Vísir - 15.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 15.03.1980, Blaðsíða 16
Laugardagur 15. mars 1980 17 VtSIR Laugardagur 15. mars 1980 1& „Ja, þaö heföi ég liklega gert ef ég heföi getaö. En þaö var ekkert aö gera fyrir mig sem söngvara svo ég byrjaöi strax aö leika eftir aö ég kom frá ttaliu áriö 1954, fyrst i Þjóöleikhúsinu og siöan I Iönó. Ég hef alltaf vonaö aö ég fengi sönghlutverk, óperuhlutverk en þau hafa verið ákaflega strjál, ákaflega strjál... Fyrir utan tvo vetur sem ég söng viö Konung- legu Óperuna i Stokkhólmi á ár- unum 63 til 65 hef ég alltof litiö getaö fengist viö söng”. Og þaö er auöséö á Jóni aö þaö finnst honum ekki gott. „Nú I seinni tið hef ég sungiö mjög litiö. Ég var aö visu meö i Carmen og svo Þrymskviöu en þaö er liklega þaö eina frá þvi ég kom frá Stokkhólmi. En núoröiö leik ég hvert einasta kvöld og þó einhver vildi fá mig til aö syngja væri þaö erfitt”. — Söngstu ekki gjarnan á lsta mai? Jón hlær mikiö. „Jújú, ég geröi þaö. Söng bæöi á lsta mai og 17da júni niöri á Torgi. En þaö heyrir nú sögunni til...” „Helstaós híutverk t Bíóin kveiktu áhugann Steinhúsiö áöurnefnt viö Njaröargötuna er ekki siöur fall- egt aö innan. Þaö hefur Jón og fjölskylda gert upp og prýtt ýms- um vönduðum munum og mál- verkum. Jón býöur sæti i sófa og kemur sér sjálfur fyrir vinstra megin I honum. „Ég þarf aö sitja hérna megin til þess aö heyra i þér. Ég er nefnilega heyrnarlaus á vinstra eyra, búinn aö vera það siöan ég var krakki”. — Þú ert úr Borgarfirðinum, er þaö ekki Jón? „Jú ég er Borgfiröingur. Fædd- ur í Borgarhreppi og uppaiinn i Borgarnesi. Jú blessaöur vertu, þarna var stórkostlegt aö alast upp, ég hef ekkert misjafnt um það aö segja”. — Hvers vegna fórstu aö leika? „Ég byrjaöi aö leika i Borgar- nesi hjá Ungmennafélaginu og Skátafélaginu. Svo flutti ég til Reykjavikur og fór i leiklistar- skóla hjá Lárusi heitnum Páls- syni eftir aö hafa klárað gagn- fræöaskólann. Um leiö var ég svo i tónlistarskólanum i 3 ár. En siöan yfirtók leiklistin áhugann. A þessum árum stundaöi ég „Ég kom svo heim 1948 og fór aö keyra mjólkurbil milli Reykja- vikur og Borgarness. I ársbyrjun ’49 fékk ég mitt fyrsta hlutverk, þá lék ég Hóraz i Hamlet. Ég átti þvi 30 ára leikafmæli i mars i fyrra — svei mér þá þetta eru oröin 31 ár!” Og Jón hristir höfuðiö ennþá meira. Sex í bíl „1 frumsýningarhófinu datt okkur i hug, nokkrum ungum leikurum sem öll vorum nýbúin aö ljúka námi, aö mynda litinn hóp og fara i leikför um landiö — hvaö viö og geröum. Auk min voru það Gunnar Eyjólfsson, Hildur Kalman, Guö- björg Þorbjarnardóttir, Þorgrim- ur Einarsson og svo Lárus Ingólfsson sem mynduöu hópinn Sex i bil. Ég haföi veriö bilstjóri á öllum tegundum bila og þess vegna var þaö sjálfsagt mál aö ég keyröi. Viö fórum um allt land, þræddum staöina og fórum meira aö segja út i Hrisey. Þetta haföi aldrei veriö gert svo gagngert áöur og ég man vel eftir óendan- legu þakklæti áhorfenda”. — Þetta hefur veriö skcmmti- iegur tlmi? ” „Ég heföi liklega lagt fyrir mig sönginn ef ég heföi getaö...” Iönó og bióin, ég sá hverja einustu sýningu I bió sem er aflagöur vani nú. Liklega hafa það veriö bióin sem kveiktu áhugann.eftir dálit- inn tima var bakterian i algleym- ingi og ég fór til New York aö læra leiklist. — Hvenær var þetta? „Þetta hefur verið 1946. Úti i New York fór ég lika aö læra al- vörusöng, ég fór mikiö i Metropolitanóperuna og þar kviknaöi þessi endalausi áhugi á óperusöng...” Og Jón hristir höfuöiö. „Jújú, mér fannst mikiö gaman aö leika Kaífas i Jesús Guö Dýrlingi...” „Oskaplega skemmtilegur! Al- deilis ógleymanleg reynsla. Viö settum upp leikritiö Candida eftir Bernard Shaw, urðum náttúrlega aö miöa leikritaval viö hópinn. Næsta sumar bættum viö svo Baldvin Halldórssyni viö en alls fórum viö þessar feröir þrjú sum- ur. Eftir þaö dreiföist hópurinn og ég fór sjálfur út til ítaliu áriö 1951 til þess aö læra óperusöng i fúl- ustu alvöru. Þar var ég samtals i þrjú ár”. — Þú hefur ekki ætlaö aö leggja fyrir þig söng i staö leiksins? „Til aö geta veriö afslappaöur veröur maöur aö fila sig i rull- unni einsog unga fólkiö segir...” Jesús Guð Dýrlingur — Nú hefur þú leikiö feiknalega mikiö á þessum rúmlega 30 árum. Hefuröu nokkra hugmynd um hversu mörg hlutverk þú hefur leikiö? „Neinei, ég held ekki nokkurn reikning yfir þaö. Þau eru oröin geysilega mörg, liklega má segja aö ég leiki svona fjögur hlutverk á ári, stundum fleiri en þá kemur lika á móti aö ég hef ekki alltaf veriö hér heima”. — Attu þér einhver óskahlut- verk? I fallegu steinhúsí við Njarðargötuna býr Jón Sigurbjörnsson leikari ásamt konu sinni Þóru Friðriksdóttur sem einnig er leikari. Þar tekur hann á móti okkur með breiðu brosi og þéttu handtaki. Svo klórar hann sér í höfðinu og segir: „Ég fór nú reyndar að velta þvi fyrir mér eftir að þú hringdir: um hvað ætlar drengurinn eiginlega að tala við mig?" Það verða engin vandræði með það. Þó Jón vilji máski ekki við það kannast sjálfur er hann í hópi allra vinsælustu leikara þjóðarinnar og aukin heldur einn þeirra bestu. Þau eru ófá hlutverkin sem hann hefur gætt lífi á undraverðan hátt, á sinn sérstaka hátt. Einn mætan mann veit ég um sem varpaði fyrir róða hugsan- legum stuðníngi við okkar frómu forsetaframbjóðendur eftir að hafa séð leik Jóns i hlutverki Tómasar bónda i Landi og sonum: „Svona menn á að gera að forseta!" Jón hugsar sig um nokkra stund og klórar sér i heyrnarlausa eyr- anu. „Nei, þaö get ég ekki sagt. Ekki I þeim skilningi aö ég hafi viljaö fá eitthvert hlutverk en ekki fengiö. En ég hef veriö hepp- inn sem leikari og alltaf annaö veifiö fengiö hlutverk sem hafa veitt mér sérstaka fullnægingu. Þaö er svo náttúrlega ljómi yfir fyrstu hlutverkunum minum, bæöi i Hamlet og Sex i bil, þau eru mér mjög i fersku minni. Nú, ég man eftir hlutverkunum I Sölu- maöur deyr, Allir synir minir og ýmsum fleirum”. — Hvaö meö hlutverk Kaifasar i Jesús Guö Dýrlingur? „Já, ekki má ég gleyma þvi”, segir Jón og hlær. „Þaö var mjög gaman aö fást viö þaö. Þarna var aö visu fólk af allt ööru sauöahúsi en ég og ég haföi enga reynslu af svona hlutum, haföi ekki hlustaö á þessa tónlist aö neinu gagni. Ég haföi heldur ekki vanist þvi aö syngja i uppmagnaöan hátalara en þetta var ágætt hlutverk og sýningin tókst mjög vel”. Jón hlær aftur. „Þetta var mik- iö gaman!” — Er þaö einhver sérstök teg- und af leikiist sem þér feliur best aö fást viö? „Nei, þaö held ég ekki. Mestu máli skiptir aö leikritiö sé gott. Mér finnst til dæmis mjög gaman aö leika i gamanleikjum ef þeir heppnast vel en svo get ég haft gaman af klassiskum leikritum eöa alvarlegum leikritum. Þaö er ekki kategórian sjálf sem skiptir máli, fyrst og fremst aö sýningin takist vel”. Gamli Ibsen og Arthur Miller — Hvernig leikrit feröu aösjá ef þú ert i útlöndum? „Ja, viö hjónin vorum úti I London i hitteöfyrra minnir mig og fórum þá endalaust i leikhús. i óvissuna. Þaö var nú dálitiö út i óvissuna...” Texti: Illugi Jökulsson Myndir: Gunnar Val- berg Andrésson hvort hlutverk er likamlega er- fitt, hvort maöur þarf til dæmis aö standa á sviöinu allt kvöldiö. Svo er þaö annaö mál aö þaö á ekki viö mig aö leika öll kvöld einsog ég hef gert undanfariö. En viö leikararnir hér erum samt betur staddir en leikarar úti i heimi viö höfum varient á hlut- verkum, leikum tvö þrjú eöa fleiri hlutverk i einu. tJti eru leikararn- ir bara i einu hlutverki og leika þaö 8 sinnum i viku 6 kvöld og tvisvar á eftirmiödögum. Viö erum blessunarlega laus viö þetta, hjá okkur kemur alltaf ný sýning. En svo geta komiö sýningar, einstaklega sterkar sýningar einsog til dæmis Ofvit- inn núna sem maöur getur leikiö kvöld eftir kvöld án þess aö veröa leiöur á þvi. Þaö er óendanlega skemmtilegt enda alltaf fuilt hús”. Land og synir. — Þú lékst eitt aöalhlutverk- anna i Landi og sonum. Var þaö skemmtileg reynsla? „Biómyndin? Já, þaö var ómetanleg reynsla”, segir Jón og tekst allur á loft. „Þaö var náttúrlega mjög ólikt þvi aö leika á sviöi og aö sumu leyti skemmtilegra, kannski sér- staklega af þvi aö þetta var nýtt fyrir mér. Vinnubrögöin voru allt önnur en ég hef vanist enda hef ég ekki leikiö i sjónvarpi i langan tima og aldrei áöur úti i guös reynsla á sinn hátt og þaö sem ég man skirast eftir er hversu prófessjónal þeir voru sem aö myndinni unnu. Þar var allt hár- nákvæmt. Þeir höföu vissan tima til aö gera myndina, siöan uröu þeir aö hætta. Enda unnu þeir sitt verk hvernig sem viöraöi og hvaö sem geröist,sama geröist meö Land og syni. Allar áætlanir stóöust. Þaö er alltaf gaman aö vinna meö mönnum sem vita hvaö þeir eru aö gera, bæöi tækni- mönnunum og svo leikurunum. Nú hiutverkiö, þetta var svona gutl. Fremur ómerkilegt tillegg til listar og menningar, býst ég viö”. Gróska í leiklistinni — Þú minntist á frasa hér áöan. Má ég þá spyrja einnar frasa- spurningar: hvaö finnst þér um stööu islenskrar leiklistar? „Nú, mér finnst hún bara góö”, segir Jón eftir aö hafa velt málinu fyrir sér”. „Þaö er gróska i þessu og alltaf aö bætast viö nýtt fólk, nýir höf- undar og nýir leikarar. Ahuginn blómstrar lika.viö sýnum yfirleitt alltaf fyrir fuliu húsi I Iönó og Þjóöleikhúsiö og Alþýöuleikhúsiö lika. En þaö vantar húsrými, þaö vantar Borgarleikhúsiö! Viö þurfum stærri sali fyrir leikhús- gesti, einsog nú er þá berjumst viö i Iönó i bökkum þó fullt sé á hverja sýningu vegna þess aö all- „Nú I seinni tið hef ég sungið mjög Htiö”. „Óperan veröur aö fá fastari jörö undir fætur...” Og þaö sem mér fannst áberandi skemmtilegast, þaö var gamli Ib- sen. Gamli Ibsen meö Máttar- stólpana sina. Þaö stendur mér skirast fyrir hugskotsjónum af þvi sem viö sáum, þaö var af- buröa vel gert”. — Nú Ibsen og áöan minntistu á leikrit Millers „Já, ætli ég hafi ekki bara mjög gaman af svona dramatiskum leikritum. Miller til dæmis, hann höföar ákaflega mikiö til min. En svo hef ég aftur á móti séö gamanleiki sem ætluöu alveg aö drepa mig af gleöi! Einsog ég sagöi áöan, þaö skiptir mestu aö leikritiö sé gott og aö maöur hafi gaman af hlut- verkinu sem maöur leikur. Ef maöur er hins vegar órór og finnst maöur ekki ráöa viö hlut- verkiö þá er ánægjan farin meö. Til aö geta veriö afslappaður veröur maöur aö fila sig i rullunni einsog unga fólkiö segir”. — Þú ert ekkert farinn aö þreytast á leiklistinni? „Ja, þetta getur oröiö þreyt- andi og leiöigjarnt ef sýningar eru mjög margar. Þaö hlutverk sem ég hef leikið lengst var i Kristnihaldinu, þaö var sýnt lik- lega einum 180 sinnum. Engu aö siöur var þaö skemmtilegt i hvert einasta skipti, Godman Singman var mjög skemmtilegt hiutverk. En þá var ég heldur ekki á sviðinu nema hálftima, svo var þaö búiö. Þaö skiptir miklu máli grænni náttúrunni. Þaö haföi lika mikiö að segja aö sagan, Land og synir, hefur alltaf veriö ein af minum uppáhalds- sögum. Ef þetta hefði veriö leiöinleg saga, leiðinlegt hlutverk og leiöinlegt fólk þá heföi þetta auövitaö oröiö leiöinlegra! Svo haföiég aldrei komiö i Svarfaöar- dalinn áöur og þaö var mjög gaman aö vinna meö fólkinu þar, þaö má segja aö öll sveitin hafi tekiö þátt i þessu. Ég hef nú ein- mitt á prjónunum aö drifa mig þangaö noröur til aö heilsa upp á fólkiö aftur”. — Þér finnst myndin ekkert standa erlendri framleiöslu aö baki? „Nei. Hún stenst alveg saman- burö viö flest þaö sem boriö er á borö fyrir okkur i bió. Ég haföi ekki séö hana fyrr en eftir frum- sýninguna og ég varð hreinlega hissa, hún var miklu betri en ég hélt. Aö sumu leyti er hún betri en útlendar myndir. Ég myndi segja það — þetta er nú frasi!” — Þú sérö ekki eftir þvi aö hafa tekiö þátt i henni? „Nei, alls ekki. Ég vildi óska aö þetta gæti hafist aftur. Ég er til- búinri aö leggja af staö hvenær sem er!” — En hvernig var meö aöra kvikmyndareynslu, Út I óvissuna þar sem þú lékst KGB-foringja? „Já, þaö var nú allt dálitiö út I óvissuna!” segir Jón og hlær enn. „En þaö var lika skemmtileg ur kostnaöur er svo mikill. „Svo vantar lika óperuhús”, segir Jón og slær mig bylmings- högg til aö leggja áherslu á orö sin. „Þaö er til vansa fyrir yfir- völdin hvernig búiö er aö óperu- söngnum. Þú sást nú bara aö þeg- ar La Traviata var flutt I Há- skólabiói um daginn þá reyndist vera gifurlegur áhugi fyrir þvi. Óperan veröur aö fá fastari jörö undir fætur”. — Einhver sagöi mér aö þú hefðir sitthvaö viö leiklistarnám hér aö athuga? Nú er Jón hissa. „Nei, var það? I sjálfu sér hef ég ekkert viö þaö aö athuga. En ég og fleiri gagn- rýndum þaö á sinum tima hve litlar hömlur voru settar á fjölda þeirra sem innrituöust i skóla rikisins. Enda er svo komiö núna aö þaö eru miklu fleiri ungir leik- arar á markaönum en þörf er fyrir. Þegar stéttin varö skyndi- lega svo fjölmenn kom auðvitað aö atvinnuleysi innan hennar. Mér finnst aö þaö veröi aö ýta undir aukna vinnu handa þessu unga fólki og hef til dæmis lengi veriö þeirrar skoðunar aö útvarp og sjónvarp ættu aö fastráöa til sin leikara. En ég hef engar meiningar um standardinn, margt af þessu fólki er mjög efni- legt, afbragös fólk! En hvernig var þaö, ætlaöi ég ekki aö gefa ykkur kaffi?” „Hitt djobbið mitt..." Nú geröist viötaliö kaffibolla- viötal dálitla stund. Undir þeim kringumstæöum var náttúrlega kjöriö aö fara aö tala um hesta. Jón Sigurbjörnsson er mikill hestamaöur, einsog reyndar fleiri þekktir leikarar. „Já, þaö er hitt djobbiö mitt. Nei, þaö er varla lengur bara hobbi, ég er aö reyna aö fram- leiða hesta, ala þá upp og temja”. — Stundaröu hrossaprang? „Já, ég reyni þaö ef ég kemst upp meö þaö svona til þess aö eiga upp i kostnað. En þaö er svo sem enginn hagnaöur af þvi. Ætli hjörðin losi ekki 20 hross. Ég nefni aldrei nákvæma tölu nema þegar ég þarf að gefa upp eignir á skattskýrslunni! Þaö er ekki aö ég viti þaö ekki einsog þessir alvöru hrossaprangarar sem segjast aldrei vita hvaö þeir eiga marga hesta. Og ég yröi ekki hissa þó sumir heföu raunveru- lega ekki hugmynd um, sérstak- lega á sumrin þegar folöldin fæöast og þeir eru sifellt aö selja”. — Er þaö einkenni á leikurum aö hafa gaman af hestum? „Nei, þaö held ég nú ekki. Miöaö viö fjölmenni stéttarinnar eru þaö ekki margir sem standa I þessu, þeir eru teljandi á fingrun- um Nú skýtur Gunnar Ijósmyndari þvi inn aö Indriöi G. hafi látið þau orö falla aö hestamennska væri fullkomin fyrir þvagteppumenn! „Já, þvi skal ég trúa! Hesta- mennska er auðvitaö holl og góð fyrir skrokkinn en ég held aö hún sé samt hollari fyrir sálina. Maöur gleymir öllu streöi þeg- ar-maöur er kominnupp i hesthús ab moka skit! Þó ég hafi áhyggjur af rullu þá hverfa þær undir eins- og ég kem uppeftir. Aö hafa sam- „Hestamennska er auövitaö holl og góö...” neyti viö hross, þaö er einsog út- blástursvéntill...” — Kanntu hestamennskusögur af þér? „Eitthvaö er þaö nú litiö. Ég hef heldur ekki ferðast nógu mik- iö á hestum, ég hef alltaf ætlab mér i feröalag þvert yfir land, norður Kjalveg. En þaö hefur ekkert orðiö úr þvi ennþá, þaö er alltaf eitthvaö sem kemur upp á á sumrin einsog Land og synir siöasta sumar og Ut I óvissuna þar áöur”. Sjálfskipaður bindindis- maður. — Lifir þú eftir einhverri ákveöinni filósófiu? Nú hugsar Jón sig töluveröa stund um. „Nei, andskotinn! Ég hef þá ekki oröið var við þaö!” — Ertu gleöimaöur? „Ja, ef þú meinar hvort ég er vinmaöur og samkvæmismaður þá er ég það ekki. Ég er sjálf- skipaöur bindindismaður aö eölisfari ,lyfti að visu rauðvins- glasi meö mat. En ef þú átt viö hvort ég er ánægöur meö tilveruna, þá er ég það já. Alltso mina eigin. Ég er hins vegar óánægöur með margt i samtiöinni, bæöi hérlendis og er- lendis, einsog orötakiö segir. Fyrir sjálfan mig á ég aftur á móti ekki margar óskir um breytingar. Þaö væri þá helst aö fá hlutverk i einni góðri óperu...” —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.