Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 23
Föstudagur 4. janúar 1980
27
Geiier stakk Dá
ungu af og sigraðl
Skákþingi Sovétrikjanna er
nýlokið og má hiklaust fullyröa,
að úrslit þar hafi sjaldan komið
eins á óvart og nú. Aldursforset-
inn, hinn 54ra ára gamli Geller,
gerði sér litið fyrir og stakk
ungu snillingana af, hlaut 12
vinninga af 17 mögulegum og
tapaði ekki skák. Aldarfjórð-
ungur er liðinn siðan Geller
varð siðast skákmeistari Sovét-
rikjanna, og flestir hafa án efa
búist við sigri Kasparovs, Tals
eða Balashovs. Geller byrjaði
mótið af hógværð, gerði jafntefli
i 7 fyrstu skákunum, en vann
Romanishin i þeirri 8. Þessi
sigur gaf gamla meistaranum
byr undir báða vængi, og úr
næstu 4 skákum komu 3 1/2
vinningur. Þar með var Geller
skyndilega kominn i forystusæt-
ið, og þvi hélt hann til loka.
Annars einkenndist mótið af
miklum sveiflum. Fyrst i staö
virtist Kasparov til alls liklegur,
er hann vann fyrstu 3 skákirnar.
En siöan tók varfærnin við,
hvert jafnteflið kom á fætur
ööru, eða 6 i röð. Þvi næst kom
tap gegn Kerner, og nú var
Kuprechnik kominn I efsta sæti.
Hann hafði tapað skák sinni I 1.
umferðinnij en vann siðan 5
skákir i röð, sem er einstakur
árangur á móti sem þessu. Ekki
gat Kuprechnik haldið slikri
keyrslu, nú komu 4 jafntefli og
siðan tap fyrir hinum nitján ára
gamla Jusop, fyrrum Evrópu-
meistara unglinga. Þar með var
Kuprechnik fallinn út, og leiðin
rudd fyrir Geller.
Tal gerði engar rósir að þessu
sinni, enda trúlega með allan
hugann við væntanlega heims-
meistarakeppni og einvigið við
Polugaévsky. Tal tapaði fyrir
Romanishin i 3. umferð, og fyrir
Romanishin i þeirri 8. A móti
kom aðeins 1 vinningsskák gegn
Tshekovsky, Sovétmeistaran-
um frá þvi I fyrra. Tshekovsky
mátti muna timana tvenna, þvi
eftir fyrstu 11 umferðirnar hafði
hann ekki unniö eina einustu
skák, en tapað fjórum.
En nú skulum við lita á vinn-
ingsskákina hjá Geller frá 8.
umferðinni, skákina, sem lyfti
honum upp úr jafnteflissúpunni,
og varð ööru fremur vendi-
punktur mótsins.
Hvitur: Geller
Svartur: Romanishin
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rd2 Be7
(Romanishin, einn frumlegasti
skákmaður Sovétrikjanna um
þessar mundir, teflir þetta af-
brigði öörum fremur.)
4. Rg-f3 Rf6
5. e5 Rf-d7
6. Bd3 c5
7. c3 Rc6
8. o-o Rf8
9. Hel Bd7
(E.t.v. var betra að loka stöð-
unni með 9 c4. Hvitur gripur
nú tækifærið og opnar taflið.)
10. dxc5! Bxc5
11. Rb3 Be7
12. Bf4 Rg6
13. Bg3 h5
14. h3 h4
15. Bh2 Hh6
(Þvingað vegna ógnunarinnar
16. Bxg6.)
16. Dd2 Db6
17. He2 0-0-0
18. Rf-d4 Rxd4
19. Rxd4 Kb8
20. f4 Ka8
21. Khl Hh-h8
22. a4 Dc7
23. f5!
(Geller einskoröar sig ekki við
drottningarvænginn, heldur
sækir einnig á miðborðinu.
Svartur hefur enga möguleika
til kóngssóknar og verður að
biða aðgerðarlaus.)
23 Rf8
24. b4 Hc8
25. Rb5 Bxb5
25. axb5 Rd7
27. Da2 b6
28. fxe6 fxe6
# £ i 1 1 £ ±
4 ±±
t
&& ±
# S
5 <§>
ABCOEFGH
29. C4!
(Þessi leikur rifur upp svörtu
kóngsstöðuna, enda er hvitreita
biskup svarts illilega fjarri góðu
gamni.)
29. ... Bxb4
30. cxd5 Rc5
31. Bc4 Hh-e8
32. dxe6 He7
33. Hdl Hd8
34. Bd5+ Kb8
35. Hfl+ Ba5
36. He-f2 Rd3
37. Hf8 Rb4
38. Db3 He-e8
(Jafn vonlaust var 38 Rxd5
39. Dxd5 Hd-e8 40. Hxe8+ 41.
e7.)
39. Hxe8 Hxe8
40. e7 Gefið.
Bikupinn á h2 kemst i spilið með
afgerandi afleiðingum.
Jóhann örn Sigurjónsson.
Lelgjandl ógnaðl
elgendum meö hnífi
Til handalögmála kom i húsi
| einu á Frakkastignum I fyrra-
I kvöldþegardeilurkomuupp milli
I leigjanda og fulltrúa eiganda.
ógnaöi leigjandinn, sem er
bandariskur, hinum meö hnifi og
varö aö kalla til lögreglu til aö -
| skakka leikinn.
Aö sögn lögreglunnar komu ill-
► deilur þessar upp þegár fulltrúar
eigandans voru aö mæla fyrir
[ nýjum gluggum i húsinu, og end-
uöu þær meö þvi aö leigjandinn
; greip hnlf og ógnaöi hinum eins
Athugasemd
vlð Irétt
Bandarikjamaður búsettur hér
á landi, Donald Lesley Peters að
nafni, kom að máli við Visi og
sagðist vilja gera athugasemd við
frétt sem birtist I blaöinu laugar-
daginn 29. desember sl. Þar var
sagt frá átökum milli leigjanda
þ.e.a.s. Peters og fulltrúa
eiganda sem endubu með að
leigjandinn ógnaöi hinum með
hnif eins og segir i fréttinni.
Peters sagði að það hefðu
komið þrir menn til sin sem væru
tengdir eigandanum og beöið um
að fá að lita á Ibúðina, en deilur
höföu staöið milli hans og þeirra
vegna leigu ibúðarinnar. 1 fyrstu
vildi hann ekki hleypa þeim inn,
en lét þó til leiöast þegar þeir
sögðust aðeins ætla aö mæla fyrir
nýjum gluggum sem setja ætti I
ibúðina.
Þegar inn var komið fór einn
þremenninganna aö spyrjast
fyrir um huröir i Ibúöinni en
Peters sagöist ekki hafa séð
ástæðu til að fræða þá um þaö.
Leiddi þetta til orðaskaks sem
endaði með þvi aö hann hefði
visað þeim á dyr. Hefðu þeir ekki
viljað fara og hefði hann þvi beöið
sambýliskonu sina að fara i næstu
ibúö og kalla á lögregluna. Hefði
þá einn þremenninganna hindrað
hana i að fara út úr ibúðinni og
um leið rekist á barn þeirra sem
var á gólfinu. Peters kvaðst þó
telja það hafa verið óviljandi.
Peters segist þá hafa gripið til
hans og hrint honum til dyranna,
en þá hafi hinir tveir ráðist að
honum. Annar hefði að visu ætlað
aö skakka leikinn, en hinn hefði
barið sig. Hafi hann þó komist frá
þeim og inn i eldhús og gripið þar
borðhnif, en þegar hann kom
fram aftur hafi þeir verið á leið út
úr dyrunum.Hefðu þeir liklega
haft veður af þvi aö hann væri
meö hnif.
Loks sagði Peters aö lögreglan
hefði komiö rétt i þessu og tekiö af
þeim skýrslu, en kona i sama húsi
hefði hringt á lögregluna.
H.R.
ÞEIR SKULU FARA A HAUSINN
Allt i einu hafa Flugleiðir
sprungið út I fjölmiðlum og það
i byrjun janúar. Nú er þaö
vegna þess að fengist hefur veð-
ur af þvi að fyrirtækið sé aö fara
á hausinn. 1 framhaldi af þvi eru
vinstri menn farnir að spyrja
varfærnislega að þvi hvort þetta
gjaldþrotafélag hafi nokkuð á
móti þvi að fara á rikið. Það var
þó aldrei meiningin að annað
mesta stolt landsins i flutninga-
málum, hitt er Eimskip, legöi
upp laupana. Hins vegar er mál
Flugleiða eitt besta dæmið um
það, hvernig siðasti áratugur
hefur farið meö íslensk fyrir-
tæki. Hin gegndarlausa verð-
bólga og ofsköttun á öllum um-
svifum hefur nú leitt til þess aö
fjárvana fyrirtæki á ekkert
nema steinsteypu út um allar
koppagrundir á tslandi, en enga
sjóði til að mæta þrengslum og
samdrætti i Atlantshafsfluginu.
Og nú kynni einhver að
spyrja: Af hverju I ósköpunum
voru þeir að steypa og kaupa
steinkumbalda i stað þess að
safna digrum varasjóðum á
veltiárum. Þvi er til að svara,
að ofsköttunin gerir ráð fyrir
þvi að fyrirtæki megi alls ekki
græða peninga. tslenski só-
sialisminn, sem hefur margt
gott gert fyrir ialdraöa,vangefna
og lamaöa hefur stanslaust unn-
ið að þvi aö fyrirtæki geti ekki
komið sér upp sjóðum til að
jafna á milli ára. Þetta hefur
leitt til þess, aö fyrirtæki, sem
eignast einhverja peninga,
byrjar strax að hrúga upp stein-
steypu, vegna þess að með slfk-
um tilkostnaöi sleppur það við
að allur ágóði af rekstri renni til
sósialismans.
Þegar harönar I ári eru engir
peningar til, enda hefur t.d. enn
ekki veriö fundin upp flugvél,
sem brennir steinsteypu, eða
ööru þvi glingri, sem íslensk
skattaséni finna upp á til að
losna við samhjálpina. En það
stendur ekki á fjölmiðlum að
finna lausnina fyrir Flugleiöir.
Þær eiga bara aö verða ríkis-
fyrirtæki. Þá halda þær áfram
að borga skatta, en fá þá endur-
greidda og mikið meira til, svo
nemur nokkrum hundruðum
þúsunda á hvert mannsbarn I
landinu á ári.
Þessi leið til sósialismans er
nokkuð dýr. Hún kostar fólk,
sem er saklaust af rikisráöa-
brugginu mikla erfiðleika og at-
vinnuleysi. Þar sem hófleg
sköttun og minni hefndarhugur I
garö fyrirtækja mundi þýöa
jafnar og öruggar tekjur og litla
hættu á atvinnumissi, hefði þaö
verið ólikt heppilegri leið fyrir
þjóðfélagið. En það má ekki
heyra á slikt minnst. Flugleiðir *.
skulu fara á hausinn, svo hægt
séaðgera þaö að rikisfyrirtæki.
Og þannig er þessu fariö með
annan rekstur f landinu. Hann
er meira og minna á flótta út I
steinsteypuna, með sama hætti
og menn flýja undan Mafiunni
vegna steinsteypu. En stöðugar
byggingarfram kvæmdir eru
ekki annað en smá frestur. Þaö
kemur alltaf að þvl, aö eitthvert
rikisfjölmiðlaséniið finnur upp á
þvi að spyrja, hvort ekki sé
kominn timi til að hefja ríkis-
rekstur.
i raun hefur tekist að koma
skattamálum þannig fyrir, að
þaö er ekki vinnandi vegur að
reka fyrirtæki i landinu nema
stunda jafnframt stórfelldar
byggingarframkvæmdir ár
hvert. Bankastjórar eru jafnvel
hættir að spyrja menn hvort
nokkurt eigiö fé sé til. Hafi það
ekki þegar lent i steinsteypu
hefur skatturinn hirt það. Og
blessaður sósialisminn, sem all-
an vanda leysir, — lifir góðu lifi
á þvi að fyrirtækjunum blæði út.
Það er hægt að borga öllum allt
sem eiga til rlkisins að sækja.
En eitt allra glæsilegasta fyrir-
tæki landsins, sem var stolt okk-
ar fyrir nokkrum árum þolir
ekki minnsta gust i alþjóðlegum
samskiptum. Svo beinabert er
það orðiö heima fyrir, þar sem
helst hefði átt að hlifa. Flugleiö-
ir skulu þvi fara á hausinn svo
rikið geti tekið við rekstrinum.
Þaö yrði mikil huggun fyrir sós-
ialismann.
Svarthöfði