Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 8
f <r ■* ■< .*í/V "4 VÍSIR Föstudagur 11. april 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup. Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Mag.nússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifíngarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 6. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.800 á mánuði innanlands. Verð f lausasölu .240 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Þorskveiöar og piðöarhagur Það er alveg sama hversu lengi við tölum um velferð eða menn- ingu, listir eða íþróttir, bifreiðar eða bækur. Þegar upp er staðið, er það aðeins eitt sem máli skipt- ir: þorskurinn. Við eigum alla okkar velmegun og veraldar- gengi undir þeim gula. Hann er auðlind okkar og afkoma. Enn einu sinni stöndum við frammi fyrir örlagarikum á- kvörðunum varðandi þorskveið- arnar. Vandamálið er þó óvana- legt að því leyti, að aflinn það sem af er árinu hefur rokið upp úr öllu valdi, og sprengir alla þá kvóta, sem settir höfðu verið í upphafi árs. Það er rétt sem sjávarútvegsráðherra sagði i sjónvarpsviðtali í fyrradag, að það er út af fyrir sig ánægjulegt, að við höfum nú áhyggjur af of miklum afla en ekki of litlum. En vandi er það samt, og hann verulegur. Stöðvun veiðanna eða veruleg- ar veiðitakmarkanir hafa víð- tækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir flotann og úthald hans, af- komu sjómanna og útgerðar, heldur einnig fiskvinnsluhúsin, starfsfólk þeirra og heilu bæjar- félögin, sem byggja alla sína af- komu á fiskvinnslu. Hinn mikli þorskafli, sem af er árinu kallar á þá óhjákvæmilegu nauösyn aö takmarka verulega þorskveiöar í sumar og þaö sem eftir er ársins. Sjávarútvegsráöherra er ekki öfundsveröur af þvi hlutverki aö leggja fram tillögur um hvernig þaö skuli gert. En hér veröur aö bita á jaxlinn þvi án þorskins og skynsamlegrar sóknar I hann, eigum viö okkur litla framtiö. Sem betur fer, hafa allir hags- munaaðilar góðan skilning á þessum vanda, og skilja þörfina fyrir ákveðinni stjórnun veið- anna, ef gætt er langtímasjónar- miða. Þrýstihóparnir í sjávarút- veginum hafa löngum verið sterkir og áhrifamiklir, en með tilkomu aukinnar þekkingar á fiskigöngum, fiskstofnum, vax- andi sókn og miklum tilkostnaði, hafa umsagnir og starf fiski- fræðinga borið þann ávöxt, að sjóndeildarhringur kröfugerðar- manna og hagsmunasamtaka hef ur víkkað. Menn einblína ekki lengur á tærnar á sjálf um sér, og viðurkenna nauðsynlegar ráð- stafanir, jafnvel þótt þær komi niður á þeim sjálfum. Hitt stendur eftir, í hverju þessar ráðstafanir eiga að vera fólgnar. Þar verður margs að gæta. Taka verður tillittil mark- aðarins og söluhorfa, stöðu frystihúsanna og afkomu fólks- ins, viðhorfa útgerðar og sjó- manna, en síðast en ekki síst til ástands þroskstofnsins í sjónum. I ágætri grein sem dr. Björn Dagbjartsson forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. ritar í Vísi í gær, bendir hann á, að stjórnunartilraunir hafi mis- tekist í tveimur veigamiklum at- riðum. Annars vegar hefur flot- inn stækkað meira en eðlilegt og skynsamlegt getur talist, og hins vegar hefur ekki tekist að halda aflamagni innan skynsamlegra marka. Fyrrnefndu mistökin stafa af þeim veikleika stjórnmálamann- anna að leggja meira upp úr gegndarlausum atkvæðaveiðum en hófsömum þorskveiðum, en í síðara tilfellinu verður orsökin rakin til misheppnaðara veiði- takmarkana, sem ekki haf a borið árangur. Heimildirtil þorskveiða um tiltekinn dagafjölda, hafa ekki dregið úr aflanum, vegna þess einfaldlega, að þorskveiði- skipstjórar hafa kunnað betur á strauma og göngur en fiskifræð- ingar í landi. [ dag mun ríkisstjórnin vænt- anlega taka afstöðu til tillagna sem sjávarútvegsráðherra legg- ur fram um næstu viðbrögð. Vonandi verða þær tillögur skyn- samlegar og víst er að ráðherra er ekki öfundsverður af því hlut- verki að halda svo á málum, að öllum líki. En hér þarf að bíta á jaxlinn, því mikið er í húfi. Þorskveiðar eru þjóðarhagur. Forráðamenn drátlardrauta og skipasmiðja heidur óhressir: Telja kðnnunina gefa al- ranga mynú af viðgerðunum Stjdrn Félags dráttarbrauta og skipasmiöja hefur sent frá sér athugasemdir vegna könn- unar á nytingu vinnutíma viö skipaviögeröir, sem unnin var aö tilstuölan Vinnuveitenda- sambands Islands. Telja forráöamenn félagsins könnunina villandi og segja i bréfi meö athugasemdunum, aö könnunin viröist unnin sam- kvæmt pöntun frá Landssam- bandi Islenskra útvegsmanna. Þaö sem vekur hjá þeim þann gruneru ummæli formanns LHJ i blaöaviötali á dögunum. Meginniöurstööur könnunar- innar eru þær, aö hreinn verk- timi viö einstök viögeröarverk- efni hafi aöeins veriö frá 21% og upp i 53,9% af heildarverktim- anum, en aö meöaltali hafi hreinn verktími 43,3% i þeim 13 verkefnum, sem könnuö voru, aö þvi er segir I greinargerö Fé- lags dráttarbrauta og skipa- smiöja. Hér fara á eftir athugasemdir félagsins, litilsháttar styttar. L........ Gefur alranga mynd Af ástæöum, sem hér veröa ræddar siöar, er ljöst aö könn- unin gefur alranga mynd um hreinan verktima i skipaviö- geröarverkefnum unnum hér á landi. A þaö ekki sist viö um stærri verk, sem unnin eru af tiltölulega stórum skipaiönaö- arfyrirtækjum, er staösett eru þar, sem vinnan fer fram. Hér er t.d. átt viö flest fyrirtækin innan Félags dráttarbrauta og skipasmiöja, en könnun þessi nær ekki til nokkurs fyrirtækis innan þess félags. Vissulega er slik fyrirtæki einnig aö finna innan Meisterafélags járniön- aöarmanna. Bæöi þessi félög eru aöilar aö Vinnuveitenda- sambandi Islands. Þvi má spyrja, hvort ekki sé óeölilegt, aö einn aöili Vinnuveitenda- sambandsins, i þessu tilviki L.I.Ú., geti „pantaö” könnun hjá Vinnuveitendasambandinu á starfsemi annara aöila sam- bandsins, I þessu tilviki á skipa- iönaöarfyrirtækjum lands- manna, þar sem viögeröarþjón- ustu þessara fyrirtækja er væg- ast sagt illa borin sagan. Til aö kóróna sköpunarverkiö má ætla, aö þar sem Vinnuveit- endasambandiö kostaöi könn- unina, hafi skipaiönaöarfyrir- tækin I raun greitt þessa athug- un aö hluta. Eins og hér var aö staöiö var þvl skipaviögeröar- iönaöurinn látinn taka sina eigin gröf. Staðlausar fullyrðingar Þau viögeröarverkefni, sem könnunin náöi til, voru 13 aö tölu, og i heild tóku þau um þaö bil 900 klukkustundir. Hvert verkefni hefur því tekiö aö meöaltali innan viö 70 klukku stundir. Þessi verk flokkast þvl öll sem minni háttar verkefni. Varöandi niöurstööur könnun- arinnar á þessum smáverkum skal þó tekiö fram, aö hreinn verktimi I verkefnum af þessari stærö framkvæmdum erlendis, er sist meiri heldur en hér á landi. Er þetta samkvæmt upp- lýsingum aöila, sem þekkja vel til i' þessum efnum, m.a. is- lenskra tæknimanna, er hafa unniö I skipasmiöastöövum er- lendis. Fullyröingar um annaö eru þvi staölausar. Skipulag og stjórnun Þaö skal fúslega viöurkennt, aö ýmislegt mætti betur fara af hálfu lslenskra skipaviögeröar- fyrirtækja varöandi skipulag og stjórnun viögeröarverkefnanna. Ekkert er svo fullkomiö, aö ekki megi alltaf bæta nokkuö um. Sjálfsagt má einnig finna slikar brotalamir hjá erlendum sam- keppnisa öilum innlendra stööva. I umræöum um könnun- ina viröist þó sem menn hafi einkum staldraö viö skipulag og stjórnun viögeröarfyrirtækj- anna, en gefiö minni gaum aö þessum sömu atriöum hjá út- geröaraöilunum. í könnuninni kom þó fram, aö I sumum tilvik- um heföi ekkert veriö gert I þeim efnum af útgeröinni, á- kvöröun um, aö verk skuli unn- iö, sé ekki tekin fyrr en skip leggist viöbryggju. Þá ætti eftir aö panta varahluti erlendis o.sirv. Islenskir útgeröarmenn geta þó sýnt á sér betri hliöina I þessum efnum. Þaö gera þeir, þegar þjónustan er keypt af er- lendu stöövunum. Opnast augu ráðamanna? Þó margt misjafnt megi um könnun þessa segja, er ekki meö ölluútilokaö, aö hún geti þö látiö eitt gott af sér leiöa. Hér er átt viö þaö, ef augu viökomandi ráöamanna opnist, og þeir sjái þá aöstööu eöa öllu fremur þaö aöstööuleysi, sem þau fyrirtæki búa við, er fást viö skipaviö- geröir. Nefna má, aö viögeröar- bryggjur (viölegukantar) eru torfundnar, llklega aöeins ein á öllu landinu, sem kallast gæti þvl nafni. 1 flestum höfnum landsins eru skipaviögeröirnar hornreka, og algengt er, aö skip séuhrakin úr einum staö á ann- an innan hafnanna á meöan á viögeröum stendur. Þeir hrakn- ingar taka sinn hluta af verk- tímanum. Hér er eitt atriöiö af mörgum, sem stjórnvöld veröa strax aö ráöa bót á I þágu is- lensks skipaiðnaðar og þá um leiö I þágu islenskrar útgeröar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.