Vísir - 03.03.1980, Page 8

Vísir - 03.03.1980, Page 8
8 vtsm Mánudagur 3. mars 1980 Ulgelandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlft Guftmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert Ð. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánufti Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Verft i lausasölu Siftumúla 8. Simar 866)1 og 82260. 230 kr. eintakift. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4, slmi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaftaprent h/f. DAGBLðÐ OG STJÚRNMALAFLOKKAR „Sumir halda, að viö ritstjóraskipti á VIsi veröi tekin upp einhver haröllnustefna I þágu flokksforystunnar i Sjálfstæöisflokknum. Þetta er óþarfur misskilningur. Visir mun áfram veröa sjálfum sér samkvæmur I þeirri stefnu, sem fylgt hefur veriö, sem frjálst og sjálfstætt blaö.” Á síðari árum hefur þeim dag- blöðum óðum fækkað sem bein- linis eru málgögn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þessi þróun hefur verið jákvæð bæði fyrir blöðin sjálf og f lokkana. Einlit og blind flokksiína fjölmiðla í fréttum sem frásögnum er hvorki heilbrigðri skoðanamynd- un né áliti stjórnmálaflokka til framdráttar. Hér á landi sem víðar hefur vaxið úr grasi ný kynslóð blaða- manna, sem leggur metnað sinn í heiðarlega og óhlutdræga blaða- mennsku og tekur ekki við for- skriftum eða fyrirmælum frá flokksskrifstofum. Því ber að fagna. Segja má, að aðeins þrjú dag- blöð séu enn á flokkspólitískum klafa. Alþýðublaðið og Tíminn eru gef in út af viðkomandi f lokk- um og Þjóðviljanum er stýrt úr herbúðum Alþýðubandalagsins. Hann er f lokkspólitískt málgagn. Á Tímanum er þó höfð uppi aug- Ijós viðleitni til að gera frétta- flutning frjálsari og óháðari ströngustu hagsmúnum Fram- sóknarflokksins. Slíkra tilburða verður hinsvegar ekki vart á Þjóðviljanum. Ef til vill mætti halda því fram, að Morgunblaðið væri einnig f lokksblað, ef tekið er tillit til eindreginnar afstöðu blaðsins, t.d. gégn stjórnarmyndun Gunn- ars Thoroddsen. Svo er þó ekki. Blaðið er ekki málgagn Sjálf- stæðisflokksins í hefðbundnum skilningi, enda hefur það raunar stöðugt legið undir ámæli flokks- bundinna sjálfstæðismanna fyrir of mikið sjálfstæði og jafnvel ögrun gagnvart viðhorfum þess breiða fjölda sem Sjálfstæðis- flokkurinn vill höfða til. Enginn launung hefur verið á því, að meðal aðstandenda bæði Vísis og Dagblaðsins eru margir áhrifamiklir sjálfstæðismenn. Blöðin eru hinsvegar ekki í nein- um formlegum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og hafa tví- mælalaust leitast við að vera óháð og sjálfstæð gagnvart svo- kallaðri flokkslínu hverju sinni. Dagblaðið hefur mjög gumað af sjálfstæði sínu, titlar sig sér- staklega sem frjálst og óháð og hefur tekist að telja f jölmörgum trú um að svo væri. Því hef ur það óneitanlega vakið þjóðarathygli hversu mjög blaðið hefur verið hallt undir Gunnar Thoroddsen og stjórnarmyndun hans. Hefur ekki máttá milli sjá, hvert blaðið hefur fagnað mest núverandi ríkisstjórn, Dagblaðið,Tíminn eða Þjóðviljinn. Því er þetta rakið hér, að sumir halda að við ritstjóraskipti á Vísi verði tekin upp einhver harðlínu- stefna í þágu f lokksforystunnar í Sjálfstæðisflokknum. Þessa er óþarf ur misskilningur. Vísir mun áfram verða sjálfum sér sam- kvæmur í þeirri stef nu, sem fylgt hefur verið, sem frjálst og sjálf- stætt blað. Ritstjórar blaðsins hafa verið og. verða sjálfs sín herrar, og munu óhikað hér eftir sem hingað til taka málefnalega afstöðutil manna og málefna, án tillits til þess hvar í flokki þeir standa. Hitt er ekkert leyndarmál, að Vísir vill stuðla að eflingu frjáls framtaks og félagslegum umbót- um og varar við auknum rfkisaf- skiptum í hverskonar mynd. Að þessu leyti fara sjónarmið ritstjórnar saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins og í þeim efnum mun blaðið veita stjórn- málamönnum aðhald, sjálf stæðismönnum sem öðrum, og þá hvort heldur þeir eru innan eða utan ríkisstjórnar. AB VERA LEIK A IINDAN Febrúar var mikill tiðindamánuður i heimi stjórnmálanna á íslandi. Langvinnri stjórnar- kreppu lauk og með nokkuð óvenjulegum hætti. Ekki er ástæða til að rekja þar gang mála. Hins vegar mun þessa tima lengi verða minnst á spjöld- um sögunnar þvi stjórnarmyndun með þeim hætti sem nú varð hefur ekki átt sér stað siðan skipuleg flokksstarfsemi hófst hér á landi. Gunnar Thorodd- sen mun vera fyrsti varaformaður stjórnmála- flokks sem tekur sér fyrir hendur að mynda stjórn og heldur áfram eftir að meiri hluti þingflokks hefur hafnað forystu hans, en myndar stjórnina engu að siður. Menn hafa aö vonum velt þvl mjög fyrir sér hverjar afleiö- ingar þetta heföi I för meö sér fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Gunn- ar tefldi fyrri hluta skákarinnar mjög vel og knúöi fram vinning I stööu sem flestir töldu vera patt. Taflmennska Gunnars virt ist vera þannig aö hann væri alltaf einum leik á undan. Þetta átti ekki einungis viö um leiki hans gegn Geir helaur einnig ýmsa leiki gagnvart Framsókn og Alþýöubandalagi. Þar ber hæst hvernig hann lét Alþýöu- bandalagiö standa frammi fyrir þvi aö veröa aö kyngja fjórum ráöherrum Framsóknar. Menn hafa séö þaö svart á hvitu aö þetta eru vinnubrögö sem Gunnar Thoroddsen hefur betur á valdi sinu en flestir aörir. Þaö leysir hins vegar ekki allan vanda, þótt fátt veröi gert án þess stjórn veröi mynduö. Stjórnarkreppan er leyst en stjórnarvandinn er óleystur. Margir draga þaö I efa aö Gunn- ari gangi eins vel eöa sé jafn lagiö aö tefla við veröbólguna eins og aö tefla viö Geir Hall- grimsson. Þar er nefnilega nokkuö erfiöara aö vera leik á undan. Innanf lokks ás ta nd síðasta áratug. Þegar stjórn Gunnars komst á laggirnar má segja aö landiö hafi aö mestu biiiö viö stjórn- leysi í tvö undanfarandi ár. Hér er um aö ræöa allt stjórnar- tlmabil vinstri stjórnarinnar slöustu, kratastjórnina og svo slöustu mánuöi stjórnar Geirs Hallgrlmssonar. Sii stjórn náöi engum tökum á stjórn efna- hagsmála og þaö sem háöi henni mest var raunar hiö sama og vinstri stjórninni, ósamkomu- lag. Þaö ósamkomulag var hins vegar ekki á milli flokka heldur innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Þetta sást mjög greinilega I verkum þáverandi iönaöar- og orkumálaráöherra sem virtist fara sínar eigin göt- ur I algeru trássi viö fjármála- stefnu stjórnarinnar. Þessi ráö- herra var Gunnar Thoroddsen. Þetta er eitt dæmið af mörgum sem speglar togstreituna I for- ystu Sjálfstæðisflokksins um þaö hver eigi aö ráöa. Þannig er þetta búið aö ganga I Sjálf- stæöisflokknum allan siöasta áratug. Gunnar Thoroddsen er þvi ekki aöeins aö sýna Sjálf- stæöismönnum og þjóöinni allri aö hann gæti myndað stjórn sem Geir gæti ekki, heldur er hann aö minna sjálfstæöismenn á a þaö hafi veriö mistök aö hafna sér sem formanni. An sinnar forystu sé flokkurinn getulaus, þaöhafi.úrslit I tvennum slöustu þingkosningum sannaö svo ekki sé nú minnst á borgarstjórnar- kosningarnar. Þarna er m.a. aö finna skýr- ingarnar á þvl hvers vegna Geir hlaut aö leggja á þaö ofurkapp aö hafna þátttöku Sjálfstæöis- flokksins I stjórnarmyndunar- viöræöum undir forystu Gunn- ars, innanflokksástandið gat varla leitt til annars. Þrátt fyrir þessa óumflýjanlegu niöur- stööu heföi sá leikur þingflokks Sjálfstæöisflokksins veriö mjög sterkuraösamþykkja þátttöku I viöræöunum undir forystu Gunnars. Morgunblaöiö var áö- ur búiö aö undirbúa jarðveginn aö samstjórn viö Alþýöubanda- lagið svo þaö þurfti ekki aö standa i veginum þó ástandiö I heimsmálunum væri aö vlsu óhagstætt. En eins og áður er bent á þá hlaut Geir Hallgrlms- son að hafna þessu. Fylgi Gunnars. Þaö vakti athygli og all mikið umtal þegar Gunnar Thorodd- sen ákvaö aö fara I framboö I kosningunum 1979. Flestir höföu reiknaö meö þvi aö hann væri oröinn þaö fulloröinn aö hann hyggöi gott til rólegri daga. Hitt vakti llka mikla athygli hvað Gunnar átti mikiö fylgi I próf- kosningunum en sumir hans höröustu andstæöingar duttu út. Þetta bendir til þess að Gunnar og samherjar hans hafi nægilegt fylgi til aö mynda eigin flokk. Forysta Sjálfstæöisflokksins stendur frammi fyrir þvl. Hin breiöa lína flokksins hefur veriö brotin og ekki líklegt aö hægt sé aö koma henni saman meö geir- neglingu. Heyrst hafa þær radd- ir I Sjálfstæöisflokknum sem hreinsa vilja til sem allra fyrst og telja illu best af lokið. Aörir vilja hins vegar blöa og sjá hvort Gunnarsmenn séu ekki aö grafa slna eigin gröf. En hvort heldur sem veröur er þetta mik- ill hnekkir fyrir þennan stærsta flokk þjóöarinnar, eða er kannski réttara aö tala um flokkinn sem veriö hefur stærsti flokkurinn. Menn blöa og sjá hvernig Gunnari gengur. Sem ráðherra I Viöreisn og síðar I stjórn Geirs neöanmóls Kári Arnórsson, skólastjóri, segir m.a. I grein sinni, aö Gunnar Thoroddsen og sam- herjar hans hafi sýnt þaö I próf- kosningum á liönu ári, aö hann og samherjar hans hafi nægilegt fylgi til aö mynda eigin flokk, og þaö sé staöreynd sem forysta Sjálfstæöisflokksins standi frammi fyrir. Hallgrlmssonar stóö Gunnar sig ekki vel. Þaö er hins vegar margt sem bendir til þess aö forsætisráöherraembættið henti honum til muna betur heldur en embætti fjármála eöa iönaöar. Hann hefur yfir feikna mikilli reynslu aö ráöa og fær nú loks er hann hefur náö settu marki tækifæri til aö nýta hana til fulls og enginn frýr honum vits. Kári Arnórsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.