Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 3
3 vísm Þriöjudagur 15. april 1980. Oplnberlr starfsmenn í vestmannaeyjum: Vita seina- gang í samn- ingamálum „Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannabæj- ar haldinn 10. april 1980 ályktar að vita harðlega þann óeðlilega seinagang sem viðgengist hefur i samningamálum opinberra starfsmanna á siðustu mánuðum”. bannig segir i ályktun sem Starfsmannafélag Vestmanna- eyjabæjar hefur sent frá sér og er þar ennfremur skorað á rikis- valdið, svietarstjórnir og samninganefnd BSRB að setjast niður i fullrialvöru, eins og það er orðað, til að semja um kaup og kjör opinberra starfsmanna. Ennfremur er vakin athygli á þvi að sú afstaða að reyna leynt og ljóst að draga samningagerð á langinn, sé i raun og veru ný teg- und kjaraskerðingar. A fundinum fór fram stjórnar- kjör og var Valtýr Snæbjörnsson endurkjörinn formaður starfs- mannafélagsins. -hr Ekki voru allir i hefðbundnum skiðafatnaði þegar Andrésar Andar leikarnir fóru fram i HlfOarfjalli um helgina, enda óhætt aö bregöa út af venjunni á leikum sem þessum. (Visismynd GS). *« GrundfirOingur II er aOeins 50 tonn aO stærO en hér er hann lagstur að bryggju meO yfir 30 tonn og ber þaO vel. Oft var hann þó meO meira innanborOs á sfldarárunum 1957-58. Lestirnar fullar og mikiö á dekki er löndun hefst lir Grundfiröingi II. (Vfsism. BæringCecilsson). GOBUR AFLI A GRUNDARFIRDI Afli hjá Grundarfjarðarbát- undanförnu og siöastliðinn föstudag lönduðu ellefu neta- bátar rúmum 200 tonnum. Afii- mestur þessara báta var Grundfirðingur 1., en hann landaði 31.5 tonnum. Meöalafli bátanna var rúm 18 tonn. -B.C. Grundarfiröi/H.S. FRÉTTIR Á FÆREYSKU? Útvarpinu hefur borist beiðni um að útvarpa fréttum á fær- eysku I Islenska útvarpinu. Sagði Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, •að málið hefði aðeins komið til tals hjá Útvarpsráði, en væri að öðru leyti órætt og engar ákvarð- anir hefðu verið teknar. 1 þessu sambandi má minna á, að um árabil voru fluttar fréttir á ensku i Rikisútvarpinu. -ATA FIMM MEIDDUST I TVEIMUR BlLVELTUM Fjórir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir bilveltu á Stranda- heiði á Reykjanesbraut- inni á sunnudaginn. Mikil hálka var og slæmt skyggni vegna slyddu. Einn farþeginn, kona, mun hafa slasast mikið. Billinn er ónýtur. Onnur bilvelta varð á Reykja- nesbraut fyrr um daginn hjá Stapa. Veltan atvikaðist þannig, aö bllstjóri ætlaði aö aka fram úr bllaröö, en rakst þá á annan bil framar I röðinni, sem einnig ætl- aði framúr. Bilstjóri þess bils, sem er kona, missti stjórn á biln- um við áreksturinn og valt hann tvær til þrjár veltur út af vegin- um. Konan slapp með mar og skrámur en bíllinn er mikiö skemmdur. -HS FRETTUM UTVARPAD A STUTTBYLGJU „Þaö er verið að ganga frá stuttbylgjustöð fyrir útvarpið þessa dagana”, sagði Andrés Björnsson, útvarpsstjórtf samtali við Visi I gær. „Þaö er gert ráð fyrir að senda út á stuttbylgju i hverju kvöldi, þá helst fréttir og fréttatengt efni. Aætlaö er, að stuttbylgjusending- arnar náist viöast hvar I Evrópu og Norður-Amerlku”. Andrés sagði, að stuttbylgju- sendingar hafi veriö reyndar áð- ur, en stööin ekki veriö sterk og sendingar óreglulegar — yfirleitt einu sinni I viku. -ATA ORIGINAL. ® Stærstu framleidendur heims á baðkiefum og baðhurðum allskonar Gódir greidsluskilmálar Upplýsingar: Byggingarþjónustan Iðnaðarmannahúsið v/ Hallveigarstíg. og Sö/uumbodinu Kr. Þorvaldsson St Co. Grettisgötu 6. Símar 24478 & 24730

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.