Vísir - 06.12.1979, Page 2

Vísir - 06.12.1979, Page 2
VÍSIR Fimmtudagur 6. desember 1979 i Hvað viltu fá i jólagjöf? Sigriöur Jóna Jónsdóttir, setjari: Fyrst og fremst bil á góðum snjódekkjum (helstá beltum!) og snjódekk undir bilinn pabba hans Nonna. Ekki pels, en margt, margt annað. uuomunaa jonsaoun-, seijari: Ég myndi vilja fá nýja skiðaskó, og svo hefði ég ekkert á móti þvi að fá svona myndavél eins og Jens ljósm. er með. Nei, ekki pels, ég á einn fyrir. Jenný Asmundsdóttir, setjari: Ég vildi fá pels, og þá helst refapels. Svo kæmi sér nú vel að fá trimmgalla. Guðný Krisjánsdóttir, setjari: Besta jólagjöfin væri bklega nýtt innskriftarborð i staöinn fyrir þetta sem ég vinn við núna Svo væri ágætt að fá skó. Elias Mar, rithöfundur: Þvi er fljótsvarað. Þáö er ferðabók Stanleys. Hý aðferð við ákvðrðun aksturshæfni og ðlvunar: Erfiöar setningar og talning i staö töku ölöösýnisi Vestur-þýskir læknar hafa búið til nýtt kerfi til að kanna hæfni manna til aksturs eftir að þeir hafa neytt áfengis. 1 kerfi þessu felst m.a. að sá, sem prófa skal, er látinn telja aftur á bak, greina milli mis- munandi þyngda og reyna sig við erfiðar setningar, eitthvað i likingu við: „Stebbi stóð á ströndu, var að troða strý, ein- treður Stebbi strý, tvitreður Stebbi strý...” Þetta kerfi, eða próf, var nýlega kynnt i Ham- borgaf ökumanna^élagi þýskra lækna, KVDA. Hermann Roer, sem bjó þetta kerfi til, tefur að hver maður geti prófað það á sjálfum sér og einnig er það not- hæft ef ökumaðurinn tilvonandi hefur neytt eiturlyfja. Kerfi þetta hefur verið prófað með ágætum árangri i sam- vinnu við lögregluna i Bremen. Roer segir að það hafi leitt i ljós að sumir eru alls ófærir um að aka með 0.6 pró/mill áfengis- magn í llkamanum meðan aðrir eru færir i flestan sjó þó áfengismagnið nái 0.9 pró/mill. Notkun þessa kerfis myndi þýða að tekið yrði með meira umburðarlyndiá þeim sem hafa minna en 1.3 pró/mill áfengis- magn i likamanum en þegar þvi marki er náð eru menn alger- lega ófærir til aksturs. Kerfi Roers gerir ráð fyrir að sásem nær fjórum af prófunum sjö sé fær um að keyra. Eitt prófanna er að segja til um stað, mánaðardag og tíma án þess að lita á klukkuna. Roer segir að próf, þessu lik, hafi lengi verið notuð til að kanna ástand heilans og hið eina nýja við sitt kerfi sé að nota þau til að ákvarða hæfni manna tii aksturs. Kannski komi að þvf að lög- reglan hér biðji menn að fara með þuiuna um Stebba, sem stóð á ströndu, til þess að kanna, hvort þeir séu ölvaðir við akstur i stað þess að taka af þeim blóð- prufu. Hús borgarinnar fyrir aldraöa að Lönguhlíð 3: Setustofu breytt í tvær íbúöir Tvær nýjar ibúðir fyrir aldraða veröa væntanlega tilbúnar fyrir jól i hiisi borgarinnar við Löngu- hlið. Akveðið hefur verið að breyta sameiginlegri setustofu á annarri hæð hússins i tvær fbúðir, enda hefur komið i ljós að setustofurnar eru mjög litið notaðar og enn biða um 200 manns eftir ibúöum. Reykjavikurborghefur nú tekið i notkun fjögur ibúðarhús fyrir aldraða og búa þar um 300 manns. Þrátt fyrir það er enn mjög brýn þörf fyrir fleiri Ibúðir. Breytingarnar á Lönguhlið 3 eiga aðeins aö taka um tvær vikur og er reiknað með að kostnaður við þessar tvær ibúðir verði um 14,2 milljónir króna. — SJ Séðyfir setustofuna I ibðarhúsi aldraðra að Lönguhlið 3, en hún er lftiðnotuð. Vlsismynd: JA Kjösiö mann ársins 1979 Við fórum af stað með kosningu um mann ársins 1979 í Vísi í gær og birt- um fyrsta atkvæðaseðil- inn. í dag birtum við seð- ilinn að nýju og viljum hvetja lesendur Visis að senda atkvæði sín sem f yrst svo hægt sé að birta nöfn þeirra sem hafa verið tilnefndir. skilið titilinn maður árs- insl979á atkvæðaseðilinn og gleymið ekki að til- greina ástæðuna fyrir vali ykkar. Sendið síðan seðilinn á ritstjórn Vísis. Utaná- skriftin er: Visin Póst- hólf 1426, 121 REYKJA- ViK. Munið að merkja umslögin ,,Maður árs- ins". Einnig geta menn komið atkvæðaseðlunum sjálfir í bréfalúgu Vísis, Síðumúla 14. MMUR ARSINS1979 Að mínu mati er maður ársins 1979: Það er til nokkurs að vinna að vera með í þess- ari kosningu því dregið verður úr nöfnum þátt- takenda og þeir heppnu fá jólagjöf frá Vísi. Nafn: .... Ástæða: Nafn: sendanda: Þá er ekkert annað eftir en að taka fram skriffærin og skrifa nafn þess sem þið teljið að eigi Heimilisfang......................................... Sveitarfélag...................................sími:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.