Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 14
vísm Miövikudagur 19. desember 1979. VlSIR Miövikudagur 19. desember 1979. Einn hinna slösuöu borinn frá flaki þyrlunnar. Brakiö úr þyrlunni fannst allt aö 150 til 200 metrum frá flakinu. Vfsis- myndir: GVA nokkur hundruð feta hæð. Ragnar Vignir kom á staðinn upp úr klukkan háíf sex. Þá voru farþeg- arnir enn inni í Cessnunni. Þeir voru allir með með- vitund og báru sig vel. /,Það var svo kalt, að þau voru ekki flutt úr vélinni. Bandaríkjamennirnir höfðu skilið eftir tvo menn og það var hlúð að hinum slösuðu eftir föngum. Er þyrlan kom í fyrra sinn, var enginn læknir með og þeir þorðu ekki að hreyfa stúlkurnar vegna þess, að þeir héldu, að þær væru með bakmeiðsli." Ragnar sagði, að svo virtist sem Cessna vélin hefði rekist í aflíðandi hæð, sem hallaði um tvær til þrjár gráður, en ekki lægi Ijóst fyrir hvað hefði valdið því. Og hefði vélin síðan endasteypst. —KS Björgunarþyrla Varnarliösins brotlenti nokkur hundruö metrum frá Cessnunni og brakiö dr henni var aö flnna á vfö og dreif. Til vinstri er björgunarbátur þyrlunnar, en hann var blásinn upp til aö skýla hinum slösuöu. Cessna vélin á slysstaö. Hún haföi greinilega runnlö til upp I móti og endastungist. Hlúö aö einum hinna slösuöu á slysstaönum á Mosfellsheiöi. Björgunarþyrla frá Varnarliðinu, sem send var á slysstað Cessna flugvélarinnar i gær, brotlenti skömmu eftir flugtak. t vélinni voru 10 manns og slösuðust allir alvarlega, fimm Banda- rikjamenn i áhöfn þyrl- unnar, tveir islenskir læknar og þrír farþegar úr Cessnavélinni. Þyrl- an hóf sig til flugs klukk- an 19.08 og 5 minútum síðar hrapaði hún tæpan kflómetra frá slysstaðn- um, miðja vegu milli Hengils og Þingvallaveg ar, þar sem afleggjarinn er að Stiflisdal. Þyrlan stórskemmdist, er hún hrapaði fyrir augunum á björgunarmönnum, sem voru komnir á staðinn og brot úr henni fundust um 150 til 200 metra frá flakinu. Er björgunar- menn komu aðvifandi voru tvær finnskar stúlkur, sem voru far- þegar i Cessna-vélinni, að skriða úr flakinu, og voru þær þó mikið slas- aðar úr fyrra slysinu. Veður var frekar slæmt og gekk á með éljum. Cessna vélin brotlenti einhverntíma laust eftir klukkan þrjú í gærdag. Fernt var í vélinni, nýsjá- lenskur maður, auk finnsku stúlknanna, og franskur flugmaður. Þau slösuðust öll alvarlega en ekkert þeirra lífshættu- lega. Þyrlan hafði áður farið eina ferð til Reykja- víkur með franska flug- manninn. „Þyrlan hóf sig á loft og það virtist allt mjög eðli- legt, þar til allt í einu, að henni virtist förlast flug- ið", sagði Ragnar Vignir, aðstoðaryf irlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, í samtali við Vísi í nótt, en hann var sjónar- vottur að þyrluslysinu. „Við sjáum hana hverfa í tæplega kílómetra fjar- lægð frá flakinu af Cessn- unni og hrapa til jarðar. Hún lækkaði flugið allt í einu og okkur fannst eins og vélin hefði þagnað skyndilega. Við óttuðumst mest, að eldur gysi upp, en sem bet- ur fer var það kraftaverk- ið í þessu öllu, að svo varð ekki. Við fórum strax á stað- inn á tveim vélsleðum og aðrir hlupu í ofboði — og björguðum fólkinu úr f lak- inu og hlúðum að því eftir bestu getu, þar til sjúkra- bílar komu. Þyrlan var ákaflega illa útleikin og mikið brotin og allir meira og minna slas- aðir." Ragnar sagðist álíta, að þyrlan hefði verið komin í Skúli Jón Sigurösson hjá Loft- feröaeftirlitinu meö neyöarsendi Cessnunnar. Þetta litla tœki varö til þess aö véiin fannst. 15 Olfuvl ðsKlpianetnd: RÆTTIIM NORSKA OLÍU „Viö ræddum nánar um þaö tilboð sem þessir aöiiar geröu okkur á sfnum tima en engar ákvaröanir voru teknar og mál- inu haldið opnu áfram”, sagöi Geir Haarde ritari oliu- viðskiptanefndar viö Vfsi en nokkrir nefndarmanna voru I Noregi rétt fyrir helgina aö ræöa viö- finnska fyrirtækið Neste og norska fyrirtækið Norsk Hydro. Geir sagöi að i þessum viö- ræðum heföi hvorttveggja veriö rætt um viöskipti á næsta ári og viðskipti til lengri tima. Hér er bæöi um aö ræöa gasollu og bensln en magniö getur veriö breytilegt. Verö- og greiösluskilmálar eru meö talsvert öörum hætti en i oliusamningnum viö Rússa og sagöi Geir aö þaö væri álitamál hvort þetta tilboð væri óhag- stæöara en samningarnir viö þá eins og haldiö hefur veriö fram. Oliuviöskiptanefnd hefur ekki enn tekiö afstööu til þess hvort mælt veröur meö aö gengiö verði til samninga viö þessa aöila en fundur veröur haldinn I nefndinni á morgun. Nú þegar hafa verið lögö drög aö kaupum á 100 til 150 þúsund lestum af gasoliu á næsta ári frá breska oliufyrirtækinu BNOC, sem er I ríkiseign. — KS. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Felgum og affelgum TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Hjólbarðaþjónustan Laugavegi 172,simar 28080, 21240 HEKLAHF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.