Vísir - 03.03.1980, Síða 6
Mánudagur 3. mars 1980
Slofualparós -
Rhododendron
■n w m*
simsn
Alparósir eru rómaðir garö-
runnar sakir blómauðgi og
blómfegurðar. Blöö margra
þeirra eru einnig sérkennilega
falleg, oft sigræn leðurkennd og
gljáandi svo af ber. Alparósa-
cettkvíslin ber heitið Rhodoen-
dron, en hún tilheyrir lyng-
ættinni. Nákominn ættingi
hennar er hinn dvergvaxni
sauðamergur, sem vex hér i
þúfnakollum i ófrjósömu
mólendi og á grýttum melum til
fjalla. Hann skartar örsmáum
rauðbleikum blómum snemma
sumars. Alparósinni tilheyrir
urmull tegunda, en flestar vaxa
þær villtar i skógi klæddum
fjallahlíðum i Austur-Asiu, oft i
3000-4500 m hæð yfir sjávarmáli,
þar gætir mikillar úrkomu og
loftraka, en jarðvegur er gljúp-
ur, loftrikur og súr. Slíkt hentar
best flestum alparósum. Snjó-
riki er mikið á vetrum, en snjór-
inn veitir hlifð gegn frost-
hörkum og kuldanæðingum.
Ein af viðkvæmari teg-
undunum er stofualparósin,
sem oftast gengur undir nafninu
Aselea i nágrannalöndum
okkar. Skal þess þó getið að
Asalea-heitiö er ekki hið rétta
lengur, en mun þó trúlega hald-
ast áfram, sakir þess að það er
lipurt bæði i munni og minni.
Forfeður stofualparósarinnar
bárust til Evrópu frá Japan,
Indlandi og Kina 1 byrjun 19.
aldar. í Belgiu náði alparósin
skjótum vinsældum sem stofu-
blóm og þar tóku ýmsir brátt aö
kynbæta þær. Siöan fylgdu
bjóöverjar á eftir og allt fram á
þennan dag hafa þessar tvær
brautryöjendaþjóðir staöiö i
fylkingarbroddi um framleiöslu
á nýjum afbrigðum og smá-
plöntum. 1 dag er t.d. svæðið
umhverfis borgina Gent I Belgiu
eitthvert hiö mikilvægasta og
umfangsmesta varðandi ræktun
stofualparósa. En þaðan eru
plöntur seldar um viöa veröld til
garðyrkjumanna, er siðan
rækta þær til blómgunar handa
kaupendum. Ekki er þetta þó
algilt, þvi sumir framleiðendur
annast öll stig ræktunar sjálfir.
Stofualparósin er mjög lágvaxin
runni, með smágerðum leður-
kenndurn. þéttstæöum blööum.
Myndar hún blómhnappa á
endum ársprotanna siðla sum-
blóm
Óli V a lu r
Hansson
skrifar
ars við 10-15 gr.C, en viö venju-
legar aöstæður opna þeir sig
siðan aö nokkrum mánuðum
liðnum. Stofualparósin hefur
smám saman náð aö veröa
framúrskarandi vinsælt stofu-
blóm, enda hefur mikiö veriö
aöhafst til þess aö bæta ýmsa
eiginleika hennar, ekki sist lit-
skrúð og stærö blómanna.
Framboð afbrigöa er fjölbreytt
og möguleikar i litavali eru frá
hvitu og yfir i rautt eða fjólu-
blátt. Einnig tvilit blóm eru al-
geng. bar til fyrir 10-15 árum
sáust alparósir nær eingöngu á
markaði siðla vetrar og fram
eftir vori. A þessu hefur orðiö
veruleg breyting, vegna auk-
innar þekkingar á stjórnun
blómmyndunar. Viöa hafa
framleiðendur verið fljótir til að
hagnýta sér þetta og þannig
vikkað blómgunarskeiöið, sem
raunverulega mætti láta spanna
yfir allt árið. Trúlega verður
þaö samt enn um skeið svo,
aö stofualparós veröur boöberi
hækkandi sólar, vors og yls. Lit-
rik, og með afbrigöum blómsæl
áminning um, aö bjartar nætur
eru fram undan. Mesta ánægja
veitir sú sem keypt er á þvi
stigi, þegar blómhnappar eru
rétt aö byrja að springa út.
Siöan þarf að koma henni fyrir á
björtum stað og gæta vökvunar
vel. Jarðvegur er venjulega
mjög torfkenndur og má þvi
aldrei þorna, ella skrælna blöð
og blóm og hrynja af. Skal þvi
daglega aðgæta meö vökvun en
forðast samt ofvökvun. Svalt
pláss að nóttu lengir mikið
blómgunartimann, sem er 4-6
vikur. Alparós þessari má koma
fyrir á skyggðum stað úti i garði
yfir hásumartimann. Hins
vegar er áframhaldandi ræktun
vandasöm og aðeins fyrir snjöll-
ustu ræktendur aö glima við.
Sama gildir um fjölgun. ó.V.H.
flskur gerir samning um
gæöa- og öjönustueftirlit
Askur hefur gert samning við
norska fyrirtækið Gastronor og
komu tveir sérfræðingar i veit-
ingahúsarekstri hingað á vegum
þess i siöustu viku. Norska fyrir-
tækiö starfar i náinni samvinnu
við SARA, sem er stærsta ráö-
gjafafyrirtæki i hótel- og
veitingahúsarekstri i heimi.
Meðal þess, sem sérfræðingarnir,
sem heita Willi J. Brunner og Per
Vold, unnu aö hér, var úttekt á
allri þjónustu beggja veitinga-
húsanna og einnig var fariö yfir (
samsetningu og matreiðslu allra
rétta á"matseðlinum.
Breytingar á rekstri beggja
staðanna munu veröa gerðar
smám saman á næstu sex mán-
uðum og fyrstu framkvæmdir aö
Laugavegi 28 eru þegar hafnar.
—JM
VELJIÐ ÍSLENSKT
Nú leysum við
VANDANN-
Allt í herbergið fyrir unglingana
SKRIFBORÐ — HILLA — STEREOBEKKUR
VERÐIÐ ER FRABÆRT
SAMSTÆÐAN ÖLL KOSTAR AÐEINS KR. 169.000.-
• .
SVEFNBEKKUR MEÐ 3 PÚÐUM KR. 145.000.-
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR.
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT.
^f^^Laugavegi 166
Simar 22222 og 22229
HÚSG AGN AVERSLUN
GUÐMUNDAR
Hagkaupshúsinu, Skeifunni 15
Sími 82898
3 viljugir vinnuhestar
Sendibifreið
Burðargeta 1200 kg.
Hliðarhurð ætluð fyrir
lyftara með bretti.
Vélin er 21 (1982 cc) 75
Din. ha. og eyðslan er ó-
trúlega lítil.
Verð um kr. 5.700.000 (til
einkanota)
Vörubifreið
Burðargeta 1725 kg
Trépallur er:
320 sm lengd,
170 sm breidd,
26 sm hæð
Dieselvél (eins og í Dat-
sun leigubifreiðum).
Verðið um kr. 6.280.000
Pall-
bifreið
(Pick-Up)
Burðargeta 1200 kg
Verð um kr. 4.080.000
Bíllinn sem bregst þér
ekki — enda mest seldi
pallbíllinn (pick-up) á ís-
landi undanfarin ár.
Datsun ID/SuNI INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560