Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 16
1/lcfJLH Föstudagur 11. aprll 1980 lífoglist Umsjón: Illugi Jökulsson FÆREVSK KYNNING 1 NORRÆNA HUSINU t tilefni norræna málaársins hei'ur Norræna félagið beitt sér fyrir kynningu á granntungum okkar. Hjörtur Pálsson er formaður Islensku málaársnefndarinnar. Nú á laugardag 12. þ.m. er efnt til kynningar á færeysku I Nor- ræna húsinu kl. 16.00. Þar flytur Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri ávarp, en hann er starfandi for- maöur islensku málaársnefndar- innar. Þá flytur Stefán Karlsson, handritafræðingur stutt erindi um færeyskt mál, Vésteinn ólaf- son, lektor fjallar um færeyska sagnadansa. Rubek Rubeksen, færeyskur háskólanemi taiar um upphaf færeyskra nútimabók- mennta. Þá verður stiginn fær- eyskur dans. Allir eru velkomnir á þennan fund meban húsrúm leyfir. Norræna húsið efnir til sýning- ar á færeyskum bókum I bóka- safni sinu og veröur hún öllum op- in. (Fréttatilkynning) Frsbbblarnir eru ein þeirra hljómsveita sem spila á hljómleikum f Félagsheimili Kópavogs. HEILBRIGÐ ÆSKA A TÓNLEIKUM í KÓPAVOGI „Heilbrigö æska" er yfirskrift hljómleika sem haldnir veröa á morgun klukkan tvö í Felags- heimili Kópavogs. Þar koma fram fjórar hljómsveitir, skipað- ar ungum tónlistarmönnum. Fyrst spila Dordinglar, þá Judah, siðan Bubbi Morthens og loks Fræbbblarnir. Þarna eru ungir og vafalítið efnilegir tón- listarmenn á ferðinni og aðgöngu- miðaverði er mjög stillt I hóf, 1500 krónur. TÓNLEIKAR Arnesingakórinn I Reykjavik og Samkór Seifoss halda tónleika 1 Bústaðakirkju kl. 5 á morgun, stjórnandi Samkórsins er Björg- vin Þ. Valdimarsson og einleikari Geirþrúður Bogadóttir, en Arnes- ingakórsins Helga Gunnarsdóttir. Föstudaginn næsta verða svo tón- leikar i Röst Hellissandi á sama tlma. Lýkur þar meö vetrarstarf- inu. Viveca Lindfors, Nina van Pallandt, Dennis Christopher og Amy Stryker I hlutverkum slnuni I „Brúö- kaupsveislu". Veisla undir ***»*«* vandamáiabing Nýja bló: Brúðkaupsveisla. Leikstjóri: Robert Altman Handrit: John Considine, Patricia Resnic, Allan Nochols óg Robert Altman. Myndataka: Charles Rosher Aðaihlutverk: Carol Burnett, Geraldine Chaplin, Mia Farrow, Vittorio Gassman, Lillian Gish o.fl. Ýmislegt getur gerst I brúð- kaupi þar sem gestirnir hafa mislitt mjög I pokahorninu. Mynd Roberts Altmans, „Brúð- kaupsveisla", fjallar um brúð- kaup Dinós Corelli, af gömlum bandariskum suðurríkjaættum og Muffin Brenner, dóttur vöru- bflstóra, sem auðgast hefur mjög á vöruflutningum. Ekkert er til sparað svo brúðkaupið megi verða sem eftirminnileg- ast og glæsilegast. Unga fólkið er gefið saman af gömlum bisk- up, en hann reynist nærri elliær og tæpast þess umkominn að framkvæma hjónavigslu. Mikl- um fjölda gesta hefur verið boð- ið til brúðkaupsins, en fáir láta sjá sig. Fjölskyldur brúðhjón- anna eru þó nógu stórar til að allf jölmennt verður í veislunni. Fljótlega eru margar blikur á lofti þegar önnur fjölskyldumál verða ofar á baugi en brúökaup- ið. Undir glæstu yfirborði brúð- kaupsveislunnar kemur sitt af hverju i ljós. Llf flestra með- lima Corelli og Brenner i'jöl- skyldnanna er litið annað en leiksýning þar sem lffið að tjaldabaki er jafn aumlegt og sýningin sjálf er glæsileg. Læknir Corellifjölskyldunnar er t.d. kallaður til aö lita á ýmsa af veislugestum en það eina sem hann gerir er að gefa róandi eða örvandi lyf með þeim árangri að Regina móðir brúögumans og Ingrid matselja svffa um veislu- Sólveig K. Jónsdóttir skrifar salina og taka lftið tillit til þess sem fram fer. Það er táknrænt fyrir lif þess fólks sem myndin fjallar um að á meðan veislan varir liggur lik I einu herbergi hússins, amma brúðgumans deyr um þaö leyti, sem veislan er að hef jast. 1 „Brúðkaupsveislu" koma tugir persóna við sögu og nær allir byggja lif sitt á lygi eða misskilningi. Þessi fjöldi persóna gæti virst óþarfur, en hann getur lfka f engið áhorfend- ur til að Ihuga hvort þeir tilheyri þeim stóra hóp sem líkt er ástatt um og gesti „Brúðkaupsveislu". „Brúðkaupsveisla" er skemmtileg, skörp og vel gerð ádeila þar sem öllu gamni fylgir nokkur alvara. Altman tekst vel að minna á að jörðin er hótel og lifið þvi miður oft einna líkast brúðkaupsveislu. Óhætt er að hvetja til þess að sem fæstir láti „Brúðkaupsveislu" framhjá sér fara. — SKJ Ekkert fslenskt leikrit hefur verið sýnt jafnoft f Þjöðleikhúsinu og Stundarfriður eftir Guðmund Steins- son. ^. STUNDARFRIÐUR LOKS UTI ... Þá er Stundarfriður úti. Slð- asta sýning á þessu geysivin- sæla leikriti Guðmundar Steins- sonar verður annað kvöld og hefur verkið slegið öll aðsóknar- met I Þjóðleikhúsinu. Ekki einasta íslendingar virð- ast hrifnir: Júgóslavar hafa boöið hópnum sem leikritiö leik- ur á hina frægu BITEF-leik- listarhátfð sem fer fram i haust. Leikstjóri verksins er Stefán Baldursson en leikmynd gerði Þórunn Sigríöur Þorgrímsdótt- ir. í helstu hlutverkum eru Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúla- son, Sigurður Sigurjónsson, Guörun Gfsladóttir Lilja Þor- valdsdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir og Þorsteinn 0 Stephensen. Þaö er þvi eins og venjulega: nú fer hver aö verða siöastur.. N0RRÆNN VEFNAÐUR TIL SÝNIS AÐ KJARVALSSTÖÐUM Sýningin Norræn vefjarlist II verður opnuð að Kjurvalsstöðum á laugardaginn kemur. Þetta er I annað sinn sem slfk sýning er sett upp hér á landi, fyrri sýningin var einnig að Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum. Sýningin er ávöxtur samstarfs vefara og textilhönnuða á Norðurlöndum og má rekja upp- haf hennar til ársins 1974 þegar sett var upp umf angsmikil sýning iDanmörku. Kom hun m.a. til Is- lands. Akveðið var að hafa hana á þriggja ára fresti og er nú sýning númer tvö á ferðinni, en hún var fyrst sett upp i Gautaborg i fyrra- sumar. Sá háttur var á haföur að dómnefnd frá hverju landi valdi þau verk sem fóru á þessa sýn- ingu og i islensku dómnefndinni eiga sæti Hrafnhildur Schram, Hörður Agústsson og Magnús Pálsson. Alls eru á sýningunni 93 verk eftir 87 listamenn og kennir ýmissa grasa. Fjöldi sjóöa og stofnana styrkir sýninguna og er stærsti styrkur- inn frá Norræna menningarsjóðn- um rúmar 14 milljónir. Sýningin verður opnuð kl. 2 á morgun og flytur Arni Gunnars- son formaður Menningarmála- nefndar Norðurlanda ávarp og Ingvar Gislason opnar síðan sýn- inguna en hann er menntamála- ráðherra. Tungl íijoi sól alll nema nema staðar - heitlr Ijóðabók elt- ir Martin Götuskeggja Þar kom að þvf! Ct er komin ljóðabók eftir Martin Götu- skcggja og heitir hún Tungl lijól sól allt nema nema staðar. Eftirfarandi upplýsingar má finna um höfundinn á kápu bókar- innar: „Höfundur er fæddur og uppalinn, auk þess menntaður og hefur komið vfða við, en hvergi fest rætur, Hann les enn gler- augnalaust og er sæmilega vel brenglaður." Bókin er myndskreitt af Guð- rúnu Eddu og R. Crumb en höf- undur gerði kápuskreytingu. A saurblaði segir að bók þessi sé til- einkuð A. Baader og S. Ciesielski.