömundsson hag- fræöing til aö gera úttekt á nú- verandi vaxtastefnu á áhrifum hennar á kjör,verölag, atvinnu- vegi og stööu sparifjáreigenda. Svavar Gestsson kvaöst telja útilokaö aö framkvæma slika vaxtastefnu til fulls viö vaxandi veröbólgu. Þegar Visir spuröi hann hvort túlka bæri ráöningu dr. Magna sem vantraustyfirlýsingu á þjóöhagsstofnun, sem hingaö til hefur veriö helsti ráögjafi rikis- stjórnar i þessum málum, kvaö hann þaö ekki vera. Hins vegar sagöist hann telja rétt aö kalla til ýmsa fleiri aöila til aö meta þessi mál. „Viö litum þannig á, aö þaö sé vert aö staldra viö og skyggnast um”, sagöi viöskiptaráöherra. —SJ. Gististaðir Brottfarir Október: Nóvember Desember Janúar: Febrúar: Mars: Apríl: ELTIMON Smáhýsi með 2 svefnherbergjum BRONCEMAR 4 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 25. 16. 5-29 Ibuðir með 1 svefnherbergi LOSSALMONES 8-29 Ibuðir með 1 svefnherbergi TINOCA Studioíbúðir VERÐ FRÁ KR. 251.000 Hópafsláttur og afsláttur fyrir börn ATHUGIÐ: FYRSTA BROTTFÖR 27. OKTÓBER Pantið tímanlega Sólarfrí í skammdeginu suður á Kanarí, styttir vetur, styrkir sál og líkama. Lækjargotu 2 og Hotel Esju Simi 27800. v/Austurvoll Sími 26900 Austurstræti 17 Sími 26611 Austurstræti 12 Simi 27077 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.