Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. janúar 1980 11 Árni Jónsson vinnur viö framleiöslu á heröatrjám. Huida Björgvinsdóttir æfir sig á tæki, sem styrkir hendur og axlir. voruhappdrættí SÍBS 30 ára: HÆSTI VINNINGUR HEFUR 200-FALDAST A 30 ARUM Vöruhappdrætti SIBS var stofnaö meö lögum frá Alþingi 16. mars 1949 og er þetta þvi 30. starfsár happdrættisins. 5. október ’49 var dregiö I fyrsta skipti. Miðinn kostaöi 10 krónur, lægsti vinningur var hundraö krónur en sá hæsti 25 þúsund krónur. Fjórum árum síöar var flokk- um fjölgað úr sex i tólf, og hefur veriö svo siðan. Nú kostar miðinn tólf hundruö krónur, en verömæti lægsta vinnings hefur 300-faldast, er nú 30þúsund krónur, en hæsti vinn- ingur hefur 200-faldast, er fimm milljónir. Allar tekjur af happdrættinu hafa runniö til Vinnuheimilisins að Reykjalundi og Múlalundar, öryrkjavinnustofu SIBS I Reykjavik. Tekjur af happ- drættinu frá byrjun og til þess- ara áramóta nema alls um 520 milljónum króna. SIBS var upphaflega stofnað af áhugafólki til aö sporna viö berklaveikinni, sem var land- læg á Islandi og var þaö lang- tima- og bjartsýnismarkmiö sett að útrýma berklaveikinni á Islandi. Með dugmikilli starf- semi var þvi marki náð upp úr 1960 og siðan hefur kjörorö SIBS veriö: Hjálpum sjúkum til sjálfsbjargar. 562 vistmenn Siöustu 15 árin hefur Reykja- lundur veriö starfræktur sem endurhæfingar- og vinnuhæli. Þar er fólki, sem vegna veik- inda eða slysa á við ýmsa hreyfiörðugleika að etja, hjálpað og reynt að þjálfa það þannig að það geti sem best orðið sjálfbjarga og vinnuhæft á nýjan leik. Helsta tekjulind Reykja- lundar og Múlalundar hafa verið Vöruhappdrætti SIBS, en 44% fjármögnunarinnar hafa komið þaðan. Starfsmenn Reykjalundar eru 259 og gegna þeir 188 stöðugild- um. A hælinu eru 150 sjúkrarúm og á siðasta ári voru 562 vist- menn. Þar af gengu um 60 til daglegra starfa og unnu 1-6 klukkustundir á dag við ýmis störf. Endurhæfing með iþróttum Nú er i bigerð að bæta einum þætti endurhæfingalækninga við þær, sem fyrir eru notaðar að Reykjalundi, þ.e. endurhæfingu með iþróttum. Þessi starfsemi kom fyrst fram i kringum 1970, þá i Noregi. I fyrstu var nær ein- göngu miðaö við fatlað fólk, en I ljós hefur komið að flestir, sem eru að ná sér eftir erfiða sjúk- dóma, hafa náð bata með þvi að bæta iþróttum viö endurhæf- ingaprógramið. Þá getur fólk i flestum tilfellum séð um við- haldsþjálfun slna sjálft, með heppilegum Iþróttum. „Iþróttir úr flestum iþrótta- greinum eru stundaðar i þessu skyni, mismikiö aðlagaðar þröf- um og getu sjúklinganna. íþróttastarfsemin hefur I för með sér aukin mannleg sam- skipti og dregur úr einangrun fatlaðra. Sjálfar æfingarnar hafa i för með sér almenna vel- liðan, aukna lifsgleði og betra andlegt jafnvægi,” sagði Magnús B. Einarsson, læknir, á fundi með fréttamönnum i vik- unni, en Magnús mun hafa um- sjón með endurhæfingariþrótt- unum að Reykjalundi. Vistmenn Reykjalundar hafa stundað hestamennsku siöan 1973 og hefur sú starfsemi veriö mjög vinsæl. I haust hófst svo iðkun borðtennis, blaks (sitj- andi), hópleikfimi, diskódans, skokks og skiðagöngu. Þá er fyrirhugað að fjölga greinum smám saman, þannig að allir eigi þess kost að finna eitthvað við sitt hæfi. A næst- unniverðurt.d. byrjað á boccia, sem er kúluspil, körfubolta, bogfimi og sundfimi. Ýmislegt fleira er á prjónunum. En þessi starfsemi er dýr, eins og öll endurhæfingin reyndar er og stendur Vöru- happdrætti SIBS undir henni að miklu leyti, eins og fyrr sagöi. Það er þvi mikilvægt fyrir starf- Jón Þóröarson, framleiösiustjóri Reykjalundar, og Björn Asmunds- son, framkvæmdastjóri, viö sýnishorn af plaströraframleiösiu Reykjalundar, en þar eru framleidd rör af stæröargráöunni 20-315 mm. semi SIBS að þátttaka i happ- drættinu sé góð. Fjórði hver miði hlýtur vinning A þessu ári verða vinningar i Vöruhappdrætti SIBS alls 18750 talsins, að heildarverðmæti rúmar 648 milljónir króna. Auk þess verða dregnir út þrir auka- vinningar i júni, en það eru Honda Civic bilar. Meðal vinninga má nefna tvo fimm milljón króna vinninga, sem verða dregnir út I desem- ber, einn þriggja milljón króna vinning I febrúar, 25 milljón króna vinninga og 39 hálfrar milljón króna vinninga. Útgefnir miðar eru 75 þúsund og vinningar 18750. Tölfræðilega séð kemur þvi vinningur á fjórða hvern miða á árinu. Dráttur i fyrsta flokki fer fram 10. janúar. — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.