Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 3 Svissneska ríkið réttir fram hjálp- arhönd Sviss. Morgunblaðið. SVISSNESKA ríkisstjórnin ákvað á mánudag með blessun fjár- málanefndar þjóðþingsins að hlaupa undir bagga með svissneskum flug- rekstri. Ríkið er reiðubúið að greiða 1 milljarð svissneskra franka, rúma 62 milljarða íslenskra króna, til að halda hluta vetraráætlunar Swissair gangandi fram á vor. Svissnesk stór- fyrirtæki munu greiða jafn mikið í von um að flugreksturinn komist aft- ur á réttan kjöl. Nýtt fyrirtæki verður stofnað á grunni Crossair og stefnt verður að því að fljúga áfram á fjar- lægar slóðir í Asíu, Afríku og Ameríku frá Zürich. Bankarnir tveir, UBS og Credit Suisse, héldu í byrjun mánaðarins að þeir gætu bjargað flugrekstrinum einir. Þeir keyptu stóran hlut í Crossair, sem er syst- urfyrirtæki Swissair með höfuð- stöðvar í Basel, og ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún tæki ekki þátt í björg- unaraðgerðunum. Peningar voru sagðir fyrir hendi til að halda flugi Swissair áfram út október. Vöknuðu við vondan draum Bankarnir, ríkisstjórnin og þjóðin öll vöknuðu upp við vondan draum þeg- ar vélar Swissair voru kyrrsettar í London af því að flugfélagið skuldaði lendingargjöld og komust ekki í loft- ið í Zürich af því að það átti ekki fyrir bensíni. Það stóð á peningayfir- færslum frá bönkunum til Swissair í nokkrar klukkustundir og svissneskt langleiðaflug fór í strand. Þúsundir farþega komust ekki leiðar sinnar. Ríkisstjórnin sá sér ekki annað fært en að rétta Swissair hjálparhönd, þó ekki væri nema til að koma stranda- glópum leiðar sinnar. Swissair er gjaldþrota og spurningin snýst um hvernig flugrekstri í landinu verður haldið áfram. Crossair, sem var stofnað til að fljúga litlum vélum á smærri flug- velli í Evrópu, hefur gott áætlunar- net í Evrópu. Swissair hefur flogið á fjarlægar slóðir og stærri flugvelli í Evrópu. Óttast er að Sviss einangr- ist og ferðaiðnaðurinn, sem og annar atvinnurekstur, bíði tjón ef innlent flugfélag sér ekki um áætlunarflug til og frá landinu vítt og breitt um heiminn. Flest stórfyrirtæki Sviss taka þátt í björgunaraðgerðunum nú. Nestle fjárfestir til dæmis 100 milljónir franka, eins og Novartis, Hoffmann- La Roche, Swisscom og fleiri. Hleypur undir bagga með flugrekstrinum Svissnesk stjórnvöld hafa ákveðið að koma Swissair til hjálpar ásamt svissneskum fyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.