Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 9
VlSIR Mánudagur 10 mars 1980 Tekiuskattur alnumlnn af almennum launateklum 1 grein minni hér I blaðinu I siðustu viku ræddi ég um aðra af þeim tveimur kerfisbreyting- um i skattamálum, sem Alþýðu- flokkurinn hefur barist1 fyrir undanfarin nfu ár — upptöku virðisaukaskatts i stað sölu- skatts á siðasta stigi viðskipta. Ég skýrði frá með hvaða hætti þetta var var undirbúið fyrir ákvarðanatöku Alþingis af minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins, en I tiUögu til þingsálykt- unar um virðisaukaskatt i stað söluskatts, sem rikisstjórn Al- þýðuflokksins lagöi fyrir Al- þingi, er m.a. lýst timaáætlun, sem gerð hafði veriö um allan undirbdning og framkvæmd verksins þannig, að skattkerfis- neöanmals Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður, fjallar hér um frumvarp, sem rikisstjórn Al- þýðuflokksins lét semja um hækkun frádráttar við skatt- framtal, hækkun barnabóta og um nýja skattstiga ásamt öðr- um breytingatillögum, sem munu hafa i för með sér að tekjuskattur af almennum launatekjum félli niður I tveim- ur áföngum árin 1980 og 1981. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. breytingin kæmist á um áramót 1981-1982. Hin kerfisbreytingin, sem Al-, þýðuflokkurinn hefur viljað' gera á Islenskum skattamálum og flutt um tillögur á alls 9"þing- um er, að tekjuskattur einstakl- inga' verði alfariö afnuminn nema af allra hæstu tekjum en honum haldið áfram á félögum, en tekjuskattsgreiðslur félaga hafa ávallt verið mjög óveru- legar miðað við tekjuskatt ein- staklinga. óréttlátur og úreltur skattur Alþýðuflokkurinn hefur svo oft gert grein fyrir rökum slnum um afnám tekjuskatts af al- mennum launatekjum að óþarfi er að endurtaka þau öll við þetta tækifæri. Ég læt mér aðeins nægja að drepa á eftir- farandi atriði, sem Jiggja- raunár i augum uppi: 1. Tekjuskatturinn er ekki lengur það tæki til tekjuöflunar, sem hann upphaflega var hugsaður til að vera. Ýmsar aðrar ráðstafanir stuðla miklu frekar að tekjujöfnun en tekju- skatturinn, t.d. ókeypis skóla- ganga, ókeypis heilsugæsla, hiisnæöislánakerfið, lifeyris- kerfiö og fleira slikt. 2. Tekjuskatturinn er orðinn launamannaskattur, sem lftið eða dikert tillit tekur til raun- verulegra tekna fólks eða lifs- kjara. Lögleg og ólögleg undan- brögð frá greiðslu skattsins eru I augu stingandi. 3. Tekjuskatturinn virkar orð- iö sem hemill á vinnuvilja fólks, en þær sérstöku aðstæður eru I islensku þjóðfélagi aö viða er þörf á mjög mikilli vinnu svo unnt sé að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið, sem ella færu I súginn. Tekjuskatturinn sem þegar leggst af fullum þunga á "lágar meðaltekjur, er eins og refsivöndur þjóöfélagsins á það fólk sem þannig gengur erinda þessa sama þjóðfélags. 4. Mikilvægi tekjuskattsins fyrir rikissjóð hefur mjög fariö kvinandi, þar sem aörir skatt- stofnar, einkum óbeinu skattarnir, hafa að mestu tekið við tekjuöflunarhlutverki hans. 5. Þar sem tekjuskatturinn eins og aðrir beinir skattar er ekki reiknaöur i visitölu er hann eilif freisting stjórnmálamönn- um til alls konar fjármálafim- leika, sbr. áráttu Alþýöubanda- lagsins aö stórhækka tdtju- skatta sem ekki mælast i visi- tölu, til þess að greiða niður visitoluvöru og halda þvi svo fram að þar meö hafi verið náö árangri I verðbólgumálum og framkvæmd stórfelld kjarabót fyrir launþega. Höfnun hækkunum I samræmi við afstöðu Al- þýðuflokksins i tekjuskattsmál- inu hafnaði þingflokkur Alþýöu- flokksins alfariö að styðja fjár-. lagafrumvarp Tómasar Árna- sonar, sem gerði ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga yrði enn hækkaður á árinu 1980. Við endurskoöun rikisstjórnar Al- Alþýðuflokkurinn hefur á 9 þingum flutt tiilögur um að tekjuskattur einstaklinga verði aifarið afnumin af ailra hæstu tekjum. Þetta mál er ní enn einu sinni komið til kasta Alþingis ásamt ýmsum tillögum til breytinga á sviöi skattamálanna. þýðuflokks á fjárlagafrumvarpi Tómasar Arnasonaf lækkaði hún tekjuskatt einstaklinga i fjárlagafrumvarpi úr 37 mill- jörðum niður I 30 milljaröa. Var siðan hafist handa um að semja skattstiga, þar sem umrædd skattalækkun yrði framkvæmd þannig, aö hún kæmi til góða lágtekjufólki og fólki með lægri meðaltekjur en yrði jafnframt fyrsti áfangi i afnámi tekju- skatts af almennum launatekj- um. Frumvarp um slikan skatt- stiga var tilbíiö um mánaða- mótin jan.-febr. og var þá lagt fram á Alþingi af rikisstjórn Al- þýðuflokksins. Nýi skattstiginn 1 frumvarpinu er gerð tillaga um verulega hækkun ýmissa frádráttarliða i tekjuskatti og siðan lagt til að skattstigi yrði sem hér segir: 1. Af fyrstu 2.5 milljónum skattskyldra tekna reiknist 15%. 2. Af næstu 3.5 milljónum skattskyldra tekna reiknist 30%. 3. Af tekjuskattstofni yfir 6 milljónir reiknist 50%. Frá álögðum skatti skv. þess- um skattstiga á siöan að draga persónu afslátt, sem gerð er til- laga um aö verði hækkaður 1400 þúsund krínur fyrir einstakling. Þá er einnig i frumvarpi þessu gerð tillaga um verulegar breytingar til hækkunar á barnabötum I tekjuskatti — aö þær skuli vera 140 þús. kr. meö fyrsta barni en 215 þúsund kr. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en 7 ára skuli barnabætur vera 55 þús. kr. hærri en barnabætur með börn- um einstæðra foreldra skulu þó ætíb vera 270 þús. kr.meö hverju barni. Er hér um mjög mikil- væga breytingu aö ræöa frá ákvæðum gildandi laga, þar sem hin nýju skattalög munu ella leika marga einstæða for- eldra illa. Með tillögu okkar Al- þýöuflokksmanna er úr þeim órétti bætt. Afnámu tekjuskatts af launatekjum Hvaö þýða þessi ákvæði um skattstiga, barnabætur og frá- dráttarliði? 1 þvi sambandi er einfaldast að vitna til upphafs- oröa athugasemdanna, sem fylgja frumvarpinu. Þar segir: „Með frumvarpi þessu er lagt til, að tekjuskattur af almenn- um launatekjum meðalfjöl- skyldu eins og nánar er skil- greint hér á eftir verði felldur niður I tveimur áföngum á þessu og næsta ári. Frumvarpiö gerir ráö fyrir þvi, að þetta veröi gert meö ákvörðun skattstiga þannig aö áriö 1980 verði tekjuskattur lækkaöur um rúmlega 7 mill- jarða kr. frá áætlun i fjárlaga- frumvarpi fyrrverandi rikis- stjórnar og þeirri lækkun verði þannig hagað aö hún komi þeim mest til góða sem lágar tekjur hafa, svo og einstökum hópum, svo sem eins og einstæðum for- eldrum, sem eiga erfiðum að- stæðum . að mæta, en gildandi lög nr. 40 frá 1978 um tekjuskatt og eignarskatt hefðu ella falið I sér nokkrar skattahækkanir hjá beim. Ætlunin er að sföara skrefiö til niðurfellingar tekjuskatts af almennum launatekjum meðal- fjölskyldu verði svo stigið á næsta ári meö einfaldri breyt- ingu á neðsta skattþrepinu i frumvarpi þessu.” Um einstök atriöi I tillögum Alþýöuflokksins mætti gefa eftirfarandi upplýsingar til við- bótar: Munurinn milli hæsta og lægsta skatthlutfalls er gerður meiri en skattalögin gáfu tilefni tilog meiri en var viö álagningu tekjuskatts á árinu 1979. Þetta er gert f þvi skyni að nýta þaö svigrúm, sem fjárlagafrum- varp Alþýðuflokksins gaf til skattalækkunar fyrst og fremst tilhagsbóta fyrir þá tekjulægstu og um leiö til eins mikiilar hækkunar skattfrelsismarka tekjuskatts og mögulegt er. Annar tilgangurinn er sá að vinna gegn neikvæðum áhrifum skattalaganna frá 1978 á skatta- lega stöðu útivinnandi kvenna. Með þeim breytingum, sem Al- þýðuflokkurinn lagöi til, skap- ast aukinn hvati til þess að hjón afli bæði tekna. Hafi t.d. annar maki tekjur yfir 6 milljónir kr. en hinn engar þyrfti að gjalda 50% af tekjum i skatt hjá þvi hjóna sem tekjuauka hefur um- fram nefnda 6 millj. kr. en skv. tillögum Alþýðuflokksins ein- ungis 15% ef eiginkonan aflar umframteknanna. Aöur var lýst hvernig meö til- lögum Alþýðuflokksins var eytt neikvæðuum áhrifum hinna nýju skattalaga gagnvart ein- stæðum foreldrum. Nánar veröur fjallaö um efni frumvarpsins og ýmis atriði skattatillagna Alþýöuflokksins I grein her i VIsi siðar I vikunni. ÞÖRUNGAVERKSMIÐJUNNI A REYKHÚLUM RREYTT YFIR í FISKÞURRKUNARSTÖR? „Salan hefur dregist mjög mikið saman hjá skoska fyrir- tækinu Alginate Industries Ltd., á þvi efni sem unniö er úr þanginu og við höfum selt þeim I miklu magni, eða um rösklega 30%”, sagði Ómar Haraldsson verksmiðjustjóri þörunga- vinnslunnar h.f. á Reykhólum I samtali við VIsi. „Forstjóri og framkvæmda- stjóri Alginate voru staddir hér I febrúarlok og útskýrðu þeir fyrir forráðamönnum Þörunga- vinnslunnar hrakandi markaðs- stöðu fyrirtækisins. Astæðurnar eru m.a. þær, að staða pundsins gagnvart dollar er nú óhagstæð fyrir Utflutning Breta. Þá var þetta skoska fyrirtæki keypt upp af bandariskum auðhring, sem heitir Merck, en þeir hafa breytt sölupólitikinni er þýöir samdrátt I sölunni. Einnig hefur framliöslukostnaður AIL fariö mjög hækkandi að undanförnu, vegna hækkaðs orkuverös og á slöari árum hafa komiö mikiö af þörungum frá Ástralíu og Chile, sem fást á mun lægra veröi, en áður var talið mögulegt” sagði Ómar ennfremur. Sala Alginate á „alginötum” mun aö öllum likindum dragast saman Ur 7500 tonnum I 5500 á þessu ári. Af þeim sökum telja AIL-menn, að samningurinn, sem geröur var við Þörunga- vinnsluna árið 1974 um árleg kaup á 5000 tonnum af þang- mjöli, sé óraunhæfur, Þó er hugsanlegt aö um kaup verði á 1-2 þUsund tonnum á veröinu 110-135 pund fyrir hvert tonn, en að öllu óbreyttu heföi mátt bú- ast viö 210 pundum fyrir tonniö. A sinum tima samdi AIL um töluvert hærra verð en heims- markaösverö, fyrir þang héðan, til að hægt væri að bera þann mikla stofnkostnaö sem verk- smiðjan á Reykhólum óhjá- kvæmilega haföi I för með sér. Þegar fyrir var séð óraunhæf veröhækkun á þessu ári bauö Þörungavinnslan upp á endur- skoðun á verði á yfirstandandi ári, en AIL hafði greitt hærra verð en samiö var um fyrr á ár- um þegar erfiðleikar Þörunga- vinnslunnar voru hvað mestir. Þvi boði var hins vegar hafnaö. Horfir nú illa um rekstur Þörungavinnslunnar og verður aö endurskoöa rekstrargrund- völl fyrirtækisins frá grunni. jafnframt þvi sem leitaö veröur skaðabóta frá skoska fyrirtæk- inu, eða eigendum þess fyrir samningsrofin. — Hvaða leiðir hefur Þörungavinnslan út úr þessari stöðu sem upp er komin? „Það eru reyndar ekki nema um tvær leiðir aö velja” sagöi Ómar. „önnur þeirra er aö reyna að framleiöa þang sam- keppnisfært á heimsmarkaði, sem er ákaflega erfitt vegna þess hve ódýrt það er hægt aö fá annarsstaðar en hin leiðin er að breyta Þörungavinnslunni yfir I fiskþurrkunarstöö, en tilraunir með það gafu góöa raun á siðastliönu ári. í þessum mán- uði veröur svo tekin ákvörðun um þangvinnslu yfir sumar- mánuöina, ef úr rætist um markaöinn.” H.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.