Vísir - 26.02.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 26.02.1980, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 26. febrúar 1980 22 SauOárkrókur eða Þorlákshöfn: Hvor bærlnn hreppir sleinullarverksmlDiuna? Mikil samkeppni er í uppsiglingu milli Sauöárkróks annars vegar og Þorlákshafnar hins vegar vegna fyrirhugaðrar byggingar á steinullarverksmiöju. Athuganir hafa sýnt aö rekstur einnar slíkrar verk- smiðju er hagkvæmur, og bæði bæjarfélögin telja sig uppfylla þau skilyrði, sem verða að vera fyrir hendi til verksmiðjurekstrarins. Hér á eftir fer forsaga þeirrar stöðu, sem upp er komin í þessu máli núna. Frumathuganir hófust 1975. Sauðárkrókskaupstaður hóf árið 1975 frumathuganir á hugsanlegri byggingu steinullar- verksmiöju á Sauöárkróki. Sam- timis þessu voru aðrir nýiðnaöar- möguleika skoðaðir, en snemma árs 1976 var þvl hætt og öllum kröfum beint að könnun á stein- ullarframleiöslu. A árinu 1976 komst málið vel á rekspöl og var þá tekiö upp sem sérstakt verkefni atvinnumál- nefndar bæjarins. Þar voru teknar stefnumarkandi ákvarö- anir og meðal annars var sam- þykkt sérstök fjárveiting til verk- efnisins og hefur þaö verið gert á hverju ári síðan. Innlendir rannsóknaraðilar voru fengnir til að aðstoða at- vinnumálanefnd bæjarins og fyrsta áfanga rannsóknanna var talið lokið meö Könnunarskýrslu I, sem kom út i janúar 1978. 1 skýrslunni var fjallaö um þær jaröfræöirannsóknir, sem fram höfðu farið í Skagafiröi og gerö fyrsta áætlun um stofn- og rekstrarkostnað steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki með 15 þús- und tonna ársframleiöslu. Jákvæðar niðurstöður kynnisferðar. Aö tillögu Iðnþróunarstofnunar (nú Iöntæknistofnun) og I sam- ráði við Otflutningsmiöstöð iðnaöarins var ákveöið að næsta skref yrði kynnisferð til stein- ullar- og vélaframleiðenda er- lendis. Auk heimaaðila fóru i þessa ferð fulltrúar frá Iönþró- unarstofnun og Otflutningsmiö- stöð iönaðarins. Niðurstöður þessarar ferðar voru jákvæöar, en nú lá fyrir að gera þyrfti ýmsar kostnaöar- samar athuganir og var gerður samstarfssamningur við Iðn- tæknistofnun um þær. Samþykkt var aö fara með alla vitneskju um málið sem trúnaöarmál milli aðilanna. Haustið 1978 samþykkti iðnaðarráðuneytið að standa straum af kostnaði við bræðslu- prófanir og markaðsathuganir, en eingöngu gegn þvi skilyrði að aðrir aðilar en Sauðárkróks- kaupstaður. sem áhuga hefðu á framleiðslu steinullar, fengju að- gang að þeim upplýsingum á jafnréttisgrundvelli. Sunnlendingar koma til skjalanna. Þegar hér var komið sögu hafði veriö stofnað islenskt-þýskt rannsóknarfélag, Jaröefnarann- sóknir hf., til að vinna aö athugun á nýtingarmöguleikum jarðefna á Suðurlandi. Þetta félagar var stofnað i júli 1978 og islenski aöil- inn aö þvi er Jarðefnaiðnaöur hf., en að þvf standa öll sveitarfélög á Suðurlandi, auk fjölmargra ein- staklinga. Frumathuganir höföu verið framkvæmdar árið áður á vegum Jarðefnaiðnaöar hf. A árinu 1979 ákveður iðnaðar- ráðuneytið aö láta vinna stofn- og rekstarkostnaöaráætlanir fyrir steinullarverksmiðju á Islandi og voru fyrirtækin Jungers Verk- stads AB i Sviþjóö og Elkem Spigerverket I Noregi fengin til að vinna að þeim áætlunum undir stjórn Iðntæknistofnunar. Þann 31. janúar slðastliðinn gaf svo Iöntæknistofnun út samantekt á þeim hlutaáætlunum, sem fyrir lágu, og umsögn um steinullar- áætlunina. Niðurstöður skýrsl- unnar sýna að hagkvæmt er að reisa steinullarverksmiðju á Is- landi, sem framleiði 14-15 þúsund tonn af steinull á ári. Ríkið í vanda með staðar- val. Stofnkostnaöur þessa fyrir- tækis yröi svo mikill, að óhjá- kvæmilegt er að rikið kæmi inn i myndina sem eignaraðili og þar með yrði ákvörðun um staðsetn- ingu verksmiðjunnar i þess hönd- um. Tvö félög, sitt i hvorum lands- hlutanum, stefna að þvl að reisa verksmiðjuna, Steinullarfélagið hf., sem samanstendur af sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum i Skagafiröi og Jaröefnaiönaöur hf., sem eru hliöstæðir aðilar á Suöurlandi. Þaö fyrrnefnda hyggur verk- smiöjunni stað á Sauðárkróki, en hið slöarnefnda I Þorlákshöfn. Báðir staðirnir telja sig upp- fylla öll þau skilyrði, sem þarf til að reka megi verksmiöjuna af hagkvæmni og þvl verður úr vöndu að ráða fyrir rikisvaldið, þegar aö þvi kemur að velja henni stað. Góðar markaðshorfur. Miðað við núverandi markaðs- aöstæður er talið aö verksmiðjan gæti skilað umtalsverðum hagnaði og hafa fyrirtæki i V- Þýskalandi, Hollandi og Bret- landi lýst miklum áhuga á þvl að kaupa framleiösluna á gildandi markaðsverði á hverjum tima. Innanlandsmarkaður fyrir steinull er um 4000 tonn á ári, þannig að um tveir þriðju hlutar framleiðslunnar yrðu fluttir út. Vegna sihækkandi oliuverðs færist það mjög I vöxt, að steinull sé notuð til einangrunar húsa, þannig að framtlðarhorfurnar ættu að vera bjartar fyrir þessa framleiöslu. — P.M. Sauðárkrókur. Hreppir hann hnossið? Matreiöslumeistarar gera garðiim fe'ægan filuiu siifurverðlaun í Horðurlandakeppnl Þrir islenskir matreiðslu- meistarar gerðu garöinn frægan I Kaupmannahöfn fyrir stuttu, þegar þeir unnu til silfurverð- launa I norrænni matreiöslu- keppni. Þeir eru GIsli Thorodd- sen, sem starfar á Brauðbæ, Haukur Hermannsson á Loft- leiöum og Kristján Danielsson á Hótel Esju. Þátttakendur voru frá Finn- landi, Svlþjóö, Danmörku, Noregi og Islandi, þrir frá hverju landi. Þeir þurftu að skila tveim heitum réttum, sem hvor þurfti að vera fyrir 60 manns. Einnig sex fötum af köldum mat, sem hvert um sig þurfti að vera fyrir átta manns. „Þetta kostaöi mikla æfingu og það má segja, að allur okkar fritlmi hafi fariö I þetta frá þvi I desember”, sagði Gisli Thor- oddsen i spjaili við VIsi. íslensku þátttakendurnir i keppninni þurftu að fara utan meö öll hráefni og áhöld, en samtals vó þetta um 350 klló. Heitu réttirnir, sem þeir félagar matreiddu i keppninni voru sitrónumarineraður lambahryggur með madeira- sósu og djúpsteiktur skötuselur með rjómasoðnu spinati. Köldu bakkarnir frá islensku þátttakendunum vöktu sérstaka eftirtekt, enda fengu þeir sér- stök verðlaun fyrir þá. A þeim var ma. steikt og fléttuð villi- gæs, fylltur lambahryggur, smálúðuflök i hlaupi með hörpuskeljum og kjúklingafars. Þá gerðu þeir Islandskort úr blönduðu fiskfarsi og á þvi voru útskornir jarðsveppir, sem táknuðu Gullfoss, Geysi og Heklu. Ekki gleymdu þeir gamla is- lenska matnum, og á einum bakkanum var t.d. sviðasulta, hrútspungar, hangikjöt og fjallagrös, sem boriö var fram á óvenjulegan og nýtiskulegan hátt. Þaö voru Finnar sem hlutu gullverölaunin I keppninni en Danir voru I þriðja sæti. Þá komu Noregur og Sviþjóð. Þetta er i þriðja skipti, sem félagar i Klúbbi matreiðslu- meistara fara utan I keppni. í fyrsta skipti fóru þeir til Þránd- heims árið 1975, en önnur keppnin var i Kaupmannahöfn 1978. Þá lentu islensku keppend- urnir I fjdrða sæti, en þátttöku- þjóðir voru tólf. — KP. Glsli Thoroddsen, Kristján Danielsson og Haukur Hermannsson með verðlaunagripi sina. Hér má sjá eitt kalda fatið, sem þeir félagar báru fram i keppninni. lslandskortið er úr blönduðu fiskfarsi. Visismynd BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.