Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 15.04.1980, Blaðsíða 16
VISIR Þriöjudagur 15. april 1980. Umsjón: Axel Ammendrup Atriði úr uppsetningu Leikfélags Keflavlkur á Sjóleiöinni til Bagdad. Frá vinstri: Ingibjörg Hafliöadótt- ir, Hrefna Traustadóttir, Arni Ólafsson og Þór Helgason. HNOKRALITIL OG HEILSTEYPT SÝNING Hvað skyldi þaö vera viö leik- rit Jökuls Jakobssonar, sem vekur þann áhuga hjá lands- mönnum, aö nú um þessar mundir eru þau synd á a.m.k. fimm stööum á landinu? Skyldu verk nokkurs Islensks höfundar hafa gengiö svo mörg i einu? Þaö er þó aldrei aö hiö hefö- bundna einfalda form tjáning- arinnar sem Jökull notar i flest- um sinum verkum höfði einmitt til landans nií, á timum hvers konar „isma” og nýjungar- girni? Höföar hinn nærfærni, glettni og oft hnitmiðaði still Jökuls meira til almennings en hin boöskapar- og ádeilufullu skrif sem þó eru svomjögi tisku ogleggja ofteinstefnulegt mat á mannlýsingar og þjóðfélags- myndina. Leikfélag Keflavikur er eitt þeirra áhugamannaleikfélaga sem um þessar mundir sýna verk eftir Jökul Jakobsson. Það hefur áöur sýnt Herbergi 213 eftir Jökul 1978. Þessi tvö verk hans, Sjóleiðin til Bagdad og Herbergi 213, eru mjög ólfk af allri gerö og ef til vill þessvegna áhugaverð fyrir sama félagiö til uppsetningar. Sjóleiðin lýsir óneitanlega hversdaglegri hlut- um, stundum kátlegum, stund- um óþægilegum, en ef dæma má eftir undirtektum á frumsýn- ingu kitlar þaö lika hláturkirtl- ana. Sjóleiðin til Bagdad viröist fljótt á litiö aöeins lýsa hvers- dagslegum atburðum úr lifi hversdagslegra manneskja. En undir yfirboröinu birtist nær- færin mynd fólks sem flest hefur lokast inni i sinum litla heimi og lifir i draumi þess sem heföi getað oröiö. Sýnir umheiminum harlalltið af sinum innri manni, heldurvelur þá leiöina sem auö- veldust viröist, aö gorta yfir fornri frægö eöa kjafta sig burt frá raunveruleikanum, enda viröist skilningur þess hvort á ööru harla lltili. Undantekningin reynist vera Halldór. Hann er sá eini sem ekki er á flótta, heldur leitar að lifsinnihaldi. Fljött á litiö gæti virst sem hann væri sú persóna sem frá höfundarins hendi væri hvað óskýrust. En ef grannt er skoðað er þaö kannski einmitt hann sem er heill og skilur að örlög eru ekki ásköpuö, heldur er þaö spurningin um aö velja og hafna. Þegar hann heldur aftur út i heiminn er það vegna þess að ,,sá sem er laus viö von- ina úr sjópokanum sinum, hann einn fer frjáls um allan sjó”. Andstæða hans er Eirikur. Hans verömætamat er efnis- legt og draumar hans flótti frá hinu daglega lifi með þess hversdagslega striti. Þuriði, prófastsdótturina austan af landi, sem lærði á pianó hjá organistanum og fileringu og kontórsting hjá apótekarafrúnni, dreymir um hvaö heföi getað orðiö ef ekki heföi verið „þetta lika barka- kýlið” á aöstoöarprestinum unga. Nútiöin er i þvi fólgin að hann „Pétur á fjórtán” er að deyja (reyndar búinn að draga þaö I átján ár) og hún er svo upptekin við aö missa ekki af þvi aö hún hefur hvorki tima né orku til aö sinna fjórtán ára dóttur sinni né eiginmanninum Munda. Þótt Sjóleiöin til Bagdad sé skrifuö fyrir meira en fimmtán árum held ég aö flestir þekki enn i dag eins og tvo þrjá per- sónuleika eins og Eirik og nokkrar Þuriöar. Leikfélag Keflavikur teflir nú fram mörgum reyndum leikur- um. 1 hlutverki Eirlks er þó litt reyndur leikari Jóhann Gisla- son. Jóhann gerir hlutverkinu þau skil aö erfitt er aö trúa þvi aö þetta sé aðeins f annaö sinn sem hann kemur á sviö. Fram- sögn hans er sérstaklega góö og hvergi örlar á sviðsskjálfta. Magnús Jónsson, sem leikur Halldór fór nærgætnislega meö sitt erfiöa hlutverk og tókst vel að koma til skila þeim boöskap sem honum er ætlaður I verk- inu. Ingibjörgu Hafliðadóttur þekkja allir þeir sem fylgst hafa með starfsemi Leikfélags Keflavikur i gegn um árin. Hún fór á kostum i hlutverki Þuriö- ar. Hlutverk Signýjar er vand- meöfariö, en Hrefna Trausta- dóttir gerir þvi góö skil og sýnir á sér nýja hliö sem skapgeröar- leikkona. Þór Helgason leikur Munda, eiginmann Þurriöar, sem fer sinu fram þó hægt fari. Þór hef- ur oft leikiö áöur hin ólikustu i hlutverk og stendur sig með prýöi. 1 hlutverki Hildar er Dagný Haraldsdóttir. Þetta er stærsta hlutverk Dagnýjar tilþessa. Hin hálf-fulloröna stelpa, sem gjarnan vill sýnast veraldar- vanari en hún i raun og veru er, veröur trúverðug I meöförum hennar. Gamlamanninn, sem genginn er I bamdóm, leikur Arni Ólafs- son. Gervi hans er mjög gott og hreyfingarnar og röddin vel i samræmi við aldurinn og asm- ann. Hlutverk leikstjóra i sýning- um áhugamanna er geysilega þýðingarmikið. Leikfélag Keflavikur hefur áður fengið Þóri Steingrimsson til liös viö sig. Hefur hann sýnt og snnaö aö hann er vandvirkur leikstjóri og hefur gott lag á aö ná fram þeim hæfileikum sem búa i misreynd- um áhugaleikurum. Aöstoðar- leikstjóri er Aslaug Bergsteins- dóttir og eiga þau bæöi heiöur skiliö fyrir sinn þátt i heil- steyptrioghnökralitilli sýningu. Næstu sýningar á „Sjóleiö- inni” veröa i kvöld og annað kvöld I Félagsbiói klukkan 21. Þórdis Þormtíðsdóttir. KJOTBOLLUR I ÞUNNRI SÓSU Háskolabió: Kjötbollurnar Leikstjóri: Ivan Reitman Handrit: Len Blum, Dan Gold- berg, Janis Allen og Harold Ramis. Myndataka: Don Wilder Tónlist: Elmer Bernstein Aöalleikari: Bill Murray Kvikmyndin „Kjötbollurnar” segir frá ýmsu sem hendir I sum- arbúöunum Noröurstjörnunni á einu sumri, en sumarbúöirnar eru ætlaöar börnum og ungling- um á aldrinum 6-14 ára. Myndin, sem er „fyrir alla fjölskylduna”, fjallar hins vegar aö mestu um starfsmennina i búöunum en þeir eru um tvitugt eöa eldri. Einn krakkinn I búöunum, Rudy, lendir þó I sviðsljósinu. Hann er tólf ára gamallogþarf sérstaka umönnun sökum þess aö hann á bágt með að umgangast jafnaldra sina. Það skeöur margt á sæ, og sama máli gegnir um sumarbúö- ir. „Kjötbollurnar” er röð af laus- tengdum atriðum sem eru afar misfyndin, svo ekki sé dýpra tek- ið I árinni. Myndinni viröist ætlaö aö ná til allra aldurshópa nema e.t.v. þeirra allra yngstu og þess vegna verður hún skrýtinn kok- teill. Sagan af Rudy sem á svo ósköp bágt er i anda gamaldags „drengjasagna”, en þeir hlutar sem fjalla um starfsmenn i búð- unum eru alveg dæmigerðir fyrir EinKunn: 5.0 ■i-s kvikmyndir þá mynd sem vanalega er brugðið upp af heilbrigðu bandarisku æskufólki er yndi hefur af hvers- konar prakkarastrikum. Auövitaö er þaö góðra gjalda vert að reyna aö framleiða mynd við hæfi „allrar fjölskyldunnar”, en Ivan Reitman og þeim félögum Blum, Goldberg, Allen og Ramis hefur ekki tekist nógu vel upp. Þaö er eins og þá skorti frum- leika, en hann erforsenda þess að mönnum takist aö koma saman þokkalegri gamanmynd. Þaö er illt er handritshöfundarnir sem sömdu jafn ágæta mynd og „Deltaklikan” (sýnd i Laugarás- bió á siðasta ári) eru svo þurr- ausnir af hugmyndum að þeir komi ekki saman skárri sögu- þræði en þeim sem birtist I „Kjöt- bollunum”. í myndinni eru þó smellnir kaflar, t.d. eru nokkur stutt atriði um sex ára krakkana ljómandi hnyttin. Þegarlitiðerá þær myndir sem börnum og unglingum standa yfirleitt til boða hérlendis má segja að „Kjötbollurnar” sé hreint ekki meö þeim verri. En hún er ekki til þess að hrópa húrra fyrir, jafnvel þó til þess sé tekið að aöalleikarinn, Bili Murray, fari oft á kostum,—SKJ Bill Murray stjórnar klappliðinu I „Kjötbollunum”. FRÍMÞING '80 Frlmerkjasýning verður haldin i Safnahúsinu á Húsavik dagana 25.-28. april og hefur sýningin hlotið nafnið Frimþing 80. 18 aðilar munu sýna i 56 römm- um og verður um margvislegt efni að ræöa. Sýningin skiptist i samkeppnisdeild og kynningar- deild —• auk heiðursdeildar, en þar mun Póststjórnin sýna efni. Af efni má nefna islensk bréf- spjöld 1879-1941, islensk fyrsta- dagsumslög, stimplar úr Þing- eyjarsýslum, danskir auglýs- ingastimplar frá upphafi, islensk frimerkiá bréfum og póstkortum, blóm, tónlistarfrimerki, jóla- merki og jólafrTmerki, svo eitt- hvaö sé tint til. Sýningin veröur opnuö föstu- daginn 25. april klukkan 15 og mun veröa opin til 22. Laugardag og sunnudag veröur hún opin 13:30-22 og frá 14-17 á mánudag. Þaö er Frimerkjaklúbburinn Askja sem stendur fyrir sýning- unni i sambandi viö landsþing Landssambands islenskra fri- merkjasafna ra. —ATA Þursarnir í Félagsstofnun Hinn islenski þursaflokkur heimiilaðgangur að tónleikunum, verður með tónleika i Félags- sem hefjast klukkan 21. stofnun stúdenta i kvöld. öllum er —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.