Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. febrúar 1980. 3 Sigurður og blaðamaður rabba^aman á einu herbergi Hótels Loftleiða. sjómanna, hún gæti staðið fyrir utan bygginguna sem eins konar minnismerki. Ég fellst á þetta, fallbyssunni var komið um borð og vð lögðum af stáð. Við vorum ekki komnir langt, þegar tveir lögreglubátar komu upp að skipinu og nokkrir Texti: Axel Ammendrup Myndir: Jens Alexandersson, ljós myndari. € alvopnaðir lögreglumenn komu um borð. Einn þeirra byrjaði að babla einhver ósköp á spænsku, en ég skildi litið í þvi tungumáli þá, en mér skildist þó, að han vildi fá kanónuna, sagði að hún væri eign Francos. t sjóinn með hana Ég sagði þá, að það væri i lagi og lét henda henni fyrir borð, en hafði þó vit á þvi að taka mið af staðnum. Lögreglumennirnir skiptu litum af bræði, sveifluðu vopnunum, en fóru svo bölvandi frá borði. Nokkrum árum siðar var ég á ferðalagi með fjölskylduna og við leigðum sumarbústað i þessari sömu vik. Við vorum þarna i tvær vikur og ég var undir eftir- liti lögreglunnar allan timann. Eins og hætta væri á að draga kanónuna af sjávarbotni með róðrarbát og setja han i Fiatinn, 750 kilógramma kanónuna! Mér reiknaðist til árið 1968, að verðgildi byssunnar hafi veriö 25 þúsund dollarar (10 miljónir is- lenskra á núverandi gengi.) Þegar ég var svo á ferð þarna á Sæbjörginni, stóðst ég ekki freistinguna og gekk úr skugga um að kanónan væri þarna enn- þá. Hvað ég geri i framtiðinni læt ég ósagt, en það kæmi mér ekki á óvart þó að ég læddist þangað einhvern daginn á honum Albert gamla og næði i byssuna”. Skipstjóri á innrásarpramma — Hvernig gekk þér að fá vinnu i Bandarikjunum? ,,Ég hef alla tið verið einstak- lega heppinn og ánægður meö lif- ið og ég er ákaflega þakklátur forsjóninni. Daginn eftir að við komum til Miami, en það var i júni-mánuði 1971, var mér boðin vinna. Ég átti að vera skipstjóri á stórum innrásarpramma, sem átti að flytja vörur fyrir banda- riskt fyrirtæki i Karabiska haf- inu. Þarna eru miklar hafnleysur og þvi erfitt að koma við stórum skipum, og mikill hluti starfs mins var i þvi fólginn að finna hentuga lendingarstaði fyrir prammana. Ég hafði gaman af þessari vinnu. Ég hef aldrei strandað skipi áður, en þarna var mér beinlinis uppálagt að gera það, og ég stundaði af mikilli kost- gæfni að sigla á fullri ferð upp á ströndina. Ári seinna seldi ég Sæbjörg- ina, hef reyndar alla tið séð eftir þvi, og fluttist norðar eða til New Jersey. Konan vildi nefnilega sjá is og snjó og kunni illa við sig á Miami, þó ég persónulega vildi helst aldrei sjá is nema þá i glasi. Nú búum við i Pennsylvaniu en flytjum sennilega aftur i vor en ég veit ekki ennþá hvert konan ætlar. Sjálfum er mér alveg sama, vildi helst búa i tjaldi. Núna er ég orðinn bandariskur rikisborgari og er skipstjóri á nokkuð stóru rannsóknarskipi, Alco Seaprob og við stundum helst oliurannsóknir. Ég leigi Al- bert reyndar einnig út til oliu- ranns ókna.” — Hvers vegna gerðist þú bandariskur rikisborgari? ,,Það má enginn stjórna bandarisku skipi nema Bandarikjamaður. Þar til ég fékk rikisborgararéttinn var ég áskipum sem sigldu undir Pan- ama- eða Liberiufána. Það virðast engar kröfur vera gerðar til skipstjóra slikra skipa, það er nóg að þú kunnir á hjólhest. Enga Heinz-tómatsósu, takk! En það gekk ekki alveg átaka- laust að fá rikisborgararéttnn. Maður fær hann sjálfkrafa eftir að hafa búið fimm ár i Bandarikjunum, en mér bauðst gott starf hálfu ári áður en þau timamörk voru liðin. Ég fór þvi fram á undanþágu, sem var tek- in fyrir i senatinu. Beiðni min var felld og sá, sem barðist harðast á móti mér var John Heinz, þessi með tómatsós- una. Heinz-tómatsósa var þvi al- ger bannvara á minu heimili i langan tima eftir þetta”. — Hver var ástæðan fyrir heimsókn þinni til íslands núna? ,,Ég er bara að heimsækja vini og ættingja, ég kem yfirleitt á eins til tveggja ára fresti. En mér skilst, að eftir að ég keypti Albert hérna um árið fái þeir fyrir hjartað hjá Landhelgis- gæslunniihvertsinnsemég kem til landsins”. Við Jens ljósmyndari fórum nú að tygja • okkur af stað, enda búnir að taka mikið af tak- mörkuðum tima Sigurðar. „Jæja strákar, það var gaman að tala við ykkur. Ég reyni að ljúga ekki mikið og ef þið komið þessu sæmilega saman gæti jafnvel farið svo að einhver gamall maður hafi gaman af þvi að lesa þetta”, sagði Sigurður um leið og við kvöddum hann. — ATA „Það kæmi mér ekki á óvart þó ég læddist einn góðan veöurdaginn á Albert gamla og sækti kanónuna”. Kjósið strump marzmánaðar Nú gefst öl/um kostur á að kjósa STfíUMP marsmánaðar með þvi að fylla út seðilinn og senda hann merktan STRUMPUR MÁNAÐARINS Box 7042 — 127 Reykjavík fyrir 20. febrúar 1980 5 strumpahús í vinning ! I Ég kýs _ . S Strump mánaðarins i Mafn Hfiimili i Póstnúmer Sími ! KRÁKUSsf Suðurgötu 3A — Sími 2-32-22 — Reykjavík Sérvalinn þrirétta veislumatur á aðeins 6.400 kr. Matsveinn helgarinnar er Hörður Ingi Jóhannsson. FORRÉTTUR: Kjötseyði Republik. (Consomme Republik). Eða Rækjucoktail (Crevettes au Andalouse). AÐALRÉTTUR: Innbakað Lambalæri í smjördeigi með krókettukartöflum, salati og rauðvínssósu. (Pate L ’Agneau Merchand d’ vins). DESERT: Vanilluís m/ferskjum, ávaxtasósu og rjóma. (Coupe Peach Melba). Verð kr. 6.400.- Hátíðarmatur á hvunndagsverði! ASKUR Laugavegi 28

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.