Vísir - 26.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 26.02.1980, Blaðsíða 8
Þri&judagur 26. febrúar 1980 | Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnúsölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. IVerð i lausasölu j230 kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. Ríkisstofnun undir hnífinn i Afangaskýrsla könnunarnefndar sjávarútvegsrá&uneytisins um Framlei&slueftirlit sjávarafurOa sýnir, aö hjá þeirri stofnun er hægt aö skera stórlega niöur, spara hundruö milljóna árlega og fækka jafnvel starfsmönnum um þrjá fjór&u. Þaðer ekkert launungarmál að útþensla ríkisbáknsins hér á landi hefur oft orðið sjálfkrafa og án þess/ að menn hafi í raun áttað sig á því og allt of sjaldan hafa stjórnvöld staldrað við og spurt: Er þetta nú nauðsynlegt? Er ástæða til að ríkið annist þessa starfsemi? Væri ekki jafn- vel hægt að leggja niður einhverjar deildir vissra stofn- ana eða jafnvel heilar stofnanir? Því ber ekki að neita, að stöku sinnum hafa verið settar nefndir í það að kanna möguleika á breyttri starfsemi ákveðinna stofnana eða fyrirtækja l eigu ríkisins eða sölu fyrirtækjanna I hendur einkaaðila, en niður- stöður slíkra kannana hafa yfir- leitt endað í skrifborðsskúff um kerfisins og engar meirháttar breytingar verið gerðar. Upplýsingar um efni áfanga- skýrslu um Framleiðslueftirlit sjávaraf urða, sem birtust í Vísi i siðustu viku, vekja vonir um að einhverjar breytingar verði gerðar á skipulagi og starfsemi þeirrar ríkisstof nunar, þótt eflaust verði mörg Ijón á vegi slíkrar endurskoðunar. Nefnd, sem sjávarútvegsráð- herra skipaði síðastliðið haust, og í eiga sæti f ulltrúar ýmissa aðila, sem hagsmuna hafa að gæta, bendir í skýrslu sinni á margvís- leg atriði, sem hægt væri að gera gerbreytingu á, ef vilji væri fyrir Ég hef lengi hugleitt hversu mjög bókasöfn geti veriö lei&- andi varöandi val barna á les- efni. Vist er a& hér á landi eru -bókasöfn mjög áhrifamikill þáttur 1 bókaa&föngum barna. Samkvæmt athugun á útlánum nokkurra almenningsbókasafna hér á landi, má ætla aö hér á landi séu lána&ar a& jafna&i ca. 10 bækur úr bókasöfnum til hvers ibúa í landinu. Þar af er alveg óhætt a& fullyröa aö börn eiga stóran hlut aö máli. Þess vegna tel ég a& besta lei&in til aukinnar bókmenning- ar me&al barna og unglinga sé stu&ningur vi& almennings- og skólasöfn i landinu. Ljóst er, a& viöa er potturinn brotinn aö þvi er var&ar fjárveitingar til al- menningsbókasafna. Ég sé ekki ástæ&u til aö geta sérstakra sta&a i þvi sambandi. Þó vil ég geta þess a& þau sveitarfélög, þar sem börn eru hlutfallslega flest þurfa helst á góbri bóka- safnsþjónustu aö halda. Hér I Reykjavik hefur veriö unniö mjög gott starf i Borgar- bókasafni og þrátt fyrir mjög slæm starfsskilyr&i er þjónusta safnsins mjög góö. Helsti ljó&urinn á þjónustunni er þó skortur á a&stööu I Breiöholts- hverfi, sem er mikiö „barna- hverfi” og þaö er staöreynd aö vandamál var&andi lestreg börn minnka þar sem gób útlána- þjónusta er fyrir hendi. 1 BreiB- holtshverfi er bókasafnsþjón- ustan i formi bókabilaheim- sókna, sem telst engan veginn fullnægjandi þjónusta og þess hendi. Með endurskipulagningu starfa og verkefna Framleiðslu- eftirlitsins telur nefndin, að jafn- vel væri hægt að ganga svo langt að fækka störfum hjá stofnun- inni úr 76 í 18. Þá yrði farin rót- tækasta leiðin varðandi breyt- ingar á stofnuninni og starfs- grundvelli hennar. Er þar meðal annars átt við,að einn stærsti þátturinn í núverandi starfsemi stof nunarinnar, Ferskfiskeftirlitið, yrði alfarið lagt niður á vegum ríkisins. Dr. Björn Dagbjartsson, formaður endurskoðunar- nef ndarinnar, sagði í samtali við Vísi í vikunni, að þær aðstæður, sem urðu til þess, að ferskfisk- matið var tekið upp fyrir 18 árum, væru ekki lengur fyrir hendi. Slíkt ferskfiskmat, sem hér tíðkaðist, þekktist hvergi lengur í heiminum. Kostnaðurinn við rekstur Framleiðslueftirlitsins nam l fyrra um 550 milljónum króna. Stofnunin hefur starfað í núver- andi mynd frá því í júlímánuði 1975, en þá var starfsemi Fisk- mats ríkisins og Síldarmats ríkisins sameinuð í einni ríkis- stofnun sem hlaut nafnið ►Framleiðslueftirlit sjávar- afurða". Þegar lögin um Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða voru afgreidd á Alþingi í árslok 1974 kom fram, að einn megintil- gangur sameiningar áður- nefndra tveggja stofnana hafi verið að auka sparnað og nýta betur þann mannafla, sem ynni að mati sjávarafurða og eftirliti með flutningi, geymslu og vinnslu þeirra. Ekki verður á áfangaskýrslunni séð, að það hafi tekist, heldur hafi þvert á móti viðgengist ýmiss konar óhagkvæmni í rekstri og skipu- lagsleysi. í tilvikum sem þessum er auð- vitað ástæða til að staldra við og láta ekki stofnunina einnungis vera hluta af kerfinu, af því að hún hefur lengi verið það, heldur skoða í f ullri alvöru nauðsynina á tilveru hennar í þeirri mynd, sem nú er. Hver sem heildarniður- staðan verður, er Ijóst, að fersk- fiskmatið er algerlega hægt að leggja niður í núverandi mynd, enda er það í raun aðeins verð- lagningaraðili, milligönguaðili milli fiskkaupenda og fiskselj- enda, eins og nefndin bendir á í skýrslu sinni. Vonandi tekur Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, tillögur nefndarinnar til greina og sýnir, að hann þori að beita niðurskurðarhnífnum, þar sem hægt er í kerfinu. Börn og búkasöfn vegna er rik ástæ&a til aö hvetja viöeigandi a&ila til aö sjá um, a& bygging félagsmi&stö&var, sem> hýsir me&al annars bókasafn. veröi flýtt sem allra mest. Framkvæmdir eru hafnar og vonandi stenst áætlun um, aö safniö veröi tekiö I notkun á ár- inu 1983. En hvaöa þjónustu veita bókmenntir Sigurfiur Helgason skrifar bókasöfn börnum? Þar eru jú sögustundir reglulega fyrir yngstu börnin. Þa& la&ar þau a& safninu og oft er þaö þannig, aö sá sem komiö hefur einu sinni kemur aftur og aftur. Flestöll stærri söfn hér á landi eru meö sérstakar barnadeildir og þaö er hróss vert. Hinsvegar van- hagar okkur um sérmenntaöa Reglugerö um skólabókasöfn ó grundvelli grunnskólalaganna hefur ekkl enn litiO dagsins ljós. starfsmenn til a& þjóna börnum. Úr þvi þarf a& bæta hiö allra fyrsta. En þrátt fyrir þaö, aö börn sæki söfn mikib eru alltaf ein- hver sem ekki notfæra sér þessa ágætu þjónustu. Hvaö er til úr- bóta? Oft eru þaö þau börn sem 'helst þurfa á þvi aö halda aö vi&halda lestrarkunnáttu sinni og þurfa aö hafa a&gang aö sem bestum bókakosti. í þeim tilfell- um þurfa foreldrar að hvetja börn sln til aö fá bækur aö láni. Þar ætti enginn aö þurfa aö hverfa frá vegna efnahags, þar sem gjöldin eru hlægilega lág og hindra engan. 1 bókasöfnum eru fyrir hendi flestallar þær bækur sem gefnar eru úthanda börnum. Sárafáum bókum er hafnaö og þá eingöngu ef ærin ástæöa er til. Þess vegna tel ég, aö rétt sé a& vekja athygli á söfnunum og um leiö er von til aö áhugi barna á bókum aukist þeim til gagns og gle&i. Skólasöfnin hafa stórt hlut- verk I þessu sambandi og I smærri sveitarfélögum er nauö- synlegt a& sameina skóla- og al- menningssöfn, þar sem tak- markaö fjármagn er fyrir hendi og nau&synlegt er að nýta þaö sem allra best. Lög um grunnskóla voru sett áriö 1974. Nú eru bráöum liöin 6 ár frá gildistöku þeirra. Þess vegna er virkilega nauösynlegt aö reglugerö um skólasöfn, sem visaö er til I lögunum fari aö sjá dagsins ljós hiö allra fyrsta. Sigur&ur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.