Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 8
Miövikudagur 19. desember 1979. 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DaviO Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. JVuglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.000 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: JPrentun Blaðaprent h/f Slðumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. ^Ritstjórn: Slöumúla 14. simi 86611 7 llnur. Hverjlr fara i gaigann? Draumur Steingrlms um vinstri stjórn getur ekki lengur ræst. Spurningin nú er sú, hverjum vinstri flokkanna þriggja verftur kennt um aö hafa eyöilagt stjórnarmyndun- artilraunirnar. Meft nokkrum sanni mó segja, aft Kratar hafi sjólfir sett snöruna um háls sér... Steingrímur Hermannsson virðist nú loks vera farinn að átta sig á því, að draumastjórn hans með Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki getur ekki orðið að veru- leika. Ýmsar efasemdir hafa verið uppi í röðum þingmanna allra þriggja vinstri flokkanna um að þeir gætu komið sér saman um að ganga í eina sæng, eftir 13 mán- aða erjur á stjórnarheimilinu, sem þjóðin fór ekki varhluta af. Flokkarnir þrír hafa nú um skeið setið á fundum til þess að kynnast hver öðrum að nýju eftir sambúðarslitin í haust, en þar hefur lítið miðað í átt til sam- komulags í þeim eina málaf lokki sem athyglinni hefur í alvöru verið beint að, efnahagsmálun- um. Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag hafa lagt fram skriflegar tillögur í þeim efnum, en Alþýðuf lokksmenn hafa kom- ist upp með að segja það sama og þeir sögðu í kosningabaráttunni, það er að allir viti hvernig þeirra tillögur séu og hvað þeir vilji gera í verðbólgumálunum. Þess vegna sé óþarfi að tíunda þau atriði frekar. Allar líkur eru nú á að kratar nái ekki að leggja fram nein plögg um efnahagsmálin áður en Steingrímur skilar stjórnar- myndunarumboði sínu til forset- ans, enda myndu þau ekki breyta þeirri stöðu, sem upp er komin varðandi draum Steingríms um vinstri stjórn. Alþýðuf lokksmenn hafa á fundunum með Steingrími og Al- þýðubandalaginu hoppað á vinstri fætinum og haldið mögu- leikunum til vinstri stjórnar- myndunar opnum, en í sölum al- þingis hafa þeir aftur á móti hoppað á hægri fætinum í kring um Sjálfstæðisflokkinn og fallist í faðma við þann flokk þegar mikið hefur legið við í sambandi við skipan í þingdeildir og þing- nef ndir. Alþýðuf lokksmenn leggja mikla áherslu á að afstaða þeirra við nefndakjör á Alþingi sé alls óskyld málefnum þeim, sem til umræðu séu í stjórnarmyndunar- viðræðunum. Þótt þeir hafi tekið höndum saman við Sjálfstæðis- menn í áhrifamestu nefndunum séu þeir enn til viðræðu um sam- starf við Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn um mynd- un vinstri stjórnar. Aðrir eiga aftur á móti erfitt með að skilja hvernig þetta tvenntgeti farið saman og það er eðlilegt að sá grunur læðist að mönnum, að Alþýðuflokksmenn vinni markvisst að þvf að koma málum þannig að engan veginn verði hægt að mynda meirihluta- stjórn á næstunni og þeir fái sjálf ir að verma ráðherrastólana enn um sinn. Þessar línur munu nú skýrast frekar á næstu vikum, en það sem eftir lifir þessarar viku, má búast við að vinstriflokkarnir þrír muni nota til þess að komast að þeirri einu niðurstöðu, sem verður úr viðræðunum, en hún er hverjum það sé að kenna, að ekki tókst að mynda vinstri stjórn. Hver flokkurinn mun nú kepp- ast við að hengja ahnan í vinstri gálgann og sýna þannig þjóðinni f ram á, hver beri ábyrgðina á því aðdraumastjórn Steingríms varð ekki að veruleika. Allt bendir til þess, að niðurstaðan verði sú, að Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn komi Alþýðu- f lokksmönnum í gálgann, og með nokkrum sanni má segja, að Kratarnir hafi sjálfir sett snör- una um háls sér. Fyrsta skrefið í átt að gálgan- um stigu þeir með því að sam- þykkja þátttöku F viðræðum um að vekja upp frá dauðum stjórn- ina, sem þeir jörðuðu í haust. Nýmæli varðandi dingstörlin Ég leit Ut um glugga og sá gangandi mann koma eftir veg- inum. 1 fljótu bragfti fannst mér þetta eftirtektavert, þvi hér ferftast allir á bilum. En þá fyrst gaf ég manninum gaum, þegar hann beygfti inn á afleggjarann heim aft húsi minu og sá um leiö aft þetta var Sófus frændi minn. Mér var nýnæmi á gestum og fagnaöi þvi komu frænda, þvi hann var meö galopinn hugsanagang og rifandi mælsk- ur. >aö var ekki vist aö þaö yröi fræöandi sem bæri á góma hjá okkur. Þaö gat brugöiö til ýmsra átta meö umræöuefniö, jþvi af nógu var aö taka s.s. Tiöarfariö, aflabrögöin, stjórn- málin, umsvif hernaöarveld- anna og m.fl. En fjörugastar uröu umræöurnar hjá okkur, ef viö ræddum einhverjar fram- kvæmdir eöa hugdettur annara, sem viö vorum báöir mótfallnir. Þá var keppnin og listin fólgin i þvi aö finna sem snjallastar setningar og þróttmiklar aö ekki stæöi steinn yfir steini I þeirri framkvæmd sem um var rætt. Og helst aö skilja ekki viö máliö fyrr en aö öll rök fyrir verkinu væru oröin mélinu smærri. Ég bauö frænda inn og baö aö skerpa á könnunni og eftir aö viö höföum kingt nokkrum kaffisopum og skipst á spaugi um nágrannana dattmér i hug umræöuefni sem viö hlytum aö vera sammála og þaö haföi mikla umræöu vldd. Blöskrar þér ekki Sófus, ef þeir ætla aö fara aö fjölga þing- mönnum í Reykjavik svo aö þeir hafi þingmannatölu til jafns viö dreifbýlismenn miöaö viö fólks- fjölda? Blöskrar og blöskrar ekki, þvi þetta aö er einmitt þaö sem ég hefi alltaf haldiö fram aö fyrr væri ekki lýöræöi i þessu landi en aö allir kjósendur heföu jafna aöstööu til aö hafa áhrif á stjórnmálin, hvar á landinu, sem þeir byggju. En ekki aö miöa þingmannatöluna vift þaft hvaö mörg skref væru á milli bæja eöa flatarmál Reykjavik- ur. Setjast að i Reykjavik Fljótt á litiö er þetta fallega mælt og sanngjarnt, en hefuröu ekki tekiö eftir því frændi aö þaö fyrsta, sem nýkjörin dreifbýlis- þingmaöur gerir, er aö hann kaupir sér Ibúö i Reykjavik og sest þar aö. Og eftir þaö hefir hann aöeins Reykjavikurkliöinn I eyrum og Reykjavikursjónar- miö fyrir augum og veröur þessu umhverfi svo samdauna aöhann þarf aöhugsa sigum, ef hann er spuröur i hasti hvaöan hann sé af landinu og jafnvel gleymirgömlum vilyröum, sem hann hefir gefiö kjósenda sín- um, ef hann kæmist á þing. Já þaö getur eitthvaö veriö satt i þessu rausi þinu en þaö haggar ekki skoöun minni aö viö eigum aö jafna þingmannatöl- una og gera þaö meö mjúkum handtökum og hyggilegu fyrir- komulagi. Og Sófus breiddi út faöminn um leiö og hann sagöi þetta. Séröu ekki Sófus aö meö þessu yröu raddir dreifbýlinga þurrkaöar út og þarfir þeirra aö engu haföar. En ég er fús aö ræöa viö þig um þinar mjúku hugmyndir og viöurkenna þær sem falla mér i geö. En eitthvaö veröuröu aö færa þig til á briggöinu ef ég á aö samþykkja svona fjarstæöu. Nú hagræddi Sófus sér á stólnum og velti vöngum út á axlir, lét neöri skoltinn siga og sveiflaöi augabrúnunum upp og niöur, rétt eins og hann væri þaulvanur aö koma fram i sjón- varpi. Þingið i færikviar! Hugmynd miner aö þaö veröi byggt nýtt alþingishús slegiö saman úr flekum sem hægt veröi aö raöa saman hvar sem vera skal. Ég ætlast til aö þing- mennirnir hafi flekana meö sér og reisi húsiö á þeim stööum, sem dregist hafa aftur úr meö nytsamar framkvæmdir og þar af leiöandi afkoma fólksins oröiö lakari þar en annars- staöar. Og haldiö veröi aöeins eitt þing á hverjum staö. Þessi hugmynd min byggist á þeirri reynslu sem foreldrar okkar fengu viö þaö aö hafa ær I færi- kvíum. Kviarnar voru geröar úr grindum, sem voru bundnar saman og lengd þeirra miöaöist viö þaö aö þær pössuöu I hæfi- lega stórar krær fyrir mjólkur- ær hópinn. Og i þessu grinda- verki voru ærnar mjólkaöar I 1 bæöi mál en I hvert sinn sem kviarnar blotnuöu og skitnuöu aö ráöi voru grindurnar færöar um set. Ogþanniggekk þetta til allt sumariö. Alltaf voru valdir örreitis- blettir undir kvíarnar en senn hvaö leiö eöa næsta sumar kom þarna haugagras af grænni tööu. Varanlegt graslendi sem studdi aö bættri afkomu fólksins sem þarna bjó. Á þetta ekki enn rétt á sér? Viö þessa gömlu iöju störfuöu aöallega tvær stéttir þjóöfélags- ins, smalarnir og mjalta- konurnar. Þetta fólk var áér þess meövitandi aö þaö gengdi ábyrgöarstarfi, þvi matarforöi heimilins valt á trúmennsku þess og dugnaöi. Enda valdist í þessi störf fólk, sem ekki mátti vita vamm sitt i neinu. Smalan- um var hyglaö meö skáninni af flóningapottinum, en mjalta- konan var látin njóta sinna verka á marga vegu. Og hennar oft minnst I hljóöi þegar málnytmatur var á boröum. Ég trúi þvi ekki aö þaö hugarfar, sem sveif yfir þessu fyrirkomu- lagi eigi ekki enn sterkar rætur I meövitund okkar allra. Þaö sterkar aö auövelt veröi aö fá menn til þingsetu, sem halla ekki á einn eöa neinn. Hlýtur þaö ekki aö vera metnaöarmál þingmanna aö allstaöar þar sem þetta flekahús fær aö sýna kosti sina, myndist grósku nédanmaLs Þórarinn Haraldsson, Laufási, Kelduhverfi hugleiftir hér bæfti I gamni og alvöru leiftir til þess aft dreifa starfsemi alþingis um landift. byggö og þá um leiö varanleg átthagatryggö hjá þjóöinni. Þaö sannar reynsla bænda. Svo fengju þingmenn meö þessu fyrirkomulagi staögóöa þekk- ingu á þvi hvaöa búskapar- hættir hentuöu á hverjum staö. Nú gekk Sófus út aö gluggan- um, leit yfir fjöll og sagöi. Ég sé fram I tima. Ég sé þingmenn okkar haldast i hendur og horfa sigri hrósandi á grænu blettina sina. Umbæturnar sem þeir stóöu allir aö I sátt og samlyndi. Þaö varö aösamkomulagi milli okkar Sófusar frænda aö viö ræddum ekki máliö meira aö sinni, en aö ég kæmi þessari hugmynd hans á framfæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.