Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 11
A f vtsm Föstudagur 25. janúar 1980 Reykurinn frá SR-verksmiöjunni á Siglufiröi. Vísismynd: KM/Siglufiröi Mengun irá SR á SlgluflrOl: „Verðum að fá afdráttarlausa umsögn aðlla helma í héraði - áður en hægt er að hóta loKun verksmiðiunnar” „Ríkisverksmiðjunum á Siglufirði ber náttúrlega að koma sér upp fullnægjandi mengunarvarnar- búnaði, þannig að íbúar i bænum haf i ekki óþægindi af þessari starfsemi/ hvorki vegna ólyktar/ slæms frágangs eða sóðalegrar umgengni", sagði Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits ríkisins er Vísir spurðist fyrir um hvað gert yrði í mengunarmáli síldarverksmiðj- anna á Siglufirði. „Slldarverksmiöjur rikis- ins hafa ekki starfsleyfi frá okkur, og hefur ekki veriö hægt aö taka þeirra mál fyrir hreinlega vegna þess aö heil- brigöiseftirlitiö hefur ekki haft starfskrafta til aö sinna þvi. Viö höfum veriö á kafi i öörum mengunarmálum eins og Járnblendiverksmiöjunn- ar”. Hrafn sagöi aö starfsleyfi til þessara verksmiðja heföu veriö afgreidd 1974. Voru sumar verksmiöjur sem fengu full starfsleyfi, þ.e.a.s. án nokkura skilyrða en lang- flestar fengu starfsleyfi meö skilyrðum, þ.e. að þær geröu nauðsynlegar ráðstafanir gegn mengun. Siðan voru nokkrar sem ekki voru af- greiddar eöa fengu ekki starfsleyfi. Starfsleyfi sildar verksmiöiunnar á Siglufiröi var ekki tekiö fyrir, þar sem starfsemin lá niöri á þessu timabili. Umsókn 1972 1 bréfi dagsett 21. ágúst 1972 sötti Félag islenskra fiskimjölsframleiöenda um starfsleyfi Sildarverksmiöju rlkisins á Siglufiröien eins og áöur sagöi var þessi umsókn aldrei tekin fyrir og er þessi umsókn nú að sjálfsögöu oröin úrelt. Viö sendum þeim bréf i júli 1978 og bentum þeim á þetta og aö þeir þyrftu aö senda inn nýja umsókn um starfsleyfi meö nauðsynlegum fylgi- skjölum, þannig aö viö gætum tekiö þetta til afgreiðslu. Það eru ákveönar reglur frá 1972 um það hvernig viö eigum aö afgreiöa þessi mál en þaö getum við ekki gert nema aö fá nauðsynleg gögn frá verksmiöjunni og meö þeim þurfa meðal annars aö fylgja umsögn heilbrigðis- nefndar um þær mengunar- varnir, sem viökomandi verksmiöja ætlar að viöhafa. Þar sem engar áætlanir liggja þvi fyrir hjá verk- smiðjunni getur heilbrigöis- nefnd ekki gefið neina um- sögn. Eftir þessum skjölum biöum viö. Viö vinnum starfsleyfistil- lögur sem siöan eru sendar heilbrigöismálaráöherra og gefur hann aö lokum endan- legt starfsleyfi”. Vantar umsögn heima- manna „Heilbrigðisnefndin gæti sem slik gripiö til þeirra ör- þrifa ráöa aö láta loka verk- smiöjunni meö lögregluvaldi ef að heilbrigöisnefndin telur að svo alvarleg mengun stafi af henni aö heilsufari fólks sé stefnt I voöa. Strangt til tek- iö þá er þaö Heilbr igöis eftir lit rikisins sem hefur heimild til að stööva slika verksmiöju ef bráö hætta er á ferðum og þá aöeins til bráöabirgöa. Það kemur náttúrulega til greinafyrir okkur aö mælast til þess aö verksmiöjan hætti starfsemi sinnni, en áöur en aö slikar ákvaröanir eru teknar veröur aö fást ákveöin og afdráttarlaus umsögn þeirra aðila i héraöinu, sem um þessi mál eiga aö fjalla, og er þaö fyrst og fremst heilbrigöis nefndin. Viö neitum þvi ekki að fyrirtækiö er starfandi og veitir fjölda Ibúa héraðsins atvinnu. En jafnvel þó að viö fengjum öll þau gögn i hendurnar sem viö þurfum á aö halda i dag, þá getum viö ekki tekið þaö til afgreiöslu þar sem aöeins einn starfs- maður er i mengunarmálun- um. Þaö er algjört lágmark aö vera með eina 2-3 menn I þessu einungis til aö sinna þvi sem Heilbrigöiseftirliti rikis- ins er skylt að finna i lögum”. Þorramatur í úrvali Þar á meðal okkar viðurkenndu þorrabakkar Verið velkomin ALLT FYRIR SKIÐAFÓL SKIÐI D>TNAFIT skíðaskór VlilíKÉÍl SKÍDABINDINGAB CARRERA SKÍÐAGLERAUGU SKIÐA- ■ SÓLGLERAUGU SKATABUÐIN SÉRVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SIMI 12045 Rekin af W Hjálparsveit Skáta Reykjávík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.