Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 5
vísm Föstudagur 11. april 1980 Texti: Guö- mundur Pétursson Bretar og Spánverjar semla um Gíbraltar Loks þykir grilla í endi langrar deilu Spánverja og Breta um Gi- braltar. Spánn segist ætla aö af- létta ýmsum hömlum, sem settar voru á nýlenduna 1969, og Bretar hafa i fyrsta sinn samþykkt aö hefja samninga um framtiö klettsins. Þessi árangur náöist á fundi utanrikisráöherra Spánar, Marcelino Oreja, og Bretlands, Carringtons lávaröar. Bretar vonast nú til, aö landa- mæri Gibraltar og meginlands Spánar ver& opnuö aö nýju i byrjun júnimánaöar. Spánverj- ar, sem segjast aldrei munu gefa eftir tilkall sitt til siöustu nýlendu Evrópu, eins og þeir kaÚa Gi- braltar, vilja, aö umræöur um framtiö Gibraltar hefjist strax 1. júnl 1980. 1 sameiginlegri yfirlýsingu, sem þeir sendu frá sér utanrikis- ráöherrarnir i morgun eftir tveggja daga fund, var sagt, aö spænska stjórnin ætli aö aflétta ýmsum kvööum á Glbraltar og báöir aöilar vilji hefja samninga- viöræöur sem fyrst. íran 09 irak: Fallhyssuskothríð Stórskotahriöin glumdi viö landamæri Irans og Iraks i gær- kvöldi, og segjast Iranir hafa misst þrjá skriödreka. Atökin brutust úr eftir daglangt hlé f gær, og voru i grennd viö Qasr-E-Shirin, landamærabæinn, þar sem skotiö hefur veriö skjóls- húsi yfir 10.000 Irani, sem Irakar hafa flæmt úr landi á undanförn- um dögum. Báöir aöilar beittu langdrægum fallbyssum i gærkvöldi til þess aö reyna aö vinna tjón á vlghreiör- um hvor annars, og linnti ekki skothriöinni fyrr en um miönætt- iö. — Var þaö þriöji dagurinn, sem kemurtil átaka milli þessara rikja. Aö baki fjandskapnum liggja ásakanir Irana um aö Bagdad- stjórnin styöji skæruliöa Araba og Kúrda i andstööu viö stjórnina i Teheran og svo ásakanir Iraka um, aö Teheran-stjórnin hafi staöiö aö baki sprengjutilræöum i Bagdad á dögunum. Iransstjórn kunngeröi I gær- kvöldi, aö hún mundi senda her- skip til eftirlits á noröurflóanum, og eru þaöfyrstu viöbrögö hennar viö kröfu Iraks um aö Iranir veröi á brottu af þrem smáeyjum viö Hormuzsund, en herflokkar Iranskeisara hertóku þær 1971. JACKIE I KOSNINGASLAGNUM Jacqueline Kennedy Onassis hefur lagt mjög aö sér í kosningabaráttu mágs síns fyrrverandi/ Ted Kennedy. Hefur hún aöallega verið á feröinni í hverfum spænskumælandi kjósenda, eins og í New York, þar sem þessi mynd var tekin af henni hjá grænmetissalanum„á horninu".— Hún fór einnig til Puerto Ricoaðtala máli frambjóöandans. Jackie er nefnilega sterk I spænskunni. Dagleg flðlda- morð I El Saivador Lik ellefu ungra manna fundust viö vegarbrún i austurhluta E1 Salvador I gær og eru þaö nýjustu fórnarlömbin i blóöugum óeirö- unum, sem heltekiö hafa þjóölif þessa Suöur-Amerikuveldis. Oll báru likin þess merki, aö mennirnir heföu veriö skotnir til bana, utan einn, sem hékk niöur úr brú. — Voru þeir á aldrinum 18 til 22 ára, allir búsettir I San Miguel, þar sem þeir fundust. Hundruö manna hafa veriö myrt I E1 Salvador þaö sem af er þessu ári i erjum öfgamanna til hægri og vinstri. Fréttir i gær hermdu, aö um 3.000 vopnaöir skæruliöar heföu tekiö á sitt vald þrjú smáþorp i Chalatenango-héraöi viö landa- mæri Hondúras, en þar búa um 3.000 manns. Stjórnarhermenn hafá einangraö svæöiö. 1 fyrradag fréttist af þvi, aö vinstrisinna skæruliöar heföu tekiö 25 smábændur af lifi I þorp- inu Monte San Juan, af þvi þeir neituöu aö ganga I liö meö skæru- liöum. Carter ODollnmðður út af tregðu banda- manna I Irandeilunnl Carter Bandarikjafor- seti sagði á fundi með ýmsum bandariskum ritstjórum i gær, að hann hefði persónulega hringt i nokkra leiðtoga Evrópurikja og beðið þá um að fylgja fordæmi hans og slita stjórn- málasambandi við íran. Carter Bandarikjaforseti sagöi áfundi meö ýmsum bandariskum ritstjórum I gær, að hann heföi persónulega hringt i nokkra leið- toga Evrópurikja og beöiö þá aö fylgja fordæmi hans og slita stjórnmálasambandi viö tran. Bandarikjaforseti viröist óþolinmóöur oröinn aö biöa eftir einhverju fleiru en siðferöilegum stuöningi bandamanna sinna viö tilraunirnar tilþess aöfágislana i Teheran látna lausa. Hannsagöiritstjórunum, aö vel væru þegnar áskoranir eins og Efnahagsbandalagsins i gær, aö gislarnir yröu látnir lausir. Þaö væri þó ekki nóg. Carter sagöi, aö hann væri von- svikinn meö undirtektir banda- manna, sem honum þættu mátt- leysislegar og ónógar. „Margir bandamanna viröast ekki ætla aö uppfylla skyldur sinar,” sagöi hann. I ljósi dulbúinna hótana em- bættismanna Carterstjórnar- innar um, aö Bandarikin kunni aö sjá sig knúin til þess aö beita valdi til aö ná gislunum, fylgjast menn náiö meö viöbrögöum bandamanna i Evrópu. Þaö væri helst, ef þau létu á sér standa,sem hætta þætti á þvi, aö Bandarikja- stjörn freistaöist til þess aö beita hervaldi. loftinu út. Viskiiö keypti hann I kommúnistaflokksins i Tórinó. — V-Þýskalandi á mun lægra veröi Hjá lækni einum i Róm fann lög- en heima var fáanlegt. Segist reglan tvær þungar vélbyssur. hann ekkihafa selt öörum en vin- um og vandamönnum. Norsklr naslstar Komnir um ðorð f Saijut 6 Geimfaramir Ryumin og Pop- ov munu hafa tengt Soyuz-geim- far sitt viö Saljut-6 geimstööina I gær. Tengingin tókst aö óskum. ,,Þaö hefur ekkert breyst hér á þessum átta mánuöum, sagöi Ry- umin, sem þá yfirgaf geimstöö- ina siöast eftir nýtt met I langdvöl I geimnum (6 mánuöi). Vískí f dekkin Þritugur Svii hefur veriö hnepptur i varöhald I Gautaborg vegna gruns um aö hafa smyglaö reglulega til Sviþjóöar viskfl I hjólböröum bifreiöar sinnar. — Þannig mun hann hafa komiö nokkrum sinnum 190 litrum af viskii til Sviþjóöar. Pumpaöi hann viskiinu I gegn- um ventilinn I dekkin, en haföi át- búiö annan ventil, sem hleypti ítalska lögregian tekur lil hendl Lögreglan á ttaliu handtók aö minnsta kosti 35 meinta hryöju- verkamenn I allsherjarleit I gær aö félögum samtaka, sem talin eru hafa myrt 27 menn á þessu ári. Handtökurnar fóru fram I Tórinó, Milanó, Róm og fleiri borgum, og eru flestir hinna handteknu grunaöir um aöild aö Rauöu herdeildinni eöa öörum hryö juverka samtökum. 1 hópnum eru iönverkamenn, skólakennarar, háskólalektorar, stúdentar, verslunareigendur, at- vinnulausir og starfsmaður Norömenn, sem studdu nasista i siöari heimstyrjöldinni, hafa á- kveðiö aö endurvekja til lifsins gamla þjóöernisjafnaöarflokk- inn. 1 tilefni 40 ára afmælis innrásar Þjóöverja I Noreg (I gær) hittust fyrri áhangendur Quislings og á- kváöu aö taka aftur til viö, þar sem Quisling varöfrá aö hverfa. Ætlunin er aö bjóöa fram i öll- um kjördæmum 1 þingkosningun- um norsku 1981, eftir þvi sem talsmaöur norskra nasista, Ole Darbu, sagöi I gær. — Darbu var sjálfboöaliöi I þýska hernum i striöinu og baröist á austurvig- stöövunum. Hann er sá eini af gömlu nasistunum, sem hittust i gær, er hefur vogaö sér aö koma fram opinberlega til þess aö kynna endurvakningu flokksins. „Þetta vildiröu! Rænum fiugvél, sagöiröu! Förum til Kúbu, sagöiröu!” Flugræningln fékk hæii á Kúbu Múhameöstrúar blökkumaöur, sem rændi bandariskri farþega- þotu i fyrradag og lét fljúga henni til Kúbu, segist hafa viljað flýja kynþátta- og trúarofsóknir i heimalandi sinu, USA. Flugvélinni var skilaö til Bandarikjanna, en yfirvöld á Kúbu tóku manninn i sina vörslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.