Vísir - 16.11.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 16.11.1979, Blaðsíða 11
11 VÍSIR Föstudagur 16. nóvember 1979 Erliðleikar í hitaveitumálum Akureyringa: vatnsskorturinn 40% af Hðrfinni ,,Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið töluverður afturkippur i þessar hitaveituframkvæmdir okkar Akureyringa, en það er þó kannski ekki ástæða til að örvænta enn” sagði Helgi M. Bergs bæjarstjóri, þeg- ar Visir innti hann eftir hvað þessum málum liði. Helgi sagöi að þaö heföu skap- ast miklir erfiöleikar i vatnsöfl- un og þeir erfiðleikar heföu ver- ið tviþættir: i fyrsta lagi heföi reynst erfitt að gera við eina 40- 50 sekúndulitra holu að Lauga- landi, sem heföi skaddast, en Helgi M. Bergs bæjarstjóri. það kæmi væntanlega fljótlega i ljós hvort það yrði hægt eða ekki. í öðru lagi væru svo tækni- legir erfiðleikar i sambandi við niðursetningu á dælum i holurn- ar en setja þyrfti dælur niður á 250 metra dýpi sem væri helm- ingi meira dýpi en dælur hefðu áöur verið settar á hér á landi. Helgi var spurður hversu mikill vatnsskorturinn væri og sagði hann að það væru um 100 sekúndulitrar sem á vantaði. Heildarþörfin væri hins vegar um 250 sekúndulitrar af nýju vatni, en heildarvatnsþörf Akureyrarbæjar næmi aftur á móti 330 sekúndulitrum. Mis- munurinn stafaöi af þvi aö hluti af hitaveitukerfinu i bæn- um yrði tvöfaldur þannig að vatn sem hefði verið hitað upp að nýju væri aftur látið fara inn á kerfið. Til þessarar upphitun- ar þyrfti kyndistöð en þessi við- bótarupphitun næmi þó ekki nema um 6% af þeirri orku sem þyrfti til að hita upp bæinn. Loks taldi Helgi enn ekki séð hvernig þessum málum lyktaði, en það væri þó ekki ástæða til að leggja árar i bát þótt illa gengi i bili. — HR Hafnarfiröi bregöur fyrir f ýmsum myndum i kvikmyndinni, eins og i augum þeirra, sem þar svipast um. Hafnfirðingum boðið að sjá hýra Hafnarfjörð ,,Þú hýri llafnarfjörður”, nefn- ist kvikmynd sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur látið gera um hátiðarhöldin i bænum í tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggð- ar 1974. t myndinni er ennfremur brugðið upp svipmyndum úr bæn- um, bæjarlifinu og af ibúum i leik og starfi. Farið er I heimsóknir I skóla bæjarins, nokkur fyrirtæki og liknarstofnanir. Þá er kynntur rekstur bæjarins og ýmissa stofn- anna. Samið var við Kvik s.f. um gerð myndarinnar en umsjón með töku hafði Páll Steingrimsson. Kvik- myndun önnuðust Asgeir Long, Ernst Kettler og Páll Steingrims- son. Texta samdi Asgeir Guð- mundsson. Kvikmyndin uaa Hafnarfjörð er • i lit, tekin á 16 millimetra filmu. Sýningartiminn er 45 minútur. Myndin verður sýnd I Bæjarbiói á laugard. 17. og aftur þann 24. nóvember. Hvorn daginn verður myndin sýnd þrisvar, klukkan 13.30, 14.30 Og 15.30. Aðgangur að sýningum þessum er ókeypis og öllum heimill. —KP. Kári litli í danska úlvarpinu Danska útvarpið er um þessar mundir að flytja barnabókina Kári litli i sveit eftir Stefán Júliusson. Bókin kom út i Dan- mörku árið 1976 og aftur árið eftir og er nú uppseld. A dönsku nefnist bókin Drengen og hunden og er lesin i sérstökum barnatimum á laugardags- morgnum i nóvembermánuði, Rigmor Hövring þýddi bókina en Jörgen Kanstrup hefur búið hana til flutnings i útvarp. Lesari er Per Sessingö. A siðastliðnu vori kom út á dönsku önnur Kárabók Stefáns Júliussonar, Kári litli og Lappi I þýðingu Þorsteins Stefánssonar rithöfundar. Crtgefandi er sá sami og fyrri bókarinnar, Birgitte Höv- rings Biblioteksforlag. Hefur þessi seinni bók fengið góða dóma i Danmörku sem hin fyrri. —SG Húsmæðrabasar Húsmæðrafélag Reykjavikur heldur sinn árlega basar á sunnudag- inn klukkan 14 að Hallveigarstöðum. Margt góðra muna verður á boö- stólum, þar á meðal jóladúkar, jólasvuntur, sokkar, vettlingar, púðar og prjónuð leikföng. Einnig verður á basarnum jólaföndur sem konur hafa unniö, að ógleymdum lukkupokum fyrir börn. ORIGINAL ® UuschoIh* Símar: 24478 & 24730 Grettisgötu 6 Stærstu framleiðendur heims á baðklefum og baðhurðum allskonar Söluumboð: Kr. Þorvaldsson & Co wasnBH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.