Vísir - 23.11.1979, Síða 12
Föstudagur 23. nóvember 1979
Hringirnir kosta, frá kr. 38 þiisund, kr. 164 þúsund, kr. 211 þúsund og tvær milljónir
fjögur hundrubog fimmtiu þúsund. Visismyndir — GVA.
Skartgripir á ýmsu veröi: Efra hálsmeniö kostar kr. 114 þúsund en þaö neöra 159
þúsund. Eyrnalokkarnir kosta 139 þúsund.
MEDHUS
A EINUM
OG BIL
FINGRI
tsiendingar
eru nú
farnir að
Ijárfesta
í demönlum,
eins og aðrar
stórbjóðir
Það er kunnara en frá þurfi að segja að I verð-
bólgubáli undanfarinna ára hefur fólk farið
ýmsar leiðir til að tryggja verðmæti peninga
sinna. Til skamms tima var arðvænlegt að fjár-
festa i húsnæði og verðtryggð skuldabréf rikis-
sjóðs hafa einnig selst vel.
Nú hefur enn eitt fjárfestingasvið bæst við, þótt
það sé ekki orðið umfangsmikið ennþá, menn eru
farnir að kaupa dýra demanta.
Skartgripir hafa raunar lengi
selst vel hér á landi, en undan-
farin eitt eöa tvö ár hefur fariö
aö bera á þvi aö þeir eru keyptir
meira sem bein fjárfesting en
annaö.
„Þetta er 1 rauninni ákaflega
eölilegt”, segir Siguröur Stein-
þórsson, annar eigandi
verslunarinnar Gull og silfur.
Demantar hækka jafnvel enn
meira en veröbólgan hér á
tslandi og þeir eru nú orönir
tollfr jálsir vegna EFTA
samninga okkar. Nú undan-
fariö, t.d. meöan veröbólgan
hefur veriö 30-50 prósent hefur
veröhækkun á demöntum veriö
80—90 prósent.
Þaö má segja aö fyrsta áriö sé
demanturinn aö borga söluskatt
og álagningu, svo og verö-
bólguna, eri svo byrjar hann aö
vaxa aö verömæti”.
Svissneskt umboð
,,En hvaö meö gull?”
„Gull er auövitaö keypt lika
og þaö hafa oröiö geysilegar
I veröhækkanir á gulli á þessu
'a ;. en demantar hækka aö
I ....fnaöi töluvert meira”.
,,Er einhver markaöur fyrir
jl „notaöa” skartgripi hér á
1 ~_i: o '»
„Nei, ekki ennþá. Hinsvegar
er enginn vandi aö selja þá er-
lendis. Reglurnar hér á landi
eru þannig aö þaö má einungis
selja þessi verömæti i formi
skartgripa. Viö gætum auöveld-
lega útvegaö gull og gimsteina
sér, ef þaö mætti, þar sem viö
erum umboösaöilar fyrir
svissneska gullbankann, en þaö
rýrir ekkert gildi þessara hluta
aö þeir skuli vera i skart-
gripum”.
18 milljóna hringur
Siguröur sýnir okkur nokkra
skartgripi á mismunandi veröi.
Dýrasti gripurinn i búöinni er
hringur úr hvitagulli (14
karata) meö demanti sem er
0,80 karöt.
Þessi gripur kostaöi I sept-
ember kr. 2.140.000. Samkvæmt
nýrri veröskrá sem Siguröur
var aö fá er hann 310 þúsund
krónum dýrari i dag. Af þessari
upphæö er verö steinsins 1,6
milljónir.
En þaö er enginn vandi aö
gera stærri fjárfestingu, ef
menn eiga aurana. Siguröur
nefndi sem dæmi tvéggja
karata stein sem er 8,40 mm um
sig.
Hann kostar hingaö kominn
16,8 milljónir. 1 gullhring yröi
söluverö út úr búö 17 eöa 18
milljónir. Þetta gæti veriö at-
hugandi fyrir þá sem eru aö
flytjast úr landi og ætla til
dæmis aö selja hús og bil.
Eins og allir vita er mjög tak-
markaö þaö fjármagn sem
menn mega hafa meö sér þegar
þeir yfirgefa ættjöröina og þaö
þýöir litiö aö fara meö feröa-
tösku af íslenskum krónum til
aö skipta erlendis.
Hinsvegar er hægt aö fjár-
festa þessar krónur hér heima
og fara meö þær úr landi á
einum fingri. En geta menn
veriö vissir um aö fá ósvikna
vöru?
„Þaö geta menn ekki veriö
vissir um erlendis”, segir
Siguröur. „Viö höfum oftar en
einu sinni þurft aö valda fólki
vonbrigöum þegar þaö hefur
komiö til okkar meö skartgripi
sem þaö hefur keypt erlendis
og viljaö láta okkur meta til
vonar og vara.
Þetta þurfa menn ekki aö
óttast hjá islenskum gull-
smiöum, þótt ekki væri annaö
þá er markaöurinn svo þröngur
aö ekki þýöir aö reyna svik af
neinu tagi. Þaö fylgja lika skír-
teinimeö skartgripum hér, þar
sem gullsmiöurinn ábyrgist
efnislegt verömæti þeirra.
Þaö er þvi óhætt aö segja aö
skartgripir sem eru keyptir hjá
Islenskum gullsmiöum séu
örugg fjárfesting. Og þetta er
ekki fjárfesting sem er bundin
viö þá sem velta sér i millj-
ónum, við eigum demants-
hringa alveg niöur i 38 þúsund
krónur.
Þaö getur þvi hver fjárfest
eftir sinni buddu. Það er þó rétt
aö taka fram aö stóru steinarnir
hækka meira í veröi en hinir
minni þvi þaö eru þeir stóru sem
þeir stóru spekúlera meö”.