Vísir - 16.02.1980, Blaðsíða 30
Laugardagur 16. febrúar 1980.
30
!
óperutónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands LA TRAVIATA
eftir G. Verdi
Flytjendur: ólöf K. Harðardótt-
ir. Garðar Cortes. Guðmundur
Jónsson. Anna Júliana Sveins-
dóttir Eiisabet Erlings-
dóttir, Sigurður Björnsson,
Halldór Vilhelmsson, Hjálmar
Kjartansson, Kristinn Hallsson,
Kristinn Sigmundsson.
Söngsveitin, Fflharmónia, kór-
stjóri Marteinn H. Friðriksson,
aðstoðarmaður Agnes Löve.
Hljómsveitarstjóri Gilbert
Levine. Aðstoðarmaður Sue
Marie Peters.
Undirritaður gat þvi miður
ekki verið viðstaddur þessa tón-
leika fyrr en þeir voru fluttir i
annaö sinn, fimmtud. 14. febr.
Þá hafði Már Magnússon, sem
sungið haföi eitt af smærri hlut-
verkunum á fyrstu tónleikun-
um, forfallast á siðustu stundu,
og gekk framkvæmdastjóri Sin-
fóniuhljómsveitarinnar, Sigurð-
ur Björnsson, inn I hlutverkið
fyrirvaralaust. A frammistöðu
hans var þó hvorki blettur né
hrukka. Guðmundur Jónsson,
sem á fyrri tónleikunum hafði
veriö eitthvað miður sin vegna
nýafstaðinna veikinda, hafði nú
náð sér og söng af sinu venju-
lega öryggi og myndugleik.
Einn kórmanna, Kristinn
Sigmundsson, kom á óvart með
flutningi nokkurra tónhendinga
sem heyra til þremur allra
minnstu hlutverkum óperunnar.
Það má mikið vera, ef hann er
ekki efni i „alvörusöngvara”.
Um frammistööu einstakra
söngvara i aukahlutverkum er
annars ekki ástæða til að fjöl-
yrða. Þeir skiluðu allir hlut-
verkum sinum með þeirri prýði,
sem vænta mátti, og fellu vel
inn I heildina.
En um söngvarana i aðalhlut-
verkunum, þau Ólöfu Harðar-
dóttur og Garðar Cortes, verður
að hafa fleiri orö. Rödd G-röars
er ekki ein af þessum miklu
óperuröddum, sem glansa á há-
um og sterkum brjósttónum og
er stundum, þvi miður, beitt
meir af kröftum en viti. Röddin
er ekki mikil, en Garðar fer vel
með hana, og nýtist hún þvi eins
og best verður á kosið. Án þess
aö gera litið úr nokkrum öörum
verður þó að segja eins og er, að
þaö var Ólöf Harðardóttir sem
„átti” þessa tónleika. Glæsileiki
hennar bæði i söng og fram-
komu og vald hennar yfir hinu
mikla og erfiða hlutverki Vio-
lettu lét engan áheyranda
ósnortinn enda uppskar hún
fagnaðarlæti I samræmi við
það. Hún er ekki lengur „efni-
leg” söngkona, hún er þegar
farin að efna myndarlega þau
loforð, sem hún hefur gefið
áheyrendum slnum á undan-
förnum árum.
Söngsveitin Filharmónia var
ágætlega æfð og jafnvægi radda
betra en oftast áður. Karlarnir,
þótt þeir séu enn helmingi færri
en konurnar, sýndu óvenjulega
snerpu. Söngsveitin viröist aftur
vera á framfarabraut undir
handieiðslu Marteins Hunger
Friörikssonar.
Sinfónluhljómsveitin lét ekki
sinn hlut eftir liggja. Undirleik-
ur i óperum Verdis frá þessu
timabili lætur ekki mikið yfir
sér og sýnist oft i fljótu bragði
hversdagslegur og jafnvel lág-
kúrulegur, en hann leynir á sér
og á drjúgan þátt i að skapa og
undirstrika hin miklu blæbrigði
tilfinninganna i þessu róman-
tiska verki. Samtakaleysi blás-
ara var til ama á stöku stað, en
það stafar eflaust af þvi, að tré-
blásarar annarsvegar og málm-
blásarar hins vegar voru stað-
settir svo fjarri hver öðrum á
sviðinu, að þeir voru naumast I
kallfæri sin á milli. Þetta ætti að
athuga.
1 heild var glæsibragur yfir
þessum tónleikum, og drama-
tisk tilþrif stjórnandans, Gil-
berts Levine, sem vikið var að i
umsögn um sinfóníutónleika ný-
lega, nutu sin nú til fulls. Kunn-
ugir segja, að aðstoðarmaður
hans, Sue Marie Peters, hafi
unnið mjög gott starf á æfing-
um, en þvi var þá llka fylgt eftir
með markvissum og áhrifa-
miklum hætti.
Ég hef annarsstaðar leiðrétt
þá missögn, að þetta sé i fyrsta
skipti sem ópera er flutt hér á
tónleikum. Slikar tilraunir voru
gerðar með ágætum árangri
fyrir fullum tuttugu árum. Það
er vel, að þráðurinn hefur verið
tekinn upp aftur, og vonandi
lætur Sinfóniuhljómsveitin ekki
hér staðar numiö. Óperu-
flutningur með þessum hætti
má ekki koma niður á annarri
starfsemi hljómsveitarinnar, en
hann getur verið ágæt auka-
geta, unnið hljómsveitinni nýja
áheyrendur og kynnt þeim jafn-
framt óperur, sem litil von er til
að verði færðar upp á islensku
leiksviöi I tið núlifandi manna.
Ennfremur mundi þaö skapa
hinni vaxandi stétt ágætra en
verkefnasnauðra söngvara
aukin tækifæri til að láta til sin
heyra. En enginn ætti aö hafa á
móti þvi að erlendir söngvarar
taki þátt i tónleikahaldi af þessu
tagi. Samstarf við góða erlenda
listamenn gæti einmitt verið
holl reynsla hinum ungu
söngvurum okkar. Þaö hefur
verið margsýnt, að unnt er að
flytja óperur meö islenskum
söngvurum eingöngu, a.m.k.
sumar óperur, og þarf út af fyrir
sig ekki aö sanna það oftar.
Jón Þórarinsson
Leikbruouiand:
Meislari Jakob kom
inn á kreik aftur
Leikbrúðuland, Frikirkjuvegi
11, sýnir á sunnudaginn, 17.
febrúar, kl. 3, þrjá þætti um
Meistara Jakob, og verða sýn-
ingar á þeim þrjá næstu sunnu-
daga þar á eftir á sama tima.
Flestir krakkar kannast vist við
Meistara Jakob þann óforbetran-
lega prakkara brúðuleikhússins.
Persónan Meistari Jakob á rætur
að rekja til markaöstorganna i
Evrópu á miðöldum. Kringum
hann hefur skapast ákveðinn leik-
still, sem ekki hefur breyst mikið,
en virðist samt enn njóta jafn-
mikilla vinsælda.
Þeir þrir þættir sem sýndir
verða, heita Meistari Jakob
bakar, Meistari Jakob gerist
barnfóstra og Meistari Jakob og
afmælistertan.
Meistari Jakob bakar var
fyrsta leikritið, sem Leikbrúðu-
land setti upp, fyrir 7 árum.
Meistari Jakob gerist barnfóstra
var sýnt veturinn eftir, en Meist-
ari Jakob og afmælistertan er nú
sýnt i fyrsta sinn hér i Reykjavik.
Alls hafa verið sýnd 9 leikrit um
Meistara Jakob I leikbrúðulandi.
Leikbrúðuþættirnir um Meistara
Jakob eru þýddir úr dönsku og
staðfærðir.
Verö aðgöngumiða er kr. 1500.
Miðasalan er opnuð á sýningar-
dögunum kl. 13., og er þá hægt að
panta miða i sima 15937.
H.S.
Hér er nornin að stela bakaranum, I leikbrúðuþættinum Meistari Jakob
og afmælistertan, til þess að geta borðað kökur alla daga. Ljósm. BG.
Menningardagar mennta-
og fjölbrautaskðlanema
Menningardagar Landssam-
bands Mennta- og fjölbrauta-
skólanema hófust i gær i Mennta-
skólanum við Hamrahlið með þvi
að nemendur Fjöibrautaskólans
Itreiðholti sýndu söngleikinn
Kabarett undir stjórn Sigrúnar
Björnsdóttur.
1 dag klukkan 14.00 verður dag-
skrá i Menntaskólanum i Hamra-
hlið þar sem nemendur úr
Menntaskólanum á Isafirði sýna
einþáttunginn „Party” eftir Odd
Björnsson. Einnig verða nem-
endur úr Flensborgarskólanum
með kynningu á leikriti.
1 kvöld verður tónlistardagskrá
og stendur hún frá klukkan 20.00-
Vlsisbíó
Maður tiltaks verður I Visisbfói
i dag, og er þar um að ræða kvik-
mynd um sömu persónur og
gerðu garðinn frægan I sjón-
varpsþáttunum með sama nafni.
Sýning myndarinnar, sem er í lit-
um og með islenskum texta hefst
kl. 15 i Hafnarbiói.
Merki menningardaga Landsam-
þands Mennta- og Fjölbrauta-
skólanema
22.00 en þar munu skólahljóm-
sveitir leika. Auk þessa verða i
allan dag hraðskákmót, ljós-
mynda og kvikmyndasýningar I
Menntaskólanum við Hamrahlið.
Á morgun, sunnudag verður
„Opið hús” i Menntaskólanum
við Sund milli klukkan 15.00 og
18.00. Þar verður boðið upp á
ljóðadjass, ljósmyndasýningu og
fleira. Dagskránni lýkur svo um
kvöldið kl. 21.00 með tónleikum i
sal Menntaskólans við Sund þar
sem kórar skólanna syngja.