Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Föstudagur 28. mars 1980 DAIHATSU Ahersia lögö á sparneytni ,,Vi6 erum þegar búnir að ■ selja yfir 200 bila á þessu ári”, | sögðu þeir Jóhann Jóhannsson | og Sigtryggur Helgason for- I svarsmenn Daihatsu umboðsins ■ er við ræddum við þá. H Þeir selja tvær gerðir af Dai- ■ hatsu bilum, en það eru ■ CHARADE geröin sem er minni ■ og var mest seldi billinn i sinum I stærðarflokki hérlendis á siö- ■ asta ári, og CHARMANT sem ' seldist i 584 ,,eintökum” á árinu I sem leið. CHARADE fæst bæði 3 og I 5-dyra og kostar þriggja dyra billinn 3,970 milljónir en 5-dyra 1 billinn 3,890 milljónir. CHAR- I ADE cr f. amhjóladrifinn með 3 1 cyl fjórgengisvél og fæst i 5 lit- — um. „Við seldum 333 bila af þess- ari gerö á siðasta ári”, sögðu þeir Jóhann og Sigtryggur. Sparneytni þessa bils er einstök og við höfum sannað hana með sigrum i sparaksturskeppnum. Eyðslan er 5,5 litrar á 100 km úti á vegum og 6-7 litrar i bæjar- akstri”. Daihatsu CHARMANT kostar rétt tæpar fjórar milljónir með ryðvörn. Hann er með 4 cyl 80 hestafla vél 1400 cc og eyðslan er 7-8 litrar á vegum úti og 8-10 i bæjarakstri. „Við seldum 584 bila af þess- ari gerð á sfðasta ári og erum bjartsýnir á framhaldið. Dai- hatsu eru ákaflega sparrneytnir bilar, þeir eru rúmgóðir miðaö við stærð, léttir og meðfærilegir og auk þess á afar góðu verði. Þá leggjum viö áherslu á trygga og góða þjónustu sem er að okkar mati stórrr 11”, sögöu þeir Jóhann og Sigtryggur,forsvars- menn Daihatsu. • ek—. É þaó kostar ekki krónu Þad er sama hvar þú átt heima á landinu, þú þarft ekki aó borga neinn auka flutn- ingskostnaó þegar þú kaupir nýjan Skoda. Vió sendum þér einfaldlega bílinn á næstu höfn og þaó kostar þig ekki krónu. Hins vegar - ef þú vilt heldur koma suóur til þess aó sækja nýja Skodann, þá lætur, þú okkur vita og vió greióum aó sjálfsögðu flugfarió. Þannig njóta allir landsmenn sömu kjara hjá okkur. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 KRAFTUR D/f: „MANHAFA \ STAÐIÐ SIG i FRABÆRLEGA” i „Jú viö erum með þessa frægu góðu M.A.N. vörubila, byrjuðum fyrst að flytja þá hingað 1965 og þeir hafa reynst mjög vel hérlendis, óhætt að segja að þeir hafi staðið sig frá- bærlega” sagði Erlingur Helga- son forstjóri Krafts h/f i viðtali við Visi. Mest seldi billinn af M.A.N. gerð undanfarin ár er 16240 SA gerð. Það er frambyggður 2ja öxla bill með framhjóladrifi og 16 tonna heildarþunga. Flutningsgeta bilsins er 8-9,5 tonna pall og hann kostar um 27 milljónir, en um 22 milljónir án framdrifs. Þá má geta M.A.N. 19320 sem er 2ja öxla bill með 320 DIN/ha vél. Þessi bill kom best út i samanburði sem gerður var i Evrópu i haust og var þvi kjör- inn bill ársins. Burðargeta hans er um 11 tonn og hann kostar ná- lægt 28 milljónum án framdrifs. Erlingur var mjög ánægður með söluna að undanförnu og kvaðhann þar hafa spilað mikið inn i að mjög hagstæðir samningar hefðu tekist um verð á M.A.N. bilunum. M.A.N. vörubilarnir voru lengi þeir dýrustu á markaðnum hér- lendis, en hafa ekki lengur þann vafasama heiður. „M.A.N. vörubilar eru mjög mikið notaðir til mjólkur- flutninga, og má segja að það sé varla til það mjólkurbú á land- inu sem hefur ekki M.A.N. bila i flutningum, og auk þess hafa þessir bilar verið keyptir mikið af oliufélögum" sagði Erlingur. Kraftur er með nokkrar gerð- ir af MA.N. vörubilunum og er bæði um að ræða 2ja og 3ja öxla bila mismunandi útfærða, en Kraftur gefur að sjálfsögðu allar upplýsingar þeim sem þær vilja hafa. gk-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.