Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 8
VtSLR Mánudagur 10. desember 1979 Nauðungaruppboð annaö og slöasta á fasteigninni Sunnubraut 30 i Garöi, þinglýstri eign Sæmundar Jóhannessonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu Garöars Garöarssonar hdl., miö- vikudaginn 12. des. ’79 kl. 11 fh. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var I 78., 79. og 82. tbl. Lögbirtingablaösins á fasteigninni lóö viö Básveg (Ólafshús og Sæfarahús) þing- lýstri eign fiskvinnslustöövarionar Jökull hf., fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu Hauks Jónssonar hrl., inn- heimtumanns rikissjóös og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 13. des. ’79 kl. 10 f.h. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 71., 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaösins 1978, á fasteigninni Tjarnargata 41 i Keflavik, þinglýstri eign Eyjólfs Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu innheimtumanns rikissjóös, fimmtudaginn 13. des. ’79 kl. 17.00. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 79 og 82. tbl. Lögbirtingablaösins ’79 á Skreiöarskemmu á Miönesheiöi, þinglýstri eign fisk- vinnslustöövarinnar Jökull hf., fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu Hauks Jónssonar hrl., innheimtumanns rikis- sjóös og Vilhjálms Þórhallssonar hrl„ fimmtudaginn 13. des. ’79 kl. 10 f.h. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á eigninni Markarflöt 35, Garöakaupstaö, þingl. eign Péturs ó. Þorsteinssonar fer fram eftir kröfu Iönaöar- banka tslands h.f., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1979 kl. 3.30 eh. Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö Nauðungaruppboð Annaö og siöasta uppboö á eigninni Hörgatúni 19, Garöa- kaupstaö, þingl. eign Emeliu Ásgeirsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1979 kl. 2.30 eh. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á lóö úr landi Lyngholts, Garöakaup- staö, þingl. eign Stálvikur hf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1979 kl. 1.30 eh. Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö Nauðungaruppboð sem auglýst var I 26., 27. og 29. tbl. Lögbirtingablaösins 1979, á fasteigninni Sólvellir á Bergi I Keflavik, þingslýstri eign Magnúsar Kolbeinssonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu innheimtumanns rikissjóös, fimmtudaginn 13. des. ’79 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 78.. 79. og 82. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á fasteigninni Sólvallargata 40 B (Ibúö) I Keflavik, þinglýstri eign Einars Lárusar Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri og kröfu Veödeildar Landsbanka islands, fimmtudaginn 13. des. ’79 ki. 11.30. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 92., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á fasteigninni Kirkjubraut 7 I Njarövlk, þinglýstri eign Viihjálms Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu innheimtumanns rlkissjóös, miövikudaginn 12 de. ’79 kl. 13.30. Bæjarfóginn I Njarövlk Nauðungaruppboð sem auglýst var I 75., 76. og 78. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á fasteigninni Heimavellir 1 i Keflavlk, þinglýstri eign ólafs Ingibergssonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu Ævars Guömundssonar hdl. föstudaginn 14. des. ’79. kl. 10 f.h. Bæjarfógetinn I Keflavlk Nauðungaruppboð annaöog siöasta á fasteigninni Geröavegur 2 I Garöi, þing- lýstri eign Guömundar Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu ólafs Axelssonar hdl„ Magnúsar Sigurös- sonar hdl„ Garöars Garöarssonar hdl„ Jóns Finnssonar hrl. og Jóns G. Briem hdl. föstud. 14. des. ’79. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu. 8 bókmenntir Brot af bví besta Sjálfstæðisstefnan. Ræður og ritgerðir 1929—1979. Heimdallur gaf út 1979. Hannes H. Gissurarson ritstýrði. Osjaldan heyrist kvartað yfir vöntun á islenskum heimildum um það sem nefna mætti borgaralega hugmyndafræði. Og vist er það að islenskir lýðræðissinnar hafa ekki verið eins ötulir i Utbreiðslu hugmynda sinna i bókarformi og andstæðingar þeirra. Afleið- ing þessa hefur m .a. verið sú að lýðræðissinna hefur skort nauð- synleg gögn i aðgengilegu formi um þaö sem áður hefur verið sagt á islensku um hugmynda- fræði þeirra. A þessuogsiðasta árihefur þó mikil bragarbót orðið i þessu efni og nokkrar bækur komiö út sem sýna og sanna að hug- myndafræði islenskra lýöræðis- sinna er ólikt rismeiri en and- stæöingar þeirra hafa haldiö fram. Ein þessara bóka, og ef til vill merkasta heimildin i þessu tillití er Sjálfstæðisstefnan sem Heimdallur gefur út i tilefni af 50 ára afmæli Sjálfstæðisflokks- ins á þessu ári. I bókinni eru ræður og ritgerðir nokkurra helstu forystumanna og hug- myndafræðinga Sjálfstæðis- flokksins, allt frá stofnun hans og fram til dagsins i dag. Ekki erósennilegt að i þessari bók sé samankomið margt af þvi besta sem sagt hefur verið og ritaö um stjórnmál á Islandi á þessari öld. Allar greinarhar eru ritaðar af skynsemi og rökvi'si þannig aö af ber. Eink- um á þetta við um grein Jóns Þorlákssonar Milli fátæktar og bjargálna, grein Benjamins Eirikssonar Rikiog rikisvaldog grein Jónasar H. Haralz Frjáis- hyggjan er forsenda valddreif- ingar. I grein sinni ræðir Jón Þorláksson þær hugmyndir sem hann telur að þjóðin eigi að hafa að leiðarljósi á „erfiðri leiö úr fátækt i bjargálnir”. Mælir Jón þar mjögfyrirviöskiptafrelsi og verömætasköpun sem forsendu framfaranna. Rökstuöningur hans fyrir frjálsri samkeppni er einkar glöggur, en hann telur að samkeppni og samvinna geti vel samrýmst i' þjóðfélagi sem okk- ar. Um samkeppnina segir Jón Þorláksson m.a.: „Islenska orðiö „samkeppni” merkir þá athöfn, er fleiri en einn keppa saman að einhverju marki. í mörgum tungum Norðurálf- unnar er sama hugtakið notað með orði úr latinumáli, sem þýðir að hlaupa saman. Fyrstu ákveönu myndina hefir hugtak þetta þá fengið i kappleikum formanna, kapphlaupum og öðrum iþróttaleikum. Þar var og er ennþá samkeppni milli iþróttam annanna. ...And- stæðingar frjálsrar samkeppni lýsahennieinsog værihún áflog þar sem hver keppendanna reynir að rifa annan niður, bregöa fyrirhann fætinum leynt eöa ljóst. Þeir hugsa sér, aö samkeppnin sé I þvi fólgin, aö hver keppandinn reyni að hindra hina frá þvi að ná settu marki eða tilætluöum árangri. Eftir þeirra hugsun ætti samkeppni iþróttamanna aö vera fólgin I hrindingum og hrekkjabrögðum, samkeppni nemenda I skólum aö fara fram með þvi, að hver reyndi að glepja fyrir öðrum og trufla og tefja nám hinna. Nú vita allir, aðef eitthvað slikt kemur fyrir i iþróttakappleik eða skóla, þá er þaö engin samkeppni, heldur þvert á móti brot á skráöum og óskráðum lögum samkeppn- innar á þeim sviöum”. (bls. 14-15). Benjamin Eiriksson ræðir i sinni grein um hugtökin riki og rikisvald, eðli þeirra og hlut- verk. Hannfærir rök fyrir þvi að ekki hafi enn tekist aö skapa nægilega traust islenskt riki, til þesssé framkvæmdavaldið allt- of veikt. Hann telur að við sköp- un fslensks rikis eigi að velja þaö besta úr hugmyndum manna um rikið, markmiðið hljóti að vera þjóðfélagslegt jafnvægi þar sem efling einka- framtaksins og atvinnulifsins dragi úr þörf fyrir mjög sterkt rikisvald á þvi sviði og skapi þvi möguleika á auknum styrk þess á öörum sviðum. „Meö þvi að láta einstaklingana leysa sem mest af þeim verkefnum sem viö er að eiga I atvinnulif inu, búum við þannig I haginn, að vér þurfum minna rikisvald, minna rikisbákn en ella”. (bls. 108). Benjamfn telur að með þvi að fela borgurunum sem mest af verkefnum þjóðfélagsins til lausnar skapist tækifæri til að einbeita rikisvaldinu að öðrum verkefnum. Þessi verkefni eru meðal annars á sviði löggæslu og félagslegra málefna, svo dæmi séu tekin. A þessum sviöum sé um að ræða jákvæð stefnumið til eflingar islensku rikisvaldi. „Sú kynslóð, er nú lifir, veröur ekki dæmd eftir velmegunsinni, sem hún I skiln- ingsleysi sinu telur sjálfsagðan hlut. Sú kynslóð, sem nú lifir, mun fyrst og fremst verða dæmd eftir þvi, hvernig hún leysir vandamáliö mikla: sköp- un Islenzks rikis”, segir Benjamln i ritgerö sinni. (bls. 117). Jónas H. Haralztekur I sinni greinfyrir grundvallaratriöi efnahags- og þjóöfélags- málanna. Hann ræðir muninn á frjálshyggju og alræðishyggju (sem hann nefnir skipulags- hyggju) og tekur fyrir helstu gagnrýni fylgismanna siðastnefndu stefnunnar á þá fyrri. Leggur Jónas mikla áherslu á markaöskerfið sem forsendu frjáls þjóðfélags en segir jafnframt aö stuðnings- menn frjálshyggju ætli rikis- valdinu mikilvægt hlutverk. í lokaorðum greinar sinnar segir Jónas H. Haralz: „Þjóöfélag frjálshyggjunnar hefur einnig þann mikla kost til aö bera, að það er sveigjanlegt og breytilegt, aö það á þar af leiðandi tiltölulega auðvelt með aö taka tillit til nýrra markmiða og nýrra sjónarmiða og samræma þau þeim grund- vallaratriðum, sem það byggist á. Þetta hefur sérstaka þýðingu einmitt nú, þegar ný viöhorf hafa að verulegu leyti komið til sögunnar og ný kynslóð knýr á, sem alizt hefur upp við allt aðr- ar aðstæður en við sem eldri erum, og li'tur þar af leiðandi nokkuð öðrum augum á hlutina. Þaö myndi ekki koma mér á óvart, að fyrir þeirri kynslóð lægi að koma auga á yfirburöi frjálshyggjunnar i miklu rikari mæli en hún virðist gera sem stendur. En áður en þaö verður, getur verið að dýrar tilraunir hafi verið gerðar, alvarlegir árekstrar orðið og mikil verðmæti farið i súginn af þvi einusaman.að ekki var hirt um að kynna sér reynslu fyrri timabila né nægileg rækt lögð við að túlka ný viðhorf i ljósi þeirrar reynslu”. (bls. 135) Ekki er rúm til að rekja efni Sjálfstæöisstefnunnar nánar, en hún hlýtur að vera sjálfsögð eign hvers einasta áhugamanns um stjórnmál, Að lokum skal þó getiö höfunda og heita rit- gerðanna I bókinni: Jón Þorláksson: Milli fátæktar og bjargálna (1929). Jóhann Hafstein: Sjálfstæöisstefnan (1939). Bjarni Benediktsson: Utanrikismál tslands (1949). Gunnar Gunnarsson: Vestræn menning, og kommúnismi (1954). Birgir Kjaran: Um sjálf- stæöisstefnuna (1958). Ólafur Björnsson: Stefna Sjálfstæöis- flokksins i efnahagsmálum (1959). Benjamin Eiriksson: Riki og rfkisvald (1964). Grund- vallarstefna Sjálfstæöisflokks- ins 1965). Jónas H. Haralz: Frjálshyggjan er forsenda vald- dreifingar (1973). Gunnar Thoroddsen: Sjálfstæöisflokk- urinn,stefna hans og störf (1979. Þá ritar Hannes H.Gissurarson eftirmála. — HL Jón Þorláksson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.