Vísir - 03.03.1980, Side 12

Vísir - 03.03.1980, Side 12
VISIR r«. Mánudagur 3. mars 1980 12 UNI iSLENSKA LANDBONAÐARSTEFNU. 2. GREIN: Uppbúlgnir ofsatrúarmenn í forystusveit landbúnaðar í fyrstu grein minni um islenska landbúnaðar- stefnu fjallaði ég aðallega um fjármögnun islensks landbúnaðar. Þar hefur arðsemin verið i lágmarki, og gripið hefur verið til örþrifaráða til að bjarga landbúnaðinum, þegar röng stefna hefur komið honum i algjörar ógöngur. — Og nú verandi rikisstjórn virðist ætla að fylgja þessari stefnu fast eftir, án þess að taka nokkurt tillit til þeirra hugmynda og tillagna, sem fram hafa komið um úrbætur. Sannleikurinn er sá, að erfitt hefur reynst að ræða land- búnaðarmál af nokkru viti. Stuðningsmenn núverandi stefnu minna oft á uppbólgna ofsatrúarmenn, sem ekki hlusta á nokkur rök. Andstæðingar þeirra hafa veriö dæmdir og léttvægir fundnir, án þess að til- raun hafi verið gerð til aö setjast niður og ræða málin á grundvelli staðreynda. Og það eru einmitt þessir ofsatrúar- menn, sem eiga höfuðsökina á þeim vanda, sem landbúnaður- inn er nú kominn i. Um margt minna þeir á lýsingar Maós heitins formanns á forystu- mönnum bændauppreisnar- innar i Hunan-héraöi i Kina, er hann skrifaöi i mars 1927. - „Annaö hvort ert þú með mér eða þú ert á móti mér. Þú verö- ur að velja á milli þessara tveggja kosta, aörar leiðir eru ekki færar”. Þessi kenning á varla rétt á sér á Islandi rúmri hálfri öld siöar, nema einhverjir forystumenn bænda haldi fast við kenningar byltingarmanna þjóðar, sem fyrir löngu hefur brotið af sér hlekki ánauöar og þrælahalds landeigenda. Sveitirnar og þéttbýlið. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég greinar um landbúnaðarmál, þar sem varaði alvarlega við þeirri þróun, að sambandiö á milli þéttbýlis og dreifbýlis, borga og bæja annars vegar og sveitanna hins vegar, rofnaði. Þvi miður hefur lltið verið gert til aö auka á skilning milli þessara tveggja þjóðfélags- hópa, sem á undanförnum ára- tugum hafa verið að fjarlægjast hvorir aðra. Þeim fjölgar stöðugt I borgum og bæjum, sem engin tengsl hafa við sveitirnar, hvorki af frændsemi né vináttu. Hið sama gildir um sveitirnar gagnvart þéttbýlinu. Þessi slit hafa komiö af stað hinum ólíklegustu hugardrum og staðhæfingum um kjör þjóö- félagshópanna. I sveitum er taliö, aö ibúar þéttbýlis vaði gull og seðla í hné, þeir vinni litið en hafi hálaun oggeti keypt muri meira af landbúnaðar- afurðum á mun hærra verði en þeir gera nú. Margur borgar- búinn telur, að bóndinn sé kröfuharöur frekjudólgur, er fái allar óskir sínar uppfylltar, hversu vitlausar sem þær séu, hann sé hálfgerður sveitar- ómagi, er lifi á skattpeningum borgarbúans. Bóndinn þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þegar hann skorti mjólk fari hann bara út í fjós og þegar kjötmat vantar, rölti hann út i haga. Þetta er að vlsu nokkuð ýkt mynd, en alls ekki fjarri sanni. Og fáir eiga eins stóran þátt I þessari brengluðu mynd og ofsa trúarmenn I forystusveit bænda og skriffinnar Dagblaðsins. A þessu sviði hefur lltið verið gert til að auka á skilninginn. Allt þetta hefur bætt á ruglinginn og gert vandamálið stórbrotnara en það er I eðli sinu. Þessi þróun hefur beinllnis komið I veg fyrir, aö landbúnaöarmál hafi veriö tekin til meöferðar I þeim til- gangi aö sveigja frá núverandi stefnu. - Nýjar leiðir ekki kannaðar. Þá er þess að geta,að bændur hafa verið býsna Ihaldssamir I afstöðu sinni til nýrra búgreina. Þeir hafa vart verið fáanlegir til aö gjóa augunum á annað en Arni Gunnarsson alþingis- maður skrifar m.a.: „Einnersá meinvættur, sem leikið hefur bændastéttina verr en flestir aðrir. Það er verðbólgan. Hún hefur ni.a. valdið þvl, að of- framleiðsla I landbúnaði hefur ekki verið samkeppnisfær, þegar hún hefur verið flutt á erlendan markað”. Og hér er komin ein ástæðan fyrir útflutn- ingsuppbótakerfinu”. sauðfé og kýr. Nýjar búgreinar hafa átt erfitt uppdráttar. I þessu sambandi má minna á fiskeldi. Fiskeldi I eldistjörnum og vötnum gæti orðið verulegur búhnykkur fyrir bændur. Vötnin eru mörg, heitt vatn vlða og aðstaða öll fyrir hendi. En fram kvæmdir hafa litlar orðiö. Nú virðist þróiinin ætla að verða sú, að hugumstórir borgarbúar ætli að taka þessi mál I sínar hendur með stofnun hlutafélaga og erlendu fjármagni. Gæti þá fariö svo að bændur misstu af lestinni. Sjálfum eru mér mjög minnis stæð viöbrögð forystumanna bænda á Alþingi viö tillögu, er ég flutti um sérstakt gjald á veiðileyfi útlendinga. Þar var ráð fyrir þvl gert, að allir útlendir menn, er veiddu hér á landi, greiddu gjald af laxveiði leyfum, sem rynni I sjóð til eflingar fiskrækt. Samþykkt þessarar tillögu hefði einnig jafnað hlut Islenskra laxveiöi- manna gagnvart erlendum auö- mönnum, sem nú yfirbjóða og kaupa stóran hluta veiðileyfa I bestu laxveiðiám landsins á besta veiðitíma. Sllk eru ítök þessara útlendinga orðin, að þeir hafa á leigu heilar ár, þar sem Islendingum er ekki heimilt að veiða allt veiðitíma- bilið. Og þvl miður hafa nokkrir forystumenn Islenskra veiði- félaga ekki haft kjark til að styðja þessa tillögu af ótta viö veiðiréttareigendur, sem þá kynnu að tregðast við um sölu á þeim leyfum, sem tslendingar hafa þó fengið. -Og fulltrúar bænda á þingi gengu berserks- gang, sögðu tillöguna árás á kjör og hagsmuni bænda. — 1 3. grein verður fjallað um bændur og verðbólguna.- SÆLKERAHÁ TÍÐ VÍSIS FIMMTUDAGINN 6. MARS1980 KL. 19.00 í VÍKINGASAL HÓTELS LOFTLEIÐA MATSEÐILL: Ostafylltir sveppir að hætti Lenu Bergmann Hörpuskelfiskur á spjóti með kryddhrisgrjónum að hætti matreiðslumeistara Kjötseyði fjallanmi Kryddlegið lambainnlæri með piparsósu • Ostar Kaffi og Petit Four (konfektkökur) SIGURÐUR DEMETS FRANZSON S YNGUR ÍTALSKAR ARÍUR OG VÍNARLÖG. BORÐAPANTANIR HJÁ VEITINGASTJÓRA HÓTELS LOFTLEIÐA ÍSÍM.UM: 22821 OG 22822. MISSIÐ EKKIAF SÆLKERAHÁ TÍÐ ÁRSINS. 150 millj.enn öinnhelmtar at afnotagjöldum trá 1978: Verður sím- anum lokað - ef afnolagjald útvarps og sjönvarps er ekki greitt? „Við erum auðvitað alltaf að huga að árangurs- rikari innheimtuaðgerðum, en það hefur ekki verið rætt um neitt sérstakt nýtt kerfi til að taka við af þvi sem nú er”, sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri rikisútvarpsins, þegar Visir spurði hvort það væri rétt að til umræðu væri að taka upp inn- heimtukerfi vegna afnotagjalda rikisfjölmiðlanna sem tengdist simanum ef afnotagjaid af útvarpi greitt. Hörður sagði aö þaö hefðu verið ræddir ýmsir kostir, meöal annars þessi, en ekki alvarlega. Erfiðleikar við innheimtu hefðu aukist aö mun 1977, er skipt var yfir I litasjónvarp. Það hefði valdið mikilli röskun, vegna umskráningar, innsiglunar og nýskráningar og aukiö mjög álag á innheimtudeildinni. Tvö af hverjum svart-hvltum tækjum heföu verið innsigluö, þannig að fyrir hver þr]ú litasjónvarpstæki heföu verið um þaö bil tvö svart-hvít sjónvarpstæki inn- sigluð. nmg að honum yri lokað eða sjónvarpi væri ekki Afnotagjaldatekjur á ár* eru 868.8 milljónir hjá útvarpi en 1750 milljónir hjá sjónvarpi. Arið 1978 voru gjöldin um tveir milljaröar og var eftir að innheimta 7.45% af þvl um áramótin síðustu, eða um 150 milljónir króna. A innheimtudeildinni starfa fimmtán manns. auk umboðs- mannakerfis úti um landið. Hörður kvaöst ekki hafa hjá sér hver heildarkostnaöur væri vegna innheimtunnar en hann næmi nokkrum tugum milljóna króna. -JM.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.