Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Föstudagur 4. janúar 1980
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín
Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson.
iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pálsson.
utgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersscn
Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson utlit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson.
Ritstjorar: olafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglysingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.500 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
230 kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
ST JORNARMYNDUN ARMOGULEIKARNIR
Líkurnar á því, að Geir Hall-
grímssyni formanni Sjálfstæðis-
flokksins takist myndun meiri-
hlutastjórnar virðast nú fara
minnkandi, a.m.k. í bili. Þó að
vinnubrögð Geirs hafi verið
skynsamleg, að þvi er best
verður séð, virðist það ekki duga
til.
Hugmynd Geirs um stjórn allra
flokka á óvíða hljómgrunn, enda
hugmyndin engan veginn tíma-
bær, jafnvel í eðli sínu óæskileg
nema sem algert neyðarúrræði,
því að stjórnarandstaða verður
að vera til.
Hugmynd um samstjórn Sjálf-
stæðisflokksins með Alþýðu-
bandalaginu einu eða með Al-
þýðubandalaginu og Alþýðu-
f lokknum virðist heldur ekki ætla
að ná fram að ganga. Það stafar
þó ekki af djúpstæðri andstöðu
gegn hugmyndinni sem slíkri í
flokkunum þremur, heldur af
því, að erfitt er að ná málefna-
legri samstöðu með flokkunum,
og ýmis óskyld mál spila þar inn
í, svo sem valdatafl innan ASÍ.
Samstjórn Sjálfstæðisf lokks og
Framsóknarflokks í einni eða
annarri mynd, t.d. með þátttöku
Alþýðuf lokks, hef ur ekki verið til
alvarlegrar athugunar nú, fyrst
og fremst vegna hinnar yf irlýstu
andstöðu Steingríms Hermanns-
Geir Hallgrímsson hefur mikið
rætt við forystumenn annarra
stjórnmálaflokka að undanförnu
um möguleika á stjórnarmynd-
un, en nú virðist svo sem viðleitni
hans muni ekki bera árangur,
a.m.k. ekki í bili.
sonar gegn samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn. Þetta verður að
telja miður farið, því að það er
einber fyrirsláttur Framsóknar,
að svo mikið beri á milli í tillög-
um hennar og Sjálfstæðisflokks-
ins við lausn þess efnahags-
vanda, sem nú er við að glíma, að
það bil verði ekki brúað. Það er
pólitískur leikaraskapur og póli-
tísk skammsýni Steingríms Her-
mannssonar, sem hér um veldur,
en ekki pólitískur ágreiningur.
Vísir hvatti til þess þegar á sl.
vori, að þessir þrír flokkar,
Sjálfstæðisf lokkur, Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur,
tækju höndum saman um lausn
vandamálanna, á því þyrfti
þjóðin að halda, en ekki kosning-
um. Vísir mælir enn með sam-
starfi þessara þriggja flokka.
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarf lokkur ættu nú að reyna
að taka höndum saman og fá Al-
þýðuflokkinn til liðs við sig við
stjórn landsins, en til þess að svo
megi verða þarf Alþýðuflokkur-
inn einnig að losa sig við sína
prívatáráttu, hræðsluna við að
fara i ríkisstjórn með kommún-
ista utan ríkisstjórnar.
AAistakist stjórnarmyndunar-
tilraun Geirs Hallgrimssonar nú,
verður fyrst Lúðvík Jósepssyni
formanni Alþýðubandalagsins og
síðan Benedikt Gröndal for-
manni Alþýðuflokksins væntan-
lega falið að reyna myndun
meirihlutastjórnar. Þærtilraunir
geta varla annað en mistekist.
Þá fara menn trúlega að velta
fyrir sér einhverjum
möguleikum til myndunar minni-
hlutastjórnar, en myndun minni-
hlutastjórnar af hvaða tagi sem
er, væri hið mesta óráð í núver-
andi þjóðfélagsástandi. AAinni-
hlutastjórn væri einskis megnug
og aðeins skálkaskjól fyrir þing,
sem hefði brugðist hlutverki
sínu.
Takist ekki innan hæfilegs
tíma að mynda meirihluta-
stjórn þingflokkanna, virðisU
því vera fyllsta ástæða til
þess fyrir forseta íslands að
kanna myndun utanþingsstjórn-
ar, þó að slík stjórn sé auð-
vitað ekki æskileg til lang-
frama í þingræðisríki. f utan-
þingsstjórn gætu verið fulltrúar
atvinnulífsins, bæði vinnuveit-
enda og launþega, og svo em-
bættismenn. Stjórnmálaflokkun-
um og hagsmunasamtökunum
bæri skylda til þess að gefa slíkri
stjórn starfsfrið. Alþingi og
ríkisstjórnir hafa allan síðasta
áratug reynst gersamlega ófær
um að hafa nokkra stjórn á efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Fram-
sóknarflokkurinn hefur með
vanhugsuðum yfirlýsingum for-
manns síns nú þrengt með óeðli-
legum hætti möguleika til mynd-
unar meirihlutastjórnar þing-
flokkanna. Og verkalýðshreyf-
ingin á ekki hvað minnstan þátt í
því, hvernig komið er í málum
þjóðarinnar, þvíað hún hefur lát-
ið pólitíska spekúlanta misnota
það vald, sem henni er einungis
ætlað til baráttu fyrir bættum
lifskjörum félagsmanna sinna.
Ný Iðg um eftiriaun til aldraðra:
Algengl aö rððstöfunarfé
hskkl um 66-80 húsund
Um áramótin tóku gildi ný lög um eftirlaun til
aldraðra sem hafa það markmið að tryggja þvi
aldraða fólki sem áður naut engra eða mjög *
skertra lifeyrissjóðsréttinda, verðtryggðan lif-
eyri.
Sá hópur sem hér um ræðir er um 4500
manns sem náð hafa sjötiu ára aldri og hafa fram
til þessa haft litið annað ráðstöfunarfé en elli-
laun og tekjutryggingu.
Fjárhæö lifeyrisins ræöst af
þvi hversu hárra tekna viökom-
andi hefur aflaö siöustu 15 árin,
áður en taka lifeyrisins hófst.
Byggt er á sérstökum stigaút-
reikningi þar sem deilt er i at-
vinnutekjur lifeyrisþegans
hvert ár meö svonefndum
grundvallarlaunum ársins.
Þessi grundvallarlaun eru árs-
laun samkvæmt 2. taxta Dags-
brúnar, miöaö viö fast dag-
vinnukaup i 52 vikur og með
fullri starfsaldurshækkun.
Hafi tekjur lifeyrisþegans
verið jafnar þessum viö-
miöunarlaunum, fær hann eitt
stig fyrir hvert ár eða samtals
15 stig. Stigin eru siöan marg-
földuö með 1.8 og fæst þá þaö
hlutfall grundvallarlaunanna
sem viðkomandi fær greitt
mánaðarlega i lifeyri.
Þannig gefa 15 stig 27% af
grundvallaralunum, sem nú eru
243.354 krónur, eöa 65.706 á
mánuði.
Haldi lífeyrisþegi áfram aö
vinna eftir 70 ára aldur, reikn-
ast honum stig áfram þar til
hann er oröinn 75 ára.
Sé dæmi tekiö af einstaklingi,
sem hefur hætt aö vinna um
sjötugt og haft tekjur á
borö viö viömiöunarlaunin,
litur þaö svona út: elli-
laun 77.142 krónur á mánuði,
tekjutrygging 70.857 krón-
Þao er aldrei of nnkiö gert fyrir aldraöa.
ur á mánuöi og lifeyrir
samkvæmt nýju lögunum
65.706. Ráöstöfunarféö er þá
samtals um 214 þúsund krónur á
mánuði, en þessi upphæö getur
siðan hækkað eða lækkað eftir
þvi hvort tekjur lifeyrisþegans
voru hærri eöa lægri en grund-
vallarlaunin þau ár sem stiga-
útreikningurinn miöast viö.
Þessi nýju lög veita einnig
rétt til örorkulifeyris þegar
orkutap er metið 40% eöa
meira, og einnig til lifeyris fyrir
eftirlifandi maka þess, sem rétt
átti til lifeyris samkvæmt lög-
unum eða hefði getaö öölast
slikan rétt.
1 frumvarpsformi þessara
laga var reiknaö meö aö
kostnaður við framkvæmd
þeirra næmi 1.350 milljónum og
var þá miðað viö áætlaö verölag
1979 þannig aö sú upphæö hefur
hækkað nokkuð.
—P.M.