Vísir


Vísir - 26.02.1980, Qupperneq 23

Vísir - 26.02.1980, Qupperneq 23
VtSIR ÞriOjudagur 26. febrúar 1980 23 Umsjón: Hannes Sigurösson Sjónvapp kl. 22.30: Fjallaö um mál- efnl Miö-Ameríku I þættinum „Umheimurinn” verður einkum rætt um málefni Mið-Ameriku, en þau hafa að undan- Á fömu verið ofarlega á baugi i fjölmiðlum viðsvegar um heim. Veröur I þessu sambandi rætt viö Sigurö Hartarson, sagn- fræöing og Margréti Bjarnason, formann Amnesti International, um stööuna í mannréttindamál- unum þar, aö sögn ögmundar Jónassonar, umsjónarmanns þáttarins. bá veröur komiö inn á ástandiö i íran, og aö lokum mun ögmund- ur ræöa viö Hannes H. Gissurar- son um þau sjónarmiö, er liggja til grundvallar hinum ýmsu ákvöröunartökum, bæöi hjá al- mennum borgurum sem og pólitlkusum, eöa eftilvill öllu heldur um þaö hvernig fólk vegur og metur málefni áöur en þaö tek- ur ákvaröanir um þau. M.A. ögmundur Jónasson. lltvarp kl. 2240: Japönsk töniist „í þessum þætti ætla ég að lofa áheyrendum að hlýða á alþýðu- og sigilda tónlist Japana, auk þess sem ég mun kynna allra helstu hljóðfæri þessarar fornu menningarþjóðar”, sagði Áskell Másson, umsjónarmaður þáttarins „Þjóðleg tónlist frá ýms- um löndum”. Askell Másson tónlistarmaður Aö sögn Askels veröa einkum þrjú hljóöfæri kynnt í þættinum. Þau eru flauta, sem heitir „Shakuhaci”, og tvö strengja- hljóöfæri er heita „Koto” og „Shamisen”. Þættirnir um japanska tónlist veröa alls fjórir talsins og er þetta annar I rööinni. I fyrsta þætti var kynnt afar sérstæö tegund tónlistar þeirra, þar sem er keisaratónlistin. Keisaratónlistin hefur einangrast ^ innan hiröarinnar, og er þvi afar' erfitt aö veröa sér út um upptökur á henni. Elstu heimildir um japanska tónlist eru frá þvl um 200 F.kr., en þaö eru gamlar bjöllur er haía fundist frá þeim tlma. Þá hafa fundist útskornir hlutir af tónlistarmönnum frá 200-500 e.Kr. H.S. útvarp 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tónleikar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 10.00 Fréttir. 10.100 Veöurfregnir. 10.25 Áður fyrr á árunum. Agústa Björnsdóttir stjórn- ar þættinum. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjónarmaöurinn, Jónas Haraldsson, fjallar um nýútkomnar reglur um fjarskipti á skipum. 11.15 Morguntónleikar. Wil- helm Kempff leikur Píanó- sónötu I g-moll op. 22 eftir Robert Schumann / Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal og Guörún Kristinsdóttir leika Trló I a-moll fyrir fiölu, selló og pianó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnssoi 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 Islenskt mál. Endurtek- inn þáttur Guörúnar Kvaran frá 23. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa. Léttklassisk tónlist, lög leikin á ýmis hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 1600 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amln sér um þáttinn. 16.35 TónhorniðuGuörún Bima Hannesdóttir stjórnar. 17.00 Slödegistónleikar. Sinfónluhljómsveit Islands leikur „Heimaey”, forleik eftir Skúla Halldórsson; Páll P. Pálsson stj. / Dietrich Fischer-Dieskau. Lisa Otto, Franz Grass og útvarpskórinn I Berlin syngja atriöi úr „Töfra- flautunni”, óperu eftir Moz- art meö Fllharmoniusveit Berllnar, Karl Böhm, stj./Mstislav Rostropovitsj og Sinfónluhljómsveitin I Boston leika Sellókonsert nr. 2 op. 126 eftir Dmitri Siostakovitsj, Seji Ozawa stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Vlösjá. 19.50 tilkynningar. 20.00 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjömsson kynnir 20.30 Á hvltum reitum og svörtum.Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Hættuleg eiturefni. Sigursveinn Jóhannesson málarameistari flytur erindi 21.20 Planókonsert I b-moll op. 32 eftir Xaver Scharwenka. Earl Wild og Sinfóniu- hljómsveitin I Boston leika, 21.45 Utvarpssagan: „Sólon tslandus” eftir Davlð Stefánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn ö. stephensen les (17). 22.15 Fréttir. Veöurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma (20) 22.40 Þjóðleg tónlist frá ýms- um löndum. Askell Másson fjallar um japanska tónlist; — annar hluti. 23.00 A hljóðbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th Björnsson listfræöingur. Sagan af Lancelot, fræknasta riddara hringborösins. Ian Richard- son les söguna I endursögn Howards Pyle. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Reykjavikurskákmótið Skýringar flytur Friörik Ólafsson. 2Ó.45 Tommi og Jenni Teikni- mynd. 20.55 Vetrarólympluleikarnir Svig kvenna (Evróvision — upptaka Norska sjónvarps- ins) 21.40 Dýrlingurinn Breskur myndaflokkur. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 22.30 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viöburöi og málefni. Umsjónarmaöur ögmundur Jónasson. 23.20 Dagskrárlok Kvikmyndir Dartnasl velvlldar sljórnvalda tslenskur kvikmyndaiðnaöur nýtur óumdeilaniega velvildar stjórnvalda. Kvikmyndin Land og synir eftir þá Ágúst Guð- mundsson, Sigurð Sverri Pálsson, Jón Þórisson og Jón Hermannsson, hefur fært mönn- um heim sanninn um, að hér á landi fyrirfinnast atvinnumenn I kvikmyndaiðnaði, sem eru samkeppnisfærir viö það sem við þekkjum hjá grönnum okk- ar og þótt víðar væri ieitaö. Meö kvikmyndasjóði, sem Ragnar Arnalds, þáverandi mennta- málaráðherra, geröi virkan I sinni ráöherratlð fékkst fram- rétt örvandi hönd við þaö flókna mál aö gera kvikmyndir, sem hratt af staö a.m.k. þremur myndum til sýninga I kvik- myndahúsum, en fyrir utan Land og syni er hér átt viö Veiðiferðina og óöal feðranna, sem báöar veröa væntanlega sýndar á þessu ári. Þótt kvikmyndasjóðurinn heföi ekki bolmagn tii að greiöa nema sáralitinn hluta af til- kostnaöi, munaði töluvert um fjármunina. Þó munaði mikið meira um þann góða vilja, sem fjárveiting til kvikmyndasjóðs var. En það var einmitt þessi vilji stjórnvalda sem réði miklu um þaö aö menn þoröu aö leggja út I milljónatuga ævintýri með svo að segja tvær hendur tómar og mikinn metnaö fyrir hönd tslands á þessu sviöi. En það er fleira en kvik- myndasjóður, sem getur boriö vitni um velvilja stjórnvalda til þessarar nýju listgreinar. Sam- kvæmt landslögum ber að greiöa söluskatt af aðgöngu- miðaveröi á Islenskar myndir. Viö þvl er ekkert aö segja I sjálfu sér. Sjálfsgt er að greiða söluskatt þótt hann geti I ýtrustu tilfeilum numið tvöföldum ef ekki þreföldum þeim framlög- um, sem viðkomandi kvikmynd fær úr kvikmyndasjóði. Sllkur er gangur lifsins og má enda ætla, að eitthvaö verði eftir til framhaldsverkefna nái sölu- skatturinn sllkum upphæöum. Hitt er annaö mál, aö I hvert sinn sem kvikmynd er gerð er byrjað að nýju frá grunni hvaö tilkostnaö snertir. Ekkert af þvl sem til var kostað viö gerð fyrri myndar nýtist við gerð næstu myndar eöa þá svo sáralltiö aö þaö er ekki umtalsvert. Stofn- kostnaöur hverrar myndar er þvi alltaf nýr hverju sinni. Þaö er þvl ekki nema eölilegt, að vinsamleg stjórnvöld Ihugi hvort ekki sé rétt að létta sölu- skatti af stofnkostnaði hverrar myndar, en hann liggur auðvit- aö fyrir bókfærður áöur en sýningar á myndinni hefjast og er þvi ljóst og getur lotið aliri venjulegri meöferö, svo sem eins og endurskoöun. Reikna má með að stofn- kostnaöur við gerð næstu kvik- mynda þeirra þriggja, sem nú þykja vænlegastir upp á fram- hald verði ekki undir áttatíu milljónum. Sést á þessari upp- hæð, aö enn sem fyrr má engu muna hvort hægt er aö fram- leiöa kvikmyndir fyrir innan- landsmarkaö. Það væru þvl tvi- mælalaust mistök, ef að hverju sinni ætti að taka sextán milljónir af kvikmyndafyrir- tækjum áður en þau hefðu borg- aö kostnað sinn að fullu. Slikt yrði eflaust það rothögg á kvik- myndaiðnaöinn, sem mundi rlða honum að fullu á nýjan leik, hvað sem allri velvild stjórn- valda og kvikmyndasjóði líöur. Þaö er svo annaö mál, að kvik- myndaframleiðendur innlendir eru ekkert ofgóöir að greiöa söluskatt af hverri krónu, sem þeir hafa i tekjur af myndum slnum umfrain tilkostnað. tslenskur kvikmyndaiðnaður er nauðsyn og Islensk kvik- myndastefna er þegar orðin staðreynd. Framhald þessarar listar byggir á þvi að enn séu til hugsjónamenn, sem vilji fúsir taka áhættu til vegsauka mann- lifi I landinu. Til að svo megi verða þarf kvikmyndalistin að njóta enn sem fyrr mikillar vel- vildar stjórnvalda, svo að ekki verði vegna strangleika skorið á liftaugina. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.