Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 28

Vísir - 19.12.1979, Blaðsíða 28
vtsm Miðvikudagur 19. des. 1979. síminnerðóóll Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Yfir tslandi er hæöarhrygg- ur sem þokast austur, en 965 mb lægð við SV-Grænland á NNA-leið. Veður mun fara hægt hlýnandi, einkum á vest- anverðu landinu. Suðvesturiand: V og siöan SV kaldi og siðan stinningskaldi, slydda fyrst en rigning er liður á daginn. Faxaflói, Breiðafjörður: SV og S stinningskaldi, allhvasst er lföur á daginn, slydda og siðar rigning. Vestfirðir: SV stinningskaldi og dálitil slydda sunnan til en S stinningskaldi eða allhvasst og rigning siðdegis. Norðuriand, Norðausturland: V og siðan SV gola eða kaldi, viða léttskýjað fyrst en þykkn- ar upp þegar liður á daginn. Austfirðir: Minnkandi NV átt, gola eða kaldi þegar liður á daginn, dálitil él rorðan til. Suðausturland: NV gola eða kaldi, viða léttskýjab.gengur i V og siðan SV kalda, þykknar upp siödegis. veðrið hér og par Klukkan sex I morgun: Akur- eyri skýjaö 2,Helsinkiskýjað - 4, Kaupmannahöfn heiðskirt - 3, Osló léttskýjað -15, Reykja- vfk rigning 2, Stokkhólmur heiðskirt -15, Þórshöfn skýjað 1. Klukkan átján i gær: Aþena skýjað 11, Berlin skýjað 4, Chicago skýjaö -2, Feneyjar heiðskirt 5, Frankfurt skýjað 4, Nuuk snjókoma -6, London skúrir 4, Luxemburg snjóél 0, Las Palmas léttskýjað 19, Mallorca alskýjað 12, Montreal léttskýjað -17, New Yorkskýjaö -2, Paris rigning 6, Róm þokumóða 11, Malaga þokumóða 12, Vínléttskýjað 5, Winnipeg skýjað -6... Loki segir Nú er Steingrimur Hermanns- son, sem hóf stjórnarmynd- unarviðræður, vopnaður mik- illi bjartsýni, orðinn vopna- laus og hefur Iklæðst svart- sýninni. Flugslysin tvð á Mosfells- heiði: EINSDÆMII FLUGSðGUMNI Það mun aldrei hafa gerst fyrr i flugsögunni hér á landi, að björgunar- flugvél með slasað fólk úr flugslysi hrapaði sjálf. Flugslysin tvö, sem urðu með þeim hætti á Mosfellsheiði i gærdag og gær- kveldi eru þvi sérstæð að þvi leyti, og urðu með skömmu miilibili. Til viðbótar við það, sem fram kemur um flugslysin i fréttum á forsiðu Visis i dag og i opnu blaðsins skulu hér rakin ýmis atriði varðandi slysin og aðdraganda þeirra. Fyrra slysiö varð er fjögurra manna Cessna-vél rakst á hæð, að þvl er virðist, laust eftir klukkan þrjú i gær. Björgunar- þyrla fra Varnarliðinu hrapaöi siöan skammt frá slysstaö nokkrum minútum eftir að hún hóf sig á loft með þrjú hinna slösuðu úr Cessnunni, tvær finnskar stúlkur og nýsjá- lenskan mann. Auk þeirra i þyrlunni voru tveir islenskir læknar frá Borgarspitalanum og fimm Bandarikjamenn i á- höfn vélarinnar. Þyrlan haföi áður farið eina ferð til Reykja- vikur með franskan flugmann Cessnunnar. 1 útsýnisflugi Cessnan haföi farið i útsýnis- flug frá Reykjavikurflugvelli i gær og átti aö vera lent aftur klukkan 15.20. Vélin kom ekki fram þá en 10 minútum siöar heyrðist I neyðarsendi hennar. Flugvél flugmálastjóra fór I loftiö um fjögurleytið til að leita vélarinnar en jafnframt var haft samband við þyrlu varnar- liðsins sem var á flugi yfir flug- vellinum. Cessnavélin fannst rétt fyrir myrkur miöja vegu milli Hengils og Þingvallavegar við vegamótin að Kjósarskarði og var hún á hvolfi. Aöstæður voru erfiðar og gekk á með éljum en flugvél flug- málastjórnar leiðbeindi þyrl- unni til lendingar. Enginn lækn- ir var um borð I henni og tóku þeir aðeins franska flugmann- inn meö I fyrstu ferö en hann var minnst slasaður. Tveir Bandarikjamenn voru skildir eftir hjá farþegum Cessnunnar þar sem ekki þótti ráölegt aö hreyfa þá fyrr en læknir kæmi, og sátu þeir í vélinni i um 3 klukkutima. Skömmu siðar komu menn frá Flugbjörgunarsveitinni i Reykjavik á staðinn. Fjölmennt björgunar- lið Þyrlan tók siðan tvo lækna frá Borgarspitalanum I Reykjavik og fór aftur á slysstaö. Klukkan 19.08 hefur hún sig til flugs en 5 minútum siðar hrapar hún tæp- an kilómetra frá flaki Cessn- unnar, fyrir augunum á björg- unarmönnum og rannsóknar- mönnum Loftferðaeftirlitsins og lögreglunnar á Selfossi sem komnir voru á staðinn. ,,Það vár kraftaverk að ekki skyldi kvikna í vélinni”, sagði einn af sjónarvottum slyssins I samtali við Visi. Flestir slösuöust alvarlega með opin beinbrot og voru illa maröir en annar islensku lækn- anna slasaðist ekki meira en svo að hann gat hjálpaö við björg- unarstarfið. Brak úr þyrlunni fannst um 150 metra frá flakinu. Allt tiltækt björgunarliö var kvatt á staðinn og voru 7 björg- unar- og sjúkrabilar I flutning- um en slysstaðurinn var nokkur hundruð metra frá veginum. Almannavarnir höfðu yfirum- sjón meö sjúkraflutningunum. Hinir slösuðu voru fluttir á Borgarspitalann, Landspital- ann og Landakot. Fyrsti sjúkra- billinn kom til Reykjavikur klukkan 21.50 en sá siðasti rétt eftir hálf tólf i gærkveldi. Loftferöaeftirlitsmenn frá Varnarliðinu fóru á slysstaðinn i gærkveldi og voru þar i nótt á- samt rannsóknármönnum frá islenska Loftferðaeftirlitinu og lögreglumönnum frá Selfossi. —KS «,< ’ < Cessnavélin ó hvolfi á slysstaönum á Mosfellsheiöi f gærkveldi. 1 henni voru fjórir útlendingar, sem allir slösuöust. Vfsismynd: GVA. Vinstri flokkarnir komast að samkomulagi - um formennsku í Dingnefndum Samkomulag hefur tekist milli vinstri flokkanna um formannskjör i að minnsta kosti fimm af þeim þingnefndum, sem ekki hafa þegar kosið sér for- mann. Kveikt á iólatré í Keflavík f dag Kveikt veröur á jólatrénu I Keflavik f dag og hefst athöfnin klukkan sex. Framsóknarflokkur og Alþýöu- bandalag fá tvo formenn hvor flokkur, en Alþýöuflokkur einn. Meöal þeirra nefnda, sem hér um ræöir er heilbrigöis- og trygg- inganefnd neöri deildar og fjár- hags- og viðskiptanefndir beggja deilda. Ingvar Gislason, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, vildi ekki staðfesta, að hér væri um formlegt samkomu- lag aö ræða en kvaðst vona aö þessi yrði raunin á, þegar til kast- anna kæmi. —PM 5 dagar til jóla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.