Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 10
10 vísm Mánudagur 10. desember 1979 Hefur þú heyrt um LEIRBAKSTRANA frá Chattanooga „Steam pack”? ':c 4 ■■ Jk \ 1 i - , ; > l L r \ X ; L V . J . Þú sýður þá í 15 mín. við lágt hitastig, þá halda þeir sama hitastigi i 30 min. Einstaklega góðir fyrir fólk sem þjáist af vöðvabólgu eða gigt. Við bjóðum bakstra af ýmsum stærðum svo sem: Bakbakstra í tveimur stœrðum. Hálsbakstra og herfla. Axlabakstra. Hné og handleggsbakstra. Einnig eru fáanlegir ísbakstrar af sömu tegund. Verið velkomin í verzlun vora. IfemediaM. Borgartúni 29. — Reykjavfk — Sími 27511. I I Svefnbekkir Svefnbekkir Loksins komnir aftur Efni: Tekk— Almur — dökkbæsað mahogany. Gott verð og góðir greiðsluskilmálar. ATH: nýkemnar, margar gerðir KOMMÓÐUR HYTSAMAR JÓLAGJAFIR Trésmiijan fílffjKSjÞ ' Laugavegi 166 Simar 22229 og 22222 Smurbrauðstofan BJÖRIMÍIMN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 92., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins '78 á eignarhluta Jóns Asgeirssonar I fasteigninni Noröurvör 12 i Grindavik, þinglýstri eign Jóns Asgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri, aö kröfu Theódórs Georgssonar hdl„ Hákons Arnasonar hrl., Jóns G. Briem hdl. og innheimtu- manns rfkissjóös, miövikudaginn 12. des. '79 ki. 16. Bæjarfógetinn i Grindavfk. Ériíni'msmenn ekkl menn? Þegar Kennedy var nýdauður og Bitlarnir voru farnir að hrópa hástöfum um allan hinn siðment- aða heim, var slagorðið: „Mennt er máttur” allsráðandi i talfærum islenskra stjórnmála- manna. Þá gengu velsnyrt ungmenni um götur borgarinnar á 17. júni með hvitar og svartar ein- kennishúfur og latinuslagara á vör. Allir voru sammála um að þar færi rjómi islensku þjóðar- innar. Fólk stóð gapandi af hrifningu þegar þess- um stórfenglegu einkennishúfum sást bregða fyrir. En fljótt skipast veður i lofti. Nú læðast stúdentar með veggjum á 17. júni og þeir fáu sem láta plata sig til að kaupa einkennis- húfur blygöast sin fyrir að láta sjá sig með þetta á almannafæri. Og almenningur stingur saman nefjum á götuhornum og hvislar: ,,Andskotans iðjuleysingjar. Svo lifir þetta i sukki og saurlifn- aði á kostnað skattgreiðenda.” Þannig breytast timarnir og mennirnar með Staóa námsmanna óbreytt En tó almenningsálitið dingli þannig úr hæstu hæöum niöur i dýpstu myrkur hefur staöa námsmanna haldist óbreytt i ölium grundvallaratriðum siöastliöna áratugi. Og þegar su staða er könnuö á hlutlægan hátt án þess aö skilningsleysi. trúarofstæki eða mannhatur ráði ferðinni kemur i ljós að ymislegt er öðruvisi en flestir sem hafa sig mest i frammi vilja vera láta Það er tildæmis mikið gaspraðum að menn lari i nám vegna þessað þeir nenni ekki að vinna og skólagangan só ein allsherjar afslöppun þar sem mest ber a svallveislum. En sannleikur málsins er hins veu ar sá að flest nám er meira i ætt við vinnuþrælkun en nokkuð annað. f fólagsvisindadeiid Háskóla tslands er þaö til dæmis yfirlýst stefna að eðlilegur námshraði só miðaður við 60 stunda vinnu- viku. isbr. bls 326 i kennsluskra Háskola Islands 1979-1980.) þó að allir aðrir þjóðfélagshópar miði við 40 stundir sem eðlilega vinnuviku. Innan þessarra 60 stunda á viku þarf eftirfarandi að rumast: 1) Timasókn að meðal- tali 20 timar. 2) Bókalestur, um 400 siður ef miðað er við miðlungi þungan texta 3) rit- geröir og önnur verkefni, að meðaltali 2 vélritaðar siður bað sér hver meðalgreindur maður að þetta er nokkuö sem ekki er leyst af hendi liggjandi eða i diskoteki. HeilsuspiUandi vinnu- álag 1 öðrum deildum eins og til dæmis læknisfræöideildinni er vinnuálagið beinlinis heilsu- spiilandi.Maður hefur heyrt ófáar hryllingssögurnar um efnilega menn sem lágu 18 tima á sólarhring i hnausþykkum doðröntum árum saman en féllu slðan á einu skitnu prófi og fóru i hundana bað vprður nefnilega að fella ákveðinn fjölda á ári vegna plássleysis En hvað um þá sem slæpast þarna árum saman án þess að ljUka prófum? Ég held að þeir sem þannig láta, ef einhverjir eru, hljóti aö vera miklir meinlæta- menn. Ekki fá þeir námslán, til þess þurfa nemendur að ljúka prófum I aö minnsta kosti 2/3 hlutum námsefnisá ári, þ.e.a.s. vinna 40 stundir á viku. Og ef þeir stunda enga aðra vinnu hljóta þeir aö lifa á hundasUrum eða öðrum þeim matvælum sem liggja á iausu útá viðavangi. Annars hef ég lúmskan grun um að þegar sumir eru að tala um þá sem slæpast þarna árum saman án þess að ljúka prófum, eigi þeir við þá nemendur sem neyðast til að hægja ferðina i námi sinu vegna þess að þeir verða að vinna með náminu til að deyja ekki Ur hungri. A þetta neðanmcús Guðmundur Björgvinsson skrif- ar um stöðu náms- manna hér á landi og segir m.a.: /,Spurningin er að- eins þessi: Hvers vegna fá námsmenn ekki greidd laun fyrir sína vinnu eins og annað vinnandi fólk í landinu?" sérstaklega við um fjölskyldu- fólk og einstæða foreldra. Námslánið virkar á þetta fólk eins og lélegur brandari þvi sá tittlingaskitur hrekkur varla fyrir fæöi og húsnæði hvað þá fyrir lúxus eins og rafmagni og hita Hvers vegna fá náms- menn ekki laun? Spurningin er aðeins þessi: Hvers vegna fá námsmenn ekki „Vorannir”. greiddlaun fyrir sina vinnu eins og annað vi'nnandi fólk i land- inu? NU munu ýmsir reka upp skellihlátur og segja : Maðurinn erþroskaheftur! Viðættum ekki annað eftir en að fara að borga þessum ruslaralýð peninga fyrir að liggja i leti á þessum verðbólgu- timum. Hinir skap- stilltari munu segja glottandi: Þjóðfélagið græðir ekkert á vinnu námsmanna. Hins vegar tapar þetta félag stórum fúlgum á að halda skólakerfinu gang- andiog er ekki á það bætandi að fara aö gefa námsmönnum peninga i ofanálag. Svo borga skattgreiðendur. Ég ætla ekki að svara hrópum ofstopamannanna, það er i verkahring geðlæknisfræðinn- ar. En litum aðeins á röksemda- færslu seinni hópsins. Með nákvæmlega sömu rökum væri hægt að halda þvi' fram að allir þeir sem vinna að uppbyggingu framleiðslutækja, t.d. raforku- vers, ættu að vinna kauplaust. Þjóðfélagið hefur engan hagnað af raforkuveri sem er i uppbyggingu frekar en ööru sem er i uppbyggingu. Hins veg- ar kostar það þjóðfélagið stórar fúlgur. En engum dettur i hug að heimta á þessum forsendum að þeir tæknifræðingar, verk- fræöingar, verkamenn og aðrir fræðingar og menn sem vinna aö uppbyggingu orkuversins vinni kauplaust. Það er álika fráleitt að ætlast til þess að námsmenn vinni kauplaust. Þegar orkuverið er fullbyggt mun það veita birtu og yl inn i kalda skúra mannlifsins eins og maðurinn sagði. Sömuleiðis munu námsmenn veita birtu og yl menntunar sinnar inn i loft- laus skúmaskot þjóðfélagsins um leið og þeir sleppa Ut Ur skólastofunum. SU rökvilia að vinna námsmannsins sé eitt- hvað minna virði fyrir þjóð- félagið en önnur vinna, þegar hlutirnir eru skoðaðir i heild- rænu samhengi, eru leifar frá löngu Ureltum hugsunarhætö sem tilheyrir þeim tima þegar þrælahald þótti sjálfsagt. ísland hefur sérstöðu Annars virðist Island hafa nokkra sérstöðu i þessu máli og er eitt af örfáum löndum i heim- inum þar sem námsmenn eru meðhöndlaðir eins og þriðja flokks folk Alls staðar annars staðar nema kannski i einu eða tveimur rikjum sem eru þekkt- ust fyrir hungursneyðir eru námsmenn viðurkenndir sem fullgildir einstaklingar i þjóðfélaginu. Ef ekki beint með námslaunum þá óbeint meö styrkjum Jafnvel í Bandarfkjunum þar sem flestar æðri menntastofnanir heimta himinháar fúlgur I skólag jöld er styrkjakerfið þannig vaxið aö allir sem nenna aðstundanám geta lifað mannsæmandi lifi. Til þess þurfa menn hvorki aö vera dúxar né kúristar, styrkirnir eru fyrir venjulegt fólk. A íslandi eru styrkir aftur á móti nánast óþekkt fyrirbirgði og námsmenn lifa almennt við kjör sem hundar létu ekki bjóða sér. Það verður að teljast i meira lagi kaldhæöið aö flestir þeir styrkir sem íslenskir náms- menn erlendis eiga kost á, koma Ur erlendum sjóðum. Égheldað þaö sé kominn timi til að Islendingar fari að hugsa sinn gang i þessu máli, þ.e.a.s. ef þeirhafa áhuga á að hér þrif- ist lifvænlegt menntakerfi. Námsmenneiga ekki aðþurfa að skriða eftir ölmusum til aö geta keypt sér eitthvað að éta. Þeir eiga auðvitað að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá laun greidd fyrir sina vinnu. Eða ná mannréttindi ekki til námsmanna?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.