Vísir - 16.11.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 16.11.1979, Blaðsíða 5
VÍSLR Föstudagur 16. nóvember 1979 veittu blindum sýn Anthony Donn, læknir i New York, notar HtiO vasaljós til þess aö prófa örsmáa plastfjarsjá, sem hann græddi i hornhimnu Jesse Stewart. Meö þeim hætti endurheimti Stewart sjónina eftir þriggja ára blindu. — A innskotsmyndinni I vinstra horninu er stækkuö mynd af fjarsjánni. — Þessi árangur þeirra á Harkness Eye Institute á Presbyterian—sjúkrahúsinu I Kólómbiu hefur vakiö feikiathygli. þegar úrslitin hafa veriö tilkynnt. Ungfrúin frá Bermúdaeyjum er undantekningartilfelli,hins vegar runnu tárin niöur kinnarnar á ungfrú Bretlandi, sem var i ööru sæti ogungfrú Jamaica.sem varö númer þrjú i keppninni. En augnmálningin á Miss Swainson aflagaöist þó litíls- háttar, þegar Ijósmyndarar og fréttamenn umkringdu hana og létu spurningaregniö dynja á ungfrúnni. Eftir keppnina sagöi Gina Swainson, aö hún væri mjög stolt af þvi aö vera kosin Miss World, sérstaklega þar sem hún væri fulltrúi fámennrar þjóöar, en um 50þúsund manns búaá Bermúda- eyjum. Ahugamál stúlkunnar eru mótorhjólaakstur og elda- mennska. Elltfu þúsund dollarar fylgdu títlinum, en auk þess fær hún lágmarkstekjur aö upphæö 32 þúsund dollara næsta ár. — KP. Gina Swainson frá Bermúida- eyjum var krýnd Miss World i London i nótt. Hún er 21 árs. Þaö hefur verið viötekin venja, aö ungfrúrnar sem hreppa þennan titil, hafi brostið i grát. „Þjðfar og ræníngjar” - segir Khomeini um Bandarfkiastiórn Khomeini æðstiprestur og æðst- ráðandi i tran eftir byltinguna fordæmdi i gær bandarisku stjórnina, sem hann kallaði þjófa og ræningja. Hefur hann stappað að nýju stálinu i stúdentana i bandariska sendiráðinu i Teheran, þar sem um 70 gislar eru á valdi þeirra. Hin opinbera fréttastofa Iran hafði eftir Khomeini i gærkvöldi: „Þeir ræna og frysta peninga okkar eins og ótindir þjófar. Þannig hagar vestrið sér”. Þetta eru fyrstu ummæli Khomeini eftir að Carter forseti kunngerði, að allar eignir trans i USA skyldu frystar. Nú eru komnar fram frekari upplýsingar um fjölda gislanna i bandariska sendiráðinu, sem menn héldu ýmist vera sextiu eöa hundrað. Munu um 60 bandariskir rikisborgarar vera á valdi stúdentanna og 10 aðrir út- lendingar. Enn eru höfð uppi kröfuspjöld og mótmælaaðgerðir i garði sendiráðsins, og er þar krafist dauða Carters og dauða keisar- ans. Þeir leggja þó áherslu á að gremja þeirra beinist i garð Bandarikjastjórnar, en ekki bandarisku þjóöarinnar eða annarra landa. I gær báru þeir út blóm i sendiráö Bretlands Frakk- lands.Vestur Þýskaland-, ttaliu og Sovétrikjanna. Mótorh jói aakslur og eldamennska rxr Bretar ijðsta upp um 4. njðsnarann í siagtogi með Burgess og MacLean Nýtt njósnahneyksli er komiö upp á yfirborðiö 1 Bretlandi, og upplýst, að Sir Anthony Blunt, listráðunautur Elisabetar drottn- ingar, hefur ljóstrað upp leyndar- málum viö Sovétrikin. Sir Anthony, 72 ára pipar- sveinn, var mikilsmetinn I lista- heiminum, enhann hefur játaö að hafa njósnað fyrir Sovétmenn á árum siðari heimsstyrjaldarinn- ar, þegar hann var I leyniþjón- ustu hersins, eftir þvi sem Margaret Thatcher forsætisráð- herra sagði I neðri málstofu breska þingsins i gær. Hún sagöi ennfremur, aö Sir Anthony hefði gert dipldmötunum Guy Burgess og Donald Mac- Lean, sem báðir njósnuðu einnig fyrir Moskvu, viövart, þegar upp um þá komst, og hjálpað þeim að sleppa. Uppljóstranir Thatcher komu fram i svari við fyrirspurn eins þingmannsins, en um leið var I gær borin upp önnur fyrirspurn. Var spurt hvort rannsakað hefði verið, hvaöa tengsl hefðu verið milli Burgess-MacLean-málsins og tx-eskfædds eðlisfræöings, dr. Wilfrid Mann, sem nú býr i Bandarikjunum. Dr. Mann hefur gefið yfirlýs- ingu, þar sem hann neitaði með öllu hlutdeild I þvl máli. Anthony Blunt, sem nú hefur veriö sviptur aðalstign sinni, mun hafa strax á Cambridgeárum sin- um fyrir strið ráðið unga menn i skólanum úr æðri stéttum til leyniþjónustu Sovétrikjanna. Hann mun hafa haldið njósnunum áfram eftir strið. Ekki er vitaö, hvar Blunt er niðurkominn núna, en siðast spurðist til hans á miðvikudag, þegárhannsástyfirgefa ibúö sina meö ferðatösku og tók leigubil til Heathrow-flugvallar. Buckinghamhölltilkynnti Igær, aö hann hefði veriö sviptur ridd- aratitlinum og orðu, sem hann hlautfyrirþjónustui þágu hennar hátignar. Blunt haföi annast mál- verk drottningarinnar, sem á eitthvert besta einkasafn I heimi. Hann fór á eftirlaun I fyrra. Grunur haföi oft beinst að Blunt, en Thatcher sagði, aö eng- ar sannanir hefðu nokkurntima fundist á hendurhonum. Arið 1964 fékkst hann þó til þessað játa allt og veita ýmsar upplýsingar um leyniþjónustu Sovétrikjanna, gegn þvi að hann yrði ekki sóttur til saka. Þingmenn Verkamannaflokks- ins brugðust gramir við þessum upplýsingum Thatcher, og þvi, aö þessu skyldi hafa veriö leynt al- menningi i tvo áratugi rúma. — „Þetta subbulega mál viröist allt hafa verið ein yfirhilming til hlifðar kerfinu og æðri stétt- unum,” sagði Dennis Skinner þingmaður. Tilefni fyrirspurnarinnar I þinginu var útgáfa bókar „The Climate of Treason” eftír sagn- fræðinginn Andrew Boyle, An þess aðnefna neinnöfn hélt Boyle þvi fram I bókinni, aö slóö þeirra Burgess, MacLean og Kim Phil- by, heföi legið til fjórða manns- ins. Blaðamenn ræddu viö Boyle i gær eftir að upplýsingar Thatcher komu fram, og kvaðst hann á- nægöur en vildi ekki nefna fleiri nöfn, þótt hann segðist vita um að minnsta kosti 25 menn til viðbót- ar, sem sekir væru um drottíns- svik, og helmingur þeirra gengi þó laus 1 dag. — „Einn eða tveir þeirra eru enn i áhrifamiklum stöðum, en ég held að þeir hafi fyrir löngu verið geröir óskaöleg- ir,” sagöi Boyle. 1 Moskvu sóttu fréttamenn i gær heim MacLean i Ibúö hans á sjöttu bæö i skýjakljúf, en hann sagöi: „Ég veit, hversvegna þið eruö hingaö komnir, og ég get sagt ykkur strax, að ég hef ekkert að segja ykkur.” Blunt þekkti þá Burgess, Mac- Lean og Philby i Cambridgehá- skóla fyrir strið. A kreppuárun- um aöhylltust margir ungir gáfu- mennkommúnisma, ogi þvi and- rúmslofti gengu þessir I þjónustu Rússa. A striösárunum lét hann Rúss- um i té hernaöarleyndarmál, en eftir 1945 var hann ekki lengur i aðstöðu til þess að ljóstra upp leyndarmálum. 1951 notaöi hann þó sovéska tengiliði sina til þess aö hjálpa Burgess og MacLean aö Hýja. I- -J “- ■____■ BL I---S “t" * B h-4 X ■—-8 » 3 V I Ð KVMMUM HELSTU MV Tl_lMGRR I TöLVUM KRR TEXRS INSTPUMEMTS i_iU UOMMODORE , r-1 _ R . : # THLRNDI VflSflTÖLVU * LITLfl PROFESSORIHN * DflTflMflN * TI-59, LINfl FIJLLKuMNUSTU VflSflTöLVU SINNflR TEGUNDflR, FlSflMT PRENTflRfl * * PET TöLVUR flSflMT F'RENTflF'fl OG DISKflMINNI, TÖLVUR. SEM Mfl NflTfl TIL OTRULEGIJSTU VERKEFNfl. ' " Kynnin 3Ín nerdur haldin i uers lun yorri ad flrniula 11, í daa, t'östudau, oa a rnoraun, lauaardan, kl. 13 - 18.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.