Vísir - 03.03.1980, Page 17
Mánudagur 3. mars 1980
Nemendur 6. bekkjar M.A.
í starfskynningu á Vísi:
„ATTUM ekki
AD FA NEINA
STARFSVIKU”
,,Það verður tvímælalaust að auka tengslin
milli náms og atvinnulifs, þvi að unglingarnir
vita svo litið, hverra kosta er völ i þjóðfélaginu”,
sagði Birgir Thorlacius, i ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins, i samtali við Visi um
aðstöðu nemenda i framhaldsskólum til að kynna
sér þá möguleika, sem þeir hafa á vinnumarkaði
að námi loknu og hugsanleg framtíðarstörf.
Dagana 25.-29. febrúar er
starfsvika hjá 6. bekk Mennta-
skólans á Akureyri. Þá fá
nemendur fri frá námi i vikutima
og fara út á vinnumarkaðinn til
þess að kynna sér störf sem þeir
hafa áhuga á. Þessa viku hafa
nemendur þurft að skipuleggja og
fjármagna algjörlega sjálfir, en
þeirra skoðun er að skólinn eða
menntamálaráðuneytið ætti að
koma til móts við þá á einn eða
annan hátt.
Sagði Birgir að í grunnskóla-
lögum væri greinilega tekið fram,
að tengja ætti námið atvinnulifinu
og einnig væri gert ráð fyrir þvi i
framhaldsskólafrumvarpi. Vand-
inn væri bara hvernig ætti að fara
að þvi, en þetta væri mál sem
þyrfti að leysa sem allra fyrst.
1 haust þegar nemendur M.A.
fóru að ræða fyrirhugaða starfs-
viku, kom I ljós, að skólameistari
var ekki mjög hrifinn af hug-
myndinni. Bar hann fyrir sig, að
ekki fengjust styrkir frá mennta-
málaráði og einnig, að alltaf væru
nemendur sem heföu ekki áhuga
á slíkri kynningu og vildu því ekki
taka þátt f henni. Hann gaf þó sitt
leyfi fyrir þessu en með því skil-
yrði að nemendur ynnu algjör-
lega sjálfir að öllum undirbúningi
og stæðu straum af kostnaði.
Siðustu ár hefur skólastjórn séð
um að útvega vinnu fyrir
nemendur og styrkt að einhverju
leyti þá, sem hafa þurft aö fara út
á land en vegna timaleysis og
fjárskorts var þetta nú afnumið.
Vegna þessa var skipuð nefnd
nemenda og hefur hún að undan-
förnu eytt miklum tfma frá námi
sfnu til undirbúnings þessarar
viku. Rúmlega 100 nemendur eru
i 6. bekk M.A. og þurfti að útvega
þeim öllum vinnu. Má þakka góð-
um undirtektum hjá flestum
vinnuveitendum sem til var leit-
að, hversu vel það tókst.
Ef dæmi er tekið um kostnað
nemenda f þessu sambandi er
augljóst mál að hann er gifurleg-
ur, þar sem um 70 manns þurftu
að sækja vinnu til höfuðborgar-
svæðisins og ferðalög hér á landi
eru alls ekki af ódýrasta taginu.
En hvað eiga nemendur að gera?
Námsfólk úr Háskóla íslands hef-
ur farið norður undanfarna vetur
og kynnt hinar ýmsu deildir skól-
ans fyrir nemendur M.A. en þetta
árið var sú kynning einnig lögð
niður vegna fjárskorts.
Virðist þvi málunum þannig
háttað nú, að menntaskólanemar
eiga á hættu að missa einu starfs-
kynninguna, sem þeir eiga völ á
og einangrast þannig algjörlega
frá atvinnulifinu, ef frá er talin
sumarvinnan. En hún gefur ekki
rétta mynd af atvinnulífi landsins
vegna þess aö þá er takmarkið að
vinna sér inn sem mest á stuttum
tima. Hvernig eiga t.d. nemend-
ur, sem hafa unnið 6-7 sumur I
frystihúsi að velja sér framtiðar-
starf?
I viðtalinu við Birgi Thorlacius
kom fram, að nota mætti sjón-
varpið meira en nú er gert til þess
að kynna nemendum möguleika
þeirra. Jafnvel kæmi til greina að
at vinnurekendur greiddu
nemendum laun á meðan á
starfskynningu stæði. Að sjálf-
sögðu yrði þar ekki um fullar
launagreiðslur að ræða, en þaö
myndi þó vega mikið upp I feröa-
kostnað nemenda utan af landi.
Hættan við þetta væri sú, að þá
myndu atvinnurekendur ekki
vilja taka við nemendum I fyrir-
tæki sin.
Það er samdóma álit nemenda
6. bekkjar M.A. að illa sé aö
þessum málum staðið og skora
þeir þvi á hlutaðeigandi aðila að
ráða bót á þessu vandamáli sem
allra fyrst.
íslenskt stereoútvarp:
„Verður að bæta úl-
senúingarskilyröin"
- segir ingvar Gíslason.
menntamáiaráðherra
„Það er ljóst, að það verður
að bæta útsendingarskilyrðin,
en engin ákvörðun hefur verið
tekin um það og hvenær að þvi
veröur staðið” sagði Ingvar
Gislason, menntamálaráð-
herra, I samtali við Visi, þegar
hann var inntur eftir, hvort
vænta mætti sterfóútvarps á
næstunni.
„Aðalumræðan i sambandi
við málefni útvarpsins fer nú
fram um hækkun afnotagjalda
og nýtt útvarpshús” sagði
Ingvar.
Breytingar á innheimtu af-
notagjalda hafa oft verið rædd-
ar og þá t.d. að gjöldin væru
greidd um leið og simariekning-
ar.
„Það hefur ekki komið til um-
ræðu við mig aö breyta inn-
heimtufyrirkomulaginu nú, en
útvarpsmenn hafa lagst gegn
breytingum og vilja halda út-
varpinu fjárhagslega sjálf-
stæðu”, sagöi Ingvar. -kp
Siðustu viku störfuðu fjórir nemendur Menntaskólans á Akureyri I starfskynningu á ritstjórn Visis og
skrifuðu þau grein þá, sem hér birtist. Þau eru f.v.: Dan Brynjarsson, Tómas Lárus Vilbergsson, Asta
Björnsdóttir, Björg Gisladóttir.
Tllboðsverð: 410.000.- þús. kr.
Áður: 574.000.- þús. kr.
o
4
.............--
Viö höfum fengiö eina sendingu af hinum afarvinsælu
Electrolux kæliskápum meö sérstökum kjörum. Þess vegna getum við
boöið kæliskápa á lægra veröi en áöur.
Ath. Tilboðsverðiö á aöeins við kæliskápa úr þessari
einu sendingu.
Electrolux heimilltæki
Akranes: Þórður Hjólmsson,
Borgarnes: Kf. Borgflröinga,
Patreksfj.: Baldvin Kristjónsson,
ísafjöröur: Straumur hf.,
Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson,
Blönduós: Kf. Húnvetninga,
Sauöórkrókur Hegri sf.,
Siglufjöröur: Gestur Fanndal,
Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan
Akureyri: K.E.A.,
fóst ó þessum útsölustööum:
Húsavlk: Grlmur & Ámi,
Vopnafjöröur Kf. Vopnfiröinga,
Egilsstaöir: K.H.B.,
Seyöisfjöröur: Stólbúöin,
Eskifjöröur: Pöntunarf. Eskfiröinga,
Neskaupsstaður: Kr. Lundberg,
Höfn: K.A.S.K.,
Þykkvibær Fr. Friöriksson,
sf., Vestmanneyjar: Kjarni sf.,
Keflavík: Stapafell hf.
Vörumarkaðurinn hl.
ARMÚLAIa
S:86117