Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 20
vism Laugardagur 16. febrúar 1980. hœ krakkar! Saga um stráka Siggi og Jói voru að hjóla heima hjá Jóa. Þá klessti Siggi á Jóa. Þá meiddi Jói sig. Óli hló. Jói var reiður og hljóp á eftir Óla, en náði honum ekki. Svo fór Jói heim og vildi ekki leika sér meira úti i dag. Siggi fór með Jóa inn i bilaleik. Þeir léku sér lengi. Svo fór Siggi heim til sin að borða. Stefán 1. G. Kópavogs- skóla. Strákur að leik. Guðrun M. 7 ára i Kópavogsskóla teiknaði þessa mynd. Viðar Þór 7 ára I Kópavogsskóla teiknaöi þessa mynd. Krakkarnir í 1. G. I Kópavogsskóla hafa sent siö- unni mikiö efni, bæöi sögur og myndir, sem sumt birtist fyrir viku og annaö á eftir aö birtast. Þið eruö dugleg aöskrifa og teikna, krakkar i 1. G. Kópavogsskóla. Þaö er gaman aö fá svona mikiö af góöu efni frá duglegum krökkum. Karólina, 7 ára, i Kópavogsskóla, teiknar þessa mynd af kennaranum sinum, henni Mariu. DAGUR HJA EDDU Einu sinni var stelpa. Hún hét Edda. Edda var i skóla. Eddu fannst gaman i skólanum. Einn góð- an veðurdag fór hún i skólann. Kennarinn hét Maria. Edda kunni starfi. Maria var góður kenn- ari. Hún kennir reikning. Edda vissi, hvað 5+5 var. Maria lánaði þeim kubba. Nú var skólinn búinn. Þá fór Edda heim. Edda var i góðu skapi. Þegar hún kom heim, var mamma hennar glöð. Edda á systur. Hún er bara 3 ára. Edda leikur sér með henni. Edda fór i rúm- ið. Hún biður bænirnar sinar. Svo sofnar hún. Jórunn, 7. ára, l.G, Kópavogsskóla. Framhalds- sagan - 5. hluti Lóa Lóa, Tómas og Guð- rún héldu hlutaveltu og hún gekk ljómandi vel. Þau söfnuðu miklum peningum, sem þau ætluðu að gefa i bygg- ingarsjóð sjúkra- heimilis fyrir aldrað fólk. Á mánudag eftir að hlutaveltan var haldin, fóru þau öll með pen- ingana á skrifstofuna, þar sem tekið var við framlögum til sjúkra- heimilisins. Konan, sem tók við peningunum, varð fjarskalega ánægð og hún sýndi þeim likan af heimilinu. Lóa, Tómas og Guð- rún voru lika mjög ánægð, og þegar þau komu heim fóru þau strax að hugsa um næstu hlutaveltu. Þau áttu nefnilega afgang af hlutunum, sem þau höfðu fengið á fyrstu hlutaveltuna. Seinna ætluðu þau svo að safna meiru og halda aðra hlutaveltu. Þau geymdu alla hlutina, sem eftir voru, i stór- um plastpoka. Það kom i hlut Lóu að geyma plastpokann. Þegar krakkarnir komu heim, hittu þau Ragnar, skólabróður sinn. Hann var að flýta sér út i fótbolta. úti við skólann var góður völl- ur og þar voru nokkrir strákar að leika sér. Lóa, Guðrún og Tómas stönsuðu og töl- uðu við Ragga. — Megum við vera með? spurði Tómas. — Já, en flýtið ykkur þá, við erum að fara að skipta i lið. Krakkarnir hlupu allir út á völlinn. Tveir stórir strákar skiptu i. lið. Svo var keppt. Það átti að spila upp á tiu mörk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.