Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 16. febrúar 1980. helgarpopp Klkt inn I hugarfylgsni CHRISSIE HYNDE í Pretenders „Við hefðum átt að tala um þetta kvöld”, segir Chrissie Hynde i lok viðtalsins, „þegar ég hafði verið i Roxy með Skynsama Skip- stjóranum og við höfðum farið upp á svið og sungið ,,Ég og frú Jóns”. Eftir það fór ég i kjallaraholuna þar sem æföum, en þar var svo kalt og dimmt, ég varð að miga í holu i gólfinu, en ég átti tvo pundseöla i vasa minum og ákvað að bregða mér hingaö yfir”. ,,En þegar ég kom hingað varstu sofandi og ég byrjaði aö kiifra upp vinnupallana á byggingunni hér viö hliðina til þess aö freista þess að komast inn um gluggann og lögreglubill ók hjá og þeir sáu mig og byrjuðu að hrópa til min aö koma niöur á götuna aftur. Og þú vaknaðir upp vegna hávaðans og komst út að glugganum til þess að sjá hvað gengi á og löggurnar fengu störu af þvi að þú varst allsber og þú öskraðir á þá að hleypa mér inn, en það bjátaði ekkert á hjá mér...” „Við þurfum ekki að tala um þetta núna, Chrissie. Við skulum heldur ræða um það hvað þú ert að gera þessa dagana. Þaö skiptir mestu máli”. Ótrúlegur hraði Þannig hefst viðtal Melody Maker við fyrstu stórstjörnu ný- hafins áratugar, söngkonuna og lagasmiðinn Chrissie Hynde, sem er primus mótor nýbylgju- hljómsveitarinnar bresku, The Pretenders. Sú er stýrir penn- anum I þessu viðtali er fyrrum samverkakona hennar, Vivien Goldman, en Chrissie fékkst um nokkurt skeið við poppblaöa- mennsku og skrifaöi m.a. fyrir New Musical Express. Mun Chrissie t.a.m. hafa skrifaö eftirminnilega um komu Davids Cassidy til Lundúnaflugvallar. „Siðustu vikurnar hefur allt gerst meö svo ótrúlegum hraða”, segir Chrissie, „svo hratt aö mér hefur reynst ókleift að halda puttunum á púlsinum. Ég var aö hugsa um þaö á leið- inni hingað, hljómsveitin hefur I raun og veru aöeins starfað i ár og það er ekki lengri timi siðan fyrsta smáskifan okkar kom út, þá höfðum við aldrei leikið opin- berlega eða neitt, núna eru smáskifurnar orðnar þrjár og öll lögin hafa farið innfyrir topp þrjátiu á vinsældalistunum. Núna eigum viö lag i efsta sæt- inu, stóra platan fór rakleitt i efstasætiá BBC listanum og við höfum fimm eöa sex sinnum komið fram I „Top Of The Pops”... Hræðsla og ótti ...Ég er alltaf slegin ótta vegna lagasmiöa. En ég byrjaöi að semja lög fyrir rösklega tiu árum og ég er ennþá gagntekinn af lagasmiðum. En ég er alltaf hrædd um að ná ekki tökum á nýju efni... Ég get ekki unnið undir álagi, og ég vil ekki vinna út frá sjónarmiði samkeppninn- ar. Um leið og örlar á sam- keppni, dreg ég mig I hlé — mér geðjast ekki aö kapphlaupi i neinni mynd”. Sú eirðarlausa Blaöakonan minnist á nokkr- ar stallsystur þeirra Chrissie sem hafa reynt að koma sér áfram i tónlistarheiminum. Siðan segir hún: „Chrissie, sú eirðarlausa, talaði sýknt og heilagt um það hversu örvæntingarfull hún væri um stofnun hljómsveitar — ó, ef aðeins hún gæti komiö hljómsveit á legg — hefur nú gefið út þrjár smáskifur og breiðskifu i svælt lögum sinum inn I eyru þjóöarinnar um svipað leyti og pönkið er að syngja sitt siðasta og við erum skilin eftir með hljómsveitir ungu kynslóðarinnar, sumar góöar, aðrar slæmar, dæmdar af tónlistinni, ekki „pönki”. Hugsar um framtiðina Og Chrissie tekur oröið: „Ég er ánægð með árangur- inn, fólksins vegna, sem hefur unnið að þessu með okkur, sjálf brýt ég ekki heilann um þetta, ég hugsa aðeins um næstu smá- skifu og næstu breiðskifu og ég hugsa um nýtt efni og þriggja mánaða túrinn sem við veröum að skvera af á viku. Það er mörg brotalömin varöandi hljómleikana, við höfum átt svo annrikt vegna þessarar svoköll- uðu velgengni. Hópsins vegna er ég þó ánægð...” Ekkert annað skiptir máli Goldman spyr hvort starfiö sé henni allt. „Fyrir mig skiptir þetta eitt máli”, segir Chrissie. Það er gersamlega ekkert annaö sem máli varöar i minu lifi. Og ég mun færa hverja þá fórn sem nauðsynleg er... allt. Mér stendur á sama hvort ég á mér samastað og hvort ég sem félagsvera fer i hundana, þvi það eitt skiptir máli að rækta meö sér réttu hæfileikana”. „Persónuleiki fólks breytist ekki þó ytri aöstæður taki breytingum. Sennilega verð ég ávallt mjög niöurdregin og sennilega fer ég út aðra hvora helgi og drekk mig haugfulla og geri sjálfa mig aö algerum bein- asna og sennilega verð ég i raun og veru alltaf dálitið einmana og ein mins liðs... og ég sé ekki að það geti breyst hvort heldur ég er þjónustustelpa I siðdegis- boöum eða starfa að þessu”. Hreinræktað rokk Chrissie Hynde semur megnið af lögum Pretenders og texta auk þess sem hún annast svo til allan sönginn. Tónlist Pretenders er hreint og klárt rokk. Plata þeirra hefur al- mennt fengið góða dóma m.a. i Billboard þar sem plötunni voru gerð Itarleg skil. Fullvist má telja að rokkunnendur komist ekki hjá þvi að heyra meira I og af þessari ungu hljómsveit Chrissie Hynde, en hvort þess- ari 28 ára gömlu bandarisku popphet ju tekst að skrá nafn sitt og hljómsveitar sinnar á spjöld tónlistarsögunnar svo eftir verði tekiö — verður timinn að leiða i ljós. Byrjunin lofar þó góöu. —Gsal Kristján Róbert Kristjánsson skrifar Dr. Feelgood — Let it roll Þeir félagar I Dr. Feelgood hafa starfað saman siðan 1971 með aðeins einni breytingu, er þeir skiptu um gltarleikara. Þeir hafa á þessum tima gefið út niu hljómplötur. Tóniist þeirra hefur aðallega byggst á rythm og blues i svipaðri mynd og Rolling Stones og Pretty Things fiuttu á árunum 1963-65. Þótt þeir hafi spilað þessa tónlist í gegnum árin hlutu þeir ekki vcrulega hylli fyrr en ’76 er ojhylgjutónlistin var að ryðja sér rúm, enda á sama grunni byggð. Dr. Feelgood skipa þraut- reyndir menn sem eru greini- lega með allt á hreinu hvaö þeir eru að gera. k.r.k. 7.5 Steve Forbert— Jackrabbit Slim Stcve Forbert er kominn með aðra plötu sina Jackrabbit Slim. Forbcrt er vaxandi tónlista- maöur og hefur margt gott fram að færa. Sumir hafa meira aö scgja gerst svo djarfir að lfkja honum við meistara Dyian. Hann leikur á gitar og munn- hörpu og hefur nokkuð sérstæða rödd, en frekar kraftlitla sem oft á tiöum dregur úr áhrifa- mætti þess sem hann hefur fram að færa i textum sinum. Forbert leggur nokkuð mikið upp úr textunum og tekst það mjög vel. Með sama áframhaldi má búast viö miklu af honum I framtiöinni. K.R.K. 6.5 Gunnar Salvarsson skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.