Vísir - 12.01.1980, Qupperneq 9

Vísir - 12.01.1980, Qupperneq 9
vísm Laugardagurinn 12. janúar 1980. p.. —....... Eru sögurnar um mannætur uppspuni? Bandarískur mannfræöingur segir svo frá Sögur um mannætur hafa verið á kreiki i margar aldir og hafa jafnan haft þvilik áhrif á imyndunarafl manna að fáir einir efast um að mannætuþjóðflokkar hafi i rauninni verið til. Til eru sögur um „Kongó-negrana” sem settu fanga sina i fitun áður en þeir voru étnir, höfð- ingjana á Fiji-eyjum sem ætið áttu nokkra fanga á lager, tilbúna til slátrunar, Túpinamba-Indiána i Suður-Ameriku sem gerðu mannát að nokkurs konar helgisið, hausaveiðara i Nýju Gineu og Aztekana i Mexikó. Bull og vitleysa Nýlega er komin út bók eftir bandariska mannfræöinginn William Arens sem ber heitiö: Goösagan um mannátiö. Bókin hefur vakiö mikla athygli en i henni heldur Arens fram þeirri skoðun sinni aö mannát hafi lik- lega aldrei verið siður meö nokkrum þjóðflokki. Arens hefur rannsakaö allar mannætusögur sem kunnar eru og hefur komist að þeirri niöur- stööu, aö þær séu uppspuni frá rótum — um sé að ræöa vafa- samar heimildir og venjulega hafi sögunum veriö komiö á kreik af þjóöum sem áttu i striöi viö viðkomandi þjóöflokka. Columbus, Stanley og Margaret Mead Er Kólumbus haföi stigið á land i Ameriku vöruðu hinir vin- samlegu Arawake-Indiánar hann viö mannætunum á nær- liggjandi Karabiu-eyjum. Þeg- ar svo „konkvistadorarnir” lentu i útiátöðum við Azteka var sagt, að þeir slátruöu óvinum sinum, ætu kjötið en fleygðu innvolsinu fyrir villidýr. Meðan á hinni sögufrægu leit að Livingston stóö hélt Henry Morton Stanley þvi fram, að hann og menn hans heföu allan timann veriö umkringdir mann- ætum. Og á þessari öld sagöi hinn frægi bandariski mann- fræöingur Margaret Mead sög- ur af Mundugumóre-þjóöflokkn- um á Nýju Gineu sem átti aö stunda mannát. „Það er bara eitt sem er aö öllum þessum frásögnum”, seg- ir William Arens i bók sinni. „Þær eru allar komnar frá ann- arri eða þriöju hendi og þær eru trúlega allar rangar”. Arens þrætir ekki fyrir þaö aö menn hafi, i neyöartilvikum, lagt sér til munns mannakjöt. Það var gert m.a. i umsátrinu um Stalingrad og nýlega neydd- ust þeir sem komust af eftir flugslys i Andesfjöllum til að éta látna félaga sina. Þá er sagt, að hinn illræmdi Bókassa, keisari i Mið-Afrikukeisaradæminu, hafi ástundað mannaátsritúal. Williams Arens, sem kennir við State University of New York, segir að mannfræöingar hafi kynslóöum saman látiö blekkjast af litt áreiðanlegum rithöfundum og hugmyndaauö- ugum ferðabókahöfundum. „Mannátiö er einungis goð- saga”, segir hann, „sem hinar vestrænu þjóðir'notuðu sér til aö réttlæta nýlendustefnu sina, þrælaverslun og — sérstaklega hvað varðar Azteka — þjóöar- morð”. Hann álitur aö goðsagan hafi orðiö til vegna þess, aö striöandi frumstæöir ættbálkar hafa jafn- an verið fúsir til að saka and- stæðinga sina um mannát. Ara- wake-Indiánarnir og nágrannar þeirra á Karablsku eyjunum eru dæmi um það, og upplýsing- ar sinar um mannát Mundugu- móranna fékk Margaret Mead hjá öörum ættflokki, Arapesjun- um. En sjónarvotta eða vitni er gersamlega ómögulegt að finna. Ffrótein Fullyrðingar Arens hafa vak- iö mikiö umtal innan mannfræð- innar, enda birtist bókin á svip- uðum tima og aörir mannfræö- ingar eru að flokka mannæturn- ar niður eftir þjóöflokkum. Einn þeirra sem hafnar skoöunum Arens er Marvin Harris, sem einnig hefur skrifað bók um þetta mál og telur að mannát hafi verið iökaö um heim allan og verið nauösynlegt hinum frumstæöu þjóöum vegna próteinskorts. „Það er til fjöldi vitnisburða, sjónarvotta, bæöi burtrekinna ættbálksmeölima, trúboöa og annarra”, segir Harris. Arens segir á móti, aö þessar sögur séu svipaös eðlis og nornasögurnar á miðöldum. Oftast nær séu þeir sem sögurn- ar segja fórnarlömb misskiln- ings eöa djúpstæörar vanþekk- ingar á siöum og venjum hinna ýmsu þjóöa auk tungumála- erfiðleika sem hafi mikiö aö segja. Arens nefnir sem dæmi sögurnar um Tíípínamba-þjóð- flokkinn i Brasiliu en af honum ganga miklar sögur og ljótar. t hverri einustu frásögn eru notuð sömu orðin, sömu atburðum lýst o.s.frv. Hann tekur það litt trú- anlegt aö heil herfylking athug- enda hafi farið gegnum þorp Túpinambanna á mismunandi timum og ætiö hafi sama prósessia slátrunar og áts fanga staðið yfir. Arens staðhæfir i bók sinni, að Kólumbus hafi.sent yfir hafið til gamla heimsins sögur um mannát frumbyggjanna I Ame- riku til þess að fá spænsk yfir- völd til að setja þrælaverslun I gang. Eftir það hafi mannáts- orðstirinn færst yfir á Ibúa hverrar karabisku eyjarinnar á fætur annarrar, og þvi hafi Spánverjar fengið sina þræla. Flestir visindamenn telja sannað i eitt skipti fyrir öll, að Aztekar hafi stundað mannát en Arens visar þvi eindregið á bug. Hann segir, að ásakanir um mannát hafi gengið á vixl milli Spánverja og Azteka sem bend- ir til mikils menningarárekst- urs, en það voru Spánverjarnir sem skrifuðu söguna. Arens segir, aö það hafi komið Spán- verjum i opna skjöldu að finna svo vel skipulagt menningar- samfélag sem land Azteka og þvi hafi þeir i örvæntingu gripið til örþrifaráða til þess að hafa á- stæðu til að eyðileggja það. Siðar, er Aztekum haföi verið útrýmt, var þrælaverslunin flutt til Afriku. „Um leið og einn hópur mann- æta hvarf”, skrifar Arens, „fann imyndunarafl Vestur- landabúa þegar i staö annan”. Hann segir: „Hugmyndin um mannát gefur til kynna landa- merki milli tveggja þjóða, hvor um sig telur sig vera menning- arþjóð en hina villimenn. Mann- át er það villimannlegasta sem menn geta imyndað sér, þessar sögur komast þvi á kreik til þess að renna stoöum undir álit einn- ar þjóðar um aöra”. Þessi teikning á að sýna mannakjötsverslun i frumskógum Afriku. Hún er hins vegar i algjörri andstööu við staðreyndir málsins að sögn bandariska mannfræðingsins. Þessi teikning átti upphaflega að sýna þau hörmuiegu örlög, sem Azteka-hermenn urðu fyrir I höndum Spánverja en Spánverjar notuðu hana til að sanna að Aztekar væru mannætur. Samtima heimildir sýna hins vegar, að Aztekar héldu, að Spánverjar væru mannætur’.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.