Vísir - 12.01.1980, Síða 12
Laugardagurinn 12. janúar 1980.
,* jr • f t * • * » »
helgarpopp
Eru álfar
kannski
menn?
Stutt spjalt við Magnús Þór Sigmundsson
um Álfaplötuna og fleira
Eins og flestir vita er
Magnús einn af hinum
fjölmörgu popp
tónlistarmönnum sem
komnir eru frá Keflavik.
Hann hefur verið í brans-
anum i f jölmörg ár, bæði
hér á landi og erlendis.
Magnús hafði dvalið um
skeið i Englandi er hann
kom hingað i fyrra og
hljóðritaði hér plötuna
Álfar.
— Magnús, af hverju álfar?
Ég fékk hugmyndina a6 Alfa-
plötunni fyrir um það bil tveim-
ur árum. Það var enskur kunn-
ingi minn Colin Stone sem gaf
þá út bók sem hann kallaði Leg-
end of the Gnomes. Útgefendur
settu bókina á markað fyrir
börn, en ég hugsa að boðskapur
hennar hafi farið fyrir ofan garð
og neðan hjá þeim flestum. Það
eru töluverðar pælingar sem
liggja á bakvið verkið og mjög
falleg hugsun. .
— Trúir þú á álfa?
Colin segir að það sé mikið um
álfa i kringum hann, ég ætla
ekkert að draga það i efa. Þvi
eins og allir vita, þá er svo
margt i kringum okkur sem
ekki verður skýrt og þvi ekki
álfar? Annars er Alfaplatan ekki
byggð á neinni álfatrú. Það er
veriðað skyggnast inn i hugskot
mannsins og tekin fyrir þrá
hans eftir betra og fallegra lifi i
veröld sem hefur þrifist á spill-
ingu og eyðileggingu. Alfarnir
koma þarna inn i sem mismun-
andi tákn. Þeir túlka hver fyrir
sig ákveðinn eiginleika.
— Er þetta ekki nokkuð gam-
aldags rómantik?
Alls ekki. Littu bara i kring-
um þig. Ef þú á annaö borö hitt-
ir persónu sem gefur sér tima til
að hugsa um lifið og tilveruna i
kringum sig, þá elur hún slika
von sér i brjósti. Það mætti þá
jafnvel segja að mörg verk okk-
ar gömlu meistara hafi verið
gamaldags á sinum tima. Þú
getur jafnvel farið þúsund eða
tvö þúsund ár aftur i timann og
þá hefði slik hugsun verið alveg
eins gamaldags. Þetta efni er
siferskt og verður jafnferskt
næsta ár og það verður eftir
hundrað ár. Þetta er bara hlutur
sem býr i hverjum manni, sem
hugsar eitthvað.
— Hvernig var að taka upp
hérna á ný?
Það var mjög gott. Aöstaða
fyrir hljóðfæraleikara hefur
batnaö mjög mikið á undanförn-
um árum og eru fyrir hendi allir
möguleikar að gera góða plötu.
Við eigum fjöldann allan af góð-
um hljóðfæraleikurum og við
upptökuna naut ég góös af
nokkrum úr þeirra hópi. Það
sem mér fannst skemmtilegast
við upptökuna var andrúmsloft-
ið sem þar rikti. Hópurinn náði
svo vel saman og oft á tiðum
myndaðist einskonar andlegt
kontakt sem var geysilega
sterkt. Maður var eins og hlað-
inn einhverri gifurlegri orku
þannig að maður lagði allt sem
maður átti i upptökuna og var
gjörsamlega búinn á eftir. Þetta
var allt saman mikil reynsla og
skemmtileg.
— Hvernig hefur það verið að
vcra tónlistarmaður öll þessi
ár?
Þaðermikil reynsla: Þetta er
oft erfitt lif og basl og ekki alltaf
svo mikið upp úr þessu að hafa
nema ánægjuna, en hún er lika
ofar öllu.
Ef maður leitast lika við að
læra af reynslunni þá farnast
manni betur. Það er gaman að
geta komið fram með vel unniö
verk og ekki er ánægjan minni
ef áheyrendur taka vel á móti
þvi.
— Nú hefurðu aðallega samið
texta á ensku þar til nú^hvers
vegna?
Þaö er nú það. Þetta byrjaði
bara svona og þótt islenskan
hafi upp á að bjóða mikinn orða-
forða, þá er hún erfitt tungumál.
Maður var lengi vel smeykur
við textagerð á islensku þvi við
erum kröfuhörð þjóð i þessum
efnum.
En mér finnst gaman að hafa
byrjað á þvi nú og er ekki
smeykur við þaö lengur. Ég
naut lika góðrar aðstoðar og það
hjálpaði mikið.
— Nú hefur heryst að þið Jó-
hann Helgason hafið verið að
starfa saman á ný?
Jú, við höfum tekið upp efni
fyrir hljómplötu þar sem við
verðum bara tveir. Hluti af þvi
er efni sem við komum fram
með i fyrra,annað er nýtt.
— Ætlar þú aö starfa áfram
hér á landi eöa hyggstu kannski
fara út á ný?
Það er ómögulegt að segja.
Það verður bara að fara eftir
aðstæðum og timinn einn getur
skorið úr um það.
— Ertu mcð eitthvað sérstakt
á prjónunum fyrir framtiðina?
Það er mjög margt sem mig
langar til að gera. Ég hef veriö
að vinna að ýmsu,meðal annars
verki sem nefnist Mandroid.
Það er heilsteypt saga og yrði
þá i óperuformi. Verkið er
nokkuð langt og ef það yrði gefið
út þyrfti það helst að vera á
tveimur plötum. Þema sögunn-
ar er sigilt en i nokkuð ó-
venjulegu formi á mjög
skemmtilegan máta.
Annars vonar maður bara aö
framtiðin verði ánægjurik, þvi
hvaö annaö er betra?
— K.R.K.
„Maður var lengi vel smeykur við textagerö á Islensku, þvl viö erum kröfuhörð þjóö I þessum efnum”
Sameinud poppskrif
Poppskrif Helgarblaös VIsis
hafa meö þessum laugardegi
verið sameinuð á eina siöu
undir heitinu Helgarpopp.
l'ndanfarna mánuði hafa
poppgreinar I Helgarblaöi
veriö tvær, þar af önnur um
hljómplötu vikunnar svo-
nefnda. Sá þáttur fellur niöur
núna og Istaö hans verða birt-
ar stuttar umsagnir um tvær
nýjar (eða nýlegar) plötur á-
samt einkunnagjöf, — ekki
stjörnugjöf — heldur I hinu
vlðkunna einkunnakerfi frá
einum upp i tiu. Aðeins verða
þð gefnar einkunnir i heilum
og hálfum tölum.
Við undirritaðir, sem að
þessari siðu stöndum, vonum
aö breytingarnar mælist vel
fyrir og poppunnendur finni
hér sitthvað við sitt hæfi.
Gunnar Salvarsson
Kristján Róbert Kristjánsson
12
„Þetta var mikil reynsla og skemmtileg”
Commodores —
Midnight Magic
Motown STMA 8032.
Commodores, bandarlska
soul-rokk hljómsveitin, vakti
fyrst umtalsverða athygli árið
1977, en bætti um betur i fyrra-
sumar meö laginu „Three
Times A Lady” — af ýmsum
talið i hópi bestu popplaga siðari
ára. Breiðsklfa þeirra Natural
High seldist einnig i stórum
upplögum. Þessum vinsældum
fylgir Commodores vel eftir á
Midnight Magic og frægðin hef-
ur sist rénað. Stórlag á borð við
„Three Times...” finnst að
sönnu ekki en tvö rólegu lag-
anna, „Sail On” og „Still” hafa
náð mikilli hylli og platan er
jafnbetri en sú fyrri. Soul-rokk
hljómsveitir hafa i seinni tiö
orðið býsna diskólegar,
Commodores eru þar engin
undantekning, en áberandi er
hversu vel þeim tekst að laöa
fram það besta i rólegu lögun-
um.
— Gsal
Mike Batt & Friends —
Tarot Suite Epic EPC
86099.
Sinfóniuhljómsveit Lundúna
hefur bæði að ejgin frumkvæði og
annara fengtst við flutning á
sinfóniskri popptónlist. Nægir
aö nefna Classic Rock og War Of
The Worlds i þessu sambandi,
hvort tveggja geysi vinsælar
plötur. A Tarot Suite liösinnir
Lundúnasinfónian Mike Batt og
félögum, sem eru m.a. Roger
Chapman (fyrrum söngvari
Family) og Colin Blunstone.
Tarot svitan er frá höfundarins
hendi byggð f tónum og tali á
hinum kunnu Tarot spáspilum
og er merkingu helstu spilanna
gerö m.a. nokkur skil á innra
hulstri. Mike Batt hefur tekist
ótrúlega vel aö blanda saman
rokki og klassik (þær tilraunir
eru nú orðnar æði margar), tón-
listin er ljóðræn, textarnir Ijóm-
andi og efnið einkar áhugavert.
þegar viö bætist lýtalaus flutn-
ingur er ekki að sökum að
spyrja.