Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 6
Laugardagur 16. febrúar 1980.
6
Bolludagurinn hjá íslendingum:
Bollunum keyrt inn i ofninn, en þaöan koma þær fullbakaöar aft átta minútum liönum. Frá vinstri: Guömundur P. Jónsson, Jóhannes Björnsson, Sigþór Sigurjónsson,
Styrmir Bragason og Óttar Sveinsson. Vfsismyndir: GVA
,Fimm hundrud þús-
und hollur, takk9
þúsund bollur á öllu landinu
þessa dagana. Sjálfir bökum viö
24 þúsund stykki samanlagt”,
sögöu þeir Jóhannes og Sigþór.
— Hvaö er mikiö hráefni i 24
þúsund bollum?
„Við notum 2.200 egg, 42 kiló
af pressugeri, 30 kiló af sykri, 40
kiló af smjörliki og hálft tonn af
hveiti. Auk þess notum við svo
210 kiló af „súperrúllu”, sem er
feiti unnin úr jurtaoliu. í bollu-
fyllingarnar notum við siðan
hálft tonn af rjóma”.
í Bakarameistaranum verða
nú á boöstólum 6-7 tegundir af
fylltum bollum og kostar
stykkið 395 krónur. Einnig er
hægt að fá ófylltar bollur ef fólk
vill frekar gera „innmatinn”
sjálft og kosta þær á bilinu
180-200 krónur.
Þrjú bakari á landinu hafa
tekið sig saman um að hafa á
boðstólum svokallaða „Þing-
vallabollu” og eru það Harðar-
bakari á Akranesi og Sauðár-
króksbakari, auk Bakarameist-
arans. Við höfðum samband við
Guðjón Sigurösson, bakara-
meistara á Sauðárkróki, en
hann mun vera upphafsmaður
„Þingvallabollunnar”.
„Ég byrjaði á þessu 1936 og
hugsaði það fyrst og fremst sem
tilbreytingu. Þetta varð mjög
vinsælt á sinum tima, en ég
hætti þessu eftir um tiu ár þegar
umsvifin jukust hjá mér, þvi
vinnan viö þessar bollur er mun
timafrekari.
„Þingvallabollurnar” eru
ekki búnar til á sama hátt og
Jóhannes Björnsson heldur á ávöxtum erfiöisins: girnilegum
rjómabollum meö súkkulaöi og sultu...
Á mánudaginn er bolludagur
og um þann ágæta dag segir
Arni Björnsson i bók sinni um
sögu daganna: „Svo er nú
nefndur mánudagurinn I föstu-
inngang. Þetta heiti hans mun
vera tiltölulega ungt, en fyrir-
bærið sjálft er þó a.m.k. nálægt
hundrað ára gamalt hérlendis.
Flest bendir til að siðurinn hafi
borist hingaö fyrir dönsk eöa
norsk áhrif á siðari hluta 19.
aldar, Hklega fyrir frumkvæöi
þarlendra bakara, sem settust
hér að. Þó hefur hann öölast hér
nokkra sérstööu.
Aöalþættir hans eru tveir: að
flengja menn meö vendi, áöur
en þeir komast úr bólinu og fá I
staðinn eitthvert góðgæti, hér
rjómabollur.
Fyrra atriðið mun eiga rót
sina að rekja til þeirra hirtinga
og pisla, sem menn lögðu á sig
og aöra sem iðrunarmerki á
föstunni til að minnast pinu
frelsarans. En eftir siðabreyt-
inguna þróaðist þetta hvarvetna
smám saman yfir i gamanmál.
Bolluátið mun hinsvegar vera
leif frá þvi „að fasta við hvitan
mat” nema nú er hann betur úti
látinn en fyrrum. Þesskonar
bolluát eöa feitmetisát virðist á
öðrum Norðurlöndum reyndar
hafa verið meir bundið við
þriðjudaginn næsta. En á Is-
landi hafa menn fest þennan sið
við mánudaginn, sennilega til
að trufla ekki hefðbundinn
matarsið morgundagsins”.
Siðan segir Arni frá þvi, að
ekki siðar en á árabilinu
1880-1890 hafi börn i Reykjavlk
og Hafnarfirði haft fyrir sið að
fara hópum saman um götur á
bolludaginn I striðsklæðum, slá-
andi bumbur og syngjandi, ,,og
snikja peninga eða sælgæti I
verslunum”.
En hvað sqm liöur sögulegum
uppruna bolluátsins er ekki um
það að villast að flestir kunna
þessum degi ágætlega, að
minnsta kosti ef dæma skal af
þeim ókjörum af bollum sem
landsmenn sporðrenna ár hvert.
Visir ræddi stuttlega við þá
Jóhannes Björnsson og Sigþór
Sigurjónsson bakarameistara
og eigendur Bakarameistarans
i Suðurveri.
„Ætli megi ekki reikna með
þvi aö bakaðar verði um 500
Sigþór aögætir hvort ekki sé allt
meö felldu þegar bollurnar
koma út úr ofninum.
þær venjulegu og fyllingarnar
eru allt aðrar”, sagði Guðjón.
Ekki vildi hann gefa blaða-
manni uppskriftina að þessum
eðalbollum, en sagði þó að
bláberjamauk kæmi þar við
'sögu.
Að sögn þeirra Jóhannesar og
Sigþórs er ekki búið að ákveða
verðið á „Þingvallabollunum”,
en þær verða eitthvað dýrari en
þær hefðbundnu. Þeir félagar
vildu siðan láta það koma fram,
ef einhverjum fyndist bollurnar
dýrar að rjóminn hefur hækkað
um 104% frá siðasta bolludegi,
eða jafn mikið og bensinið.
í f réttaljósinu
Páll
Magnússon,
blaöamaöur
skrifar.
Telknarl: Krls Jackson
IHIEfl GESTSAUGUM