Vísir - 03.03.1980, Qupperneq 9
csv xvSr
VÍSIR
Mánudagur 3. mars 1980
MlLNA VðflBURINN
TVO
HUNDRUO
réttarrá&stefnur sem sllkar
koma aldrei nálægt sliku máli.
Hagsmunir og haf-
svæði
Allur sá stóri hópur, sem Is-
landi er nú gert aö senda á haf-
réttarráðstefnur, flokkast varla
undir annað en hersýningu að
lokinni giftudrjúgri styjöld. Þaö
verður ekki i fljótu bragöi séð
hver þörf er fyrir allan þennan
.fulltrúafjölda frá rúmlega tvö
hundruö þúsund manna þjóð,
sem fyrirhugað er að senda út,
og stjórnvöld hafa tilkynnt um.
Mig minnir lika, að Hans G.
Andersen hafi lýst þvi yfir I út-
varpsviðtali, aö nú þyrfti fyrst
og fremst aö hugsa um að halda
fengnum hlut á þeim ráöstefn-
um sem framundan eru. Það er
því ekki fyrirsjáanlegt aö hinn
myndarlegi hópur kansellifólks
og þingmanna þurfi að gripa til
nýrra vinninga i bráð i hafrétt-
armálum.
Áheyrnarfulltrúar um
Rockall
Sagt var um kunnan stjórn-
málamann, að hann heföi fengið
aö sitja i sambandslaganefnd,
af þvi hann hefði haft gaman af
að ferðast til Danmerkur og
kannski lengra suður i álfuna til
menntunarsér og upplyftingar.
Og maður haföi á tilfinning
unni, að það væri huggulegt af
flokkihans að kjósa hann alltaf i
sambandslaganefnd löngu eftir
að hann var hættur að hafa völd
og áhrif i flokki sinum, fyrst
hann hafði svona gaman af að
ferðast. Þessu virðist vera eins
farið með hafréttarfólkið. A
hverju ári er valinn stór hópur
til utanferða á hafréttarráð-
stefnur, þótt búiö sé aö ná fram
þvi helzta sem máli skiptir. Það
er kannski vegna þess aö fólk
hefur gaman af að ferðast til
Rio de Janeiro eða annarra fag-
urra staöa sér til menntunr og
upplyftingar — sem einskonar
áheyrnarfulltrúar i rifrildi um
Rockall.
Bandalag norðurþióða
Þaö sem stendur enn eins og
fleinn i holdi okkar og ekki verð-
ur útdregið á hafréttarráðstefnu
er að deila okkar um gráa svæð-
ið við Jan Mayen. Kanselllfólk,
spekingar og þingmenn munu
ekki fá neitt haldbært tækifæri
til að breyta þannig hafréttar-
ákvæðum, að deilan um gráa
svæðið leysist. Það er helzt aö
Olafur Jóhannesson, utanrikis-
ráðherra, komi til með að ná
samningum við Norðmenn um
þá stóru villu, sem Jan May-
en málið er orðið. Þá er þess aö
geta að miðlinur milli Græn-
lands og Islands og Færeyja og
Islands liggja ljósar fyrir. Eigi
einhver breyting að verða á
þeim, eða öllu heldur, komi til
einhverra breytinga á veiðirétti
á báðar hendur þessum linum,
hlýtur sú breyting aö fylgja I
kjölfar pólitiskrar samvinnu
þjóða I Norðurhöfum, sem i
heild á að ná til Noregs, Fær-
eyja, Islands, Grænlands og
Kanada. Um slikt bandalag
norðurþjóða er auövitað ekki
timabært að ræða nú, og haf-
Varðstaðan um tvö hundruð
milna fiskveiðilandhelgi íslend-
inga hlýtur i framtiðinni að
byggjast á hinni pólitisku sam-
vinnu norðurþjóða. Nýlendu-
þarfir Dana hér norðurfrá fara
óðum dvinandi, enda hefur
Margrét Þjóðhildur kvatt
Grænlendinga. Færeyjar eru
aftur á móti enn á þvi nýlendu-
stigi, að samkvæmt st jórnsiðum
hefur ekki þótt kurteisi hingaö
til að þjóöhöfðingi Islendinga
sækti þá heim. Og konungsrikiö
Noregur heldur enn fast um rétt
sinn til Jan Mayen, þótt ljóst sé,
að veðurathugunarnytjar eru
hvergi nægar til að afla þeim
landsréttar á eynni. Vilji norö-
urþjóða til að hafa samstarf sin
I milli mundi leysa Jan Mayen-
málið af sjálfu sér. Auk þess
þyrfti ekki annaö en bjóða Norð-
mönnum upp á að semja þann-
ig, að loðnuveiðar við Jan May-
en yrðu ekki rikisstyrktar. Við
höfum fullan rétt til að óska eft-
ir þvi. Þessi dæmi eru nefnd hér
til að sýna, að þótt fjölmenn
varöstaða um tvö hundruð mil-
ur á hafréttarráðstefnum þyki
kannski nauðsynleg i dag, verð-
ur fýrst og fremst að halda vel á
málum meðal norðurþjóöa, þar
sem hagsmunir okkar liggja nú.
Samvinna grundvöllur
hagsmuna
Eðlilegt er að nokkurn tima
taki að átta sig á þvi, að nokkuö
langt þarf aö sækja til sam-
starfs um mál er varöar næstu
þjóðir einar, nú þegar viður-
kenning er fengin fyrir tvö
hundruð milna útfærslu. Hiö
pólitiska og menningarlega
samstarf viö hin Noröurlöndin
hefur truflaö skilning okkar á
,,AUur sá stóri hópur, sem islandi er nú gert aö senda á hafréttarrá&stefnur, flokkast varla undir annað
en hersýningu að lokinni giftudriúgri styjöld” segir Indriði.
Hafréttarráðstefna
norðurþjóða
1 rauninni ættu Islendingar að
nota lágmarks mannafla til
varðstöðu á alþjóölegum haf-
réttarráðstefnum. Hins vegar
gætu þeir sem hægast haft for-
ustu um að efna til einskonar
hafréttarráðstefnu Norður-
hafa í einhverju þeirra landa,
sem þegar hafa veriðnefnd. Slik
hafréttarráðstefna gæti eðlis
málsins vegna litið fjallað um
miðlinur og grá svæði. En hún
gæti fjallað um þann sameigin-
lega auð, sem fyrirfinnst á haf-
svæðum þessara landa og nauö-
synlegt er aö verja til hins ýtr-
asta. Hún gæti lika orðið til þess
að benda hafréttarfólki og fiski-
fræðingum á hin eðlilegu áhrifa-
mörk þessara þjóða, og orðið til
að undirstrika þá samstöðu,
sem er óumflýjanleg, eigi ein-
hver regla aö komast á nytjar
Norurhafa i framtlöinni. Slik
varðstaða hér norðurfrá verður
ekki sótt á alþjóðlegar hafrétt-
arráöstefnur, þótt eflaust sé
margt þangað að sækja enn um
stund.
IGÞ
Eigi einhver regla að komast á nytjar Norðurhafa i framtlðinni er
samstaða þjóðanna á þessu svæði nauðsynleg.
hinni raunverulegu hnattstöðu
landsins, og I hópi hvaöa þjóöa
okkur ber fvrst og fremst að
vera. I einn tíma þótti sjálfsagt
að við gengjum I Efnahags-
bandalagið, en menn áttuðu sig i
tima og leituðu sérsamninga i
þvi máli I samræmi við stöðu
okkar. En öflug Norðurlanda-
samvinna viröist alltaf hafa
verið okkur að skapi, þótt ekki
verði séö meö hvaöa hætti hags
munum okkar væri verr borgið I
Skandinaviu og Danmörku, þótt
um enga Noröurlandasamvinnu
væri aö ræða. Þróunin viröist
ætla að verða sú, aö smám sam-
an gefi eölilegir islenzkir varn-
armúrar eftir fyrir stööugu og
ágengu seitli áhrifa frá hinum
Norðurlöndunum, jafnvel svo,
aö þegar eru uppi málfræöing-
ar, sem telja að engu skipti að
reyna aö halda tungunni sæmi-
lega hreinni, bæöi hvaö snertir
áherzlur I framburði og tökuorð.
Enginn vörður viröist uppi-
standandi um þessi efni, þótt
grannt sé hugaö að hafréttar-
ráðstefnum um þessar mundir.
«
Hnattstaðan mótar af-
söðu okkar
Framhald þeirra sigra. sem
unniit hafa I landhelgisbaráttu
Islendinga liggur innan þeirra
marka, sem takmarkast af
Noregi I austri og Kanada I
vestri. Vilji menn stunda náin
bandalög við aörar þjóðir I
framtiöinni ber fremur aö lita á
þær athafnir sem sport en hags-
muni. Samvinna okkar við t.d.
Grænlendinga og Færeyinga
hefur verið hlægilega litil, og
má vel vera aö stjórnsiðir hafi
ekki leyft hana meiri. Þetta eru
þó grannar okkar. Um Kanada
er það aö segja, að landið liggur
óumdeilanlega að noröurhafi.
Auk þess búa þar frændur okk-
ar, óumdeilanlegri en þeir. sem
alltaf er verið aö fjasa um að
finnist á hinum Norðarlöndun-
um. Þá liggur Noregur lika aö
norðurhafi, eins og við höfum
orðiö áþreifanlega vör við
vegna Jan Mayen-málsins, þótt
þeir mættu gjarnan vera ónizk-
ari á réttinn, fyrst þeir geta ekki
notaö hann nema aö rikisstyrk-
ur komi til.
Þótt gittusamlega hafi tekizt að koma fiskveiði-
lögsögu okkar út i tvö hundruð mílur, og enginn deili
lengur á þann rétt okkar, þykir engu að síður hlýða
að senda á vettvang á hverju ári fjölmennan vörð
um tvö hundruð milurnar á þær hafréttarráðstefn-
ur, sem enn eru haldnar, og fer þar saman myndar-
legur hópur af kansellífólki og fulltrúar fjögurra
f lokka. Hafréttarráðstefnur eru þvi orðnar að eins-
konar nýjum landvinningi fyrir þá, sem telja nokk-
urt markmið að lyfta sér og sinum upp í utanlands-
reisum. Eins og málum nú er háttað, og eftir þá við-
urkenningu, sem tvö hundruð mílna fiskveiðilög-
sagan hefur fengið, mætti álita að sjóveldinu is-
landi nægðu a.m.k. þrir fulltrúar á hafréttarráð-
stefnurnar, þeir Hans G. Andersen, Már Elisson og
vitur fiskifræðingur.
neðanmals
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur gerir að umtalsefni för
sendinefndar héðan á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
og segir að i rauninni ættu ts-
iendingar að nota lágmarks
mannafla til varðstöðu á alþjóð-
legum hafréttarráðstefnum.
Hins vegar gætu þeir sem hæg-
ast haft forystu um að efna til
einhvers konar hafréttarráð-
stefnu Norðurhafa. Hún gæti
fjallað um þann sameiginlega
auð, sem fyrirfinnst á hafsvæð-
um þessara landa og nauðsyn-
legt er að verja til hins ýtrasta.