Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 2
VISIR Miftvikudagurinn 9 Hvað þarftu mikinn svefn? Kristin Siguröardóttir húsmóöir: Svona um þaö bil átta tlma. Benedikt Siguröarson nemi: Ég hef látið mér nægja sjö til átta tima. Hulda Katla Sæbergsdóttir: Ég veit það ekki. Ég sef oftast frá klukkan ellefu á kvöldin til sjö á morgnana. Hlif Leifsdóttir verslunarmaöur: Atta tima, alveg ákveðiö. Sigríður Kristinsdóttir htismóöir: Alveg helling. Atta til tiu tima minnst. . janúar 1980. 2 Ottð Karl ásamt móöur sinni, Bergþóru Gústafsdóttur, fööur sinum, Ottó Jónssyni og systkinum sinum. Visismynd BG BJÖRGUNARAFREK ÐARNAÁRSINS: 5 ARA DRENGUR OTTO KARL 0TT0SS0N OJARGAÐI 3 ARA GÖMLUM DRENG FRÁ DRUKKNUN í GRIKKLANDII SUMAR Fimm ára gamall drengur, Ottó Karl Ottósson, vann þaö einstæöa björgunarafrek sl. sumar aö bjarga félaga sinum þriggja ára göml- um frá drukknun. Atburöur þessi geröist á sumardvalarstaö i Grikklandi, en dreng- irnir voru þar aö leika sér á sundlaugarbakka þegar minni drengur- inn Magnús Dimitri Briem féll skyndilega i laugina en enginn full- oröinn var þar nærstaddur. Ottó Karl stökk þegar út I laugina á eftir félaga sfnum og tókst honum aö ná taki á honum og draga hann i áttina aö sundlaugarbakkanum, en þar var þá komin eldri stúlka sem gat siöan hjálpaö þeim upp á bakkann. Þegar hann var spuröur aö þvi hvers vegna hann heföi ekki kallaö á hjálp er slysiö vildi til, svaraöi hann þvi til aö ,,ekki heföi reynst timi til þess.” ,,Hér er ég aö leika utanborösmótor” sagöi Ottó Karl um þessa mynd en meö honum eru þar Hildur Ýr systir hans og Siguröur A. Magnússon rithöfundur. ,,Hann var að drukkna og ég bara bjargaði honum ” Faðir Ottós Karls, Ottó Jóns- son menntaskólakennari, starf- aði i sumar i Grikklandi sem fararstjóri á vegum feröaskrif- stofunnar Sunnu. Var öll fjöl- „Hann var aö drukkna og ég bara bjargaöi honum” sagöi Ottó Karl og var ekki aö gera mikiö úr afreki sinu. Myndin er tekin I Grikklandi i sumar. skyldan með honum, þ.á m. Ottó Karl. „Strákurinn er búinn aö vera I vatni meira og minna siðan hann var tiu mánaða. Ég hef verið fararstjóri i Grikklandi siðustu sumur og hann hefur þvi snemma komist I kynni við vatnið” sagði Ottó eldri þegar Visir heimsótti Ottó Karl til að forvitnast dálitið nánar um þennan atburö. Lengi vel komst blaðamaður þó ekki aö með spurningar sinar þvi Ottó Karl litli var miklu uppteknari við að spyrja sjálfur spurninga en að ræða um þetta merkilega björgunarafrek: — Geturðu sagt okkur hvernig þú bjargaðir litla stráknum? „Hann var að drukkna og ég bara bjargaöi honum” og þar með var strákur búinn að segja alla söguna. Hann átti auðheyri- lega erfitt meö að skilja þann áhuga sem fullorðna fólkiö sýndi þessu atviki — fyrir hon- um var það eins og hver annar leikur barna I sundlaug. — Hvenær lærðirðu að synda? „Einhvern timann — ég syndi mest i kafi” en foreldrar hans bættu viö að hann hefði fariö aö geta fleytt sér sl. sumar þegar hann var fjögurra ára. ,,Svo kom einhver stelpa.” Við reynum að tosa meira út úr Ottó litla um björgunina: — Voruð þiö að leika ykkur við laugina? „Við vorum að leika okkur á bakkanum og þá datt hann úti I öllum fötunum op ég stakk mér á eftir.” — Sökk hann? „Nei, en hann gat ekki bjarg- aö sér. Ég tók i ermina á honum og dró hann að bakkanum — svo kom einhver stelpa. Magnús var voða hræddur við laugina eftir þetta. Hann þorði ekki að fara aftur að synda.” Meira fékkst ekki út úr Ottó Karli um björgunina. Góðan daginn — kali mera — Hvernig er að vera i Grikk- landi? „Hlýtt — en þaö hefur komið þar rigning. Það rignir þó ekki eins oft og hér á Islandi.” — Kanntu grisku? Nú verður Ottó litli feim- inn og undirleitur. - Pinulitið? „Ég kann það sem mamma kann, kali mera — góðan dag- inn.” Við sjáum nú mynd af Ottó Karli ásamt systur hans Hildi Ýr, þar sem þau eru að leika sér i litlum árabát við ströndina ásamt Sigurði A. Magnússyni rithöfundi: — Þekkirðu Sigurð? „Já.” — Er hann skemmtilegur? „Ég veit þaö ekki, en mömmu og pabba finnst hann skemmti- legur.” Við látum nú lokið spjalli okk- ar við Ottó Karl, drenginn sem fjögurra ára gamall bjargaði félaga sinum frá drúkknun. Þess má loks geta að fyrir af- rekið fékk hann áletraðan silfurbikar frá Slysavarnafélagi Islands, I viðurkenningarskyni fyrir björgunina og má segja að þetta sé björgunarafrek barna- ársins. — HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.