Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Þribjudagur 15. april 1980. Texti: Guö- mundur Pétursson mKRAMER VS. KRAMER” FÉKK FLESTA „ÓSKAR- ANA” í GÆRKVðLDI „Kramer vs. Kramer” var val- in besta kvikmyndin á óskarshá- tlöinni i Los Angeles I gærkvöldi og hlaut um leiö flest óskarsverö- launin. Dustin Hoffman, sem lék annaö aöalhlutverkiö I myndinni, var valinn besti karlleikari fyrir tillk- un sína á fööurnum, sem berst fyrir forræöi drengs sins. Robert Benton leikstjóri mynd- arinnar, fékk óskarsverölaunin fyrir bestu leikstjórn, og veitti einnig viötöku öörum verölaun- um, sem myndin hlaut fyrir handrit. Meryl Streep, sem lék móöur- ina i „Kramer vs. Kramer”, var valin besta leikkona I aukahlut- verki. Hvln er 31 árs og byrjaöi ekki kvikmyndaleik fyrr en fyrir þrem árum. Hún var tilnefnd til sömu verölauna I fyrra vegna leiks sins áöur I „Hjartarbanan- um”. Sally Field var valin besta leik- konan fyrir túlkun hennar á konu, sem reynir aö innleiöa stéttar- baráttu I fataverksmiöju i mynd- inni „Norma Rae”. — Lagiö i „Norma Rae” — „It goes like it goes” — hlaut einnig óskarsverö- laun. Besti karlleikari I aukahlut- verki var valinn hinn 79 ára gamli Melvyn Douglas fyrir túlkun sina á sjúkum ráögjafa forsetans i myndinni „Being there”. Douglas hefur leikiö i rúmum fjörutiu kvikmyndum. Óskarsverölaun fyrir hljóm- burö og fyrir kvikmyndun fóru bæöi til myndarinnar „Apoca- lypse Now”. Þýskkvikmynd „Tintromman” fékk óskarsverölaun sem besta erlenda kvikmyndin. Hún sýnir þróun nasismans og siöari heims- styrjaldarinnar séöa meö augum drengs, sem neitar aö fullorönast. Aörar myndir, sem til greina þóttukoma til þessara verölauna, voru „Meyjarnar frá Wilko” (pólsk), „Mamma veröur tiræö” (spænsk), „Einföld saga” (frönsk) og „Aö gleyma Feneyj- um” (Itölsk). — Franska myndin „Le Cage aux Folles”, sem hefur hlotiö metaösókn i Bandarikjun- um, kom ekki til greina til þess- ara verölauna, þvi aö sýningar á henni byrjuöu I Frakklandi snemma árs 1978. Sýningar mega ekki byrja fyrr en 1. nóvember til þess aö myndin komi til greina. Atökum I Lfbanon viröist lltt ætla aö linna og nú hafa friöarsveitlr dreg- ist inn i striöiö. _ GÆSLUSVEITIR I ÁTðKUM I LÍRAHUN Irskir friöargæsluhermenn Sameinuöu þjóöanna neituöu sig burt aö hreyfa úr varöstööunni I þorpinu Al-Tiri, þrátt fyrir ægi- legar hótanir um ifflát I hefndar- skyni fyrir átökin um helgina. Þorpsbúar höföu enda beöiö Irana um aö vera um kyrrt I þorp- inu til varnar, ef hægrisinna Libanir geröu áhlaup á þorpiö. — Þar voru drepnir á laugardag tveir borgarar, einn lfbanskur skæruliöi og einn hermaöur Sam- einuöu þjóöanna. Fyrir viku reyndu hægrisinna skæruliöar, undir forystu Saad Haddad majórs, aö ná þorp- inu úr höndum gæsluiiös Samein- uöu þjóöanna, en uröu aö hætta viö. Þann sama dag geröu skæru- liöar Palestinuaraba árás á sam- yrkjubú i israelsku landamæra- þorpi. A laugardaginn kom til skot- bardaga i þorpinu, þegar þorps- búar efndu til mótmælagöngu. Voru skæruliöar Haddads majórs flæmdir burt. Enn 6.000 eftir í sendiráði Perú Bandarikin hafa gengist inn á aö veita hæli 3.500 flóttamönnum úr sendiráöi Perú i Havana, en erindrekar stiórnarinnar I Lima og Fidels Castro deila enn um hverjum skuli leyft aö fara til Perú. Rúmlega 10 þúsund Kúbanir hafa hirst I þrengslunum á sendi- ráöslóöinni f Havana siöustu viku viö hinar andstyggilegustu aö- stæöur. — Ýmis Suöur-Amerlku- riki, Spánn og Bandarfkin hafa öll boöist til þess aö taka viö ein- hverju af fólkinu. Þrætur eru uppi um, hverjum skuli leyft aö fara fyrst, Castro- stjórnin vill, aö þeir fari fyrst, sem fyrst fá vegabréf og landvist erlendis, en Perú vill, aö sjúkir og barnafólk fái fyrst aö fara. — Um 4.500 hafa þegar fengiö aö fara, en eftir eru um 5.000. Blaöamaöur frá Perú, sem tókst I sföustu viku aö komast I grennd viö sendiráöiö, sagöi aö sendiráöslóöin lööraöi i saur, þrátt fyrir bráöabirgöanáöhús, sem komiö var upp. Sagöi hann lyktina leggja langt frá sendiráö- inu. Dustin Hoffman og hinn átta ára gamli Justin Henry i einu atriöi myndarinnar „Krames vs. Kramer”, sem hlaut flesta „óskarana” I gær, — Justin Henry var raunar meöal þeirra, sem tilnefndir voru til óskarsverölauna, og er hann yngsti leikarinn, sem nokkurntfma hefur veriö oröaöur viö óskar. Meryl Streep og Justin Henry f ööru atriöi myndarinnar, „Kramer vs Kramer”. Viökomu hvalsins veröur mjög hætt ef maöurinn hættir ekki aö keppa viö hann um veiöar viö Suöurskautslandiö. Fiskveiðar vlð suðurskaulslandið Vfsindamenn, sem bera kvfö- boga fyrir, hvernig sjávarlifiö hafist viö, hafa hvatt til þess aö varlega veröi fariö I nýtingu fiski- miöa viö Suöurskautslandiö. Nýlega voru haldnir fundir til endurskoöunar 13 rfkja-sáttmál- ans um þróun kríl-veiöa viö Suöurskautslandiö, og var þar lögöfram áskorun vfsindamanna, sem vekja athygii á þvi aö krfll- inn er aöaluppistaöa alls sjávar- lifs á þessum slóöum. Einkanlega er á þaö bent, hvaö hvalir á þessum slóöum lifa aö miklu ieyti til á krflnum, og hve viökomu hvaiastofnsins yröi hætt, ef .maöurinn keppti viö hvalinn um þetta litla sjávardýr. Grandaði elding llugvéllnni? Fimmtiu og fjórir fórust meö brasilfskri farþegaflugvél, sem rakst utan I fjallshliö skammt frá hafnarbænum Florianopolis I Suöur-Brasilfu á laugardags- kvöld. Fjórir komust lifs af. Vélin var I innanlandsflugi á leiö til Florianopoiis frá Sao Paulo, og lenti f hvössum vindi og þrumuveöri. — Þeir, sem komust af, töldu aö eldingu heföi lostiö niöur i vélina. Náðanir I Nepal Birendra konungur I Nepal gaf um helgina öllum pólitfskum föngum upp sakir, og er taliö, aö þaö taki til 200 til 350 manna (þar af 100, sem dvelja f útlegö I Indlandi). Tvær vikur eru til þjóöarat- kvæöagreiöslunnar f Nepal um hvortleyfa skuli starfsemi stjórn- málaflokka, eöa hvort þeir skuli bannaöir áfram. Musterlsfólk vill ekki bera vilni Ekki þykir vfst, aö lögum veröi aö fullu komiö yfir einn af grun- uöum moröingjum musterissafn- aöarins, þvi aö eftirlifandi vitni eru treg til þess aö votta gegn honum. Kokkurinn úr Jonestown, Edward Beikman, var nýlega dæmdur I 5 ára fangelsi f Guyana fyrir tiiraun til þess aö myröa 9 ára dreng. Hann hefur veriö sak- aöur um morö á 4 öörum safn- aöarmeölimum, en óvist er, hvort hann veröur ákæröur, þvi aö vitn- in eru fiutt til USA og eru treg tii þess aö snúa aftur. Eins og menn minnast stofnaöi musterissöfnuöurinn nýlendu I Guyana undir forystu Jim Jones, en þegar uppvfst varö um iöju ný- lendufólksins fyrirfór allur hóp- urinn sér eöa var myrtur. Um 900 manns létu þar lffiö. Ponisch heiur enn vlnnlng yfir Portisch tókst ekki aö nota sér stööuyfirburöi i biöskák sinni úr sjöttu einvigisskákinni til vinn- ings. Varö hún jafntefli. Ungverjanum hefur haldist á eins vinnings forskoti sinu enn, og er staöan: Portisch 3 1/2 vinning, Spassky 2 1/2. — Spassky hefur hvitt f sjöundu skákinni. Regln til USA Menechem Begin, forsætisráö- herra tsraels, mun f dag eiga fundi meö Carter Bandarfkjafor- seta um möguleika á samningum viö Egypta um sjálfsstjórn til handa hernumdu svæöunum, Gaza og vesturbakka Jórdan. Begin kom til USA i gær, viku eftir samsvarandi fundi Carters og Sadats Egyptalandsforseta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.