Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 4
Laugardagur 16. febrúar 1980. 4 Einari Bollasyni, landsliðsþjálfara í körfuknattleik, var i vetur keppni atvinnumanna í Bandarikjunum er leikinn besti körfuknatt- boðið til Seattle í Washington til að kynna sér þar þjálfun. Einar fór leikur í heiminum í dag. þessa ferð í boði Marv Harsman, þjálfara Péturs Guðmundssonar hjá University of Washington, en auk þess að fylgjast með æfingum Það var mikill heiður, sem Lenny Wilkens, þjálfari Seattle Super- hjá því liði átti hann þess kost að fylgjast með æfingu og leikjum hjá sonics sýndi Einari, er hann bauð honum að vera viðstaddur æfingu meistaraliði Bandaríkjanna í körfuknattleik atvinnumannanna, hjá liðinu og ræða við sig. Þessar æfingar eru ávallt lokaðar öllum Seattle Supersonics. óviðkomandi og fá engir að fylgjast með þeim nema þeir sem vinna Margir Islendingar fylgdust á sinum tíma með keppni atvinnu- aðþjálfun liðsins. Einar varð fúslega við þeirri ósk Helgarblaðsins mannanna í sjónvarpi Varnarliðsins á Kef lavíkurflugvelli, en i að skýra frá ferð sinni,í þeirri grein sem fer hér á eftir. Bandaríski þjálfarinn spurdi um verdbólguna og eldgosid í Eyjum — Einar Bollason landsliðsþjálfari i körfuknattleik spjallar við Helgarblaðið um ferð sína á slóðir bestu körfuknattleiksmanna heimsins Þjálfari liðs Seattlé Super- sonics, sem Varð sigurvegari i keppni atvinnumannaliðanna i bandariska körfuknattleiknum á siðasta keppnistimabili, heitir Lenny Wilkens og er blökku- maöur, rúmlega fertugur að aldri. Hann var áður i hópi bestu leikmanna i Bandarikjunum og lék með ýmsum þekktum s.s. Los Angeles Lakers og Supersonics, siðasta árið einnig sem þjálfari þar. Ariö 1975 var hann rekinn frá félaginu, en hafði áður byggt upp framtiöarlið þess með kaupum á ungum snjöllum leikmönnum. Sá sem tók við starfi hans sem þjálf- ari þótti ekki skila miklum árangri, leikmennirnir voru óánægöir og vildu að Lenny Wilk- ens tæki viö aftur og svo fór að eigendur félagsins urðu að biöja hann um að taka viö störfum sin- um að nýju. Þaö geröi hann á miðju keppnistimabili 1977-1978 og liðið komst i úrslit. 1 fyrra var hann siðan með liðiö allt keppnis- timabiliö og undir hans stjórn sigraöi liðið i NBA-keppninni og hlaut þar með titilinn „Heims- meistarar félagsliða”. Góðar tekjur Lenny Wilkens þi£gur nú hæstu laun, sem nokkur fþróttaþjálfari I Bandarikjunum hefur. Þau hafa ekki verið gefin upp nákvæmlega en talaö er um 200 milljónir is- lenskra króna á ári! ,,Ég hafði mikinn áhuga á þvi að hitta þennan mann og fá tæki- færi til að spjalla við hann”, sagði Einar Bollason þjálfari fslenska landsliðsins, er Helgarblaöið ræddi við hann, „enda þjálfar hann besta körfuknattleikslið heims I dag. Þegar Marv Hars- man, sem þjálfar Pétur Guð- mundsson hjá University of Washington, komst að þessum áhuga minum, hringdi hann til Wilkens og var það auðsótt að fá að mæta á æfingu hjá liöinu, fylgjast meö hvernig liðið æfir og spjalla við Wilkens. Ég lft á þetta sem mikinn heiður, enda eru æfingar liðsins að öllu jöfnu alveg lokaðar fyrir utanaðkomandi og fréttamenn fá aldrei að fara þar inn”. Sæti fyrir 90 þúsund „Ég hef aldrei séð annað eins fþróttahús eins og íþróttahöll félagsins.svo mikið mannvirici er hún. Körfuboltinn er leikinn f einu horni hússins og eru þá sæti fyrir 40 þúsund áhorfendur og oftast uppselt á leiki liösins. Annars er höllin einnig notuö fyrir leiki I „football” — bandariskri knatt- spyrnu — þá er leikið á gervigrasi innanhúss og sæti fyrir 90 þúsund áhorfendur. Þegar ég fór á leik hjá liðinu með Pétri Guðmundssyni lögðum við bil okkar við hlið hússins. Inn- gangurinn var hinsvegar á hinni hliðinni og við vorum 15 minútur að ganga f kring um húsið að inn- ganginum. Það er eins og gefur aö skilja ekkert smá fyrirtæki að koma fólkinu öllu fyrir i þessu húsi en það er leyst á þann hátt að bílar keyra fólkið upp utan á hús- inu alveg upp á efstu hæð og ég sá einnig marga bila á leið þar upp, hlaðna gosdrykkjakössum og öörum varningi”. Tæknilegar æfingar A æfingunni hjá liðinu varð Einar vitni að þvf, að leikmenn einbeittu sér eingöngu að tækni- hliö körfuboltans, enda þekkist það ekki að æfingar félagsins fari i það að byggja upp úthald leik- manna. „Leikmennimir sjá alveg um slikt sjálfir, þeir eru i fullri út- haldsþjálfun, þegar keppnistima- bilið hefst”, sagði Einar. „Ef þ'aö kemur i ljós, aö úthaldsþjálfun þeirra er eitthvað ábótavant, þá er ekki beðið lengi með að taka þá út af launaskrá. Samkeppnin er gffurleg og ég get nefnt nokkrar tölur I þvi sambandi. A hverju ári útskrifast 15-20 þúsund körfuknattleiksmenn úr háskólum i Bandarikjunum og I þeim hópi eru 7-800 toppleikmenn. 1 atvinnumannadeildinni — NBA — eru hinsvegar aðeins 22 lið og á hverju ári eru ekki teknir inn nema um 40 nýir leikmenn svo að sjá má, að það er hart barist um þær stööur sem losna. Þetta er hin glæsilega bygging, Iþróttahús Seattle Supersonics I Seattle, sem tekur 90 þúsund áhor- fendur i sæti. Ef myndin prentast vel, má sjá akvegi fyrir bifreiðar utan á húsinu, en bflar flytja áhor- fendur upp á efstu hæöir áhorfendapallanna. „Pétur Guðmundsson á góða möguleika á að verða fyrsti eriendi körfu- knattleiksmaðurinn, sem veröur atvinnumaður i Bandarfkjunum” segir Lenny Wilkins, þjálfari Seattle Supersonics. Spurð! um verðbólguna „Lenny Wilkens tók mjög vel á móti mér og á meöan aðstoðar- mennhans stjórnuðu æfingu liðs- ins, ræddi ég stuttlega við hann. Wilkens virtist greinilega vita eitthvað um tsland, hann spurði mikiö um eldgosið f Vestmanna- eyjum og ekki var áhugi hans minni á aö ræða verðbólguna á Is- landi. En hann hafði aldrei vitað að það væri leikinn körfuknatt- leikur á Islandi fyrr en hann sá Pétur Guömundsson. „Mér haföi varla dottið það i hug”, sagði hann, en bætti siðan við: „En land sem framleiðir leikmann eins og Pétur Guð- mundsson sem leikur með Uni- versity of Washington er greini- lega ekki að stfga sin fyrstu skref I Iþróttinni. Eigiö þið fleiri svona leikmenn eins og Pétur?” Þá spurði ég hann hvort hann teldi, að Pétur ætti möguleika á að komast I atvinnumennsku, þegar hann lyki námi I háskóla. „Ég hef fylgst með Pétri og hann er gffurlegt efni”, sagöi Wilkens. „Hannhefur óvenjugóða boltameðferð af svo hávöxnum leikmanni að vera og ég held að hann eigi tvímælalaust mögu- leika á aö komast i atvinnu- mennskuna og verða þannig fyrsti erlendi leikmaðurinn, sem leikur I NBA deildinni. Og ekki skemmir það fyrir honum að æfa undir handleiðslu Marv Harsman Texti: Gylfi Kristjánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.