Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 9
VfSZR Miðvikudagurinn 9. janúar 1980. Stjórnmálaástandiö ihnotskurn að loknum viðræðufundi i gærmorgun: ».Þú vilt fara þinn veg, ég vil fara minn veg...”. Nauðsynlegt að Sjálf- stæðisflokkurinn verði i stjórn Matthias Bjarnason: „Ég er ekkert alltof bjartsýnn á að stjórnarmyndun takist i þessari umferð. Hitt vil ég lika taka fram, að auðvitað ber þing- mönnum og stjórnmálaflokkun- um skylda til að mynda starf- hæfa stjórn. Það hefur skemmt fyrir þess- um tilraunum, að menn hafa verið með yfirlýsingar um aö þýðingarlaust væri að ræða við þennan eða hinn. Flokkarnir verða að vera tilbúnir til að slá af sinum kröfum ef stjórnar- samstarf á að takast og það er heillavænlegast fyrir þjóðina aö sem fyrst verði tekist á við vandamálin. bað hefur komið fram aö ekki er grundvöllur fyrir vinstri- stjórn og það er nauðsynlegt aö Sjálfstæðisflokkurinn verði i næstu stjórn, hvernig svo sem hún verður að öðru leyti”. Erum tilbúnir að slá af ,,Ég er ekkert að gagnrýna aðferð Geirs Hallgrimssonar i BEÐIB AIEKTA A ALÞINGI Þingmenn mættu til starfa i gær eftir jólaleyfi sama dag og Geir Hallgrimsson boðaði i fyrsta skipti til sameiginlegs fundar með formönnum stjórnmálaflokkanna eftir að hann fékk umboð til að mynda stjórn. Ekki mun mikið hafa gerst á þeim fundi en rikjandi ástand endurspeglaðist mjög i þvi andrúmslofti sem rikti i alþingishús- inu i gær. Menn voru bersýnilega úthvildir eftir fríið sitt og ekkert taugaspenntir út af ástandinu. Það er áberandi að enginn hefur að þessu sinni þörf fyrir að segja neitt um hvað aðrir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn séu ábyrgðarlausir og á rangri leið. Allir biða átekta og mikið er um að menn séu dregnir til hliðar á göngum og i hornum og málin rædd undir fjögur eða sex augu. Þannig sátu til dæmis formenn þingflokka Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags niðursokknir afsiðis og hefðu eftir svipnum og einbeitninni að dæma vel getað verið að prútta um ráðherrastóla. Benedikt Gröndal, Ragnar Arnalds og Steingrim- ur Hermannsson voru i hrókasamræðum i gang- inum og kölluðu til Geirs, sem átti leið framhjá, til skrafs og ráðagerða. Fréttamenn dagblaða og rikisfjölmiðla voru I hverju skoti að reyna að verða einhvers áskynja hjá þingmönnum sem ekkert vissu og veigruðu sér við að taka afstöðu i þeim málum sem heitast brenna. Flestir eru hlutlausir. Engu er likara en allir séu að biða eftir að eitthvað óvænt gerist fyrir tilverknað óskil- greindra afla svo ekki þurfi að taka á málum eins og þau standa i dag. Menn eru ekki bjartsýnir á stjórnarmyndun en vilja ekki taka fyrir neitt né mæla beinlinis með neinu heldur. Hér á siðunni er spjallað við nokkra þingmenn um ástand og horfur. Enginn á höfundarrétt- inn „bað verður leitt til lykta i þessari viku hvort þessar við- ræður halda áfram” sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálf- stæöisflokksins i gær þegar hann var spurður um gang stjórnarmyndunartilrauna. Geir hélt fyrsta fund sinn með formönnum stjórnmálaflokk- anna i gær en áður hefur hann hitt þá hvern fyrir sig eins og kunnugt er. Hann var spurður um undirtektir við þjóðstjórnar- hugmyndinni og kvaðst hann ekki gera neinar athugasemdir við þær. Otreikningar bjóð- hagsstofnunar sem rætt hefur verið um sem umræðugrundvöll milli flokkanna sagði Geir að væru byggðar á hugmyndum allra flokka þannig að enginn ætti höfundarrétt að þeim. Sjálfstæðisflokkurinn sem slikur hefði ekki lagt fram nein- ar tillögur eða hugmyndir i þessum viðræðum. Skattafrumvarp um mánaðamótin „bað er ýmislegt hér sem þarf að vinna að, — löggjafar- valdið verður aö starfa þó ekki takist að mynda rikisstjórn” sagði Matthias A. Mathiesen, Sjálfstæðisflokknum, þegar hann var spurður um vettvang dagsins. Matthias sagði að verið væri að vinna að skattafrumvarpi og ætti hann von á að það yrði lagt fram um mánaöamótin. bá væri unnið að fjárlagagerð þó af- greiðsla fjárlaga færi að sjálf- sögðu ekki fram fyrr en mynduð hefði verið vinstri stjórn. Hann vildi ekki tjá sig um möguleika fyrir þjóðstjórn, en um aðrar leiðir sagði hann meðal annars að hann persónulega hefði ekki trú á að Alþýðubandalagiö vildi fara I rikisstjórn meö Sjálf- stæðisflokknum. Ekki utanþingsstjórn Karvel Pálmason: „Ég hef enga trú á þvi að það takist að mynda þjóðstjórn. Nýsköpunar- stjórn værihugsanlega sú stjórn sem þyrði að taka á þeim hlut- um sem gera þarf, en Alþýðu- bandalagið virðist ekki þora i stjórn þannig að sá möguleiki er varla fyrir hendi. Nú svo skyldu menn ekki útiloka samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- fl'okks, þrátt fyrir allar yfirlýs- ingar. bað er hins vegar tilgangs- laust að mynda stjórn sem ekki þorir að takast á viö vandamál- in og fólk telur skyldu þingsins að mynda starfhæfa stjórn. Mér finnst trúlegt að stjórnar- myndunarumboðið gangi hring- inn á hefðbundinn hátt, en þaö er nauðsynlegt að stjórn verði mynduð i þessum eða næsta mánuði. Utanþingsstjórn kemur ekki til greina aö minu mati”. Meirihluti kjósenda vill vinstri stjórn Ingvar Gislason: „Mér list þunglega á að stjórnarmyndun takist eins og málum er háttað. Ég geri ekki litið úr þjóðstjórn- armöguleikanum, en það er engan veginn vist að sá vilji sé fyrir hendi, sem þarf til að mynda slika stjórn. bað má koma fram, að ég er enn þeirrar skoðunar að það beri að mynda vínstri stjórn undir forystu Framsóknar- flokksins og ég hef ekki gefið upp alla von um að það megi takast. bað veröur sjálfsagt önnur umferð i þessum stjórn- armyndunarviðræöum og þá vil ég að sá möguleiki verði full- reyndur, enda sýndu kosninga- úrslitin að meirihluti kjósenda vill vinstri stjórn”. Áhorfsmál „betta er allt mjög óljóst enn- þá og ekki hægt að útiloka neitt” sagði Hjörleifur Guttormsson. Hann sagði að mistækjust stjórnarmyndunartillögur Geirs hlytu Alþýðubandalagsmenn að fá umboð og myndu þá væntan- lega snúa sér að þvi aö reyna endurreisn vinstri stjórnarinn- ar. Kjaramálin væru afar mikil- væg i öllum þessum viðræðum og Steingrimur Hermannsson hefði lýst þvi yfir að hann vildi ekki ganga þvert á vilja laun- þegasamtakanna þannig aö þar að minnsta kosti ættu þessir tveir flokkar samleið. Hvort Alþýðubandalagið myndi ekki leita samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn? „bað er aldrei að vita. bað getur veriö áhorfsmál hvort ekki er meiri ágreiningur milli okkar og Al- þýðuflokksins I sumum málum en okkar og Sjálfstæðisflokks- ins”. Læt ekkert uppi Geir Gunnarsson: „Ég á ekki von á að það gerist neitt i þess- um stjórnarmyndunarviðræð- um núna og það getur tekið nokkuð langan tima þangað til stjórn verður mynduð. bað hefur sýnt sig að frum- hlaup krata i sambandi við stjórnarslitin hefur ekki leyst nokkurn vanda og kosningaúr- slitin hafa einungis hert á öllum hnútum. Formenn allra flokkanna fá sjálfsagt tækifæri til aö reyna stjórnarmyndun, en ég hef ekki trú á að ein umferð dugi. Sjálfur hef ég ákveðnar hug- myndir um það hvernig stjórn verður mynduð, en ég læt ekkert uppi um þær núna”. sjálfu sér, en með sama áfram- haldi sýnist mér að það muni taka allt árið að mynda rikis- stjórn” sagði Steingrimur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins. Hann sagði að Geir hefði ekki lagt fram neinar tillögur á fund- inum I gærmorgun og aðeins rætt um það sem hann heföi áð- ur sagt þeim hverjum fyrir sig. Hinsvegar hefði hann lofað aö afhenda þeim útreikning bjóö- hagsstofnunar siðar um daginn. bá kvaðst Steingrlmur ekki skilja hvar ætti að taka þá tutt- ugu og fimm milljarða sem tal- að væri um að yrði varið i „félagsmálapakkann” sem ætti að koma á móti þvi að visitalan yrði tekin úr sambandi til 1. september. „betta er meira fé en við höfum fundið” sagði hann og bætti við að ekki yrði auð- veldara að hafa uppi á þvi ef ætti að fella niður alla skatta vinstristjórnarinnar. „Við teljum aö sá sem stjórnar umræðum eigi aö leggja fram tillögur. Viö höfum þegar lagt fram okkar en erum reiðubúnir að slá af þeim ef okk- ur er sýnt fram á annað betra. J.M./P.M. Þingflokksformenn Sjálfstæðisfiokks og Alþýðubandalags ræða málin utan dagskrár. „Verið þiö ekki svona óþolinmóðir,strákar minir, ég hef nú ekki haft nema hálfan mánuð”, gæti Geir Hallgrimsson hafa sagt viö félaga sina þegar þeir kölluðu hann afsiðis á alþingi I gær. Visismyndir: J.A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.