Vísir - 04.10.1979, Qupperneq 8
8
VÍSIR
Fimmtudagur 4. október 1979
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Traustj Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuöi
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
Kðnnum nýja stóriðjumðguleika
Reynsla tslendinga af orkufrekum iönaði hefur til þessa veriö góö, svo sem af álbræösl-
unni I Staumsvik, sem nú hefur starfaö I 10 ár. Nú þarf á nýjan leik aö hefja athugun á
frekari möguieikum á þessu sviöi, svo aö okkar innlenda orka veröi nýtt til verðmæta-
sköpunar svo sem veröa má.
fslenska þjóðin hefur á síðustu
áratugum aukið stórlega nýtingu
sína á innlendum orkugjöfum,
bæði vatnsaf ii og jarðvarma. Svo
til hvert heimili í landinu hefur
nú að jafnaði rafljós frá vatns-
orkuverum, f jöldi húsa er hitað-
ur með raforku, enn fleiri með
hitaveitum, og jafnframt hefur í
nokkrum mæli verið farið út í
sölu raforku til orkufreks iðnað-
ar, fyrst og fremst álbræðsl-
unnar í Staumsvík og járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundar-
tanga.
Það er sjálfsagt illa mælan-
legt, hve gífurlega þýðingu nýt-
ing hinna innlendu orkugjafa
hefur fyrir þjóðarbúskap okkar.
En það er sjálfsagtekki of djúpt í
árina tekið, þótt f ullyrt sé, að hér
yrði vart haldið uppi sæmilegu
mannlífi, ef þjóðin þyrfti að
kaiupa að alla orku sína, eins og
verðlagið á hinni erlendu orku
er orðið.
Þeir framámenn okkar, sem á
undanförnum áratugum höfðu
forgöngu um beislun innlendra
orkugjafa, sýndu vissulega
mikla framsýni. Nú á tímum,
þegar erlendir orkugjafar eru
orðnir svo dýrir sem raun ber
vitni, verður það hins vegar ekki
talin sérstök framsýni, þótt
menn geri sér Ijóst, að við hljót-
um að leggja höfuðáherslu á það
að nýta þá orku, sem enn er ónýtt
í landinu. Þrátt fyrir það virðist
sem nú sé erfiðara en áður að fá
menn til að hugsa um innlenda
orkunýtingu til langs tíma, og er
þar áreiðanlega fyrst og fremst
um að kenna sérkreddum ýmissa
af ráðandi stjórnmálamönnum,
sérstaklega úr hópi kommúnista.
Þrátt fyrir tiltölulega góðan
árangur okkar í nýtingu inn-
lendra orkugjafa, höfum við þó
ekki enn beislað nema um 7% af
nýtanlegri raforku í landinu, og
þetta hlutfall er enn lægra, ef öll
jarðhitaorkan er talin með. Og
samkvæmt orkuspá, sem gerð
hefur verið á vegum opinberra
aðila um orkuþörf almenna
markaðarins til ársins 2000, verð-
um við þá aðeins búin að nýta
rúmlega 12% virkjanlegrar raf-
orku og aðeins 30% af hagkvæm-
ustu raforkunni.
I þessari orkuspá er ekki gert
ráð fyrir neinni raforkufram-
leiðslu til orkufreks iðnaðar á
þessu tímabili, og má vissulega
fallast á, að það sé rökrétt for-
senda, þar sem nú eru engin
áform uppi í landinu um stofnun
stóriðjuf yrirtækja, er þurfa
mikla raforku til framleiðslu
sinnar. Orkuspáin gerir heldur
ekki ráð fyrir notkun raforku í
stað innflutts eldsneytis til ann-
ars en húshitunar, en það hlýtur
að vera eitt af helstu framtíðar-
sjónarmiðum okkar í orkumálum
að kanna alla möguleika til þess
að nýta innlenda raforku til
framleiðslu á nýjum orkugjöf-
um, sem geti leyst af hólmi þá
orku, sem við nú flytjum inn.
Þessir tveir þættir, sem ekkert
tillit er tekið til í áliti orkuspár-
nefndar, eru þeir þættir í orku-
málum okkar, sem hvað brýnast
er að huga að — og það má ekki
dragast.Lífskjör þjóðarinnar í
framtíðinni eru að verulegu leyti
undir því komin,að vel takist til í
þessum efnum. Það er þegar í
stað hægt að snúa sér að því að
kanna möguleika á því að koma
upp fleiri orkufrekum iðnfyrir-
tækjum í landinu, en trúlega þarf
framleiðsla annarra orkugjafa
með raforku lengri athugunar og
undirbúnings við.
Það er vitað, að núverandi
stjórnvöld munu ekkert gera í at-
hugun á stóriðjumöguleikum —
a.m.k. ekki í neinni alvöru. Það
er því vissulega athugunarefni
fyrir núverandi stjórnarand-
stöðu, sem hlýtur að taka við
stjórnartaumunum áður en mjög
langt um líður, hvort hún eigi
ekki nú þegar að hef ja sjálfstæða
könnun á stóriðjumöguleikum í
landinu. Þetta er mikið verkefni,
þar sem að mörgu er að hyggja,
svo að það veitir vissulega ekki
af góðum undirbúningi.
Niðurstðður lestrarkðnnunar rithöfunda og útgelenda:
SÍGILD SKÁLDVERK REYND-
UST VERA LANGVINSÆLUST
„Kom á óvart, hve bókin er sterkur fjöimiöiii” segir Njörður p. Njarðvík
,,Þetta er þaö merkilegur á-
fangi aö þaö er full ástæöa til aö
kynna hann sérstaklega, þó
hannsé ekki nema hluti af könn-
uninni”, sa'göi Njöröur P.
Njarövik formaöur Rithöfunda-
félagsins þegar kynntar voru
niöurstööur lesendakönnunar
sem gerö hefur veriö og unnin af
Hagvangi.
Þessi lesendakönnun er hluti
af verkefninu „Staöa bókaút-
gáfu i minni málsamfélögum”.
Verkefni þetta er unniö aö
frumkvæöi rithöfundasam-
bands og félaga útgefenda á ts-
landi, I Færeyjum og á Græn-
landi.
Verkefnið i heild skiptist I
fjóra þætti: áöurnefnda tes-
endakönnun i löndunum þrem-
ur, öflun upplýsinga um hlið-
stæöar kannanir á hinum
Noröurlöndunum, könnun á
stööu Utgáfufyrirtækja, af-
komuþróun og vandamálum á
Islandi, í Færeyjum og á Græn-
landi. Og loks heildarskýrsla
um stööu bókaútgáfu i minni
málsamfélögum meö tillögum
um úrbætur og aögerðir þar aö
lútandi.
Markmiö lesendakönnunar-
innar var aö öölast vitneskju
um: lestrarvenjur, samsetn-
ingu lesefnis (bókmennta-
smekk), aöferðir viö nálgun
bóka, bókaeign barna og testur
á erlendum tungumálum.
Rannsókn Hagvangs var gerð
i Reykjavik meö 400 manna úr-
taki, 15 ára og eldri völdu af
Reiknistofnun Háskólans. TIu
námsmenn viö Félagsvisinda-
deild háskólans heimsóttu alla
sem i úrtakinu voru og lögöu
spurningarnar fram.
Þaö er Norræna menningar-
málastofnunin sem hefur styrkt
þessa könnun, en Njöröur sagöi,
aö helmingi lægri upphæö heföi
fengist en beðið heföi veriö um,
þannig að nokkuö væri i óvissu
um framhaldið. Hann sagði, aö
þaö sem heföi komiö sér mest á
óvart i þessari könnun væri
hvaö hægt væri samkvæmt
henni að lita á bókina sem
sterkan fjölmiðil og svo hitt,
hvað ljóö virtust halda stöðu
sinni.
í könnuninni var einnig at-
hugað hversu margir lesa aldrei
bækur og varö niöurstaöansú aö
hér á landi væru þaö aöeins
3,7% sem er mjög lágt hlutfall
miöað viö önnur lönd þar sem
slikt hefur veriö kannaö. 1 Nor-
egi ersambærileg tala 12,3% og
Frakklandi 53%.
Samkvæmt könnuninni fer
12% af tima fólks aö meöaltali I
bókalestur. Fæstir nota tima til
bókalesturs á aldrinum 15-19
ára. Það eykst siöan upp aö 59
ára en fer þá aö draga Ur þvi
aftur. Þetta m un vera þveröfugt
viö það sem gerist i Danmörku.
Þess ber þó að gæta aö þessi
könnun er gerö á þeim tima sem
unga fólkiö er i prófum og hefur
það eflaust áhrif á niðurstöö-
urnar.
Þá kom fram, aö minni mun-
ur er á bókalestri fólks eftir
stööu og menntun hér en I Dan-
mörku. Háskólamenn eru virk-
ustu lesendurnir meö tilliti til
menntunarhópa (63% 26 bækur
eöa f teiri) á móti 25-30% i lægstu
menntun arhópunum.
Langvinsælasti bókaflokkur-
inn var sigild skáldverk, siöan
komu ástarsögur og spennu- og
átakasögur. Aöeins 24,9% áttu
hundraö bækur eöa minna
(Danmörk 53%) en 17,2% áttu
500 hækur eöa meira (Danmörk
11%). -JM
Forráöamenn rithöfunda og útgefenda kynna niöurstööur bóklesturskönnunarinnar fyrir
blaöamönnum.