Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 27.09.1979, Blaðsíða 14
Ferðalög Steinn Lárusson fram- kvæmdastjóri feróaskrif- stofunnar Crval, komst vel aö oröi [ sjónvarpinu um daginn. Hann sagöi eitthvaö á þá leiö aö skrifstofurnar þyrftu aö hafa meö sér meiri SAMVINNU um feröir. Þá fengju þær betra CTSÝNi yfir markaöinn og gætu boöiö meira CRVAL. Fjársvik Bandariski fjármáiaspekú- lantinn Bernard Cornfeld, kom nýlega fyrir rétt i Sviss sakaöur um stórfelld fjársvik. Ræturnar á þessum svikum hans teygja sig alla leiö til ts- lands. Cornfeld stofnaöi sam- steypu sem hét Investors Overseas Service og seidi lif- tryggingar og veröbréf vftt og breitt um heiminn. Meöal þeirra sem töpuöu stóriega á aö fjárfesta hjá honum voru sumir islensku flugmannanna sem voru I Biafra á sinum tlma. Þeir fjárfestu stórar fúlgur IIOS og töpuöu öllu saman þegar svikamyllan hrundi. —ÓT STYRKIR TIL HASKÓLANAMS I SAMBANDSLÝÐVELDINU ÞÝSKALANDI. Þýska sendiráöiö i Reykjavik hefur tilkynnt Islenskum stjórn- völdum aö boönir séu fram þrlr styrkir handa islenskum náms- mönnum til háskólanáms I Sambandslýöveldinu Þýskalandi há- skólaáriö 1980-81. Styrkirnir nema 750 þýskum mörkum á mán- uöihiö iægsta auk 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá feröa- kostnaö greiddan aö nokkru. Styrktimabiliö er 10 mánuöir frá 1. október 1980 aö telja en framlenging kemur til greina aö full- nægöum ákveönum skilyröum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavfk, fyrir 25. október n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ. 20. september 1979. STYRKUR TIL HASKÓLANAMS I SVISS Svissnesk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa tslendingi til há- skólanáms I Sviss skólaáriö 1980-81. Ætlast er til aö umsækjend- ur hafi lokiö kandldatsprófi eöa séu komnir langt áleiöis I háskólanámi. Þeir sem þegar hafa veriö mörg ár I starfi, eöa eru eldri en 35 ára, koma aö ööru jöfnu ekki til greina viö styrkveit- ingu. Styrkfjárhæöin nemur 800 svissneskum frönkum á mánuöi fýrir stúdenta, en allt aö 950 frönskum fyrir kanditata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra f járhæö til bókakaupa og er undanþeg- inn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla I svissneskum háskói- um fer fram annaöhvort áfrönsku eöa þýsku, er nauösynlegt aö umsækjendur hafi nægilega kunnáttu I ööru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir aö vera undir þaö búnir aö á þaö veröi reynt meö prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komiö til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 1. nóvember n.k. — Sérstök umsóknarevðublöö fást I ráöuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ. 20. september 1979. STYRKIR TIL ISLENSKRA VISINDAMANNA TIL NAMSDVALAR OG RANNSÓKNASTARFA I SAMBANDSLÝÐVELDINU ÞÝSKALANDI. Þýska sendiráöiö IReykjavik hefur tjáö Islenskum stjórnvöldum aö boönir séu fram nokkrir styrkir handa Islenskum vlsinda- mönnumtil námsdvalarog rannsóknastarfa I Sambandslýðveld- hu Þýskalandium allt aö fjöggurra mánaöa skeiö á árinu 1980. Styrkirnir nema 1200þýskum mörkum á mánuðihið lægsta, auk þess sem tii greina kemur aö greiddur veröi feröakostnaður aö nokkru. Umsóknum um styrld þessa skal komiö til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 25. október n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ. 20. september 1979. STYRKUR TIL HASKÓLANAMS I SVISS. Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I Iöndum sem aöiid eiga aö Evrópuráöinu sex styrki til háskólanáms I Sviss háskólaáriö 1980-81. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort ein- hver þessara styrkja muni koma I hlut tslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms viö háskóla og eru veitt- irtil tlu mánaöa námsdvalar. Styrkfjárhæöin er 950 svissneskir frankar á mánuöi og auk þess fá styrkþegar allt aö 500 franka styrktil bókakaupa. — Þar sem kennsla I svissneskum háskólum fer fram annaöhvort á frönsku eöa þýsku er nauösynlegt aö um- sækjendur hafi nægilega þekkingu á ööru hvoru þessara tungu- mála. Þurfa þeir aö vera undir þaö búnir, aö á þaö veröi reynt meö prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokiö háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráöuneyt- hu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k. á til- skildum evöublööum sem bar fást. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ. 20. september 1979. %TT§Tf£ Fimmtudagur 27. september 1979 sandkorn óh Tynes skrifar Umsjón: Axel Ammendrup Síldin Fyrst neituðu slldarsjómenn aö róa, þvl þeir voru (jánægöir meö veröiö. Þaö var þá hækk- aö verulega og þéir sam- þykktu aö leggja I’ann. Nú eru saltendur aö Ihuga stöövun vegna þess aö þeir eru óánægöir meö þaö sem þeir eiga aö fá. Þá veröur auövitað aö hækka þeirra hlut. Og svo, þegar oröiö er gulltryggt aö ekki er grundvöllur fyrir veiöunum, veröur byrjaö aö veiöa og salta. Bankarnir Sameiginleg ákvöröun allra bankanna um aö minnka stór- lega þjónustu viö viðskiptavini sina hefur mælst illa fyrir en þó veriö lltiö mótmælt opin- berlega. Þaö hefur oröiö einum les- enda Dagblaösins tilefni til aö lýsa furöu sinni yfir aö enginn skuii hafa leitaö til Neytenda- samtakanna vegna málsins. 1 rauninni er þaö ekkert skrýtiö aö enginn skuli hafa sagt bönkunum strlö á hendur. Efnahagskerfiö I þessu landi er svo óheilbrigt aö menn veröa auðmjúkir aö troöa stafkarls stlg ef þeir ætla aö fá einhverja fyrirgreiöslu I banka. Bankarnir hér eru ekki háöir sama lögmáli og bankar erlendis sem keppast viö aö bjóöa lán og aöra fyrir- greiöslu. Þeir geta hagaö sér eins og þeir vilja, vitandi aö enginn þorir aö setja sig al- varlega upp á móti þeim. Raunasaga Jane Russel Jane Russel hiö barmmikla kyntákn fimmta áratugsins er nú vonsvikin og einmana kona. Vaxtarlag hennar sem áöur vakti aödáun er nú afmyndaö af fitu og hún lifir I eilifri baráttu viö flöskuna. Feguröin sem Ho- ward Huges uppgötvaöi og geröi fræga er ekki lengur fyrir hendi. Vinir Jane, sem nú er fimmtlu og átta ára, segja aö hún drekki til aö gleyma sorgum slnum og hefur hún tvisvar veriö ákærö fyrir öivun og einu sinni setiö I varöhaldi fjóra daga. „Hún á nóg af peningum en er mjög óhamingjusöm” segir einn af æskuvinum hennar. Jane Russel náöi aldrei þeim árangri sem leikkona sem hún taldi sjálf aö hún væri fær um. Hún kennir Howard Huges um þetta og telur aö hann hafi aö- eins notað llkama hennar I myndum sinum. Hún hefur einnig átt viö hjú- skaparvandamál aö strlöa. Hjónaband hennar og Bob Waterfield, sem haföi staöiö I tuttugu og fjögur ár, endaöi meö skilnaöi og tók Jane þaö mjög nærri sér. Annar maöur hennar var leikarinn Roger Barrett sem lést af hjartaslagi þrem mánuöum eftir aö þau komu heim úr brúökaupsferöinni. Jane var niðurbrotinn og fór eft- ir þaö aö drekka fyrir alvöru. Sagt er aö þriöja hjónaband hennar (meö John Peoples) sé misheppnaö meö öllu. Þau eigi ekkert sameiginiegt og sjáist aldrei saman á almannafæri. Vinir hennar segja aö hún vilji þá gera þaö besta úr sambúö- inni en geti aidrei komist yfir missi Rogers Barretts. Jane Russel mun einnig hafa oröiö fyrir vonbrigöum meö kjörbörn sin en þau eru þrjú. Sjálf hefur hún aldrei getaö átt barn. Einn drengurinn sem hún ætt- leiddi var sendur I fangelsi fyrir kæruleysi meö skotvopn, annar sonurinn lagöi fyrir sig trommuleik I staö þess aö stunda nám og dóttirin giftist manni sem Jane haföi Imigust á. Jane Russel sem nú er fimmtfu og átta ára gömul er einmana holdug og drykkfelld. Jane Russel hefur alltaf veriö i vandræöum meö aukakiióin og drykkjuskapurinn hefur enn aukiö á þaö vandamál. Hún er mjög trúuö og þaö hefur alltaf veriö togstreita innra meö henni vegna þess aö hún hefur haft of- an af fyrir sér meö þvl aö vera kyntákn. Einn vinur hennar segir aö hún hafi eitt sinn sagt viö hann. „Allir halda aö ég hafi lifaö stórkostlegu llfi en þér er óhætt aö trúa aö ég hef fengið minn skammt af óláni. Hlutirnir hafa einhvernveginn alltaf fariö ööru vlsi en ég ætlaöi mér. Þaö má segja aö ég hafi bæöi tapað og sigraö I lifsbaráttunni” sagöi Jane.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.