Vísir - 06.12.1979, Page 27
27
VÍSIR
Fimmtudagur 6. desember 1979
Umsjón: >
■ Halídór
i Reynisson
útvarp ki. 20.30:
Jðro Demus lelkur með Slntóníunni
Sinfóniuhljómsveit íslands
verður með eftirtektarverða tón-
leika i kvöld og verður útvarpað
frá fyrri hluta þeirra.
Flutt verður verk eftir innlent
tónskald „Notes” eftir Karólinu
Eiriksdóttur og piaókonsert nr. 20
i d-moll eftir W.A. Mozart. Að
auki verður svo sinfónia nr 1 eftir
Bruckner flutt á þessum tónleik-
um en henni verður ekki útvarpað
að þessu sinni.
' Stjórnandi á þessum tónleikum
verður Austurrikismaðurinn
Reinhard Schwartz, en einleikari
hinn heimsfrægi pianóleikari
Jörg Demus, einnig frá Austur-
riki. Hann er einn af viðurkennd-
ari pianóleikurum i heiminum
nú á dögum og þess má geta að
hann hefur leikið yfir 200 hljóm-
plötur á ferli sinum.
-HR
Georges Simeon „faðir” iviaig-
rets gerir ýmislegt fleira en að
skrifa sögur, t.d. safnar hann pip-
um.
Leikritia ki. 21.15:
Malgret og
jólasveinnlnn
Það er þekktur „monsieur”
sem ber á hlustir útvarpsáheyr-
enda i fimmtudagsleikritinu i
kvöld eða sjálfur monsieur
Maigret, hinn skemmtilegi lög-
reglufulltrúi belgiska höfund-
arins Georges Simenon.
Efnisþráður leikritsins er á þá
leið að litil stúlka, Colette Martin,
sem liggur fótbrotin i rúminu,
segir fósturmóðurinni að hún hafi
séð jólasvein með vasaljós i her-
bergi sinu á jóladagsnóttina.
Maigret fer að rannsaka málið
sem virðist flóknara en það sýnd-
ist i fyrstu. Þó tekst Maigret með
sinni alkunnu þrákelkni að leysa
hnútinn og hann og-kona hans fá
jólagjöf sem þau hafði ekki óraö
fyrir.
Höfundurinn Georges Simenon
er fæddur i Belgiu árið 1903, en
býr nú i Sviss. Skáldsögur hans
eru nú orðnar milli 2 og 300 það
eru einkum sakamálasögurnar
um Maigrét sem hafa gert hann
frægan.
Óskar Ingimarsson hefur þýtt
leikritið en leikstjóri er Baldvin
Halldórsson. Með stærstu hlut-
verk fara Jón Sigurbjörnsson, og
Helga Valtýsdóttir.
—HR
Fimmtudagur
6. desember
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréltir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
14.45 Til umhugsunar Gylfi
Asmundsson og Þuriður S.
Jónsdóttir flytja þáttinn.
15.00 Popp. Páll Pálsson
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Tónlistartimi barnanna.
Egill Friðleifsson sér um
timann.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
17.00 Siðdegistónleikar
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.50 Dagiegt mál Arni
Böðvarsson- flytur þáttinn.
19.55 tslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.30 Útvarp frá Háskólabiói:
21.15 Leikrit: „Gleöileg jól,
monsieur Maigret” eftir
Georges Simenon.Þýðandi:
Óskar Ingimarsson. Áður
útv. i janúar 1966. Leik-
stjóri: Baldvin Halldórsson.
Persónur og leikendur:
Maigret lögreglufulltrúi ...
Jón Sigurbjörnsson, Frú
Maigret ... Sigriður
Hagalin. Ungfrú Doncoeu ...
Guðrún Stephensen. Frú
Loraine Martin ... Helga
Valtýsdóttir: PaulMartín ...
Gisli Alfreösson. Lucas yfir-
lögreglujónn ... Ævar
Kvaran. Torrence lögreglu-
þjónn ... Guðmundur
Pálsson. Colette (7 ára) ...
Inga Lára Baldvinsdóttir.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Með opin augu Hrafn-
hildur Schram talar viö
Rafn Hafnfjörð um
ljósmyndir, þ.á m. mynda-
röð, sem hann tók f vinnu-
stofú Jóhannesar Kjarvals.
23.00 Kvöldstund með Sveini
Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Rafn Hafnfjörö ljósmyndari hélt fyrir skömmu sýningu á Kjarvalsstöðum „Með opin augu” og er þessi
mynd einmitt tekin viö þaö tilefni.
útvarp kl. 22.35:
Horft í kringum sig meö opin augu
„Ég ræði við Rafn Hafnfjörö i
je’ssum þætti en hann var eins og
cunnugt er með ljósmyndasýn-
ngu á Kjarvalsstöðum sem hét
,Með opin augu” sagöi Hrafn-
lildurSchram en hún ser um þátt
útvarpinu i kvöld sem heitir
„Með opin augu”.
Hrafnhildur sagði að Rafn
ræddi m.a. um listkennslu i skól-
um en siðan um það að fólk eigi að
vera með opin augu og horfa i
kringum sig — taka eftir um-
hverfi sinu og landinu sem þaö
býr f. Þá fjallaði hann um
ljósmyndun og hvernig fólk gæti
tekið góðar myndir án þess að
vera endilega með svo dýrar og
finar ljósmyndavélar. Segöist
hann m,a. hafa tekið mynd án
þess að notast við ljósmyndavél. I
þættinum væri svo einnig komið
inn i myndröð sem hann tók á
vinnustofu Kjarvals og væri hún
frekar um Kjarval en af honum.
Rafn Hafnfjörð rekur prent-
smiðjuna Litbrá i Reykjavik og er
kannski þekktastur fyrir myndir
sinar sem prýtt hafa almanak
Eimskipafélags Islands.
Lúðvík 12. tiihúinn í vlnstristjórn
Jæja þá fara draumarnir að
rætast, skyldi maður ætla, um
sex mánaða vinstri stjórn. Svo
talar Framsóknarflokkurinn að
minnsta kosti, og minnist þess
nú ákaflega að hann hafi heitið
slikri stjórnarmyndun fyrir
kosningar. Lúðvik Jóspesson er
þegar farinn að undirbtia við-
ræðurnar með þvi að benda
Framsókn á að Alþýöubanda-
lagið hafi i raun unnið tólf þing-
menn hvað sem allri tainingu
liður. Auðvitað er Lúðvik sjáifur
tólfti þingmaðurinn, enda ætlar
hann sé sjálfur aö verða ráð-
herra, og Nestor ráðherranna
sem segir fyrir um hin daglegu
verk. Jón þjóðhagsstjóri getur
farið i fri, enda reiknar Lúðvik
sinar prósentur sjáifur eins og
alkunna er.
Jafnframt hvilir á Steingrimi
að semja Ólaf Jóhannesson inn
á Bessastaði. Ólafur hefur áður
lýst stuðningi við Lúövik, sem
hugsanlegt forsætirsáðherra-
efni, en þaö munu ekki þykja
nægar heitstrengingar. Annars
dreymir menn um Ólaf Jóhann-
esson bæöi í svefni og vöku, og
telja að hann sé i hinu smæsta
eins og hinu stærsta, svo gripið
sé niður i Lao-tse. Til marks um
þetta má geta atviks á stúdenta-
fagnaði á Hótel Loftleiðum ný-
verið, þar sent fjórir spekingar
úr Stúdentafélagi Reykjavikur
voru látnir sitja fyrir svörum.
Spurningin var um lausn gát-
unnar gömlu : Hvað er það sem
hoppar og skoppar yfir heljar-
brú, með mannabein i magan-
um og gettu nú. Fjórmenning-
arnir urðu hvumsa við og stóð
nokkuð á svari, þangað til
framsóknarmaðurinn i hópnum
stökk upp og sagði hátt og
snjallt: Ólafur Jóhannesson,
fullviss þess að hann færi með
rétt svar.
Það verður á þennan hégóma
framsóknarmanna, sem Lúðvik
telur sig nú albúinn að spila I
komandi viðræðum um vinstri
stjórn. Benedikt Gröndal, sem
telur að rassskellurinn, sem Al-
þýðufiokkurinn fékk, hafi verið
einskonar normal skellur, og
flokkurinn sé nú kominn niður I
eðlilegt fylgi, veit kannski ekki
alltof mikið hvað pólitik er. Hitt
er ljóst að ekki verða miklar
vonir bundnar við Alþýðuflokk-
inn f framtiöinni, ef forustan
heldur að hann megiekkiog geti
ekki verið stærri en sem svarar
tiu þingmönnum. Og sjónar-
sviptir hlýtur að vera aö þvi fyr-
ir Alþýðuflokkinn að Jón Bald-
vin Hannibalsson skyldi ekki
komast aö.
Þeir þrir flokkar, sem Stein-
grimur Hermannsson ætlar á ný
að koma fyrir á naglabedda
vinstri stefnu jóga, ganga auð-
vitað misjafnlega hressir til
leiksins. Framsóknarf lokkur-
inn, sem fram aö þessu hefur
verið nógu sjálfstæður til að
þola m.a. þrettán ára stjórnar-
andstöðu án þess að tapa fylgi,
þeytist nú upp og niöur at-
kvæðaskalann i stjórnlausri leit
að fótfestu á vinstra váeng
stjórnmálanna. t rauninni
stjórnar Alþýðubandalagið hon-
um, eins og samskonar flokki i
Búlgariu, og ákveður honum
stefnumiðin. Af ótta við banda-
lagið lýsti Framsókn þvi yfir
fyrir kosningar, að hún ætlaöi
að mynda vinstri stjórn. Ef það
tekst verður það stysta vinstri
stjórn i sögu landsins.
t sjónvarpi lýsti Steingrimur
þvi yfir að auðvitað þyrfti að
kæla men,n" niður áður en við-
ræður gætu hafist um stjórnar-
myndun. Hann byrjar þvi vænt-
anlega á þvi aö setja þá Lúðvik
og Benedikt i frystikistuna.
Þegar þeir svo koma þaðan
pinnstifir eins og kindaskrokkar
i sláturtið, byrja viðræðurnar.
Þær verða kuldalegar viö slikar
aðstæður. Og sé höfðað frekar
til þeirrar myndar um kælingu
og sláturtið, sem Framsóknar-
bóndinn viðhafði, má búast við
að þeim Lúðvik og Benedikt
veröi varpað flegnum og stimpl-
uðum á kjósendamarkaðinn —
og herfilega niðurgreiddum,
enda ekki viö ööru að búast þvi
auðvitað verður hver stéttvis
framsóknarmaður að láta „hel-
vítis” rikið borga.
— Svarthöfði.